Dagur - 09.06.1988, Blaðsíða 7

Dagur - 09.06.1988, Blaðsíða 7
9. júní 1988- DAGUR-7 Smiðirnir Jónas Bcrgstcinsson og Gunnar Árnason ræða við Halldór Árna- son skósmið um gang mála við bygginguna. bænum, enda eru margir á þeim miðum. Við þetta hefur áætlun okkar riðlast og í dag er stefnt að því að loka húsinu. Einnig stefnum við að því að ganga frá í kringum húsið fljótlega, helluleggja og gera þar eins fínt og hægt er. En það er ljóst að við verðum annað hvort að hægja á ferðinni, eða leita nýrra leiða við útvegun fjármagns." - En hefur þetta þá ekki kom- ið sér illa fyrir ykkur? „Jú það hefur gert það og á eft- ir að koma sér enn verr fyrir okk- ur síðar. Við tókum þó þá ákvörðun er ljóst varð hversu lít- ið við fengjum úr þessum sjóðum, að halda áfram á sama hraða, þar til húsið yrði fokhelt." - Nú er þetta mikil og stór bygging, varð húsið að vera svona stórt? „Það var auðvitað reynt að hafa það eins lítið og frekast var unnt en þegar Ijóst var hvaö menn vildu hafa í húsinu, varð þetta niðurstaðan. Ég held líka að húsið í þessari stærð, geti nýst okkur vel um ókomin ár. Alla vega að það þurfi ekki að breyta eða byggja við alveg á næstunni." - Getur þú sagt okkur í stór- um dráttum hvað verður í hús- inu? „í kjallaranum verður búninga- ag baðaðstaða, þvottaaðstaða fyrir búninga, vélageymsla og aðrar geymslur. Þar verða einnig nuddpottar, sólbekkir og aðstaða fyrir nuddara. Á aðalhæðinni verður samkomusalur, kaffitería, þreksalur, eldhús og pláss fyrir verslun. í risinu verður aðstaða fyrir hinar ýmsu deildir, skrif- stofa framkvæmdastjóra, setu- stofa, gestaherbergi og lítil húsvarðaríbúð." - Hvernig hefur gengið að fá félaga í vinnu við bygginguna? „Það hefur gengið þokkalega að fá fólk til starfa, þó að alltaf sé pláss fyrir fleiri. Það hafa margir Þórsarar komið og lagt hönd á plóginn og sumir verið óhemju- duglegir. Einnig höfum við verið mjög heppnir með þá smiði sem hafa unnið hjá okkur," sagði Guðmundur. KK Guðmundur Sigurbjörnsson: „Það hafa margir lagt hönd á plóginn en það er alltaf pláss fyrir fleiri.“ Myndir: kk Bindindisfélag ökumanna: Heldur keppni í öku- leikni í 11. skipti í sumar mun Bindindisfélag ökumanna halda keppni í öku- Ieikni. Þetta er 11. árið sem ökuleiknin er haldin og hafa 3500 ökumenn tekið þátt í henni. í ár verður keppt á fleiri stöðum en nokkru sinni fyrr eða á nærri 40 stöðum víðs vegar um landið. Okuleikninni er skipt í kvenna- og karlariðla en reið- hjólakeppninni er skipt í riðla eftir aldri, 9-11 ára og 12 ára og eldri. Vegleg verðlaun verða veitt s.s. Mazda bifreið, DBS reiðhjól og Timex úr. Mazda umboðið Bílaborg mun lána bíla til úrslita- keppninnar og Fálkinn lánar reiðhjól til reiðhjólakeppninnar. Auk alls þessa mun Nesco Kringlan gefa öllum þátttakend- um happdrættishnappa. Ökuleiknin skiptist í tvo þætti, umferðarspurningar og þrauta- akstur. í þrautaakstrinum er það leiknin sem skiptir máli, ekki hraðinn. Allir sem hafa ökuleyfi og skoðunarhæfan bíl geta tekið þátt í keppninni, gegn vægu þátt- tökugjaldi. Ekki er nein hætta á að bílar skemmist í keppninni. Á Akureyri fer keppnin fram 18. júní kl. 14; á Húsavík 19. júní kl. 14; á Dalvík 20. júní kl. 19; á Ólafsfirði 21. júní kl. 19; á Siglu- firði 22. júní kl. 19; á Sauðár- króki 23. júní kl. 19; á Blönduósi 24. júní kl. 19 og á Hvammstanga 25. júní kl. 20. Sigurvegarar úr kvenna- og karlariðlum munu fara í úrslita- keppnina þann 3. september nk. og verða eins og fyrr sagði veitt vegleg verðlaun. Sigurvegarar fá utanlandsferð auk verðlaunabik- ara. Sá sem ekur villulaust í gegnum þrautaplanið í keppninni hlýtur Mazda bílinn að launurn. KR ^*************tjj,* j >. spurning vikunnar h Veist þú hverjir vinarbæir Akureyrar eru? Jón Egilsson: Það eru Váster- ás, Randers og bíddu nú við, Lahti og Álasund. Annette Deveng: Nei, jú það er Álasund í Noregi. Ég veit því miður ekki hverjir hinir eru. Sesselía Steingrímsdóttir: Ég man það nú ekki í fljótu bragði. Þeir eru a.m.k. í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Jón Hallsteinsson: Er það ekki Álasund? Það eru náttúr- lega fleiri en ég man ekki hverjir þeir eru. Stefán Ólafsson: Já, ég veit það. Það eru Álasund í Noregi, Vásterás í Svíþjóð, Randers í Danmörku og Lahti í Finnlandi. Soffía Árnadóttir: Það eru Lahti í Finnlandi, Randers í Danmörku og í Noregi er það..., ég man það ekki. Ég gefst upp.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.