Dagur - 09.06.1988, Blaðsíða 14

Dagur - 09.06.1988, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - 9. júní 1988 VARUÐ! Ætlarþú ad kaupa notaðan bíl? Þá borgar sig að láta mæla hann I hinni nýju undirvagnsstillingatölvu okkar, sem segir þér með útskrift eftirfarandi: 1. Hvort bíHinn sé skakkur eftir tjón. 2. Hvort hjói bílsins séu með réttum halla. 3. Hvort slit sé komið í hjólabúnað. 4. Hvort öll fjögur hjól bílsins þarfnist stillingar. 5. Hvort bíllinn sé rangskreiður. Athugið: Eina hjólastillingatölvan á landinu sem stillir öll fjögur hjól bifreiðarinnar ásamt undirvagnsmælingu. Samkvæmt nýjum reglum bifreiðaeftirlitsins á enginn bíll er lent hefir í verulegu tjóni að fá skoðun, nema hafa útskrift úr slíkri tölvu. Verið velkomin á stillingaverkstæðj okkar. Höldursf. Draupnisgötu 1 símar 21715 & 26915 Garðáhöld í úrvali ★ Úðarar ★ Klórur ★ Hrífur ★ Slöngur ★ Garðaplast ★ Slöngusamsetningar . ÍIÍMÍ Verslunin er opin á laugardögum frá kl. 9-12. Byggingavörur Lónsbakka Sími 96-21400 fþrótfir KA leikur gegn KR í kvöld: Verður einn erfið- asta útileikurinn hjá okkur í sumar - segir Porvaldur Örlygsson „Mér líst ágætlega á þetta. Að vísu sóttum við ekki gull í greipar þeim í fyrra, töpuðum þá 0:3, þannig að þetta verður örugglega einn af erfiðustu úti- leikjunum,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, leikmaður KA, þegar hann var spurður hvern- ig honum litist á leikinn í kvöld, en KA-menn halda til Reykjavíkur og leika gegn KR á KR-velIinum kl. 20 í kvöld. Verður það lokaleikurinn í 4. umferð SL-deiIdar Islands- mótsins í knattspyrnu. Þorvaldur sagðist þó telja möguleika KA-manna nokkuð góða. „Við eigum a.m.k. meiri möguleika nú en í fyrra. Við erum með betra lið og höfum byrjað mótið mun betur en í Helgina 1.-3. júlí mun knatt- spyrnudeild KA halda Esso- mót í miniknattspyrnu fyrir 5. flokk með þátttöku A og B liða. Verðlaun verða veitt fyrir 1., 2. og 3. sætið í hvorum flokki. Einnig verður haldið innanhússmót í „bandí“ með útsláttarfyrirkomulagi og verða veitt verðlaun fyrir sigur í því móti. Áætlað þátttökugjald er 4.100 krónur á þátttakanda og er þar innifalið gistin í svefnpokaplássi, morgunverður í 3 daga, kvöld- verður á föstudag og laugardag og máltíð að lokinni keppni á sunnudag um kl. 15-16. Frítt verður í sund alla keppnisdagana og aðstaða til ýmiss konar leikja þegar lið eru ekki að keppa. Þá er einnig bent á ýmsa aðra mögu- leika til dægrastyttingar, s.s. minigolf, bátaleigu, hestaleigu o.fl. Þátttökutilkynningar skulu berast fyrir 20. júní og skal greiða staðfestingargjald kr. 5.000 sem er óendurkræft. Áhersla er lögð á að staðfesting berist réttilega til að hægt sé að senda út endanlega riðlaskipt- ingu og dagskrá. Þátttöku skal tilkynna til Leikið í 4. deild Fjórða umferð í D-riðli 4. deildar íslandsmótsins í knatt- spyrnu fer fram í kvöld. UMSE-b og Efling leika á Laugalandsvelli, HSÞ-b og Vask- ur leika á Krossmúlavelli og Kormákur og Neisti leika á Hvammstangavelli. Allir leikirnir hefjast kl. 20. JHB fyrra, auk þess sem KR-ingarnir hafa ekki verið mjög sannfærandi upp á síðkastið. Þeir eru að vísu með marga sterka einstaklinga en þeir eru líka með nokkra miðl- ungsleikmenn þannig að við eig- um tvímælaust möguleika.“ Þorvaldur sagðist vera ánægð- ur með stigin sem KA-liðið hefði fengið í tveimur fyrstu leikjum sínum en sagðist þó ekki vera fullkomlega ánægður með leik liðsins. „Það á eftir að laga margt í spilinu hjá okkur. En við erum með sterkan hóp og ef við slepp- um við meiðsli er ég bara bjart- sýnn á framhaldið hjá okkur. Ég vil ekki spá neitt um sæti en vona að við lendum fyrir ofan miðja deild,“ sagði Þorvaldur Örlygs- son. JHB Sveins Brynjólfssonar í vinnu- síma 96-25606 eða heimasíma 96- 25885, eða Gunnars Kárasonar í vinnusíma 96-21866 eða heima- síma 96-22052. Um hclgina fer fram svokallað Lacoste-mót í golfi á Jaðars- vellinum á Akureyri. Leiknar verða 36 holur með og án for- gjafar. Mótið hefst kl. 9 á laug- ardagsmorgun og verða 18 hol- Það verður áreiðanlega hart barist í Lacoste-mótinu að Jaðri um hele- ina. Þorvaldur Örlygsson: „Erum með betra lið en í fyrra.“ 2. deild: Heil umferð í kvöld Heil umferð verður leikin í kvöld í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu. Selfoss og Fylkir leika á Selfossi, ÍR og Víðir í Reykjavík, UBK og KS í Kópavogi, FH og ÍBV í Hafn- arfirði og loks tekur Tindastóll á móti Þrótti á Sauðárkróki. Möguleikar Siglfirðinga á sigri í Kópavogi í kvöld ættu að vera nokkrir. Bæði liðin hafa leikið 3 leiki í deildinni til þessa og hlotið 4 stig. Siglfirðingarnir hafa ágætu liði á að skipa og ef þeir ná góðum leik í kvöld ættu þeir að geta haft 3 stig með sér heim. Möguleikar Tindastóls eru sömuleiðis nokkuð góðir. Þrótti hefur gengið illa í upphafi móts og aðeins hlotið eitt stig úr þrem- ur leikjum. Liðið tapaði síðast fyrir Fylki á mánudagskvöldið, 2:4. Tindastólsliðið virðist hins vegar vera að komast í gang eftir slæma byrjun. Liðið sigraði ÍBV í Eyjum um síðustu helgi, 4:2, og hlaut þar með sín fyrstu 3 stig. Þar að auki verður það á heima- velli í kvöld þannig að mögu- leikarnir ættu að vera þeirra. JHB ur leiknar þann dag og 18 á sunnudaginn, en þá verður einnig byrjað kl. 9 um morgun- inn. Það er herradeild JMJ á Akur- eyri sem heldur Lacoste-mótið og gefur jafnframt verðlaunin en þau verða svo sannarlega ekki af verri endanum. Veittir verða veglegir bikarar fyrir fyrstu sætin en einnig mun JMJ gefa mikið af fatnaði frá Lacoste í fjölmörg aukaverðlaun á mótinu. Norð- lenskir golfarar hafa því greini- lega til mikils að vinna um helg- ina. JHB Frestað hjá Reyni Leik Reynis og Hugins í 3. umferð B-riðils 3. deildar, sem fara átti fram í kvöld hefur ver- ið frestað fram á laugardag. Að öllu óbreyttu mun hann hefjast á Arskógsstrandarvelli kl. 14 þann dag. Einn leikur verður þó í riðlin- um í kvöld, en það er leikur Sindra og Þróttar sem fram fer á Hornafjarðarvelli. Sá leikur hefst kl. 20. JHB Knattspyrna yngri flokka: Esso-mót fyrir 5. flokk - með þátttöku A og B liða Lacoste-mótið í golfi um helgina

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.