Dagur - 20.07.1988, Page 1
Ólafsfjörður:
Lítið að gera í
frystihúsunum
Vinna í hraðfrystihúsunum í
Olafsfirði hefur verið með
minna móti í sumar og er
ástæðan hráefnisskortur. Fast
starfsfólk húsanna hefur haft
stöðuga vinnu í sumar en
skólafólk hefur aftur þurft að
vera heima dag og dag.
Að sögn Svavars B. Magnús-
sonar framkvæmdastjóra Hrað-
frystihúss Magnúsar Gamalíels-
sonar hf. berst nú mun minni afli
að landi en undanfarin ár. „Þetta
hefur oft verið besti tíminn og
mesta hráefnið komið á land ein-
mitt á þessum árstíma."
Vinna í rækjuvinnslunni er í
Verðkönnun
Verðlagsráðs:
Hærra verð
Verðlagsstofnun gerði fyrir
skömmu verðkönnun í hátt
á annað hundrað matvöru-
verslunum um land allt. Var
verðið kannað á rúmlega
400 vörutegundum, bæði
mat- og drykkjarvorum og
hreinlætis- og snyrtivöruin.
Könnunin leiddi í ljós að
verðlag í matvöruverslunum á
landsbyggðinni er 4,3% hærra
en á höfuðborgarsvæðinu.
Þegar gerður er samanburður
á verðlagi í einstökum lands-
hlutum við höfuðborgarsvæð-
ið kemur í ljós að mestur er
munurinn á Vestfjörðum eða
7% og næst mestur á Austur-
landi eða 6%. Á Norðurlandi
vestra var verðlag 4,6% hærra
en á höfuðborgarsvæðinu en
3,4% hærra á Norðurlandi
eystra.
Nánar er fjallað um
könnunina á bls. 2. -KK
fullum gangi en nú leggja tveir
rækjubátar upp afla hjá fyrirtæk-
inu en voru þrír áður. „Það er
ekki hægt að segja að nóg sé af
rækjunni en þó hefur vinna hald-
ist nokkuð stöðug,“ sagði Svavar
einnig.
Að sögn Þorsteins Ásgeirsson-
ar framkvæmdastjóra Hraðfrysti-
húss Ólafsfjarðar hf., er ástandið
svipað hjá honum og minna verið
að gera að undanförnu en á sama
tíma í fyrra. „Það duttu að vísu
úr dagar í fyrra á meðan Ólafur
bekkur var í breytingu en á þess-
um tíma í fyrra var nóg að gera.
Þetta hefur bitnað mest á skóla-
krökkunum en fastráðna starfs-
fólkið hefur haft stöðuga vinnu
og þá verið í saltfiski á milli,“
sagði Þorsteinn.
Ólafur bekkur landaði í gær
rúmum 80 tonnum af þorski og fá
bæði húsin afla til vinnslu úr
honum. í næstu viku koma síðan
Sólbergið og Ólafur bekkur inn
til löndunar og þvf verður líklega
næg vinna í báðum húsunum
fram undir aðra helgi. -KK
Ábúðarmikill indfáni!
Mývatnssveit:
Óhagstætt
tíðarfar
Þurrkar hafa leikiö tún í
Mývatnssveit mjög illa í
sumar. Margir bændur hafa
brugðiö á það ráð að slá tún sín
þar sem stórir flákar voru að
brenna af þurrki og á köflum
varð vart við mikinn roða-
maur. I byrjun síðustu viku
rigndi lítillega í Mývatnssveit,
nánast eina rigningin sem
komið hefur þar um slóðir síð-
an í maí.
„Ég held að okkur lítist illa á
heyfeng í sumar ef ekki breytist
tíðarfarið. Menn hafa þurft að slá
vegna þessa að jörðin er byrjuð
að visna og þó að ekki sé búið að
efnagreina heyin þá mætti segja
mér að þetta séu ekki góð hey,“
segir Sigurður Þórisson á Græna-
vatni í samtali við blaðið.
Heyskapur í Mývatnssveit var
góður síðastliðið sumar. Þótt tún
hafi byrjað að brenna þá strax í
júní brá til vætutíðar í byrjun júlí
sem gerði að verkum að túnin
náðu sér í sprettu. Þetta ætlar
hins vegar ekki að gerast í ár.
Verst eru tún leikin í Vogum, á
Grænavatni og Baldursheimi.
Segjast menn í Mývatnssveit ekki
hafa kynnst svo miklum túna-
skemmdum sem nú. JÓH
„Vænti þess að við förum
að finna fyrir botninunT
- sagði forsætisráðherra í gær í upphafi heimsóknar til Norðurlands eystra
Þorsteinn Páisson forsætisráð- ingsgreinunum og þá m.a. sjá
herra kom til Akureyrar í gær. hvaða leiðir eru færar út úr þeim
Þorstcinn ætlar að kynna sér vanda sem við blasir. „Það er
ástandið í atvinnufyrirtækjum
kjördæminu og þá sérstaklega
hjá fyrirtækjum í sjávarútvegi,
eins og hann hefur nýlega gert
á Vestfjörðum og í Vest-
mannaeyjum.
Tilgangurinn með þessum
heimsóknum er að sögn Þorsteins
að meta stöðu mála hjá útflutn-
ágætt að hafa meðaltalstölurnar
allar á skrifborðinu en sjón er
sögu ríkari og viðræður við for-
ystumenn fyrirtækja gefa betri
mynd af ástandinu,“ sagði Þor-
steinn við komuna til Akureyrar.
Forráðamönnum útflutningsfyr-
irtækja hefur að undanförnu orð-
ið tíðrætt um aðgerðaleysi ríkis-
Þórshöfn:
Skortur á faglærðu starfs-
fólki við heilsugæslu
Þórshafnarbúa mun vanta
lækni, hjúkrunarfræðing, Ijós-
móður og tannlækni þegar líð-
ur fram á haustið. Fyrirsjáan-
legur er mikill skortur á fag-
lærðu starfsfólki við heilsu-
gæslu, en það fólk sem sinnt
hefur þessum störfum hingað
til er ýmist á förum, ellegar
hefur ekki starfað áður í þorp-
inu.
Sigurður Gunnarsson sem ver-
ið hefur læknir á Þórshöfn í um
það bil ár er á förum í haust og
enn sem komið er hefur ekki ver-
ið gengið frá ráðningu læknis í
hans stað. Þá missa þeir Þórs-
hafnarbúar einnig hjúkrunar-
fræðing sinn og ljósmóður sem
sameinuðust í einni og sömu kon-
unni, Huldu Bjarnadóttur, en
hún er að flytja úr plássinu.
Tannlæknir hefur ekki haft
aðstöðu á Þórshöfn áður, en þeg-
ar ný heilsugæslustöð verður tek-
in í notkun um næstu áramót er
gert ráð fyrir að settur verið upp
búnaður fyrir einn slíkan. Daníel
Árnason sveitarstjóri sagði að
enn væri ekki búið að festa kaup
á tannlæknabúnaði, en það yrði
gert hið fyrsta. Reiknaði hann
með að búnaðurinn myndi kosta
um tvær milljónir króna.
Heilsugæslustöðin á Þórshöfn
verður tilbúin í haust og í hana
flutt um áramót og sagði Daníel
að aðstaða þar yrði hin ákjósan-
legasta fyrir þá sem við heilsu-
gæsluna vinna og vonaði hann
því að vel myndi ganga að ráða
starfsfólk að henni. mþþ
stjórnarinnar í efnahagsmálum.
Aðspurður hvort hann væri með
þessum heimsóknum að viður-
kenna réttmæti slíkra fullyrðinga
sagði Þorsteinn að það hefði
lengi legið fyrir að útflutnings-
framleiðslan hefði átt í vök að
verjast og ytri skilyrði sjávarút-
vegsfyrirtækja sérstaklega hefðu
versnað. Ríkisstjórnin hefði
Þorsteinn Pálsson við koniuna til
Akureyrar í gær. Mynd: gb
reynt að mæta þessum áföllum
eftir því sem þau hefðu dunið
yfir, fyrst með aðgerðum í
febrúar og síðan í mat'.
„Ég vænti þess að við förum að
finna fyrir botninum í þessum
öldudal breyttra ytri skilyrða og
getum þannig tekið lokavið-
spyrnuna í að styrkja stöðu
útflutningsframleiðslunnar,"
sagði Þorsteinn. ET
Afglapar á Dalvík:
Laxveiðar
í Hrísatjörn
Nokkrir aöilar á Dalvík hafa
stofnað með sér félag um frem-
ur nýstárlegar laxveiðar. Þeir
hafa tekið á leigu af Dalvík-
urbæ svonefnda Hrísatjörn,
skammt sunnan við bæinn og
hyggjast bjóða upp á laxveiðar
í tjörninni.
Félagið, sem nefnist Afglapar
hefur sleppt rúmlega eitt hundr-
að löxum í tjörnina og ætlar að
gefa almenningi kost á að kaupa
veiðileyfi til þessara veiða. Veiði-
leyfi fást í Sæluhúsinu á Dalvík
og síðan greiðir fólk fyrir hvern
lax sem veiðist, en það er 600 kr.
fyrir stykkið, sagði Símon Ellerts-
son einn af aðstandendum
Afglapa á Dalvík. kjó
71. árgangur
Akureyri, miðvikudagur 20. júlí 1988
134. tölublað
Ui«MíiV
kafflö