Dagur - 20.07.1988, Page 15

Dagur - 20.07.1988, Page 15
20. júlí 1988 - DAGUR - 15 íþróttir Mjólkurbikarinn: Leíftur í undanúrslitin eftír sigur á Tindastól Sigurvegarar mótsins í kariaflokki án forgjafar. Frá vinstri: Helgi A. Eiríks- son GR, Kristján Hjálmarsson GH og Axel Reynisson GA. Björn St. Haraldsson mótstjóri afhendir verðlaunin. Opna Húsavíkurmótið í golfi: Kristján og Ragn- hildur sigruðu Opna Húsavíkurinótið í golfí fór fram á Katlavelli á Húsavík um síðustu heigi. Þátttaka var mjög góð - 86 kylfíngar mættu til leiks í besta veðri og við mjög góðar aðstæður. Leiknar voru 36 holur, með og án for- gjafar, og urðu úrslitin þessi: Karlar án forgjafar: 1. Kristján Hjálmarsson GH 156 2. Axel Reynisson GH 158 3. Helgi A. Eiríksson GR 161 Karlar með forgjöf: 1. Sigþór Skúlason GH 138 2. Pálmi Þorsteinsson GH 143 3. Axel Reynisson GH 146 Konur án forgjafar: 1. Ragnhildur Sigurðard. GR 178 2. Árný Árnadóttir GA 186 3. Rósa Pálsdóttir GA 203 Konur með forgjöf: 1. Þóra Sigurmundsd. GH 153 2. Þóra Rósmundsdóttir GH 155 3. Rósa Pálsdóttir GA 159 Unglingaflokkur án forgjafar: 1. Þórleifur Karlsson GA 162 2. Örn Arnarson GA 165 3. Ástráður Sigurðsson GR 168 Unglingaflokkur með forgjöf: 1. Þórleifur Karlsson GA 138 2. Örn Arnarson GA 139 3. Guðni R. Helgason GH 141 2. deild kvenna: Sigur ogjafntefli - hjá Þór Þórsstúlkurnar uppskáru einn sigur og eitt jafntefli í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu kvenna um suh’stu helgi. Liðið lék gegn FH og Selfossi. Á föstudagskvöldið hélt liðið til Hafnarfjarðar og gerði þar jafntefli við FH, 2:2. Það voru þær Steinunn Jónsdóttir og Friðrika Illugadóttir sem skoruðu mörk Þórs í þeim leik. Á sunnudaginn léku stúlk- Staðan 3. og 4. flokki 4. flokkur. D-riðill: KA 6 6-0-0 40: 4 12 Þór 6 5-0-1 43: 7 10 Hvöt 6 4-0-2 14:11 8 KS 6 3-1-2 11:16 7 Völsungur 5 2-1-2 8:11 5 Tindastóll 61-0-5 5:22 2 Leiftur 5 1-0-4 6:28 2 UMFS Dalvík 6 0-0-6 8:37 0 3. flokkur, D-riðill: KA 5 5-0-0 36: 4 10 Þór 6 4-1-1 21: 6 9 Völsungur 5 3-2-0 24: 4 8 Tindastóll 5 2-0-3 9:15 4 KS 5 1-2-2 7:20 4 Leiftur 5 0-1-4 4:24 1 UMFS Dalvík 5 0-0-5 1:27 0 urnar síðan á Selfossi og unnu þá sigur, 1:0. Það var Steinunn Jóns- dóttir sem skoraði mark Þórs. JHB Leiftur komst í 4 liða úrslit Mjólkurbikarsins í fyrsta sinn í sögu félagsins þegar liðið sigr- aði Tindastól í Ólafsfírði í gærkvöld. Leiknum lauk 3:0 eftir að staðan í leikhléi hafði verið 2:0 og verður sá sigur að teljast sanngjarn en e.t.v í stærra lagi miðað við gang leiksins. Tindastólsliðið lék undan vindi í fyrri hálfleik og var jafnræði með liðunum lengi framan af. Það var fyrst á 27. mínútu að draga fór til tíðinda. Steinar Ingi- mundarson skoraði þá fyrsta mark Leifturs eftir að hann hafði fengið sendingu inn fyrir vörn Tindastóls. Að margra mati var megn rangstöðulykt af þessu marki en Bragi Bergmann dóm- ari var ekki sammála því og dæmdi mark. Það liðu ekki nema þrjár mínútur þar til Ólafsfirðingarnir bættu öðru marki við. Hafsteinn Jakobsson vippaði þá knettinum skemmtilega yfir Gísla Sigurðs- son, markvörð Tindastóls, sem hafði hætt sér of langt út í víta- teiginn. Staðan allt í einu orðin 2:0. Eftir þetta mark komust leik- menn Tindastóls meira inn í leik- inn að nýju og áttu nokkrar góð- ar sóknir. 10 mínútum fyrir leikhlé náðu þeir að skora en það mark var dæmd af vegna meints brots á Þorvaldi, markverði Leifturs, og staðan í hálfleik var því 2:0. Siðari hálfleikur fór afar rólega af stað. Ef undan er talið dauöa- færi Steinars Ingimundarsonar á 67. mínútu gerðist afar fátt mark- vert á vellinum fyrr en 5 mínútur voru til leiksloka, en þá gull- tryggðu Leiftursmenn sigur sinn eftir slæm mistök hjá Tindastól. Hafsteinn Jakobsson sendi þá fyrir mark Tindastóls, knötturinn fór í einn varnarmann og þaðan yfir Gísla og í markið. Síðustu mínúturnar lifnaði mjög yfir Skagfirðingunum en það var stutt til leiksloka og þeir náðu ekki að klóra í bakkann. Eins og fyrr segir verður sigur Leiftursmanna að teljast sann- gjarn þótt hann hafi verið í stærra lagi. Bestu menn Leifturs í þess- um leik voru Hafsteinn Jakobs- son og Steinar Ingimundarson. Sverrir Sverrisson var besti mað- ur Tindastóls en Guðbjartur lék einnig ágætlega. Dómari var Bragi . Bergmann og átti hann ekki góðan dag. -bjb/JHB Steinar Ingimundarson átti góöan leik gegn Tindastól. Knattspyrna yngri flokka: Sigurganga KS heldur alram í 5. flokki Siglfíröingar náðu aðeins að vinna einn sigur á Þórsurum þegar yngri flokkar KS og Þórs áttust við á Siglufírði á sunnu- dag. A lið 5. flokks KS sigraði í sínum leik en Þórsarar unnu alla hina leikina. A lið 5. flokks KS liefur staðið sig mjög vel í sumar og er nú með fullt hús stiga þegar aðeins einn leikur er eftir. 3. flokkur Þór sigraði 4:0 í þessum leik. Aðalsteinn Pálsson skoraði tví- Knattspyrna 3. flokkur: KA-menn sterkari - á endasprettinum gegn Þór Vegna tæknilegra mistaka birt- ist röng grein í blaðinu í gær þar sem átti að vera frásögn af leik KA og Þórs í 3. flokki íslandsmótsins í knattspyrnu frá því á miðvikudag í síðustu viku. Sagt var að leiknum hefði lokið með 3:0 sigri KA en hið rétta er að KA sigraði 4:2. Jafnræði var með liðunum framan af. Liðin sóttu á báða bóga og það voru Þórsarar sem skoruðu fyrsta mark leiksins. KA-menn jöfnuðu þó fljótlega og bættu síðan öðru marki við fyrir leikhlé. Þórsarar náðu að jafna leikinn í síðari hálfleik en KA-menn reyndust sterkari á endasprettin- um, skoruðu tvívegis og tryggðu sér sigurinn. Þórður Guðjónsson skoraði tvö mörk fyrir KA í þessum leik og þeir Helgi Níelsson og Jón Egill Gíslason skoruðu sitt mark- ið hvor. Helgi Jóhannsson og Jón Torfi Halldórsson skoruðu mörk Þórs. JHB 2. flokkur kvenna: KAí úrslit Stúlkurnar í 2. fíokki KA eru komnar í úrslit í íslands- mótinu í knattspyrnu eftir glæsilegan sigur í sínum riðli. Leikinn verður hreinn úrslitaleikur um titilinn og samkvæmt áætlun á hann að fara frani 25. júlí. Ekki var enn vitað á skrif- stofu KSÍ hvaða lið verður mótherji KA í úrslitaleiknum en var talið nær vx'st að það yröi annað hvort KR eða ÍÁ. JHB vegis fyrir Þór og þeir Steindór Gíslason og Ingólfur Guðmunds- son skoruðu eitt mark hvor. 4. flokkur Úrslitin í leik 4. flokks urðu 1:4. Guðmundur Benediktsson, Elm- ar Eiríksson, Ágúst Bjarnason og Jóhann Bessason skoruðu mörk Þórs en Steindór Guðmundsson skoraði eina mark KS. 5. flokkur Agnar Sveinsson, Guðni Arason og ívan skoruðu mörk KS í 3:1 sigri A liðsins. Erlendur Óskars- son skoraði mark Þórs. Þór sigraði síðan í leik B liðs- ins með fjórum mörkum gegn engu. Þar skoraði Þórður Stein- dórsson þrjú mörk og Orri Stef- ánsson eitt. JHB Staðan 5. flokkur A lið 5. flokks, E-riðiil: KS 5 5-0-0 30: 4 10 KA 6 4-1-1 27:13 9 Völsungur 5 4-0-1 32: 8 8 Þór 6 3-0-3 25:11 6 Tindastóll 6 2-1-3 20:24 5 Leiftur 5 2-0-3 7:20 4 UMFS Dalvík 5 1-0-4 10:19 2 Hvöt 6 0-0-6 2:53 0 B lið 5. flokks, E-riðill: Tindastóll 3 2-1-0 13: 5 7 Þór 4 2-1-1 10: 8 7 KA 3 2-0-1 10: 8 6 KS 3 1-0-2 3: 7 3 Völsungur 3 0-0-3 2:10 0 Samanlagður leikja- og stiga- fjöldi: KA 9 15 KS 8 13 Þór 10 13 Tindastóll 912 Völsungur 8 8 Leiftur 5 4 UMFS Dalvík 5 2 Hvöt 6 0 Knattspyrna yngri flokka: KA hafði betur - gegn Tindastóli Yngri flokkar Tindastóls og KA áttust við á Sauðárkróks- velli sl. sunnudag. KA-menn höfðu betur í leikjunum, unnu tvo, Tindastóll vann einn og einn endaði með jafntefli. A-lið 5. flokks gerðu jafntefli, 4:4, í hörkuleik. Fyrir KA skor- uðu Orri Einarsson 2, Óli Björn Ólafsson og Óskar Bragason eitt mark hvor. Fyrir Tindastól gerðu þeir tvö mörk hvor þeir Daníel Kristjánsson og Guðjón B. Gunnarsson. B-lið Tindastóls sá svo um að félagið fengi einn sigur þennan dag. Það vann b-lið KA með sjö mörkum gegn tveimur. Fyrir Tindastól skoruðu Mart- einn Jónsson 2, Óli Barðdal 2, Hörður Jóhannesson 2 og Lárus Jóhannesson eitt mark. 4. flokkur KA hafði talsverða yfirburði'gegn Tindastóll og sigr- aði með fjórum mörkum gegn engu. Eitt mark hver fyrir KA gerðu ívar Bjarklind, Gísli Guðmundsson, Brynjólfur Sveinsson og Valgarður Gísla- son. Mikil barátta var í leik 3. flokks en KA-menn voru þar sterkari aðilinn og hefðu mörkin geta orðið fleiri, en KA vann 3:0. Þórður Guðjónsson skoraði tvö mörk og Jón Egill Gíslason eitt. -bjb

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.