Dagur - 24.05.1988, Blaðsíða 16

Dagur - 24.05.1988, Blaðsíða 16
TEKJUBREF• KJARABREF FJARMAL ÞIN - SERGREIN OKKAR rFJÁRFESriNGARFÉLAGÐ Ráðhústorgi 3, Akureyri Maður á Húsavík: Grunaður um fjársvik Maður á Húsavík er talinn hafa svikið stórfé út úr Kaup- félagi Þingeyinga og fleiri fyrirtækjum með því að fram- vísa reikningum fyrir verk sem aldrei voru unnin og falsa undirskriftir. Málið er til rann- sóknar hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins. Maður þessi hefur stundað sjálfstæðan atvinnurekstur á Húsavík og hann er grunaður um að hafa náð til sín umtalsverðum fjármunum með því að framvísa fölsuðum reikningum og fá þá greidda. Rannsóknarlögreglan vill ekk- ert um málið segja en nokkrir munu hafa verið yfirheyrðir vegna málsins. SS Akureyri: Verður úti- listaverkið í göngugötunni? Útilistaverkið sem staðsetja á við suðurenda göngugötunnar á Akureyri er ■ smíðum hjá listamanninum en sem kunnugt er hafa skiptar skoðanir verið um staðsetningu verksins eftir að Ijóst varð hve umfang þess verður mikið. Óvíst er hvenær verkið verður tilbúið til upp- setningar. Hér er um að ræða 9 metra hátt útilistaverk og er þetta gjöf Akureyrarbæjar til Kaupfélags Eyfirðinga í tilefni af 100 ára afmæli félagsins árið 1986. Hugmyndir um aðra staði fyrir verkið hafa komið fram og má nefna lóðina sunnan og neðan við Frímúrarahúsið og lóðarreit aust- an við Bókval. Valgarður Bald- vinsson bæjarritari staðfesti að slíkar hugmyndir hefðu komið fram en ákvörðun um staðsetn- ingu verksins í göngugötunni væri ennþá í fullu gildi og engar breytingar verið samþykktar. SS Á Akureyri er bílum lagt vinstra megin í einstefnuakstursgötum en breytingar kunna að vera á döfinni. Mynd: TLV Fellur 20 ára gamalt vígi sérstöðunnar? Reglum um bílastöður í ein- stefnuakstursgötum breytt - almenn regla umferðarlaganna tekin upp Utanbæjarmenn hafa oft átt erfitt með að átta sig á þeim reglum sem gilda um bifreiða- stöður í einstefnuakstursgötum á Akureyri. Gagnstætt megin- reglu umferðarlaganna þá gild- ir sú regla á Akureyri að þar á að leggja bílum vinstra megin í götunum. Hjá gatnamáladeild bæjarins er nú í athugun hug- mynd um að nema úr gildi þessa sérreglu. Allt frá því hægri umferð var tekin upp á íslandi árið 1968, hef- ur sú meginregla gilt að í ein- stefnuakstursgötum skal leggja bílum hægra megin. Ef hins veg- ar á að leggja vinstra megin göt- unnar er slíkt merkt sérstaklega. Á Akureyri, Siglufirði, Seltjarn- arnesi og í Kópavogi hafa hins vegar gilt reglur um hið gagn- stæða. í þeim götum þar sem ætlast er til að bílar standi vinstra megin, er slíkt ekki merkt og á því hafa ókunnugir ekki áttað sig. Á Akureyri eru um 5,5 kíló- metrar af einstefnuakstursgötum. Gunnar Jóhannesson verkfræð- ingur hjá gatnamáladeild er þessa dagana að skoða hverja götu fyrir sig með tilliti til þess hvaða afleiðingar áðurnefndar breyting- ar hafa. Gunnar sagði í samtali við Dag að víða þyrfti eftir sem áður að leggja bílum vinstra megin. í þeim tilfellum þyrfti að banna bílastöður hægra megin en um leið leyfa þær vinstra megin og merkja slíkt sérstaklega. Dæmi um þetta er Geislagatan en þar myndi bílastæðum fækka veru- lega ef þau yrðu flutt austur fyrir götuna. ET Skipulag raforkudreifingar í athugun: Dreifikerfi rafveitna einfaldaö? Athugun á skipuiagi raforku- dreifingar á Islandi stendur nú yfir. Að sögn Sverris Sveins- sonar, veitustjóra á Siglufirði, er markmið athugunar þessar- ar að átta sig á hvort hugsan- lega megi bæta árangur dreifi- veitna með breyttu skipulagi og því er verið að skoða kostn- aðaruppbyggingu fyrirtækj- anna sem standa að rekstri dreifikerfa landsins. Sverrir sagði að hér væri um að ræða dreifikerfi RARIK og dreifi- kerfi sjálfstæðra rafveitna á land- inu. Kostnaðaruppbygging raf- veitna á mismunandi svæðum væri borin saman við dreifingu kostnaðar á öðrum svæðum og nefði landinu verið skipt upp í átta rekstrarsvæði til saman- burðar. Þau eru: höfuðborgar- svæðið, Vesturland, Vestfirðir, Norðurland vestra og eystra, Austurland, Suðurland og Suður- nes. „Ef við tökum dæmi um Norð- urland vestra þá eru þar tvær raf- veitur, Rafveita Sauðárkróks og Rafveita Siglufjarðar, auk rekstrarsvæðis RARIK. Þegar reksturinn á þessu svæði er Dreifikerfi RARIK og sjálfstæöra rafveitna er í athugun. athugaður sérstaklega og þetta svæði borið saman við önnur kemur í ljós að svæðin eru mis- munandi arðgefandi miðað við þá starfsemi sem gefur raforku- verðinu vægi í hlutfalli við umfang svæðanna, frá sjónarmiði staðhátta, kostnaðar við raflínur, ntannahalds, þjónustustigs og rekstraröryggis," sagði Sverrir. Samband íslenskra rafveitna stóð fyrir þessari athugun í sam- ráði við iðnaðarráðuneytið, Landsvirkjun og RARIK. Sér- stakur starfshópur vann að þess- um málum í vetur, en nú stendur iðnaðarráðuneytið fyrir þessu framtaki og hefur ráðið sér- fræðinga til sín vegna verkefn- isins; þá Gunnar Ámundason, verkfræðing hjá Rafhönnun hf., og Guðjón Guðmundsson, rekstr- arráðgjafa. EHB Sauðárkrókur: Eldur í trésmiðju Um miðnætti aðfaranótt hvíta- sunnudags kom upp eldur í lakkklefa hjá Byggingafélag- inu Hlyn á Sauðárkróki. Var mikill hiti og reykur inni í klefanum er slökkviliðið kom á vettvang, en greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins sem ekki var mjög mikill. Talsverðar skemmdir urðu á húsnæðinu sem er á efri hæð yfir verkstæðinu, og einnig á tækjum og efni. Tildrög eldsins voru þau að neisti flaug frá pússningarvél og læsti sig í lakkryk á gólfinu með fyrrgreindum afleiðingum. ______________________ Forsetakosningar: Kosið um tvær konur Allt bendir nú til þess að efnt verði til forsetakosninga 25. júní í sumar því dómsmála- ráðuneytinu hafa borist undir- skriftir og plögg varðandi framboð Sigrúnar Þorsteins- dóttur. Þau gögn eru nú í athugun hjá ráðuneytinu og uppfylli þau sett skilyrði verð- ur gengið til kosninga. Þetta er í fyrsta sinn sem forseti íslands fær mótframboð eftir að hafa gefið kost á sér til endurkjörs. Einnig má það telj- ast óvenjulegt að kosið verður um tvær konur, Vigdísi Finnboga- dóttur forseta og Sigrúnu Þor- steinsdóttur húsmóður. Sigrún er 46 ára gömul hús- móðir úr Vestmannaeyjum og félagi í Flokki mannsins. Hún hefur lýst því yfir að hún sé ekki óánægð með störf Vigdísar Finn- bogadóttur en hins vegar telji hún tímabært að knýja fram breytingar á embætti forseta. SS Dýrt að búa utan Reykjavíkur „Ekki höfum við orðið varir við að varahlutirnir lækki í verði frekar en annar varning- ur. En hins vegar er annar lið- ur sem okkur sýnist vera alltof hár og ósanngjarn gagnvart okkur sem búum hérna úti á landsbyggðinni. Það er kostn- aðurinn við að koma smáhlut- um til flutningsaðila,“ sagði Rúnar Víglundur Pétursson á Búvéla- og vélaverkstæðinu Nausti í Varmahlíð. „Það er alveg gegnum gang- andi að lægsta gjald fyrir að skutla pakka á vöruflutnigastöðv- arnar er 500 krónur. Jafnvel þó að hluturinn kosti ekki nema 100- 200 krónur. Sami aðili þarf því ekki að vera með nema 10 smá- pakka í bílnum til að ná 5000 kallinum, hvað þá ef hann er með fullan bíl. Það er enginn vafi á að þennan lið hafa menn komist upp með að smyrja óheyrilega. Menn verða oft hissa þegar þeir fá við- gerðareikning og við höfum þurft að panta smá varahlut fyrir við- komandi. Því það er oft eins og fólk átti sig ekki á þessum lið,“ sagði Rúnar Víglundur. -þá

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.