Dagur - 15.09.1988, Blaðsíða 5
15. september 1988 - DAGUR - 5
Frá afhendingu verðlaunanna. Frá vinstri: Steinunn Hjartardóttir formaður umhverfis- og gróðurnefndar, Katrín
Jóelsdóttir Skógargötu 24, Jóhanna Valdimarsdóttir og Sigurgeir Þórarinsson Grundarstíg 7, Þorbjörn Arnason
forseti bæjarstjórnar, Jón Jakobsson úr dómnefnd og Snorri Björn Sigurðsson bæjarstjóri.
Sauðárkrókur:
Fallegir garðar verðlaunaðir
- tveir að þessu sinni - ekkert fyrirtæki verðlaunað
Garður Katrínar Jóclsdóttur og Jóns Þórarinssonar að Skógargötu 24, sem
hlaut fegrunarverðlaun ’88 á Sauðárkróki.
Um síöustu helgi voru afhent
verölaun fyrir fallega og snyrti-
lega garða á Sauðárkróki. Að
þessu sinni voru það tveir
garðar sem hlutu verðlaun, en
ekkert fyrirtæki. Afhending
verðlauna fór fram á Hótel
Mælifelli og boðið var til kaffi-
drykkju að því loknu. Þeir
garðar sem hlutu verðlaun
voru; Skógargata 24 í eigu
Katrínar Jóelsdóttur og Jóns
Þórarinssonar og Grundarstíg-
ur 7, lóð Sigurgeirs Þórarins-
sonar og Jóhönnu Valdimars-
dóttur.
Verðlaunin afhenti, fyrir hönd
bæjarins, Þorbjörn Árnason for-
seti bæjarstjórnar. Umhverfis- og
gróðurverndarnefnd Sauðár-
króks tilnefndi dómnefnd til að
velja garða til verðlauna, og í
nefndinni voru Jón Jakobsson,
Stefán Pedersen og Hulda Jóns-
dóttir.
Fyrir afhendinguna kom fram í
máli Þorbjarnar að til vandræða
horfði með umgengni bæjarbúa á
götum bæjarins og umhverfi
hans. Þá mættu fyrirtæki taka sér
tak og fegra umhverfi sitt, en
dómnefndinni fannst ekki ástæða
að þessu sinni til að verðlauna
nein fyrirtæki fyrir umhverfi
þeirra. Flest þau fyrirtæki sem
hafa snyrtilegt umhverfi hafa
fengið verðlaun nú þegar.
Verðlaunagarðarnir að þessu
sinni eru sérlega snyrtilegir og vel
skipulagðir og ættu bæjarbúar að
taka þessa garða sér til fyrir-
myndar. -bjb
Iionessur selja plastpoka
- Ágóðinn rennur til F.S.A.
Lionessur á Akureyri hefja árlega sölu á heimilispokum í dag, fimmtudag. Þær munu ganga í hús í bænum
í dag og næstu daga.
Heimilispokarnir eru hentugir til ýmissa hluta og nýtast t.d. vel við sláturgerð þessa dagana.
Ágóði sölunnar mun renna til líknarmála. Lionessur á Akureyri styrktu Fæðingadeild Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri til tækjakaupa á síðasta ári og munu einnig gera það nú. Vonast þær til að bæjarbúar
taki þeim vel að vanda og sýni með því áhuga sinn á að ljá góðu málefni lið.
Slippstöðin hf.
óskar að leigja 2ja-3ja herbergja íbúð í 6 mánuði.
Upplýsingar gefur starfsmannastjóri í síma
96-27300.
slippstödín.
Pajero og Range Rover
eigendur!
Merktar
aurhlífar.
Svartar
lugtargrindur.
Merktir
hliðarlistar.
•
Úrval af
aukahlutum
Sendum í póstkröfu samdægurs!
LLUMLLUR.
h
öldursf. Varahlutaverslun Akureyri,
Símar 96-21365 og 96-21715.
Á AKUREYRI
NÁMSKEIÐ
Almenn námskeið Myndlistaskólans á Akureyri
3. október til 20. janúar.
Barna- og unglinganámskeið.
Teiknun og málun.
1. fl. 5-6 ára. Einu sinni í viku.
2. fl. 6-7 ára. Einu sinni í viku.
3. fl. 8-9 ára. Einu sinni í viku.
4. fl. 10-11 ára. Einu sinni í viku.
5. fl. 12-13 ára. Einu sinni í viku.
Málun og litameðferð.
Byrjendanámskeið. 14-15 ára. Einu sinni í viku.
Framhaldsnámskeið. 15-16 ára. Einu sinni í viku.
Skrift og leturgerð.
Byrjendanámskeið. 13-15 ára. Einu sinni í viku.
Kvöldnámskeið fyrir fullorðna.
Teiknun.
Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku.
Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku.
Módelteiknun.
Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku.
Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku.
Málun og litameðferð.
Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku.
Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku.
Auglýsingagerð.
Byrjendanámskeið. Einu sinni í viku.
Byggingalist.
Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku.
Skiltagerð.
Byrjendanámskeið. Einu sinni í viku.
Skrift og leturgerð.
Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku.
Allar nánari upplýsingar og innritun í síma 24958
kl. 13.00-17.00 virka daga.
Skólastjóri.