Dagur - 09.06.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 09.06.1988, Blaðsíða 1
71. árgangur Akureyri, fimmtudagur 9. júní 1988 108. töiublað ^LE'% Vou&Me Beint frá Ítalíu Skyrtur - Buxur HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599^ Prjóna- og saumastofur: „Allt mallar sem ekki er farið á hausinn“ Raöhúsaíbúöir fyrir aldraöa við Víðilund: Fólki gefinn kostur á að - segir Unnur Kristjánsdóttir iðnráðgjafi Prjóna- og saumastofur á land- inu eiga við ramnian reip að draga um þessar mundir. Yerkefnaskortur hrjáir þær flcstar og fjöldi fólks hefur misst atvinnu sína. Á Norður- landi vestra er þetta mikið vandamál enda eru þar margar saumastofur. Unnur Kristjáns- dóttir iðnráðgjafí sagði þó að eini Ijósi punkturinn í þessu væri sá að verð á framleiðslu- vörunum hefði hækkað lítil- lega. Unnur sagði að þær saumastof- ur sem ekki hefðu þegar hætt að starfa væru flestar í miklunr vandræðum. Fyrirtækin Pólar- prjón á Blönduósi og Víóla á Skagaströnd hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta og starfsemin liggur ennþá niðri hjá Salínu á Siglufirði. „Allt mallar sem ekki er farið á hausinn. Starfsemin mallar áfram hjá saumastofunni á Húnavöll- unr, einnig hjá Evu á Blönduósi og hjá Vöku á Sauðárkróki er verið að vinna og reyna að selja,“ sagði Unnur. Ekki eru öll kurl komin til grafar með Pólarprjón. Til stóð að endurreisa fyrirtækið undir nafninu Prjónastofan Snældan og þegar þetta er skrifað eru líkur á því að vélar fyrirtækisins verði frystar þannig að hægt verði að hefja framleiðslu á ný með litlum fyrirvara. Hjá Saumastofunni Drífu á Hvammstanga fengust þær upp- lýsingar að þar væru menn að kljást við verkefnaskortinn líkt og aðrar saumastofur en þó væri ýmislegt á döfinni senr hleypt gæti lífi í starfsemina. SS Endurbættur Brettingur - heim um áramótin Togarinn Brettingur frá Vopnafirði er væntanlegur til heimahafnar um næstu mán- aðamót, en hann hefur verið í gagngerum endurbótum í Pól- landi. Pað var í ágúst í fyrra sem Brettingur fór utan, en hann er Sláttur innan tíu daga? „Ég held að ástand sé yfirleitt gott á túnum hér á Norður- landi og útlitið fyrir sumarið sé alls staðar gott,“ segir Bjarni E. Guðleifsson hjá Ræktunarfélagi Norðurlands aðspurður um hvernig tún á Norðurlandi komi undan vetri. einn af Japanstogurunum svo- kölluðu. Skipt var um vél í togar- anum, hann lengdur og einnig var settur í hann frystibúnaður. Sveinn Guðmundsson sveitar- stjóri á Vopnafirði sagði í samtali við Dag, að ekki væri meiningin að gera Bretting að frystitogara, heldur myndi hann frysta aflann að hluta. Að undanförnu hefur afli verið góður hjá bátum, fiskur því nóg- ur og atvinna mikil. Grásleppu- vertíðin gekk þokkalega, að sögn Sveins, en þó kom talsvert minna að landi nú en í fyrra. Enda óvenjugóð grásleppuveiði það árið. mþþ Sól og sumar á timburstafla í Byggingavörudeild KEA. Mynd: TLV byggja sjálft „Það voru tvær tillögur í gangi í nefndinni um þessar raðhúsa- byggingar en í þeirri tillögu sem samþykkt var á síðasta fundi, var mun meira frjáls- ræði til handa því fólki sem hyggst byggja þessi hús,“ sagði Sigurður Ringsted formaður FIFA, framkvæmdanefndar íbúðabygginga fyrir aldraða, í samtali við Dag. En innan fárra vikna verður hafist handa við byggingu 13 raðhúsaíbúða í þremur húsum á svæðinu sem FÍFA fékk úthlutað við Víði- lund. Á því svæði verða einnig byggð tvö fjölbýlishús á vegum nefndarinnar. Með þeirri tillögu sem sam- þykkt var, er fölki sem dregst saman í hús, gefinn kostur á því, að byggja sjálft undir ströngu eftirliti og samkvæmt teikningum FÍFA, láta FÍFA skila húsunum fokheldum, eða alveg fullfrá- gengnum. í hinni tillögunni var lagt til að FÍFA skilaði húsunum fullfrágengnum. í dag verða opnuð tilboð vegna jarðvegsskipta undir húsin en alls bárust fjögur tilboð í verkið. Sú vinna tekur ca. þrjár til fjórar vikur að sögn Sigurðar og í fram- haldi af því verður hafist handa við sjálfar byggingarnar, sam- kvæmt óskum kaupcnda. „Við erum í dag með 11 aðila sem eru ákveðnir í því að kaupa raðhúsaíbúðir en auk þess erum við með 4 á biðlista, bæði fyrir fjölbýlis- og raðhúsin. Pannig að ég held að við verðum ekki í vandræðum með að koma þess- um íbúðum út,“ sagði Sigurður Ringsted ennfremur. -KK Álag á skussana? Þeir sem hundsa bmna- vamir borgi hærra iðgjald - Brunabótafélag íslands vinnur að endurmati á öllum fasteignum á sínu tryggingasvæði Bjarni segir að kal sé lítið, bletti sé að finna í túnum á Sval- barðsströnd og einnig sé um einhverjar skemmdir að ræða í Pistilfirði. Pá hefur orðið vart við nokkurt kal í nýræktum í Pingeyjarsýslum en ástæður fyr- ir því telja menn vera lélegt grasfræ. Sprettuhorfur eru góðar á Norðurlandi og áberandi er hversu lítill munur hefur verið á gróðri á annesjum og innsveit- um í vor. Síðustu daga hefur gras mjög tekið við sér og sagði Bjarni að friðuð sáðgresistún í innanverðum Eyjafirði megi að líkindum slá innan tíu daga. Svæði þar sem grasmaur herj- aði mikið í fyrravor hafa að mestu losnað við þennan vágest í vor. Veður hefur verið kaldara í vor en síðastliðið vor og ræður það miklu um útbreyðslu á maurnum. JÓH Brunabótafélag íslands hefur að undanförnu unnið að endurmati á öllum fasteignum á landinu, sem eru á þeirra tryggingasvæði. Ef allt gengur að óskum er búist við að endurmatið liggi fyrir bráð- lega. í reglugerð um töxtun húsatrygginga er heimildar- ákvæði bæði til hækkunar og lækkunar taxta. „Þessu ákvæði hefur hingað til ekki verið beitt að neinu gagni,“ sagði Sigurður Harðarson skrifstofustjóri Brunabótafé- lagsins á Akureyri en bætti við að skoða ætti þessa hluti betur er endurmatið lægi fyrir. Iðgjöld brunatrygginga íbúðar- húsa á Akureyri eru mun lægri en annars staðar tíðkast, að sögn Sigurðar og svigrúm til lækkunar hvað þau varðar því ekkert. Fyrst og fremst væri um að ræða iðnað- arhúsnæði. Ákveðinn meðaltaxti er á húsatryggingum og sagði Sigurður að þeim hefði verið hyglað sem hefðu góðar bruna- varnir, en álag sett á þá sem hirða ekki um slíkt. Hugmyndir eru uppi um að beita þessu í auknum mæli, enda brunavarnir víða í ólestri. „Pað er ekki sanngjarnt að þeir aðilar sem ekki hyggja vel að brunavörnum í fyrirtækjum sínum njóti sömu kjara og þeir sem til fyrirmyndar eru í þeim efnum,“ sagði Sigurður. Brunavarnir á svæðinu hafa þó farið batnandi og hafa mörg fyrir- tæki tengst beinni línu við slökkvistöð og einnig er orðið algengt að viðvörunarkerfum hefur verið komið fyrir. „Eftir- litsmenn hafa af elju og atorku komið þessu til lciðar," sagði Sigurður, enda væru taxtar á svæðinu svo lágir vegna þess hve brunavarnir væru almennt góðar. Á undanförnum árum hafa komið upp nokkur dæmi þess að hús hafa brunnið ótryggð, en skyldutrygging er á öllum fast- eignum. Einkum á þetta við um viðbyggingar ýmiss konar og sagði Sigurður að menn áttuðu sig oft ekki á að láta tryggingafélag vita þegar bætt hcfði verið við hús- næði sem fyrir er. í því endurmati sem nú er unnið að á vegum Brunabótafélagsins er ætlunin að reyna að koma í veg fyrir að þetta geti gerst. mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.