Dagur - 24.05.1988, Blaðsíða 5
24. maí 1988 - DAGUR - 5
Hann Sigurjón Jónsson á Grenivík er fyrrverandi sjómaður en kemur þó mikið á bryggjuna og fylgist með trillunum
þegar þær koma inn. Hér áskotnaðist honum þessi fíni þorskur í soðið. Mynd: tlv
lesendahornið
i
Betl á götum Akureyrar
Jóna hringdi:
Um daginn var ég stödd í göngu-
götunni á Akureyri þegar ég varð
vör við mann, sem gekk á milli
fólks og bað það að gefa sér pen-
inga. Flestir hristu þennan mann
af sér, sem betur fer, en þó sá ég
að einn gamall maður gaf honum
peninga. Ég hringdi á lögregluna
til að stöðva þennan ljóta leik, en
því miður komu þeir of seint og
gripu því í tómt.
Ég veit að þessi maður leitar
mikið til gamla fólksins, sem gef-
ur honum peninga þótt það hafi
lítið á milli handa nema ellistyrk-
inn og greiðslur Iífeyrissjóða.
Þetta gamla fólk virðist þó vera
auðveld bráð fyrir þennan mann.
Ég vil beina því til fólks að gefa
alls ekki peninga á götum úti til
manna af þessu tagi, og ættu yfir-
völd að reyna að stöðva þetta
betl á götum Akureyrar hið
fyrsta."
Að vinna gegn eigin hagsmunum
- Varnaðarorð að sunnan
í morgunútvarpinu átti einn
starfsmanna Rásar 2 viðtal við
tvo forystumenn sveitarstjórna á
Eyrarbakka og Stokkseyri um
hina nýju Ölfursárbrú. Fögnuðu
þeir því að nú styttist leiðin til
Þorlákshafnar, sem er að verða
þeirra fiskihöfn í vaxandi mæli.
Fréttamaðurinn spurði hvort
ekki styttist nú leiðin í Flagkaup í
Reykjavík. Þetta var sveitar-
stjórnarmönnunum áhyggjuefni
og skírskotuðu til þýðingar þess
að sem best þjónusta væri til
staðar í heimabyggð. Töldu þeir
svo vera, ef betur væri að gáð.
Þetta spjall minnti mig á góða
grein, er ég fyrir tilviljun rakst á í
blaðinu „Dagskrá“ sem gefið er
út á Selfossi, eftir Helga Ólafs-
son, frá Álfsstöðum á Skeiðum.
Grein sína nefnir Helgi „Að
vinna gegn eigin hagsmunum".
í greininni bendir Helgi á þann
bónus, sem frystihúsið Bakka-
fiskur á Eyrarbakka veitir sínu
fólki, með fríum ferðum í stór-
markaði Reykjavíkur. Hann
bendir á að þetta sé blendin
kjarabót fyrir fiskvinnslukonur á
Bakkanum. Hér sé þetta ágæta
fólk að grafa undan eigin hags-
munum. Samdráttur í þjónustu
skapi minnkandi atvinnu og í
framhaldi af því minna vörufram-
boð, en ella í heimabyggð. Minni
tekjur sveitarfélagsins af aðstöðu-
gjöldum til að efla heima-
starfsemi. F>að alvarlega er, að
máttarstólpar byggðalaganna
draga úr starfsemi, vegna vax-
andi rekstrarhalla. Á sama tíma
blómstra verslunarhofin í Reykja-
vík og kaupahéðnarnir kunna sér
ekki læti í fjárfestingum. Við-
skiptagróðinn leitar suður yfir
heiðar, en eftir eru kaupfélögin
til að veita brýnustu þjónustu,
sem ekki verður sótt suður. Bætt-
ar samgöngur hafa styrkt stöðu
höfuðborgarsvæðisins, en ekki
landsbyggðarinnar, eins og menn
óskuðu eftir.
Dæmin á Suðurlandi eru
átakanleg, þar sem það þykir fínt
að sækja vatnið yfir lækinn í þess-
um efnum. í ágætri ræðu, sem
bæjarstjórinn á Akureyri hélt á
fundi verkfræðingafélagsins um
hálendisvegi, gat hann þess að
með bættu vegakerfi færðist í
vöxt að menn allt norðan úr
Skagafirði færu í innkaupaferðir
um dagvörukaup í verlunarhofum
á Reykjavíkursvæðinu.
Þetta er ný þróun, sem virðist
koma alvarlegast fram í rekstrar-
afkomu kaupfélaganna. Er gamla
samkenndin að hverfa, sem var
sú hugsjónastefna er gerði byggð-
unum fært að verjast áföllum og
sækja fram til stórra sigra. Eru
landsbyggðarmenn að verða línu-
dansarar á skeiðflötum frjáls-
hyggjunnar í hátimbruðum versl-
unarhofum hinnar nýju stéttar á
íslandi, sem lifir á fjármagninu,
en tekur ekki þátt í áhættu hinna
grónu atvinnuvega.
Um það skal engu spáð hér og
nú. Hitt er ljóst að hér verður að
stemma á að ósi. Það verður fólk-
ið sjálft að gera heima í
byggðum, með uppbyggingu eig-
in atvinnutækja og þjónustu-
starfsemi. Þetta er sú byggða-
stefna hvers og eins, sem lands-
byggðin stendur og fellur með.
Menn mega ekki treysta á fyrir-
hyggjustarfsemi fjármálaspekul-
anta eða kjaftaska í pólitík.
Sjálfshöndin er best.
Hafi Helgi Ólafsson þökk fyrir
holla hugvekju. Þetta -er boð-
skapur sem á erindi til állrar
landsbyggðarinnar, jafnt fyrir
austan fjall og norðan heiðar.
Gamall sunnlendingur.
r----------------------------------------- \
Hitaveita
í Gerðahverfi 2
Hvetjum íbúa í Gerðahverfi 2 til þess að tjá sig um
hitaveitu í hverfið, með því að útfylla heimsenda
spurningalista og póstsetja.
67 hafa þegar svarað.
• Já segja 48 (þar af 28 með rafmagnsþilofna).
• Nei segja 16 (þar af 13 með rafmagnsþilofna).
• Hlutlaus segja 3.
Fundur með íbúum í hverfinu verður fyrir miðjan júní.
Áhugamenn um hitaveitu í Gerðahverfi 2.
Ari Rögnvaldsson, Gísli Jónsson,
Halldór Halldórsson, Hólmsteinn Hólmsteinsson.
AKUREYRARB/ÍR
Kjörskrá
Kjörskrá Akureyrar til forsetakjörs, sem fram á að
fara laugardaginn 25. júní 1988, liggurframmi á
bæjarskrifstofunum, Geislagötu 9, 2. hæð, alla
virka daga á almennum skrifstofutíma frá 25. maí
til 14. júní.
Kærur við kjörskrána skulu hafa borist bæjarskrif-
stofunni eigi síðar en 10. júní 1988.
Akureyri, 20. maí 1988.
Bæjarstjóri.
sfo stö
Húseigendur
Húsbyggjendur
Tökum að okkur ásetningu
á utanhússklæðningar-
efnunum frá StD
á ný og gömul hús,
með eða án einangrunar.
Leitið nánari upplýsinga hjá:
Egill Stefánsson
MÚRARAMEISTARI
MÓASlÐU 6 C
600 AKUREYRI
SlMI 96-24826