Dagur - 15.09.1988, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 15. september 1988
Verslmun og þjónustan mega
ekki flytjast úr dreifl)ýlinu
- segir Guðsteinn Einarsson, kaupfélagsstjóri á Blönduósi
Guðsteinn Einarsson kaupfélagsstjóri. Mynd: -fh
Þann 16. ágúst tók Guðsteinn
Einarsson við starfi kaupfé-
lagsstjóra við Kaupfélag Hún-
vetninga á Blönduósi og fram-
kvæmdastjóra Sölufélags
Austur-Húnvetninga. Guð-
steinn er fæddur á Patreksfirði
árið 1954 og útskrifaðist úr
Samvinnuskólanum í Bifröst
vorið 1974. Hann hefur verið
skrifstofustjóri hjá Kaupfélagi
Húnvetninga síðan 1980. Eig-
inkona Guðsteins er Erla
Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðing-
ur og þau eiga tvö börn.
Blaðamaður Dags spjallaði við
Guðstein á skrifstofu hans og þar
sem vitað er að rekstur flestra
kaupfélaga á landinu gekk illa á
síðasta ári lá beint við að spyrja
hann hvort væntanlegar væru ein-
hverjar breytingar á rekstri sam-
vinnufélaganna á Blönduósi.
„Pað eru ekki fyrirhugaðar
neinar breytingar alveg á næst-
unni en að vísu erum við að yfir-
fara nánast alla þætti rekstursins
með það fyrir augum að endur-
skipuleggja hann, gera hann
ódýrari og aðlaga hann þeim
aðstæðum sem eru í dag,“ sagði
Guðsteinn. „Ef við tökum kaup-
félagið fyrst fyrir þá er ljóst að
rekstur þess hefur gengið illa það
sem af er árinu, talsvert verr en á
sama tíma í fyrra og það ár var
þó tiltölulega slæmt. Tíminn á
næstu mánuðum kemur til með
að fara að mestu í að koma jafn-
vægi á þann rekstur.
Við munum fækka starfsfólki
eitthvað þótt væntanlega verði
engum starfsmanni sagt upp, hins
vegar verður fólk fært eitthvað til
á milli deilda.
Vélsmiðjan er sérstakt vanda-
mál og hefur verið svo lengi sem
ég þekki til. Rekstur hennar
verður tekinn sérstaklega fyrir í
haust þegar nýr yfirmaður tekur
þar við.
Mjólkurframleiðslan
komin í jafnvægi
Hjá sölufélaginu er hefðbundin
starfsemi sem menn verða að
aðlaga að breyttum forsendum í
landbúnaði. Slátrun fer minnk-
andi og það er einnig verið að
skoða hver af mjólkursamlögun-
um verða hreinlega lögð niður.
Ég vona reyndar að okkar mjólk-
urstöð verði ekki inni í því dæmi.
Vandinn er einfaldlega sá að
verja fyrirtækin áföllum við þær
breytingar sem óhjákvæmilega
verða.“
- Er mjólkurstöðin hér á
Blönduósi eina fyrirtækið í land-
inu sem framleiðir valsað þurr-
mjólkurduft?
„Jú og það gæti orðið til þess
að hún yrði látin lifa. Annað sem
hefur talsvert mikil áhrif er að
mjólkurstöðvarnar í nágrenni við
okkur eru mikið í því að fram-
leiða osta sem hafa verið fluttir
út. Nú er mjólkurframleiðslan í
landinu komin í jafnvægi og því
líkur á að útflutningur á mjóikur-
afurðum leggist af og þá leiðir
það til niðurskurðar á framleiðslu
þeirra mjólkurvara sem hafa ver-
ið fluttar út. Þess vegna stöndum
við talsvert mikið betur nú en
menn héldu fyrir ári.“
- Vantar mikið á að jafnvægi
náist í framleiðslu á kindakjöti?
„Ég man nú ekki tölur í því
sambandi en það hefur verið tal-
að um verulegan samdrátt í sölu
á kindakjöti síðustu mánuði mið-
að við sama tíma í fyrra.
Margir hafa farið út í fram-
leiðslu nautakjöts og hrossakjöts
í stað kindakjöts en allt fer þetta
inn á sama markaðinn og það eru
ákveðin takmörk fyrir því hvað
hver neytandi borðar af kjötvör-
um. Þar er verið að skapa nýtt
vandamál með því að leysa
annað. Ég held að framleiðslu-
stýring þurfi að koma á allar teg-
undir kjöts ef vel á að fara.“
- Er hrossakjötsmarkaðurinn
ekki hreinlega út úr myndinni?
„Hann virðist vera það í dag,
a.m.k. fyrir okkur. Við höfum
verið að halda okkur við ákveðið
verð en undirboðin á þeim mark-
aði hafa verið slík að við höfum
nánast ekkert selt. Við erum að
gera átak í þessu núna og vonum
að rofi til þó að þetta líti ekki vel
út.
Neysluvenjur fólks hafa
breyst. Nú vill það fá dilkakjöt,
nautakjöt, svínakjöt, hrossakjöt,
kjúklinga og fisk, hæfilegt magn
af hverju fyrir sig en lifir ekki
lengur eingöngu á kindakjöti og
fiski.
Eitt stærsta vandamál slátur-
leyfishafa er að ríkið er búið að
gera samning við bændur um
ákveðið magn af vöru sem á að
framleiða en sláturleyfishafar að
greiða fyrir.
Ríkið einn versti
skuldunauturinn
Við eigum orðið inni hjá ríkinu
tugi milljóna í ógreiddum út-
flutningsbótum og vöxtum og
öðru þess háttar. Þetta hefur nú á
undanförnum mánuðum átt að
koma í næstu viku og það er búið
að halda svo marga fundi út af
þessu að ég er viss um að þeir
sem hafa komið nærri þessu eru
löngu hættir að reyna að telja
fundina en aðgerðir eru engar.
Ríkið er örugglega einhver versti
aðili sem nokkur lendir í að eiga
viðskipti við.
Þetta er staðan hjá okkur og
lausafjárstaðan mundi breytast
mjög til batnaðar ef við fengjum
útflutningsbætumar greiddar.
Þetta gerir alla stjórnun erfiða
þegar málið snýst um að lifa dag-
inn af fjárhagslega.“
- Ert þú búinn að mynda þér
skoðun á hvað sé til ráða til að ná
betri rekstri?
„Ég hef nú verið að skoða hitt
og þetta og hef vissar hugmyndir.
Það eitt er deginum ljósara að
fjármagnskostnaður er kominn
úr samhengi við allt annað í þjóð-
félaginu og hann hlýtur að verða
að minnka. Menn eru að tala um
raunvexti langt yfir 10% og það
getur enginn venjulegur atvinnu-
rekstur borgað hvort sem hann
heitir kaupfélag eða eitthvað
annað. Hitt atriðið sem er ljóst
hjá okkur er að launakostnaður
hefur farið mjög mikið hækkandi
á sama tíma og verslunin hefur
heldur dregist saman. Verslunin
er að færast úr héraðinu til stór-
markaðanna á suðvesturhorninu
en fólki ætti að vera það ljóst að
það er hreinlega að éta undan
sjálfu sér með því að flytja við-
skipti sín úr héraði. Þegar fólk
fer að sækja verslun og þjónustu
annað þá er það að veikja hérað-
ið.“
- Hvernig líst þér á þessa svo-
kölluðu niðurfærsluleið sem nú
er til umræðu hjá ríkisstjórninni?
„Ég hef ekki skoðað hana. Hitt
held ég að allir geti verið sam-
mála um, að gengisfelling án ann-
arra aðgerða eins og gerð var í
vor, sé tilgangslaus. Hins vegar
finnst mér það skammarlegt af
ríkisstjórninni að vera að fá
menn úti í bæ til að taka ákvarð-
anir fyrir sig. Til hvers erum við
að kjósa menn á Alþingi ef þeir
fá svo menn frá fyrirtækjum úti í
bæ til að segja þeim hvað þeir
eiga að gera? Þeir sem til voru
kvaddir hljóta að vera mótaðir af
sínu umhverfi.“
Kannski ráða þeir
sem sitja yfir kjötkötlum
í Reykjavík of miklu?
- Er eitthvað sem þú vilt leggja
áherslu á svona að lokum?
„Ekki annað en að menn ættu
að gaumgæfa rækilega að það að
fara með verslun og þjónustu úr
héraðinu gerir einfaldlega að
verkum að ekki verður hægt ann-
að en skera niður þá þjónustu
sem er hér fyrir hendi. Það skipt-
ir ekki öllu máli hvort fólk verslar
við kaupfélagið eða aðrar versl-
anir innan héraðs.
Aðalatriðið er að fólk athugi
hvað það geti fengið í heimahér-
aði áður en það fer að kanna verð
í Reykjavík. Ég er ekki viss um
að munurinn sé mikill ef allt er
reiknað með. Hitt verða menn að
skilja að ýmis þjónusta í velferð-
arríki verður ekki rekin úti um
allt landið.
Þetta er stórt mál vegna þess
að fyrst fækkar þeim sem lifa af
frumgreinum atvinnulífsins, síð-
an þeim sem lifa á henni og þar á
eftir fækkar skólum og öðrum
þjónustustofnunum sem endar
svo með því að eftir situr eyði-
byggð og blómlegt borgríki í
suðri.
Ég held að annað sem menn
ættu að skoða í fullri alvöru sé í
sambandi við húsnæðiskerfið.
Vilhjálmur Egilsson var með þá
tillögu að húsnæðiskerfið skiptist
upp eftir landshlutum sem mundi
örugglega þýða að á Norðurlandi
yrði til fjármagn til þeirra íbúða-
bygginga sem óskað er eftir og
þar ættu menn þá að geta fengið
lán nánast samdægurs. Skortur-
inn á fjármagninu er í Reykjavík
en ekki annars staðar og þess
vegna er fjármagnið sogið þang-
að af landsbyggðinni."
- Ertu þarna að meina að
byggðarlögin ættu að fá að njóta
aflaðs fjár?
„Ég á við að ef lífeyrissjóðirnir
hér keyptu skuldabréf í „Hús-
næðismálastofnun Norðurlands",
sem aftur lánaði íbúðakaupend-
um hér á svæðinu þá væri hér fyr-
ir hendi nægjanlegt fjármagn fyr-
ir alla þá sem vildu byggja sér
íbúðir á Norðurlandi en aftur á
móti yrði biðtími eftir lánum á
Reykjavíkursvæðinu þá sjálfsagt
orðinn átta ár.
Nú er biðtími eftir lánum hér
fjögur til fimm ár. Þetta held ég
að sé eitt af því sem okkar ágætu
þingmenn ættu að skoða og koma
í framkvæmd áður en fjármagnið
verður endanlega allt komið
suður. Það verður að halda nauð-
synlegu fjármagni úti í dreifbýl-
inu ef byggðir landsins eiga ekki
að leggjast í auðn,“ sagði Guð-
steinn Einarsson, kaupfélags-
stjóri að lokum. fh
Höfuðstöðvar kaupfélagsins. Mynd: gb