Dagur - 08.06.1988, Side 5

Dagur - 08.06.1988, Side 5
Ferðaskrifstofufólkið við komuna tii Sauðárkróks. stuðning allra þeirra aðila sem hagsmuna gæta. Hagsmunaaðil- arnir í bæ eins og Sauðárkróki eru nánast allir íbúar staðarins," sagði Birgir. Hann sagði að eftir þessa dvöl þá væri það verkefni Ferðamálaráðs, ef það hefði bol- magn til, að styrkja aðila í ferða- þjónustu fjárhagslega og hjálpa þeim að koma sinni vöru á markað. „Einnig getum við bent á ýmislegt sem heimamenn sjá ekki, eins og t.d. það að hér tala menn um að fara „út á Sauð- árkrók“. f>að er fráhrindandi fyr- ir ferðamenn, miklu frekar á að tala um að fara „niður á Sauðár- krók“, f>að eru svona ýmis smá- atriði sem þarf að huga að,“ sagði ferðamálastjóri, Birgir Porgils- son. Þeir Jón Gauti Jónsson frá Áningu og Vigfús Vigfússon for- maður Ferðamálanefndar Sauð- árkróks voru ánægðir með heim- sókn ferðaskrifstofufólksins þeg- ar blaðamaður hitti þá að máli. Þeir voru þá búnir að kveðja hópinn á flugvellinum, en þeir fylgdu gestunum um og veittu þeim leiðsögn á meðan á dvölinni stóð. Þeir voru ekki í vafa um að heimsóknin mundi skila sér vel, því ferðaskrifstofufólkið kvaddi Skagafjörðinn himinsælt eftir dagsferðina og vel upplýst um þá möguleika sem Skaga- fjörður hefur upp á að bjóða í ferðaþjónustu. „Þetta er ein besta kynning sem Sauðárkrókur og Skagafjörður hafa fengið í ferðamálum. Við eigum ekki von á að hún skili sér svo mikið í sumar, en það er alveg öruggt að hún á eftir að gera það fyrir sumarið 1989. Boðsferðin núna var svona fyrsta skref í að kynna næsta sumar,“ sögðu þeir Jón Gauti og Vigfús. bjb Svanhildur Diego frá Kynnisferðum ferðaskrifstofanna. Happdrætti Krabbameinsfélagsins: Verulegur munur á skilum eftir byggðalögum Aðalvinningar í vorhappdrætti Krabbameinsfélagsins í ár eru Saab 9000 Turbo, tveir Honda Civic GL og þrír bílar að eigin vali fyrir 500 þúsund krónur hver. Auk þess eru 100 vöru- vinningar að eigin vali, hver að verðmæti 50 þúsund krónur. Heildarverðmæti vinninga er á tíundu milljón króna. Að vanda verður dregið 17. júní. Þeir sem verða 23ja ára á þessu ári fengu nú í fyrsta sinn senda heim happdrættismiða frá Krabbameinsfélaginu en þeir sem komnir eru yfir sjötugt féllu af útsendingarlista. Er þeim sér- staklega þakkaður stuðningur við happdrættið fyrr og síðar. Fylgst er með því nú eins og í fyrra hvernig greiðslur berast frá einstökum byggðarlögum og landshlutum. í hausthappdrætti 1987 komu hlutfallslega flestar greiðslur, fyrir meira en 70% heimsendra miða, frá póstnúmer- um 523 og 524, Finnbogastöðum og Norðurfirði í Strandasýslu. Af þéttbýlisstöðum fóru þrír yfir helmings skil: Reyðarfjörður 57%, Eyrarbakki 55% og Vík í Mýrdal 51%. Þeir kaupstaðir sem urðu hæstir voru Eskifjörður og Egilsstaðir, báðir með 45% skil, og Selfoss með 44%. Á Akureyri sendu 36% greiðslu fyrir heimsenda miða en útkoman á Norðurlandi eystra var að öðru leyti sem hér segir, miðað við póstnúmer: Akureyri dreifbýli (601) 36%, Grenivík 29%, Grímsey 50%, Dalvík 30%, Ólafsfjörður 34%, Hrísey 49%, Húsavík 40%, Húsavík dreifbýli (641) 44%, Fosshóll 53%, Laugar 56%, Reykjahlíð 43%, Kópasker 38%, Kópasker dreifbýli (671) 40%, Raufarhöfn 44%, Þórshöfn 33% og Þórshöfn dreifbýli (681) 26%. í heild kom Suðurland best út, með 42% heimsendra miða greidda, næst var Austurland með 41%, þá Vesturland og Norðurland vestra með 39%, en Norðurland eystra 37%. Með- alskil yfir allt landið voru 36%. Krabbameinssamtökin eru með margt í takinu og starfsemi þeirra hefur farið sívaxandi. Stuðningur við Happdrætti Krabbameinsfé- lagsins er handhæg leið fyrir þá sem vilja efla samtökin til dáða. (Fréttatilkynning). S. juhi 1988 - DAGUR - á AKUREYRARBÆR ÖLDRUNARÞJÓNUSTA Dvalarheimilið Hlíð auglýsir Ný símanúmer Dagvistun.................. 27939 Deildarstjóri, alm. deild ... 27935 Eldhús..................... 27936 Forstööumaöur.............. 27931 Heimilisfólk............... 27937 Hjúkrunarforstjóri........ 27932 Sjúkradeild.............. 27934 Starfsfólk............... 27938 Umsjónarmaður............ 27933 Upplýsingar.............. 27930 (Verður tengt síðar) Vinsamlegast færið nýju símanúmerin inn í símaskrána. Karlmannaföt, stakir jakkar (einhnepptir og tvíhnepptir) /' glæsilegu úrvali. Föt og jakkar í Soft sniði fyrir þá yngri. Ný sending væntanleg í vikunni. yorurrvaðjaka uppfrakkajog stakka glæsileguIúryaliIfráiWalmeline valmeline Einnig^kyrturjfrálColdress (stutt goLdress ogllangermajlBolilogpeysuskyrtur fra RobertöiCarlöj . emmg i,ýfi»z stærðum)) V<MV. Cfití Klæðskeraþjónusta Verslið hjá fagmanni ATH. Verslunin er opin á laugardögum frá kl. 10-12. errgbudin =p LU Hafnarstrati 92 (Bautahús suðurendí), simi 26708.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.