Dagur - 09.06.1988, Blaðsíða 16

Dagur - 09.06.1988, Blaðsíða 16
Fyrsta sjókvíin frá Istess verður sett upp við Reykjavík. Myndin er tekin á dögunum við Sundahöfn í Rcykjavík þar sem kvíin er sett saman þessa dagana. Steinullin: Nýr framkvæmda- stjóri í haust Þórður Hilmarsson fram- kvæmdastjóri Steinuliarverk- smiðjunnar á Sauðárkróki hef- ur sagt starfi sínu lausu og við tekur Einar Einarsson fram- leiðslustjóri verksmiðjunnar. Einar tekur formlega við 1. september nk., en Þórður mun taka við forstjórastöðu hjá Globus í Reykjavík. I samtali við Dag sagði Þórður að hann hefði verið ráðgjafi Globus nokkur undanfarin ár. „Ég var ekkert á leiðinni suður, en hins vegar er ekki hægt að neita hverju sem er. Það er nú ístess hf. selur stálþils sjókvíar - „mlkill spenningur í þeim,“ segir Guðmundur Stefánsson framkvæmdastjóri ístess hf. á Akureyri hefur selt sína fyrstu stálþils sjókví, en fyrirtækið hóf fyrir skömmu að selja norskar sjókvíar af gerð- inni System Farm og úthafs- kvíar frá sænska fyrirtækinu Farmocean. Fyrsta stöðin var seld íslenska fiskeldisfélaginu hf. og verður henni komið upp í Eiðsvík sem er á milli Gufu- ness og Geldingavíkur við Reykjavík. Stöðin sem er af gerðinni System Farm kostar fullbúin og komin út á sjó rúm- lega 7 milljónir króna. Þarnu er um að ræða átta kvíar, sem skrúfaðar eru saman og eru fjórar hvorum megin og göngubrú á milii. Brú er einnig utan um hverja kví, sem og utan með þeim öllum, þannig að vinnuaðstaöa er þægileg. Hver kví er 15x15 metrar þannig að stöðin er 65 metrar að lengd og 32 metrar að breidd. Allt í allt er eldisrýmið 18(X) rúmmetrar, sem þýðir að stöðin getur borið allt að 300 tonn-af fiski. Akureyri: Lögreglan óskar eftir sjónarvottum Síðstliðinn mánudag var ekið á bláa Lancer fólksbifreið á bif- reiðastæði á Akureyri og hún skemmd nokkuð. Sá sem tjón- inu olli hvarf hins vegar af vett- vangi og leitar lögreglan á Akureyri hans nú. Lancer bifreiðin var skemmd á bifreiðastæðinu við Kaupang eða á bifreiðastæði Hagkaups. Að sögn rannsóknarlögreglu hefur atvikið átt sér stað á tímabilinu frá kl. 9.30-15.00. Þeir sem kunna að geta gefið upplýsingar um málið eru beðnir að hafa sam- band við rannsóknarlögregluna á Akureyri hið fyrsta. JÓH Guðmundur Stefánsson fram- kvæmdastjóri sagðist sannfærður um að kvíar sem þessar ættu mikla framtíð fyrir sér, en algengast er nú að nota plast- hringi með grindverki svo fiskur- inn stökkvi ekki úr hringnum, en vinnupláss við slíkar kvíar væri ekkert. Úthafskvíar kosta á bilinu 10- 12 milljónir króna uppsettar, en slíkar stöðvar þola vond veður og hafrót, en hinar stöðvarnar eru ætlaðar fyrir fiskeldi í innfjörð- um. „Það er mikill spenningur fyrir þessu og ég er sannfærður um að salan á eftir að ganga vel, enda eru þessar stöðvar ágætur kostur. Viðhaldslítið má reikna með að stálverkið endist í 15-20 ár, stofnkostnaður er að vísu nokkuð mikill, en rekstrarkostn- aður miklu minni en þegar plast- hringir eru notaðir. Auk þess sem vinnusparnaður er mikill og aðstaðan öll þægilegri," sagði Guðmundur. mþþ Leirubrú: Dræm veiði Þeir sem hafa verið á ferð um Leirubrúna, hafa vart komist hjá því að sjá nokkurn fjölda veiðimanna renna fyrir silung af brúnni í vor. Ekki eru allir sáttir við þessa veiði og telja að fiskurinn eigi að komast óáreittur upp í Eyjafjarðará, þar sem rennt er fyrir hann á sumrin. Um hversu mikið veiðist þarna er ekki vitað en að sögn kunnugra er það óverulegt. „Ég hef nú farið nokkrar ferð- irnar á brúna og fylgst með þessari veiði en aldrei orðið var við að cinn einasti maður hafi fengiö silung. Og þegar ég hef rætt við þessa menn, segjast þeir hafa ögn orðið varir en ekki feng- ið neitt," sagði Jóhannes Krist- jánsson formaður veiðifélagsins Strauma á Akurcyri um þetta mál í samtali við blaðið. „Ég álít að þessi veiði skipti engu máli fyrir göngur í ána. Það veiðist alltaf citthvað af silungi þarna en eftir að Árnagarður var eyðilagður, held ég aö það sé óverulegt. Alla vega held ég að menn ættu að kanna það nokkuð vei hversu mikið veiðist af brúnni og í kringum hana, áður en farið verður að vera með einhver læti og þcssi veiði bönnuð. Það veið- ast um 2000 bleikjur i' Eyjafjarð- ará á ári og þó að veiddust um 100 bleikjur við brúna, hefði þaö engin áhrif í ánni," sagöi Jóhanes Kristjánsson. -KK Stangveiði hefur verið mikið stunduð við Leirubrú að undanförnu. Mynd: TLV málið, þetta er mjög spennandi verkefni. Ég tók ekki þessa ákvörðun fyrr en ég var búinn að gera það upp við mig að ég væri ekkert að fara frá hálf kláruðu verki við Steinullarverksmiðj- una. Það er mjög hentugt að gera þessar breytingar núna því verk- smiðjan er í farsælum farvegi. Það hefði eðlilega átt að gera ákveðnar áherslubreytingar á mínu starfi, þar sem vissri frum- uppbyggingu er að Ijúka," sagði Þórður. „Þar sem Einar Einarsson tekur við þá tel ég það vera kom- ið í mjög farsælt horf, því hann þekkir 80% af því sem ég hef ver- ið að gera hingað til," sagði Þórður. Hann vildi taka það fram að honum og fjölskyldu hans væri sérstaklega sárt að yfirgefa Sauð- árkrók. „Okkur er það mikil eftirsjá því það eru vissir hlutir sem Sauðárkrókur hefur upp á að bjóða, sem eru ekki í Reykjavík og verða ekki metnir til fjár." Staða verksmiðjunnar er mjög góð að sögn Þórðar og allt sam- kvæmt áætlun. Farið verður í upplýsingaherferö á næstunni og gefnir út bæklingar. Búið er að skipuleggja markaðs- og sölumál fram á mitt næsta ár. Ekki hefur verið ákveðið hver tekur stöðu Einars, eða með hvaða hætti það verður, þar sem áherslubreytingar gætu orðið á starfssviði einstakra lykilmanna hjá verksmiðjunni. -bjb Grenivík: Lítið byggt en nokkuð malbikað I sumar verður gert nokkurt átak í gatnagerðarmálum Grenvíkinga, en malbika á um hálfan kílómetra og eftir standa þá nokkur hús við mal- arvegi. Undirbúningur fyrir malbikunina er þegar hatinn og sagði Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri að í haust myndi ástand vega á Grenivík vera komið í þokkalegt horf. Lítið hefur verið byggt á Grenivík síðastliðin 8 ár, beðið er eftir grænu ljósi frá Húsnæðis- stofnun varðandi byggingu par- húss í verkamannabústaðakerf- inu. „Það hefur ríkt algjör stöðnun í byggingamálum hér á staðnum. En við vonum að úr því rætist," sagði Guðný. Þá vonast Grenvíkingar til að úrbætur verði gerðar á hafnar- aðstöðu, en til stendur að byggja 50 metra viðlegukant og sagðist Guðný vongóð um að fjárveiting til þess verkefnis fengist á næsta ári. Samkvæmt verðlagi frá því í október í fyrra kostaði bygging viðlegukantsins um 16 milljónir. „Hafnaraðstaðan hjá okkur er ekki nógu góð, það er þröngt hér og stærri skip eru treg að leggjast að bryggju," sagði Guðný. mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.