Dagur - 15.09.1988, Blaðsíða 3
15. september 1988 - DAGUR - 3
SkagaQörður:
Nokkrir bæir ná
ekki sendingum Sjónvarps
- lagað á næsta ári að sögn sjónvarpsmanna
22 ár eru liðin frá því að
útsendingar Sjónvarps hófust
og síðan þá hefur dreifikerfi
þess teygt sig um mestallt land.
En í dag eru ennþá nokkrir
sem ekki ná sendingum Sjón-
varps eða ná þeim ilia. Það eru
einna helst bæir í innsveitum
og afskekktum byggðum. Eitt
af þeim svæðum er innanverð-
ur Skagafjörður, Austurdalur
og Vesturdalur. Þar nást send-
ingar Sjónvarps mjög illa,
einna skást er það þegar stafa-
logn er og sjónvarpsgreiður
bifast ekkert.
Peir íbúar í Austur- og Vest-
urdal sem Dagur hafði samband
við höfðu svipaða sögu að segja.
Sumir höfðu komið sér upp stór-
um greiðum og magnara, en
dugði ekki. Þeir voru að vonum
orðnir langþreyttir á þessu
ástandi og sögðu að margsinnis
hafi verið reynt að fá úrbætur, en
hvorki gengið né rekið. Vegna
þess hve sendingar Sjónvarps
nást illa hafa íbúarnir ekki þurft
að greiða afnotagjaldið.
Hjalti Jóhannsson á Giljum,
sem er innsti bærinn í Vesturdal,
sagði að ástandið væri mjög
slæmt. „Oftast sést mjög illa og
stundum ekki neitt á skerminum.
Þetta er svona á mörgum bæjum
hérna í Vesturdal, og verst vest-
an til í dalnum," sagði Hjalti.
Útsendingar útvarps heyrast
ágætlega að sögn Hjalta en til að
ná rás 2 vel þarf mjög gott
loftnet.
Hans G. Þormar tæknifræðing-
ur hjá Pósti og síma sagði í sam-
tali við Dag að ekki stæði til alveg
á næstunni að bæta dreifikerfi
Sjónvarpsins á þessum stöðum.
Hans kannaðist vel við þetta
svæði og sagði að erfitt væri að ná
til þessara bæja vegna legu
þeirra. „Það er mjög kostnaðar-
samt að koma upp sendi fyrir
hvern bæ, eða nokkra, og það
gæti náð annari milljóninni. Ann-
ars er það Sjónvarpsins að
ákveða hvað gert verður í dreifi-
kerfinu, við hjá Pósti og síma
sjáum um að framkvæma,“ sagði
Hans Þormar.
Auk bæjanna í Austur- og
Vesturdal sagði Hans að erfitt
væri að ná til nokkurra bæja í
Skagafirði. Má nefna Kot í
Norðurárdal, Heiði í Göngu-
skörðum og innstu bæi í Fljótum.
Útsendingar útvarps sagði Hans
að víðast væri það komið í lag,
einna helst væri það erfitt í Fljót-
um með rás 2, og áðurnefndum
Austur- og Vesturdal.
Eyjólfur Valdimarsson hjá
tæknideild Sjónvarpsins sagði að
innanverður Skagafjörður, auk
Svartárdals í Húnavatnssýslu,
væru ofarlega á verkefnalista
næsta árs á Norðurlandi, ef nægt
fjármagn fæst. „Lýtingsstaða-
hreppur, eða innanverður Skaga-
fjörður er ofar á lista en Svartár-
dalur og þar stefnum við á að
koma upp tveim nýjum stöðvum.
Kostnaður við þær mun nema um
3 milljónum króna. Vonandi
verður hægt að byrja þarna í
Skagafirði á næsta ári,“ sagði
Eyjólfur. Þá kom fram hjá
Eyjólfi að um 40-70 bæir á land-
inu væru enn sjónvarpslausir,
sem væri um 1% af íbúatölu. Það
þýðir að sendingar Sjónvarps
nást til um 99% landsmanna.
-bjb
Tilboð óskast
í eftirtalda bíla sem eru skemmdir eftir
umferðaróhöpp og eru til sýnis í B.S.A. porti.
MMC Lancer árg. ’80
MMC Lancer árg. ’82
MMC Colt árg. ’86
Toyota Corolla árg. ’88
Tilboöum skal skilað fyrir kl. 16.00 föstud. 16.
sept. nk.
ÆtenTiTEiT?
TRYGGINGAR
Uppeldis-
málaþing
á Akureyri
Uppeldismálaþing á vegum
Hins íslenska kennarafélags og
Kennarasambands íslands
verður haldið á Akureyri 24.
september næstkomandi. Efni
þingsins verður Skólaþróun og
er það ætlað kennurum á
hvaða skólastigi sem er, enda
er markvisst starf að skólaþró-
un forsenda framfara í íslensk-
um skólum.
Þinginu er skipt í tvo hluta, hið
fyrra er haldið á Akureyri, eins
og áður sagði, en það síðara í
Reykjavík 15. október. Verða
haldnir þrír fyrirlestrar á þingun-
um: Hanna Kristín Stefánsdóttir,
kennari, fjallar um hlut kennara í
skólaþróun. Fyrirlestur Ingvars
Sigurgeirssonar, kennslufræðings
ber heitið „Námsefni-þarfur
þjónn eða harður húsbóndi“, og
loks flytur Húgó Þórisson, sál-
fræðingur, fyrirlestur um uppeld-
isþáttinn í skólastarfi.
Á dagskrá eru einnig þrettán
styttri erindi um kannanir og
nýbreytni í skólastarfi og gefst
þátttakendum kostur á að hlýða á
tvö þeirra. Þingið á Akureyri
verður haldið í Sjallanum. ÁP
/ berjamó
Berjavertíðin er senn á enda og margir hafa haldið á fjöll í lcit að þessum eftirsótta
ávexti. Sigurður Jóhannesson var einn þeirra Qölmörgu sem dreif sig af stað - enda fátt
eins gómsætt og berjaskyr - sem hann ætlaði að hafa í matinn um kvöldið. Mynd: tlv
Bókhald
★ Leiöbeiningar og aöstoð við bókhald á staönum
★ Einnig fullkomin bókhaldsvinna á skrifstofu okkar
★ Val hagkvæmustu leiöa
Uppgjör og framtöl
★ Á réttum tíma
★ Stórra og smárra fyrirtækja
★ Samvinna viö löggilta endurskoðendur
Tölvur — Hugbúnaður
★ Ráögjöf, sala og kennsla í samvinnu við Trón
★ Tölvuvinnsla bókhalds, launa, ritvinnsla o.fl.
Rekstrarráðgjöf
★ Áætlanagerð
★ Stofnun sameignarfélaga, hlutafélaga
★ Skipulagning
Laun
★ Fullkomin launaúrvinnsla
★ Kennsla á launaforrit
Ráðningar
Sérþekking í ráðningu:
★ Skrifstofufólks
★ Stjórnenda
★ Sölumanna, bankamanna o.fl.
★ Afleysingar
5L =L 5 = REKSTRARRÁÐGJÖF
E~ ==~ = = REIKNINGSSKIL
— ===== RÁÐNINGAR
TRYGGVABRAUT 22 • SÍMI 96-25455 ■ 602 AKUREYRI
Pjonustukort af Húsavík
- ætlað þeim sem leið eiga um bæinn
Fyrirhugað er að gefa út kort af
Húsavík ásamt upplýsingum um
helstu þjónustu í bænum sem
nýtist ferðafólki. Ferðaland, sem
er útgáfu- og kynningarfyrirtæki í
ferðaþjónustu, hyggst gefa kortið
út um áramót ef nægur áhugi er
fyrir hendi.
Ferðaland hefur áður gefið út
kort af Reykjavík og Keflavík/
Njarðvík. Tilgangur kortanna er
að þjóna ferðafólki og öðrum
sem leið eiga um bæinn.
Umhverfis kortið og á bakhlið
þess eru auglýsingar og er útgáfa
þess fjármögnuð með sölu þess-
ara auglýsinga. Þá er einnig þjón-
ustulisti yfir fyrirtæki á kortinu,
ávarp bæjarstjóra og litmynd frá
Húsavík. Áformað er að prenta
20.000 eintök af Húsavíkurkort-
inu.
BÚÁLFUR SfÐAN 1210
Lifrarkæfu
Papriku paté
Karrý paté
Skinku paté
Veisiusklnku
Skinku
Hangiáleggi
Rúllupyisu
Lambasteik