Dagur - 15.09.1988, Blaðsíða 4

Dagur - 15.09.1988, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉSPÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Vandi loðdýraræktar Loðdýraræktin hefur átt við gífurlega rekstr- arörðugleika að etja undanfarna mánuði. Hvert áfallið af öðru hefur riðið yfir þessa búgrein, sem á sínum tíma var bjartasta vonin hvað búháttabreytingar varð- aði. Nú er svo komið að gjaldþrot blasir við fjölmörg- um loðdýrabændum. Stórkostlegt verðfall á skinnum er ein meginorsökin og má sem dæmi nefna að nú fást um 1600 krónur fyrir refaskinn á uppboðum á meðan framleiðslukostnaðurinn er helmingi hærri, eða rúm- lega 3200 krónur. Verð fyrir minkaskinn nægir aftur á móti rétt fyrir framleiðslukostnaði, þannig að þar er staðan heldur bærilegri. Það segir sig hins vegar sjálft að við þessi skilyrði getur loðdýraræktin engan veginn þrifist. Ljóst er að stjórnvöld verða að hlaupa undir bagga með loðdýrabændum, svo þeir geti þraukað þann slæma tíma í markaðsmálum sem verið hefur og ekki sér fyrir endann á. Ef ekki verður gripið til víðtækra aðgerða fljótlega, er rekstrargrundvöllurinn brostinn, bæði hjá loðdýrabændunum sjálfum og fóðurstöðvun- um. Sem fyrr segir eru refabændur um það bil að komast í þrot með framleiðslu sína. Ef það gerist, leiðir það til hækkandi fóðurverðs, sem fyrirsjáanlega myndi ríða minkaræktinni að fullu á skömmum tíma. Málefni fóð- urstöðvanna tengjast vanda loðdýrabænda mjög náið, enda er lágt fóðurverð grundvallarskilyrði fyrir því að búgreinin þrífist. Fóðurstöðvarnar eru flestar stórar og hafa þurft að byggja upp fyrir framtíðina. Af þeim sökum eru þær með óeðlilega miklar fjárfestingar, sem tekur langan tíma fyrir fáa bændur að greiða upp. Þær þurfa því á stóraukinni lánafyrirgreiðslu að halda af hálfu hins opinbera, meðan á uppbyggingu stendur. Þegar þær svo eru komnar í fulla vinnslu, verður auð- veldara um vik að skila þeim peningum til baka í ríkis- kassann. Traust afkoma fóðurstöðvanna myndi tví- mælalaust styrkja rekstrargrundvöll loðdýraræktar- innar til muna. Flestar þær lausnir, sem gripið hefur verið til að undanförnu til hjálpar loðdýraræktenduum, eiga það sammerkt að vera bráðabirgðalausnir, til þess fallnar að halda framleiðslunni gangandi í skamman tíma. Forsvarsmenn loðdýraræktenda hafa sagt að til þess að tryggja framtíð þessarar búgreinar þurfi að gera refaræktendum kleift að skipta yfir í minkarækt. Þeir útreikningar sem gerðir hafa verið benda til þess að þetta sé eina leiðin út úr þeim ógöngum sem loðdýra- bændur eru komnir í. Þeir eru tilbúnir til að taka á sig verulegan hluta þess kostnaðar sem þessum breyt- ingum væri samfara og það er skylda stjórnvalda að koma þeim til aðstoðar. Stjórnvöld hvöttu bændur til að söðla yfir í loðdýraræktina þegar samdráttur hófst í hefðbundnum búgreinum og þau hafa því skyldum að gegna gagnvart þeim nú. Staðreyndin er sú að dreif- býlið á ekki margra kosta völ ef loðdýraræktarinnar nýtur ekki við. Atvinnutækifærin eru ekki á hverju strái í sveitum landsins, eins og menn væntanlega vita. BB. viðtal dagsins Skuldabréfasalan sparaöi Akur- eyrarbæ ómældar vaxtagreiðslur - rætt við Sigurð J. Sigurðsson bæjarfulltrúa um íjárhag Akureyrarbæjar Undanfarið hafa verið fluttar fréttir hér í blaðinu af umræð- um og viðhorfi bæjarfuiltrúa í Bæjarstjórn Akureyrar varð- andi fjárhagsafkomu bæjarins. Fulltrúar Framsóknarflokks og Alþýðubandalags hafa látið í Ijós áhyggjur vegna fjármála Akureyrarbæjar en Sigurður J. Sigurðsson, einn fulltrúi sjálfstæðismanna í bæjar- stjórn, telur að allt of mikillar svartsýni gæti í þessari umræðu og þarflaust sé að hafa áhyggjur af þessum mál- um ef rétt verði haldið á spil- unum í bæjarstjórn. - Undanfarið hefur verið nokkur umræða um fjárhags- afkomu Akureyrarbæjar. Hvert er álit þitt á þessum málum? „Ég vil í upphafi segja að áhyggjur bæjarfulltrúa fyrrver- andi meirihluta hefðu átt að koma fram fyrr vegna þess að skuldir bæjarsjóðs voru komnar hátt í 400 milljónir króna í lok síðasta kjörtímabils, á núverandi verð- lagi. í reynd hafði framkvæmdum á liðnum árum verið hagað með þeim hætti að fyrir þeim höfðu verið tekin lán. Þegar sú breyting varð á að lán urðu verðtryggð með háum vöxtum ríður þessi holskefla yfir bæjarsjóð og ekki hafa verið gerðar neinar tilraunir til að minnka skuldirnar á liðnum árum en fyrst og fremst miðað við að halda í horfinu. Þetta þýð- ir að afborganir lána hafa verið fjármagnaðar með nýjum lántök- um án þess að tilraunir hafi verið gerðar til að greiða skuldirnar niður. Sífellt hærra hlutfall rekstrarútgjalda Síðan gerðist það að áætlanir hafa ekki ætíð verið í samræmi við verðlagsþróun í landinu, en þetta hefur komið fyrir a.m.k. í tvígang á undanförnum árum með mjög alvarlegum hætti, þannig að kostnaðarhliðin hefur vaxið á meðan tekjurnar standa í stað, þá hefur mismunurinn ver- ið brúaður með nýjum lánum. Þessu til viðbótar hefur hlutfall rekstrarútgjalda sífellt farið hækkandi á móti tekjum bæjarins og litlar tilraunir verið gerðar til að draga úr þeirri þróun. Þvert á móti hafa menn sífellt verið að leggja fram tillögur um aukna þjónustu án þess að leggja fram tillögur um auknar tekjur nema þá að' leggja auknar byrðar á fyrirtæki og einstaklinga." - Staðgreiðslukerfi skatta var Sigurður J. Sigurðsson. tekið upp um síðustu áramót. Hvernig telur þú að það muni koma út á þessu ári fyrir bæjar- sjóð? „Ef við horfum til útsvarsins er ljóst að mjög skiptar skoðanir eru uppi um hvernig skuli haga tekjustofnum sveitarfélaga í framtíðinni. Varðandi útsvarið út af fyrir sig er vitað að á yfirstand- andi ári, sem er fyrsta ár stað- greiðslukerfisins, verða útsvars- tekjur sveitarfélaga ekki nema sem svarar til ellefu mánaða tekna þetta ár í staðinn fyrir tekj- ur af tólf mánuðum. Þetta hefur auðvitað veruleg áhrif á fjárhags- lega getu okkar á yfirstandandi ári. Þessu til viðbótar kemur að þær heimildir sem stjórnvöld veittu sveitarstjórnum til álagn- ingar útsvars reyndust of þröngar þannig að við náðum ekki sömu tekjum út úr útsvarinu og við hefðum náð með gamla fyrir- komulaginu." Staðgreiðslan endur- speglar verðlagsbreytingar - Þarf Bæjarstjórn Akureyrar að gera einhverjar sérstakar ráðstaf- anir núna vegna þessara mála? „Fyrir það fyrsta tel ég að fjármál bæjarins á yfirstandandi ári séu á réttu róli, þ.e.a.s. fjár- hagsáætlun okkar er í takt við verðlag. Hins vegar veit enginn hvað framundan er á þeim mán- uðum sem eftir eru af árinu. Sú meginbreyting hefur orðið á að staðgreiðsla útsvars endurspeglar þær verðlagsbreytingar sem orðið hafa í landinu og launagjöld bæjarins eru það mikil að stærsti hluti útsvarsins fer í að greiða laun bæjarstarfsmanna. Það er komin ákveðin verðtrygging á þetta kerfi.“ - En hver er kjarni málsins? „Ég er engan veginn svartsýnn á framhaldið ef rétt verður á mál- um haldið. Hins vegar er alveg ljóst að bæjarsjóður verður á komandi árum að taka tillit til þessarar skuldastöðu og verður að miða fjárhagsáætlanir við það að greiða af skuldunum en bæta ekki við þær. Ég varð var við það hjá bæjar- fulltrúa Sigríði Stefánsdóttur að hún hefði áhyggur af því að skuldabréfaútboðið sem bærinn stóð að ætti eftir að hafa ein- hverjar ófyrirséðar afleiðingar fyrir bæjarsjóð. Það eina sem gert var í sumar var að skulda- bréfaútboðið var notað til að breyta gjaldföllnum lánum, sem þurftu að greiðast á þessu ári, í lán til lengri tíma. Alltaf má um það deila hvort skuldabréfin bera hærri vexti en gerist almennt í bankakerfinu en hér var ekki ver- ið að fjármagna nein ný lán held- ur eingöngu endurfjármögnun lána sem voru fallin í gjalddaga. Þetta hefur því ekkert með lausa- fjárstöðu bæjarsjóðs sem slíka að gera, ekki heldur með yfirdrátt bæjarins hjá Landsbanka íslands því ákveðnar aðgerðir í fjárhags- áætlun áttu að laga greiðslustöðu hans hvað það snerti. Skuldabréfasalan bætti lausafjárstöðuna Yfirdrátturinn hefur nánast ekki verið neinn á þessu sumri og það að skuldabréfaútboðið var fram- kvæmt nógu tímanlega á árinu þýddi að þeir fjármunir hafa nýst til að halda yfirdrættinum niðri. Ástæðan fyrir því að svo snemma var farið af stað með sölu skuldabréfanna var sú að við viss- um ekki hversu hratt salan myndi ganga fyrir sig. Þau seldust mun örar en menn gerðu ráð fyrir í upphafi og hefur salan hjálpað til við að laga lausafjárstöðuna verulega. Ómældir fjármunir sparast á móti í vaxtakostnaði. Sigurður Jóhannesson kom inn á það fyrir skömmu að hugmynd- ir væru uppi um sölu á ýmsum hlutabréfum Akureyrarbæjar í fyrirtækjum. Hann lýsti því yfir að hann væri mótfallinn slíkri sölu ef nota ætti peningana til að greiða rekstrarútgjöld bæjar- sjóðs. í þessu sambandi vil ég segja að ekki eru uppi neinar hugmyndir um sölu á eignarhlut- um bæjarins í fyrirtækjum til að nýta þá fjármuni síðan í rekstri. Umræðan hefur fyrst og fremst snúist um hvort ekki væri hægt að færa fjármuni úr einu fyrirtæki í annað til eflingar atvinnustarf- semi á Akureyri. Það hefur alla tíð legið ljóst fyrir að Akureyrarbær hefur ver- ið reiðubúinn til að selja sum hlutabréf í eigu Framkvæmda- sjóðs bæjarins í fyrirtækjum eins og hefur reyndar verið gert, t.d. voru seld hlutabréf í Möl og sandi á síðasta ári. Það hefur engin umræða átt sér stað sem ber þess vitni að menn séu að selja eitt eða neitt. Það er eitt að skoða hlutina og annað að taka ákvarðanir. Vitanlega eigum við ekki að vera frosin í sama farinu þótt á sínum tíma hafi verið ákveðið að setja fjármuni Akur- eyrarbæjar í fyrirtæki sem hafa átt í tímabundnum rekstrarerfið- leikum. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.