Dagur - 09.06.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 09.06.1988, Blaðsíða 2
2^ DAQUR"- 9,/)úníl1'988 Sjómannadagurinn: Úrslit í keppnis- greinum í tilefni sjómannadagsins um sídustu helgi var keppt í hinum ýmsu íþróttagreinum og háðu sjómenn að vanda harða keppni. Á laugardag var keppt í róðri. í róðri skipshafna sigraði sveit togarans Oddeyrar, í öðru sæti varð sveit togarans Margrétar og í þriðja sæti varö sveit togarans Sólbaks. í róðrarkeppni land- manna sigraði sveit löndunarliðs Útgerðarfélags Akureyringa í karlaflokki og í kvennakeppninni sigraði sömuleiðis sveit frá Útgerðarfélagi Akureyringa. Við sundlaug Akureyrarbæjar fór fram stakkasund á sunnudag- inn þar sem Þórður Stefánsson b/v Margréti sigraði. Annar varð Stefán Ingvason m/s Oddeyri og þriðji Sigurbjörn Tryggvason b/v Sléttbak. I keppni í björgunarsundi sigr- aði Brynjar St. Jakobsen b/v Akureyrinni, annar varð Sigur- björn Tryggvason b/v Sléttbak og þriðji varð Þórður Stefánsson b/v Margréti. I knattspyrnukeppni sigruðu áhafnarmeðlimir á Margréti. Afreksmaður í íþróttum dagsins var Þórður Stefánsson af b/v Margréti og vann hann til varð- veislu Atlastöngina en sá gripur var gefinn af Vélsmiðjunni Atla árið 1945. JÓH Sauðárkrókur: Ruslabíll í sorp- hreinsun í fyrsta sínn Nýlega voru opnuð tilboð í sorphreinsun hjá Sauðárkróks- bæ, en mörg undanfarin ár hefur bærinn leitaö til einkaað- ila um að sjá um sorphreinsun- ina. Fimm tilboð bárust og lægstur var Ómar Kjartansson með kr. 2.140.000. Ákveðið hefur verið að taka tilboöi Ómars og mun hann því sjá um sorphrcinsun fyrir Sauðár- króksbúa á næstunni. Önnur tilboö sem bárust voru frá Baldvini Jónssyni kr. 2.160.000, Hafsteini Oddssyni kr. 2.162.500, Hirti S. Hjartar- syni kr. 2.340.000 og Svavari Helgasyni kr. 2.900.000. Þess má geta að Baldvin Jónsson sá um sorphreinsunina áður, en hingaö til hefur Sauðárkróksbær samið til eins árs í senn um sorphreins- unina. Ómar Kjartansson hefur keypt ruslabíl í sorphreinsunina og hef- ur ekki áður verið notaöur slíkur bíll við sorphreinsun á Sauðár- króki. Þetta er Benz-bifreið, árgerð '74 og í fullu standi. Hann var áður í eigu og notkun Reykjavíkurborgar. Ómar sagði aö ruslabíllinn mundi koma sér vel. „Hann sparar tvö störf og ég tek bæinn í þremur ferðum á haugana," sagði hann. Ómar ætlar að bæta útlit bíls- ins örlítið, ntála hann og snurfusa þannig að úr verði snotrasti rusla- bíll. -bjb Ómar Kjartansson við ruslabílinn sem hann notar við sorphreinsun á Sauð- árkróki. Löghlýðnir Akureyringar: Nota belti og Ijós Bíleigendur eiga nú fyrir margt löngu að hafa skipti yfir í sumardekk. „Við rekumst allt- af öðru hvoru á menn sem enn eru á nagladekkjum, og fá þeir þá bágt fyrir,“ sagði Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfirlög- regluþjónn á Akureyri. Óiafur taldi þó minna um það nú að menn ækju um á nagla- dekkjum, en verið hefur undan- farin ár. Lögreglan hefur fylgst grannt með ökumönnum frá því ný umferðarlög tóku gildi og sagði Ólafur að notkun bílbelta og ökuljósa væri í góðu lagi á Akur- eyri. í um 90-95% tilfella virða menn reglur þar að lútandi, sam- kvæmt skyndikönnunum lögregl- unnar. „í þeim tilvikum þar sem belti og ljós eru ekki notuð hefur verið um gleymsku að ræða, menn kveikja ljósin eða spenna beltin um leið og þeireru minntir á það,“ sagði Ólafur. Vinnuskólakrakkarnir hömuðust við að tína rusl í poka en gáfu sér þó tíma til þess að stilla sér upp fyrir TLV Ijósmyndara Dags. Það er ágætt að vera byrjuð að vinna - segja krakkar í vinnuskólanum á Akureyri „Það er alveg ágætt að vera byrjuð að vinna,“ sögðu nokkrir hressir krakkar úr vinnuskólanum sem voru að tína rusl í Strandgötunni á mánudaginn. Krakkarnir sem eru 12 og 13 ára drógu á eftir sér stóra svarta ruslapoka og hömuðust við að fjarlægja dósir og alls konar rusl undir stjórn flokksstjórans síns Ólafar Ingu Andrésdóttur. Krakkarnir eiga að vinna 4 tíma á dag en þar sem þau sleppa kaffitímanum þá hætta þau tuttugu mínútum fyrr. „Við erum svo dugleg,“ sögðu þau einum rómi þegar þau voru spurð af hverju þau slepptu kaffitímanum. Þetta var fyrsti dagurinn þeirra í vinnuskólanum og í þessum hópi voru krakkar af Eyrinni og munu þau sjá um að hverfið þeirra verði snyrtilegt á að líta í sumar. „Við gerum þetta aðallega peninganna vegna, ekki ánægj- unnar,“ sögðu þau þegar þau voru spurð af hverju þau hefðu farið í vinnuskólann. En hvað skyldu þau þá ætla að gera við peningana. Það voru ýmis svör sem fengust við því. Sumir ætl- uðu að kaupa tölvur, aðrir að leggja inn í banka og enn aðrir ætluðu að bregða sér suður í verslunarleiðangur. Aðspurð hvort þetta væri í fyrsta skipti sem þau ynnu fyrir kaupi sögðu þau að svo væri ekki. Öll höfðu þau passað, borið út blöð eða eitthvað slíkt. Þessu duglega vinnufólki ósk- um við að lokum velfarnaðar í starfi sínu í sumar og vonumst til að ekki verði of mikið af rusli á götum bæjarins fyrir þau að tína upp. KR Notkun tjónstilkynninga: Hefur gengið mjög vel „Að okkar mati hefur notkun tjónstilkynninga gengið mjög vel,“ sagði Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri í samtali við Dag, en nú eru liðnir þrír mánuðir frá því að nýju umferðarlögin tóku gildi. Aðspurður sagði Ólafur að til- kynntum tjónum til lögreglunnar hafi fækkað. „í janúar voru til- kynntir 86 árekstrar til okkar, 96 í febrúar, 70 í mars en aðeins 46 í apríl, sem er þó nokkur fækkun. Þá hafa sömuleiðis verið færri slys hjá okkur, e.t.v. er það öryggisbeltunum að þakka.“ Hann sagði fólk ekki feimið við að fylla út tjónstilkynningar sjálft, þó væru enn margir sem kölluðu á lögregluna og bæðu um aðstoð, sem að sjálfsögðu væri veitt eftir getu. „Margir gera þetta þó á eigin spýtur og við vit- Ökumenn eru ófeimnir við að fylla út tjónstilkynningar vegna árekstra. Mynd: GB um urn þó nokkuð stóra árekstra sem menn hafa gert upp sjálfir. Þá hafa aðeins komið upp sárafá þrætumál vegna árekstra." Ólafur sagðist þess fullviss að áróðurinn sem átti sér stað sam- fara umferðarlagabreytingunum hafi gefið góða raun og jafnvel valdið einhverjum hugarfars- breytingum. VG Myndgerðarsamkeppni: Fjórir drengir úr Odd- eyrarskóla í öðm sæti I vetur fóru fram myndgerðar- og ritgerðasamkeppnir á veg- um Norræns tækniárs og menntamálaráðuneytisins. Myndgerðarsamkeppnin fór fram í 4. bekk grunnskóla og ritgerðasamkeppnin í 6. bekk. Fjórir drengir úr Oddeyrar- skóla á Akureyri urðu í öðru sæti í myndgerðarsamkeppninni og fóru þeir um daginn til Reykja- víkur ásamt kennara sínum Guðnýju Stefánsdóttur til þess að taka við viðurkenningum. Drengirnir heita Guðmundur Árni Hilmarsson, Gunnar Árni Jónsson, Sævar Örn Hallsson og Þorbjörn I. Stefánsson. Þeir unnu saman að verkefninu sem var „Tækni framtíðarinnar". Þurftu þeir að lýsa þeirri framtíð- arsýn sem þeir hugsa sér að verði raunveruleiki fólks sem lifir t.d. á 21. öldinni eða síðar. KR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.