Dagur - 09.06.1988, Blaðsíða 4

Dagur - 09.06.1988, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 9. júrií 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 660 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 60 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 465 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉSPÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Fækkun slysa í umferðínm Ákvæðum nýju umferðarlaganna, sem gildi tóku þann 1. mars sl. um skyldunotkun bíl- belta og ökuljósa, hefur almennt verið mjög vel tekið. Ökumenn telja orðið sjálfsagt að spenna belti og tendra ökuljós áður en lagt er af stað og er það mikil breyting til batnaðar. Samkvæmt könnun sem lögreglan fram- Jívæmdi um miðjan mars, voru 85% öku- manna með spennt bílbelti og á 90% bifreiða voru ljósin kveikt að degi til. Ljóst er að sekt- arákvæði hinna nýju laga eiga stóran þátt í hversu almenn bílbelta- og ökuljósanotkun er orðin. Viðlíka árangur hefði aldrei náðst án þeirra. í Ijósi þess hversu vel ökumenn hafa tekið hinum nýju ákvæðum umferðarlaganna, má vænta þess að umferðarslysum fari fækkandi. Bílbelti koma að sjálfsögðu ekki í veg fyrir að slys eigi sér stað, en þau draga verulega úr hættu á alvarlegum meiðslum. Rannsóknir sýna að við almenna notkun bílbelta megi búast við að dánartíðni í umferðarslysum lækki um fjórðung og alvarlegum meiðslum fækki um þriðjung. Vonandi náum við a.m.k. þeim árangri í umferðinni hér. Hvað varðar skyldunotkun ökuljósa allan sólarhringinn, er um að ræða aðgerð sem leitt getur til beinnar fækkunar umferðarslysa. Þannig benda er- lendar rannsóknir til þess að með almennri ljósanotkun megi fækka slysum um 15-20%. Þetta á bæði við um árekstra og slys á gang- andi vegfarendum. Ástæðan er einfaldlega sú að ökutæki sjást mun betur ef ljós þeirra eru tendruð. Sem fyrr segir hafa íslenskir ökumenn virt þessi nýju lagaákvæði til fullnustu. Hins veg- ar skorti talsvert á löghlýðni þeirra hvað varð- ar sum eldri ákvæði umferðarlaganna. Hjá þorra ökumanna er t.d. notkun stefnuljósa í lágmarki og ökuhraði of mikill miðað við aðstæður. Þá er óþarfa akstur á vinstri akrein, á tvískiptum akbrautum í þéttbýli hvimleiður ósiður, sem mönnum virðist ganga illa að venja sig af. Ef ökumenn einsetja sér að virða þessi ákvæði umferðarlaganna jafn almennt og ákvæðin um bílbelta- og ökuljósanotkun, mun það eflaust leiða til stórfelldrar fækkunar umferðarslysa á skömmum tíma. Ekki veitir af, því slysatíðnin í umferðinni hjá okkur er mun hærri en í flestum nágrannalandanna. BB. Greinargerð starfshóps ríkisstjórnarinnar um erfiðleika í fiskeldi: 800 milljón króna lántökur á næstu tveimur árum Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum hinn 10. maí að setja á laggirnar samstarfshóp ráðu- neyta til að fjalla um erfiðleika í fískeldi. Tildrög þessarar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar voru upplýsingar sem fram komu í skýrslu Landssam- bands fískeldis- og hafbeitar- stöðva, LFH, Laxeldi á tíma- mótum, dags. 9. maí 1988, sem lögð var fram á fyrrnefndum fundi ríkisstjórnarinnar. I skýrslunni er því lýst, að skap- ast hafí verulegt misræmi í framboði og eftirspurn eftir gönguseiðum. Af 12 milljón- um gönguseiða hafí einungis verið ráðstafað um 5 m. og óvíst sé um umfram fram- leiðslu, meðal annars í Ijósi markaðstregðu í Noregi og innflutningsbanns á Irlands- markað. Starfshópurinn sem starfaði undir stjórn Ólafs Isleifssonar efnahagsráðunauts ríkisstjórnarinnar hefur nú sent frá sér greinargerð sem Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra kynnti á fundi ríkis- stjórnarinnar fyrr í vikunni. Hér á eftir fer meginefni þess- arar greinargerðar, og er efn- inu skipt niður í kafla eins og þar er gert. Niðurstöður Verulegt misræmi hefur skapast milli framboðs og eftirspurnar gönguseiða hér á landi á þessu ári. Framleiðsla á gönguseiðum fór verulega fram úr því sem áætlað var í fyrra. Eftirspurnin hefur dregist verulega saman á erlendum mörkuðum og orðin mun minni en framleiðendur seiðanna gerðu ráð fyrir. Jafn- framt hefur verið dregið úr upp- byggingu framleiðslurýmis eldis- stöðva miðað við framkvæmdir síðustu tveggja ára. Niðurstöður hópsins eru þessar: - Unnt er að vista umfram fram- leiðslu sjógönguseiða í því eldisrými sem til er í landinu fram á haust. Þannig gefst eld- isfyrirtækjum ráðrúm til að taka ákvarðanir um heppileg- ustu ráðstöfun þeirra seiða, sem ekki verður sleppt í haf- beit á næstu vikum. - Fjárfestingarlánasjóðir þurfa auknar lánsheimildir til að hrinda megi í framkvæmd raunhæfum áformum um áframhaldandi uppbyggingu fiskeldis. í þessu sambandi vís- ast í umsögn Framkvæmda- sjóðs íslands þar sem fram kemur að heildarkostnaður fyrirliggjandi framkvæmda- áforma í strandeldisstöðvum í ár og á næsta ári er áætlaður tæpar 800 milljónir króna. - Rekstrarfjármögnun matfisk- eldisstöðva nemur mun lægra hlutfalli en í öðrum útflutn- ingsgreinum. Til að bankar hefðu svigrúm til að lána hærra hlutfall af rekstrarkostnaði en þeir gera nú, þurfa eldisfyrir- tæki að leita eftir frekari vátryggingum, einkum hvað varðar bætur þegar um röð smærri tjóna er að ræða. - Starfshópurinn telur athygl- isverða þá hugmynd að sett verði á laggirnar eignarhalds- fyrirtæki með þátttöku fjárfest- ingarlánasjóða, fjármálafyrir- tækja og einkaaðila, sem hefði m.a. að markmiði að styrkja eiginfjárstöðu eldisfyrirtækja. Slíkt fyrirtæki gæti einnig gegnt mikilvægu hlutverki við útvegun ábyrgða til að tryggja hafbeitarstöðvum rekstrarfjár- mögnun. - Starfshópurinn telur mikilvægt að fiskeldi standi jafnfætis er- lendum keppinautum hvað starfsskilyrði áhrærir. Lagt er til að sérstök úttekt verði gerð á samkeppisstöðu greinarinn- ar. - Starfshópurinn bendir á, að eftir því sem útflutningur mat- fisks eykst verður brýnna að huga að vöruþróun og mark- aðs- og sölumálum. Fjárfestingar í fískeldi Lánsfjáráætlun ársins 1988 gerir ráð fyrir að 190 milljónum verði varið á vegum framkvæmdasjóðs til stofnlána í fiskeldi. Á árinu 1987 voru samþykkt ný lán á veg- um fjárfestingarlánasjóða til fiskeldis að fjárhæð 418 m.kr. Fjárfestingar í fiskeldi á síðasta ári voru á bilinu 800-900 milljónir en það sem af er þessu ári eru samþykkt lán til fiskeldis 163,6 milljónir. í framhaldi af því áliti manna að unnt yrði að selja verulegt magn seiða til Noregs í ár, gerðu áætlanir ráð fyrir samdrætti í lán- veitingum fjárfestingarlánasjóða til fiskeldis. Fjárfestingarlána- sjóðir hafa hvatt aðila til að halda að takmarka rými í nýjum stöðvum. Ráöstöfun seiða Starfshópurinn kannaði leiðir til að ráðstafa 12 m. gönguseiða sem nú eru til í landinu. í skýrslu LFH kemur fram að ráðgert hafi verið að ala 3,3 m. seiða í sjókví- um og strandeldisstöðvum og sleppa 2 m. í hafbeit. Afgangnum var ætlunin að ráðstafa á erlenda markaði, aðallega Noregsmarkað en hann hefur sem fyrr segir brugðist. Veiðimálastofnun kannaði rými fiskeldisstöðva í ársbyrjun 1988. í þeirri athugun kom fram að eldisrými seiðastöðva nemur um 40.000 m en það rými skapar framleiðslugetu sem svarar til allt að 20 milljón seiða á ári. Pessi staðreynd undirstrikar nauðsyn þess að eldisfyrirtæki takist á við það verkefni að koma á viðunandi jafnvægi milli fram- boðs og eftirspurnar gönguseiða í samstarfi við fjármálastofnanir. Við ráðstöfun seiða koma eftirtaldar leiðir til greina: a. Hafbeit b. Eldi í sjókvíum c. Eldi í strandstöðvum d. Fareldi - skiptieldi e. Sala á erlendan markað Með fareldi eða skiptieldi er átt við aðferð sem miðar að því að sameina kosti sjókvíaeldis og strandeldis. Seiði eru framan af alin í strandstöð, en að vori er Starfshópur ríkisstjórarinnar telur mikilvægt að fískeldi standi jafnfætis erlendum keppinautum hvað starfsskilyrði áhrærir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.