Dagur - 24.05.1988, Blaðsíða 7

Dagur - 24.05.1988, Blaðsíða 7
24.-maí 1988 - DAGUR - 7 Birkir Kristinsson markvörður Fram handsamar knöttinn af öryggi í leiknum gegn Þór á laugardag. Það voru Framarar sem fögnuðu sigri í leik sem fór fram við erfiðar aðstæður. Mymi: gb SL-mótið 1. deild í knattspymu: - Sigutmarkið skorað eftir hrikaleg vamarmistök Þórsara Fram sigraði Þór með einu marki gegn engu á laugardag í 1. deildinni í knattspymu. Leikurinn fór fram á malarvelli Þórs og eina mark leiksins skoraði Ormarr Örlygsson skömmu fyrir leikslok. „Vörn- in spilaði vel allan leikinn en þessi einu mistök mín, kostuðu okkur mark,“ sagði Birgir Skúlason varnarmaður Þórs eftir leikinn. „Það gekk illa að dekka þá á miðjunni og þeir fengu að athafna sig allt of mikið. Það er lítið gaman að spila fótbolta við þessar aðstæður en Framerar voru einfaldlega sprækari en við og sigur þeirra var sanngjarn,“ sagði Birgir ennfremur. Aðstæður til knattspyrnuiðk- unar voru ekki upp á marga fiska á laugardag. Töluverður vindur var á annað markið og léku Framarar undan vindi í fyrri hálf- leik. Þeir voru ákveðnari fyrstu mín. án þess þó að skapa sér nein marktækifæri. Fyrsta hættan skapaðist þó upp við Frammark- ið. Jón Sveinsson varnarmaður gaf þá boltann beint í fætur Hall- dórs Áskelssonar, hann komst upp að endamörkum en sendi boltann þaðan beint í fangið á Birki Kristinssyni markverði Fram. Á 24. mín. átti Pétur Ormslev gott skot úr aukaspyrnu fyrir utan vítateig en Baldvin Guð- mundsson markvörður Þórs varði vel. Pétur var síðan aftur á ferð- inni um 10 mín. síðar, er hann skallaði boltann rétt yfir Þórs- markið, eftir að hafa fengið góða sendingu fyrir frá Ormari. Þórsarar hafa sennilega haldið að seinni hálfleikurinn yrði auð- veldur, eftir að þeir höfðu staðið af sér sóknir Framara undan sterkum vindinum en annað kom á daginn. Það var aðeins fyrstu mínútur hálfleiksins sem Þórsar- ar höfðu yfirhöndina en síðan tóku gestimir leikinn í sínar hend- ur. Hlynur Birgisson var nærri því að koma Þór á blað, er hann komst inn í sendingu Þorsteins Þor- steinssonar tii markvarðar en hann missti boltann of langt frá sér og Framarar náðu að bjarga í horn. Fleiri marktækifæri fengu Þórsarar ekki og Framarar tóku leikinn í sínar hendur. Þeir réðu miðju vallarins algjörlega og fengu nægan tíma til þess að byggja upp sínar sóknarlotur. Baldvin varði meistaralega í horn, skot frá Pétri Ormslev af stuttu færi á 60. mín. og á 73. mín. komst Birgir Skúlason fyrir hættulegt skot Arnljóts Davíðs- sonar frá vítapunkti. Flestir voru farnir að sætta sig við markalaust jafntefli en þegar um 4. mín. voru til leiksloka, urðu Birgi Skúlasyni á hrikaleg mistök sem köstuðu mark. Hann ætlaði að senda boltann á markið en sendi þess í stað beint í fætur Ormars sem stóð í vítateignum og hann þakkaði fyrir sig og skaut boltanum undir Baldvin og í markið. Þórsarar náðu sér ekki á strik í þessum leik og því fór sem fór. Framarar léku nokkuð vel og þá sérstaklega í seinni hálfleik og var sigur þeirra fyllilega verð- skuldaður. Hjá Þór var Baldvin markvörður bestur en hjá Fram voru þeir Ormarr og Viðar Þor- kelsson bestir. Friðgeir Hallgrímsson dæmdi leikinn og gerði það ágætlega. Liðin: Þór: Baldvin Guðmundsson, Júlíus Tryggvason, Birgir Skúlason, Nói Björnsson, Einar Arason, Valdimar Pálsson, Jónas Róbertsson, Guðmundur Valur Sigurðsson, Siguróli Kristjánsson, Hlynur Birgisson, Halldór Áskelsson. Frain: Birkir Kristinsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Jón Sveinsson, Pétur Ormslev, Viðar Þorkelsson, Kristinn R. Jónsson, Pétur Arnþórsson, Guðmundur Steinsson, Stcinn Guðjónsson, Arnljótur Davíðsson, Ormarr Örlygsson. Knattspyrna: Leikið við Portúgali íkvöld - og gegn ítölum á sunnudag í undan- keppni Ólympíuleikanna í kvöld leika íslendingar og Portúgalar landsleik í knatt- spyrnu. Leikurinn sem er liður í undankeppni ólympíuleik- anna, fer fram á Laugardalsvell- inum og hefst kl. 20. Þetta er næst síðasti leikur Islendinga í keppninni en sá síðasti sem er gegn ítölum, fer fram á Laug- ardalsvellinnum á sunnudag- inn kemur. Sigfried Held landsliðsþjálfari, valdi fyrir helgina 21 leikmann í undirbúning fyrir þessa tvo leiki og eru þeir eftirtaldir: Markverðir: Friðrik Friðriksson B19U9 Birkir Kristinsson Fram Guðmundur Hreiðarsson Víking Aðrir leikmenn: Ágúst Már Jónsson KR Ólafur Þórðarson ÍA Heimir Guðmundsson ÍA Þorsteinn Þorsteinsson Fram Valur Valsson Val Viðar Þorkelsson Fram Pétur Arnþórsson Fram Ingvar Guðmundsson Val Halldór Áskelsson Þór Rúnar Kristinsson KR Þorvaldur Örlygsson KA Guðmundur Steinsson Fram Guðmundur Torfason Wintersl. Jón Grétar Jónsson Val Kristinn R. Jónsson Fram Þorsteinn Guðjónsson KR Sveinbjörn Hákonarson Stjörn. Arnljótur Davíðsson Fram Ólafur Þórðarson á að baki flesta landsleiki í þessum hópi, eða 18 en þeir Halldór Áskelsson og Guðmundur Steinsson hafa leikið 17 leiki hvor. Staðan 1. deild Úrslit leikja í 2 . umferð Si- mótsins 1. deild í knattspymu urðu þessi: ÍBK-KR 1:3 Leiftur-Valur 0:0 Þór-Fram 0:1 Víkingur-KA 0:1 Völsungur-ÍA 1:2 Staðan í deildinni er þessi: Fram 2 2-0-0 2:0 6 KR 2 1-1-0 5:3 4 ÍA 2 1-1-0 2:1 4 KA 1 1-0-0 1:0 3 ÍBK 2 1-0-1 4:4 3 Leiftur 2 0-2-0 0:0 2 Víkingur 2 0-1-1 2:3 1 Valur 2 0-1-1 0:1 1 Þór 1 0-0-1 0:1 0 Völsungur 2 0-0-2 2:5 0

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.