Dagur - 30.07.1988, Page 16

Dagur - 30.07.1988, Page 16
ALLIR MEÐ1SUMARLEIK Akureyri, laugardagur 30. júlí 1988 KOda k ^Pediómy/jdíT^ ™ Hafnarstræti 98 - Akureyri Sími 96-23520. Stjórn verkamannabú- staða á Árskógsströnd: Hefur afhent átta íbúðir á einu ári Stjórn verkamannabústaða á Árskógsströnd afhenti fyrir skömmu þrjár nýjar íbúðir á Hauganesi og Litla- Árskógssandi. í ágúst í fyrra voru afhentar þrjár íbúðir og um síðustu áramót var flutt í tvær íbúðir til viðbótar. Pað hafa því á einu ári verið afhentar 8 íbúðir í verkamanna- bústaðakerfinu á Árskógsströnd en um er að ræða tvö fjögurra íbúða parhús með bílskúrum sem staðsett eru hvort í sínu kauptún- inu. Um þessar mundir er verið að hefja byggingu fjögurra kaup- leiguíbúða á Hauganesi og Litla- Árskógssandi og er stefnt að því að ljúka byggingu þeirra á einu ári. Þá er smíði tveggja einbýlis- húsa að ljúka á stöðunum tveim- ur og nýlega var hafin smíði á einu til viðbótar á Litla- Árskógssandi. -KK Frystihúsin: Fjölda- uppsagnir í haust Rekstrarstaða frystihúsa er slæm um þessar mundir og óljóst hvenær úr þeim vanda rætist. Verkafólk er orðið ugg- andi um sinn hlut og heyrst hafa raddir um fjöldauppsagn- ir í haust. „Mér sýnist að öllu óbreyttu alveg eins mega búast við því,“ sagði Björn Snæbjörnsson varaformaður Einingar í samtali við Dag. Hann sagði ljóst að búast mætti við því að fyrirtæki, sérstaklega í fiskvinnslu, færu að draga saman í haust og vetur. Forustumenn verkalýðshreyfinga eru hræddir um að fiskvinnsiu- fólki verði þá sagt upp í stórum stíl. Hann nefndi sem dæmi frystihúsið í Hrísey, þar sem kominn er frystitogari og vinnsl- an í landi væri enn óuppgert dæmi. Atvinnuástand fólksins þar væri því í mikilli hættu. VG Tvær ákveðnar í að skemmta sér hvernig sem viðrar! Mynd: GB Myndbandamarkaðurinn á Akureyri: Enn fast spólur á tombóluverði - nokkrar leigur taka upp tvo verðflokka Verðstríðið á myndbanda- markaðinum á Akureyri stend- ur enn. Nú er svo komið að flestar leigur hafa tvo verð- flokka, annars vegar fyrir nýtt efni og hins vegar fyrir eldra. Ein leiga býður þrjá verð- flokka en til eru þær leigur sem staðið hafa utan við verðstríðið og bjóða spólurnar enn á 250 kr. Nú eru 7 leigur starfandi á Akureyri og segja þeir sem til þekkja að svo geti farið að þeim fækki, haldi þetta verðstríð áfram. Eigendur myndbanda- leiga hafa bent á að spólurnar standi ekki undir innkaupsverði nema hægt sé að leigja hverja spólu í yfir 100 skipti. Hins vegar þoli fáar spólur svo mikla notkun. En má búast við að leiguverð á myndbandi verði almennt komið í 250-300 kr. inn- an tíðar? „Mér finnst mjög gott að hafa það kerfi sem ég nota í dag þ.e. 250 kr. fyrir nýtt efni en 80 kr. Kavíarverksmiðjan Sæver í Ólafsfirði: Aðalfundi og félags- slitum enn frestað - skuldir fyrirtækisins um 20 milljónir króna Aðalfundi Sævers hf. í Ólafs- fírði sem halda átti á dögunum hefur verið frestað fram í sept- ember en þetta er í annað skipti sem fundinum er frestað. Fátt bendir til annars en félaginu verði slitið en skuldir þess umfram eignir eru um 20 milljónir króna. Um 860 tunnur af grásleppu- hrognum voru til hjá Sæveri hf. sem nú hafa verið seldar til Niðursuðuverksmiðju K. Jóns- sonar á Akureyri fyrir 19 milljón- króna. Hins vegar ír er enn nokkuð óselt af unninm vöru, bæði hér á landi og erlendis. Næstu dagar verða notaðir til að selja þessar vörur en verðmæti þeirra er um 6,5 milljónir króna. Sigurður P. Sigmundsson framkvæmdastjóri Iðnþróunar- félags Eyjafjarðar og settur fram- kvæmdastjóri Sævers hf. segir margt óljóst hvað varðar einstaka hluthafa, komi til gjaldþrota- skipta fyrirtækisins. „Við ákváð- um að vinna þetta betur út þann- ig að betur skýrist hvað lendir á hverjum." Sigurður segir skuldir fyrir- tækisins í dag um 40 milljónir króna. í óseldum birgðum, tækj- um og húsnæði eru bundnar um 20 milljónir króna og vantar því annað eins til að endar nái saman. JÓH fyrir efni sem orðið er yfir tveggja mánaða gamalt. Ég ætla mér að halda þessu fyrirkomulagi og hef ekki hug á að breyta því,“ segir Helgi Sigurðsson í Mynd- bandahöllinni á Akureyri. „Mér finnst óeðlilegt að mynd- band sem er orðið eins árs gamalt sé leigt á allt að 300 kr. eins og tíðkast t.d. í Reykjavík. Þannig getur þetta stríð hér orðið til að koma á fót nýju kerfi eins og tíðkast alls staðar erlendis. Ég væri í það minnsta sáttur við það,“ bætti Helgi við. JÓH Landsmótið í golfi: Oddur íslands- meistari Oddur Jónsson GA varð ís- landsmeistari í 3ja flokki karla á landsmótinu í golfí í Grafar- holti sem nú stendur yfír. Odd- ur sigraði Hallgrím T. Ragn- arsson, en þeir voru jafnir eftir síðasta hringinn á 350 höggum. Þeir þurftu því að leika um 1. sætið og mikil spenna setti svip sinn á síðasta hringinn og nokkuð var um mistök. Hallgrímur hafði yfirburðastöðu en missti hana niður í síðustu holunni, þar sem hann fór illa að ráði sínu. Það nægði Oddi hins vegar til sigurs. kjó Helgatveðrið fyrir noröan: Léttir til Mesta ferðahelgi ársins er nú gengin í garð og þúsundir hafa lagt land undir fót. Á Norður- landi hófst helgin á kalsaveðri, súld og rigningu, en samkvæmt upplýsingum Markúsar Á. Einarssonar veðurfræðings, er Alagningarskráin í Norðurlandsumdæmi eystra lögð fram: Heildarálagning tæpur milljarður Kaupfélag Eyfirðinga greiðir mest fyrirtækja, 84 milljónir Heildargjöld einstaklinga og fyrirtækja á Norðurlandi eystra nema rúmlega 918 milljónum króna, en áiagningarskráin fyr- ir árið 1987 hefur verið lögð fram. Um 1000 fyrirtæki greiða tæplega 687 milljónir króna og 18.780 einstaklingum er gert að greiða tæplega 232 milljónir króna. Ef ekki hefði komið til niðurfelling skatta á launatekjur vegna skattlauss árs hefði upphæðin hljóðað upp á rúmleg tvo milljarða. Kaupfélag Eyfirðinga greiðir mest fyrirtækja, en heildargjöld þess nema rúmlega 84 milljónum króna. Útgerðarfélag Akureyringa hf. er í öðru sæti yfir hæstu skatt- greiðendur í umdæminu, en heildargjöld þess eru rúmlega 32 milljónir. Sambandið og Slipp- stöðin greiða tæplega 17 milljón- ir. Kaupfélag Þingeyinga á Húsa- vík, Kaffibrennsla Akureyrar og Akureyrarbær greiða rúmlega 12 milljónir króna. Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri, Höldur sf. og K. Jónsson og Co hf. greiða rúmlega 9 milljónir króna í skatta og álögð gjöld á Fiskiðju- samlag Húsavíkur nema um átta og hálfri milljón. Tvö fyrirtæki á Dalvík, Bliki hf. og Rán hf. raða sér í 12.-13. sætið ásamt Hag- kaupi hf. og er þessum fyrirtækj- um gert að greiða rúmlega 6 millj- ónir króna í skatta á árino. Við álagningu gjalda á einstakl- inga í Norðurlandi eystra urðu mistök við tölvuvinnslu, þannig að aðstöðugjaldsstofnar einstakl- inga tvöfölduðust. Þessi mistök verða leiðrétt svo fljótt sem unnt er og því óþarfi að leggja fram kæru. Talsvert mikið var að gera á skattstofunni á Akureyri í gærmorgun og var fóik einkum að leita upplýsinga varðandi álagningarseðlana, sem margir áttu erfitt með að skilja. mþþ i dag von um að úr rætist þegar iíður á helgina. í dag er gert ráð fyrir hægri norðanátt, skýjuðu veðri og ein- hverri úrkomu. Á morgun ætti að létta til með norðaustangolu eða hægri breytilegri átt og að öllum líkindum góðviðri með suðaust- lægri átt á mánudaginn. Hvað hitastig snertir verður svalt í dag, 6-9 stiga hiti. Á morg- un fer að hlýna og á mánudaginn verður orðið vel hlýtt. „Þegar líð- ur á helgina ætti fólk að ná vel úr sér hrollinum," sagði Markús. VG Vegna frídags verslunar- manna kemur næsta blað út miðvikudaginn 3. ágúst. Athygli auglýsenda er vakin á því að auglýsingar í það blað þurfa að berast fyrir kl. 11.00 á þriðjudag.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.