Dagur - 09.06.1988, Blaðsíða 8

Dagur - 09.06.1988, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 9. júní 1988 9. júní 1988 - DAGUR - 9 Fyrrum þinghús sveitarinnar, fær nýtt hlutverk sem gist- ihús. Hjónin Gígja Þór- arinsdóttir og Bald- ur Kristjánsson. Gamla þinghúsið stendur í fögru umhverfi á bökkum Laxár í Aðaldal. * I Aðaldal í S.-Þingeyjarsýslu er bærinn Hólma- vað en hann stendur á vesturbakka Laxár. í landi Hólmavaðs er gamalt félagsheimili og þinghús sveitarinnar, sem Dagur fregnaði að myndi brátt fá nýtt hlutverk. Við renndum við í Hraunbæ, sem er smábýli í Hólmavaðslandi, í endaðan maí og hittum húsráðendur til að for- vitnast nánar um „Gamla Þinghúsið“ og hið nýja hlutverk þess. í Hraunbæ búa Gígja Þórarins- dóttir og Baldur Kristjánsson með tvö börn, Þórarin Má 8 ára og Irisi Helgu 8 ára. Aðaldalur í S.-Þingeyjarsýslu: - nýtt gistihús að hefja starfsemi sína Baldur og Gígja voru önnum kafin við vinnu sína í Þinghús- inu, þar sem þau ætla að opna og hefja rekstur gisti- heimilis í byrjun júní. Þau gáfu sér þó tíma til að líta upp úr mesta annríkinu og rabba við okkur dálitla stund. - Baldur, getur þú frætt okkur lítillega um sögu þessa húss? Húsið var orðið strandaglópur inni í miðju landi „Húsið er byggt 1929 sem félags- heimili Ungmennafélagsins og þinghús sveitarinnar. Þinghús sveitarinnar var áður fyrr á Ytra- Felli, en það þurfti að byggja nýtt hús og Hólmavað varð málamiðl- un, vegna legu sinnar í sveitinni, þ.e. nokkurn veginn miðsvæðis. Þegar Hólmavað var valið sem þingstaður, þá gaf afi minn lóð undir húsið sem síðan var í notk- un fram til 1972, en þá var síðasti réttardansleikurinn haldinn í húsinu. í rúm 20 ár var eingöngu hússkrokkurinn notaður, þ.e.a.s. húsið virðist hafa verið óinnrétt- að og óeinangrað fram að þeim tíma, áletranir á spýtum og vísu- korn sem ég hef fundið inni í veggjum benda til ársins 1952, en þá hefur það verið innréttað að einhverju leyti. Þegar hætt var að nota húsið sem félagsheimili féll lóðin undir Hólmavað aftur og húsið varð nokkurs konar strandaglópur inni í miðju landi. Þá keypti faðir minn það af hreppnum. Síðan hafa vindar fengið að blása um húsið nánast óáreittir, vindar segi ég, því að á síðasta réttardansleiknum „fór" töluvert af rúðum í húsinu." Hér var mikill uppgangur og bjartsýni ríkjandi Ert þú fæddur og uppalinn hér á Hólmavaði, Baldur? „Já ég er fæddur hér og átti hér heima allt til ársins 1971, er ég fór til Akureyrar og lærði þar húsgagnasmíði. Þá fluttist ég hingað austur ásamt Gígju, konu minni og við byggðum Hraunbæ 1977, hér í landi Hólmavaðs. Þá var mikill uppgangur hér í kring, og næga atvinnu að fá, Kröflu- virkjun í byggingu og almenn bjartsýni ríkjandi. Eg lærði húsasmíði í viðbót við húsgagna- smíðina og bjóst við að geta unn- ið við smíðar í framtíðinni. Fyrstu árin var hér rífandi atvinna eins og ég sagði, en svo fór að syrta í álinn eins og flestir muna, upp úr 1980. Önnur ástæða til þess að við byrjuðum hér var sú að hér gat maður byggt án þess að þurfa að borga lóðagjald eða gatnagerðargjöld og ráðið bygg- ingartímanum sjálfur. Nú, einnig er staðurinn mjög vel í sveit settur, miðsvæðis hér í héraðinu, 15 mín. akstur til Húsavíkur og „stutt til allra átta“.“ Eitthvað varð maður að taka til bragðs - Hvenær kviknaði hugmyndin að því að breyta Þinghúsinu í gistihús? „Ja, ég veit það eiginlega ekki. Jú faðir minn var búinn að velta því lengi fyrir sér, hvort ekki mætti nota þetta hús sem ein- hvers konar gistihús en aldrei varð neitt úr því. Það var því Ijóst að hann myndi aldrei fara út í þetta, en okkur datt í hug að ef við reyndum að hefja rekstur á gistihúsi gerði það okkur kleift að búa hér áfram, án þess að vera keyrandi langar leiðir í vinnu. Það er ákaflega þreytandi til lengdar, ég hef ekið niður á Húsavík síðastliðin þrjú ár og er það oft erfitt yfir veturinn. Það hefur einnig verið nokkuð stöðug aukning í ferðamanna- straumi hingað í héraðið, a.m.k. fram að þessu, og vöntun á gisti- rými fyrir ferðafólk. Hins vegar virðast nú vera ýmsar blikur á lofti, og á ég þá við að töluvert virðist vera um afpantanir á ferð- um til landsins vegna verkfalla og „Maður getur alveg eins snúið upp tánum strax ef á að bíða eftir tæki- færunum.“ stöðugra kostnaðarhækkana hér innanlands." Þetta verður ekki „hefðbundin“ bændagisting - Hvers konar þjónustu ætlið þið að bjóða? Kemur þetta til með að flokkast undir hina nú orðið hefðbundnu bændagistingu? „Ég sótti um inngöngu í Ferða- þjónustu bænda og fékk svör um að ég kæmist inn í þeirra raðir, en ekki í sumar. Það virðist vera að þeir hafi brennt sig á því að hafa auglýst upp staði sem síðan ekkert hefur orðið úr. Þeir vilja nú sjá að þessir staðir verði að veruleika, áður en byrjað er á því að auglýsa þá. Þegar ég var að leita fyrir mér varðandi lána- möguleika til að geta hafið þessar framkvæmdir, var mér ráðlagt að hafa þetta gistihús í betri „klass- anum“. Ég hef því t.d. hrein- lætisaðstöðu inni á herbergjunum sex, og vönduð rúm. Þetta skilst mér að sé fremur sjaldgæft hjá bændagistingunni, án þess að ég þekki það til hlítar. Við ætlum okkur að geta opnað um miðjan júní og þá með sex tveggja manna herbergi með morgun- verði. Seinna ætlum við að koma á fót eldhúsi og „sauna“, þannig að aðstaðan ætti að batna enn. Einnig eru möguleikar á stækkun ef vel gengur. I risinu er þriggja metra lofthæð og þar er hægt að innrétta fleiri herbergi. Segja má að það sem við byrjum með nú í júní sé bara fyrsti áfangi. Höfum unnið þetta nánast allt sjálf - Eruð þið bjartsýn á nánustu framtíð? „Já, það þýðir ekki annað. Maður getur alveg eins snúið tán- um upp strax ef maður ætlar að bíða eftir tækifærunum. Það er fyrst nú að við sjáum að þetta er að verða að veruleika. Við höf- um útbúið tvíblöðung sem við höfum notað sem kynningu, áður vildum við ekki byrja að reyna að auglýsa eitthvað sem ekki var orðið til, en blöðunginn höfum við sent starfshópum og starfs- mannafélögum vítt og breitt um landið. Við erum að láta útbúa veggspjald sem við ætlum að senda á ferðaskrifstofur og flug- velli. Nú síðan verðum við að sjá til, fyrsta sumarið rennum við nokkuð blint í sjóinn. Eftir því sem ég hef fengið upplýst er skortur á gistirými hér á svæðinu a.m.k. um háannatímann, hér er ekkert Edduhótel í grenndinni, það gistirými sem hér fyrirfinnst er frekar stílað upp á hópa í svefnpokapláss. Við ætlum frek- ar að reyna að stefna á fólk sem vill fá góða gistingu.“ - Nú hefur þú verið að undir- búa þetta síðastliðinn vetur Baldur. Hefurþú unnið eingöngu við þetta sjálfur, eða hefur þú notað aðkeypt vinnuafl? „Ég hef unnið þetta nánast allt saman einn. Ég hef verið hér daginn út og daginn inn frá því í október og við hjónin bæði, Gígja hefur „unnið“ fyrir okkur með hálfri kennslu í Hafralækjar- skóla, en ég hef eingöngu unnið við breytingarnar hér." - Hvernig er að fjármagna svona fyrirtæki? „Byggðasjóður virðist vera eini möguleikinn þegar um er að ræða svona framkvæmd, ferðamála- sjóður var tómur, ég fékk nei þar og síðan fékk ég styrk vegna búháttabreytingar. Annars hefði þetta verið gjörsamlega ófram- kvæmanlegt ef ég hefði þurft að kaupa mikið vinnuafl, þannig að kunnátta mín sem húsgagna- og húsasmiður hefur nýst vel hér. Þau lán sem ég hef tekið hafa rétt nægt fyrir efni, þannig að ég hef ekki reiknað mér nein laun fyrir þessa vinnu, þó að maður hafi kannski í reynd ágætis laun með því að vera í vinnu hjá sjálfum sér en sjái aldrei krónu. Maður er nú með ýmsa drauma varðandi það að nýta þetta hús í annað en beina gist- ingu. Við höfum í huga að geta verið með kaffihlaðborð á sumrin, hér er oft ljómandi gott veður og ætti að vera möguleiki á að bjóða upp á veitingar úti þeg- ar vel viðrar. Aðstæður til úti- veru eru að öðru leyti ágætar hér, með Laxánni eru mjög góðar gönguleiðir og einnig í hrauninu hér um kring.“ Stefnum að fleiru en eingöngu gistingu - Þið segist hafa ýmsar hug- myndir. Hvað annað en umhverf- ið á að laða fólk að? „Ég hef oft verið spurður að þessu. Við höfum ekki upp á að bjóða það sem margir hjá ferða- þjónustu bænda hafa þ.e.a.s. búskap í fullum gangi eða að leyfa fólki að kynnast sveitastörf- um að einhverju leyti. Við höfum hins vegar verið að gæla við þá hugmynd að bjóða gestum upp á kyrrð og næði, ég held að það sé eftirsóknarvert fyrir marga að komast á stað þar sem nóg er af kyrrð, til mótvægis við þann eril sem víðast hvar er og þar sem nánast hver stund er skipulögð fyrirfram. Við höfum einnig áætlanir um þegar fram líða stundir að bjóða upp á myndlistarsýningar, eða ef til vill tónleika þegar salurinn verður tilbúinn.“ - Gamla Þinghúsið yrði þá kannski eins konar menningar- miðstöð hér á svæðinu. „Já, það má kannski segja það, þetta verður væntanlega salur „Ég hef verið hvattur til að hafa þetta í betri kantinum.“ sem tæki um 30 manns í sæti og við teljum að í slíkum sal séu meiri möguleikar á að skapa þannig andrúmsloft að fólki líði vel og að fólk finni eitthvað hér sem það getur sótt aftur og aftur, og kannski einmitt kyrrðina sem við teljum vera orðna allt of sjaldgæfa. Ég held líka að þetta sé staður sem er góður til að dvelja á um stund og skoða nágrennið hér í kring, t.d. er stutt héðan upp í Mývatnssveit þar er hægt að vera um stund en síðan er hægt að koma hingað niður aftur og burt úr mývargnum. Einnig er stutt í Ásbyrgi, en hér t' næsta nágrenni eru ekki síðri staðir til að skoða, Laxárgljúfrin og margir mjög sér- stakir staðir úti í Aðaldals- hrauni." Hingað eru allir velkomnir - Stefnið þið að því að fá fremur til ykkar íslenska gesti? „Það verða allir velkomnir sem hingað koma, en það er reynsla margra hjá bændagistingunni, að hlutur íslendinga hefur aukist mjög. Það er gott að fregna að „Þetta hefur verið gífurleg vinna.“ íslendingar eru farnir að skoða landið sitt meir. Við reiknum með að hingað sæki fólk sem verður á eigin bílum, sem getur síðan sjálft skoðað nánasta umhverfið eftir ábendingum frá okkur ef þess er óskað. Hér verð- ur hægt að fá veiðileyfi í Vest- mannsvatni, þar sem er silungs- veiði, einnig er stutt í önnur vötn þar sem ágætis veiði er. Húsið stendur svo á bökkum Laxár, hægt er að fylgjast með löndun á laxi úr herbergisgluggum þess.“ - Þið eruð ákveðin að opna um miðjan júnímánuð, þrátt fyrir að talsvert verk sé óunnið. „Já, við erum staðráðin í því. Við höfum eitt mottó, við hugs- um aldrei hvort við getum hlut- ina, við bara gerum þá! Það er ekki hægt að velta vöngum of mikið yfir hlutunum án þess að framkvæma þá. Án bjartsýni og trúar á framtíðina, værum við ekki hér.“ Að þessum orðum loknum kvöddum við hjónin Gígju Þór- arinsdóttur og Baldur Kristjáns- son, sem snéru sér aftur af fullum krafti að endurbótunum á Gamla Þinghúsinu. kjó

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.