Dagur - 15.09.1988, Blaðsíða 13

Dagur - 15.09.1988, Blaðsíða 13
880í .3Í’ í'jU.GáC ■ <:r 15. september 1988 - DAGUR - 13 Vantar blaðbera frá 1. oKtóber Eyrarlandsveg, n.hl. Hrafnagilsstræti, Laugagötu, Möðruvallastræti, Shólastíg Barðstún, 5pítalaveg í Arnarsíðu, Keilusíðu, Vestursíðu, Kjalarsíðu, Múpasíðu Akurcyrarprestakall: Fyrirbænaguðsþjónusta verður í dag fimmtudag kl. 17.15. Allir velkomnir. Sóknarprestarnir. HVÍTASUnmifíKJAM V/SMMSHLÍÐ Fimmtudagur 15. sept. kl. 20.30 biblíulestur. Sunnudagur 18. sept. kl. 20.00 almenn samkoma. Ræðumaður Guðni Einarsson frá Reykjavík. Allir eru hjartanlega velkomnir. Hvítasunnusöfnuðurinn. Lionsklúbburinn Huginn. Fundur í dag kl. 12.05 á Hótel KEA. Lionsklúbburinn Huginn. Almanakshappdrætti Landssamtak- anna Þroskahjálpar. Vinningur í ágúst kom á nr. 15324. Aðrir vinningar á árinu eru: 23423. 11677, 19931, 15474, 16004, 4579 og 13003. Landssamtökin Þroskahjálp Nóatúni 17, 105 Reykjavík Sími: 91-29901. Munið minningarspjöld Kvenfélags- ins „Framtíðin“. Spjöldin fást í Dvalarheimilinum Hlíð og Skjaldarvík, hjá Margréti Kröyer, Helgamagrastræti 9, Versl- uninni Skemmunni, Blómabúðinni Akri, Kaupvangi og Bókabúð Jón- asar. Allur ágóði rennur í elliheimilissjóð félagsins. Náttúrugripasafnið Hafnarstræti 81. Sýningarsalurinn er opinn á sunnu- dögum kl. 1-3. Opnað fyrir hópa eftir samkomulagi í síma 22983 eða 27395. Héraðsskjalasafn Svarfdæla Dalvík. Opið á mánudögunt og föstudögum frá kl. 13.00-17.00. Fimmtudögum frá kl. 19.00-21.00. Nonnahús verður opiö daglega kl. 14.00-16.30 frá 12. júní til 1. sept. Nánari upplýsingar í sínia 23555. Zontaklúbbur Akureyrar. Byggðasafnið Hvoll á Dalvík. Opið á sunnudögum frá kl. 14.00- 18.00. Menningarsamtök Norðlendinga: Listkynning í Alþýðubankanum - Dröfn Friðfmnsdóttir sýnir 12 myndverk Að þessu sinni kynna Menning- arsamtök Norðlendinga og Alþýðubankinn hf. á Akureyri myndlistarkonuna Dröfn Frið- finnsdóttur. Dröfn stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1962. 1982 hóf hún nám við Myndlistaskólann á Akureyri og þaðan útskrifaðist hún úr mál- aradeild 1986. 1987 var hún við nám í Lahti listaskólanum í Finnlandi þar var hún í eitt ár. Dröfn hefur haldið tvær einka- sýningar, Akureyri 1987, Lahti 1988, og tekið þátt í nokkrum samsýningum. Á listkynningunni eru 12 verk unnin með akrýl-litum á striga. Kynningin er í útibúi Alþýðu- bankans hf., Skipagötu 14 á Akureyri. Hún hófst 2. septem- ber sl. og lýkur 4. nóvember. Afmælismót Bridgefélags SigluQarðar: Reykvíkmgar og Sigl- fírðingar sigursælir Afmælismót Bridgefélags Sigl- firðinga var haldið á Hótel Höfn á Siglufirði helgina 3.-4. september s.l., en Bridgefélag Siglfirðinga er 50 ára á þessu ári. Þátttaka í mótinu var mjög góð og mættu 54 pör víðs vegar af landinu til keppni. Reykvíkingar hrepptu tvö efstu sætin i keppninni en Sigl- Borgarbíó Alltaf nýjar myndir firðingar þrjú næstu og var keppnin jöfn og spennandi. Sig- urvegarar urðu þeir Guðni Sigur- hjartarson og Jón Þorvarðarson úr Reykjavík með 1305 stig. Þeir fengu 120 þúsund krónur í sinn hlut. Ásgeir P. Ásgeirsson og Hrólfur Hjartarson, einnig úr Reykjavík urðu í 2. sæti með 1274 stig og fengu 80 þúsund krónur í sinn hlut. Sem fyrr segir röðuðu siglfirsku pörin sér í næstu þrjú sæti. Ásgrímur og Jón Sigurbjörnssynir í 3. sæti með 1253 stig og hlutu 40 þúsund krónur að launum, Anton og Bogi Sigurbjörnssynir í 4. sæti með 1238 stig og fengu 20 þúsund krónur í sinn hlut, og Björk Jóns- dóttir og Sigfús Steingrímsson í 5. sæti með 1230 stig og 10 þús- und krónur í verðlaun. Fyrir 6.-10. sæti voru veitt sér- stök aukaverðlaun en auk þess fengu þeir sem höfðu hæstu skor í hverri lotu, ferðavinninga að launum. Þá hlutu sigurvegararn- ir, Guðni og Jón, fyrir hæstu skor í 1. umferð; Hjördís Eyþórsdótt- ir og Anton R. Gunnarsson, Reykjavík, fyrir hæstu skor í 2. umferð og bræðurnir Jón og Ásgrímur fyrir hæstu skor í 3. umferð. Af þessari upptalningu má sjá að verðlaunin í mótinu voru mjög vegleg. Framkvæmd mótsins þótti tak- ast með ágætum og var elsta starfandi briddsfélagi landsins til mikls sóma. Bændur og búalið Við viljum hvetja bændur til að vanrækja ekki viðhald á vélakosti sínum og bendum á að nú er tækifæri til þess. Veitum 20% afslátt á alla vinnu til áramóta. Dragi, Fjölnisgötu 2 a, Akureyri • Sími: 96-22466. Verkamenn Slippstöðin hf. óskar að ráða verkamenn til starfa nú þegar. Upplýsingar gefur starfsmannastjóri í síma 96-27300. slippstödin Laus staða Staða bæjargjaldkera á bæjarskrifstofu Siglu- fjarðarkaupstaðar er laus til umsóknar. Viðkomandi þarf helst að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 21. september nk. Bæjarstjórinn í Siglufirði. Smáauglýsingar Dags Það skal tekið fram vegna hinna fjölmörgu sem notfæra sér smáauglýsingar Dags að ef endurtaka á auglýsinguna strax í næsta blaði eða í næstu viku bætast aðeins 150 kr. við verð fyrir eina birtingu. Verð smáauglýsingar birt tvisvar er nú 900 kr. miðað við staðgreiðslu eða ef greiðslan er send í pósti. Verð smáauglýsingar sem ekki er staðgreidd er 900 kr. í hvert skipti. Tekið skal fram að verð þetta miðast eingöngu við staðgreiðslu. Ég sendi vinum og vandamönnum bestu þakkir fyrir gjafir, skeyti, hlý handtök og annað í tilefni af 85 ára afmæli mínu þann 9. september. Lifið heil. TRYGGVI JÓNATANSSON. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samhug við andlát og útför, GLÚMS HÓLMGEIRSSONAR, Vallakoti. Vandamenn. Þökkum innilega öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, GUÐBJARGAR PÉTURSDÓTTUR OLSEN. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólkinu á Dvalarheimilinu Hlíð fyrir einstaka umönnun og hlýju í langan tíma. Bára og Björn Olsen.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.