Dagur - 15.09.1988, Blaðsíða 7
15. september 1988 - DAGUR - 7
Bragi V. Bergmann:
Fjölmíðlun á Norðurlandi
Greinarhöfundur í ræðustól á fjórðungsþinginu. Mynd: fh
Norðlendingar hafa ekki farið
varhluta af sprengingunni í fjöl-
miðlaheiminum. Fyrir fáum
árum voru þeir fjölmiðlar, sem
sinntu Norðurlandi og Norðlend-
ingum sérstaklega, teljandi á
fingrum annarrar handar. Ef við
t.d. hverfum 11 ár aftur f tímann,
kemur í ljós að fjölmiðlaflóran á
Norðurlandi var ekki fjölskrúð-
ug. Dagur á Akureyri, sem þá
kom út einu sinni í viku, var eina
norðlenska fréttablaðið sem stát-
að gat af umtalsverðri útbreiðslu
á Norðurlandi, fyrst og fremst í
eystra kjördæminu. Nokkur mun
staðbundnari blöð komu einnig
út, en útgáfutíðni fór eftir efnum
og ástæðum. Ríkisútvarpið var
einrátt um útsendingar útvarps-
og sjónvarpsefnis og fréttir þess
og dagblaðanna, af því sem mark-
verðast þótti á Norðurlandi, voru
að mestu unnar í Reykjavík eða í
besta falli með aðstoð misdug-
legra fréttaritara fyrir norðan.
Hraðar breytingar
Breytingarnar, sem orðið hafa í
fjölmiðlaheiminum á Norðurlandi,
hafa því verið mjög hraðar, ekki
síður en í höfuðborginni. í dag á
stór hluti Norðlendinga þess kost
að ná tveimur sjónvarpsstöðvum
og fimm útvarpsrásum, eitt dag-
blað er gefið út á Norðurlandi auk
þess sem tvö önnur hafa útibú
þar og fjögur svæðisbundnari
blöð koma út reglulega. Þetta eru
næsta ótrúleg umskipti á stuttum
tíma. Við nánari greiningu fjöl-
miðlaflórunnar á Norðurlandi
koma nokkrar aðferðir til álita.
Ég tel eðlilegast að skipta fjöl-
miðlum niður eftir því hvar þeir
hafa höfuðstöðvar sínar og
reyndar hefur slík flokkun löng-
um notið vinsælda meðal lands-
manna. Dagblöðin fimm í Reykja-
vík hafa þannig oft verið nefnd
Reykjavíkurblöðin eða „sunnan-
blöðin", þótt þau nái að sjálf-
sögðu langt út fyrir það svæði í
umfjöllun sinni um menn og
málefni - svo ekki sé talað um
útbreiðsluna. Ég vil leyfa mér að
nota þessa viðmiðun hér.
Sex „hreinræktaðiru
Að þeim forsendum gefnum eru
„hreinræktaðir", norðlenskir
fjölmiðlar, sem halda uppi reglu-
bundinni starfsemi, sex talsins:
Dagur á Akureyri, Feykir á
Sauðárkróki, Víkurblaðið á
Húsavík, Norðurslóð í Svarfað-
ardal, Bæjarpósturinn á Dalvík
og Hljóðbylgjan á Akureyri.
Dagur er langstærstur þessara
fjölmiðla. Hann fagnaði 70 ára
afmæli sínu fyrr á þessu ári og
hefur heldur betur vaxið ásmegin
með aldrinum. 26. september
1985 var Dagur gerður að dag-
blaði og var þá tvímælalaust brot-
ið blað í íslenskri fjölmiðlasögu,
því hann er eina dagblaðið sem
gefið er út utan höfuðborgarinn-
ar. Höfuðstöðvar Dags eru á
Akureyri, en auk þess eru starf-
ræktar ritstjórnarskrifstofur á
Blönduósi, Húsavík, Sauðár-
króki og Reykjavík. Alls starfa
nú um 20 manns á ritstjórn
blaðsins, sem gefið er út í um
6000 eintökum daglega.
Svæðisbundin blöð
Víkurblaðið á Húsavík, Feykir
á Sauðárkróki og Norðurslóð í
Svarfaðardal eru mun minni í
sniðum, hafa svæðisbundnari
útbreiðslu og lægri útgáfutíðni.
En þessi blöð eiga það sammerkt
að eiga mjög traustan lesenda-
hóp, þau hafa náð fótfestu í
norðlenskum fjölmiðlaheimi og
eru komin til að vera. Skemmri
reynsla er fengin af útgáfu Bæjar-
póstsins á Dalvík, en hann er þó
á góðri leið með að skipa sér á
bekk með fyrrnefndum blöðum.
Þá er stutt síðan stórhuga menn í
Ólafsfirði hófu útgáfu fréttablaðs
þar, sem gæti átt framtíð fyrir
sér. Útvarpsstöðin Hljóðbylgjan
Erindi flutt á
30. Fjórðungsþingi
Norðlendinga
3. september 1988
undir dagskrárliðnum
„Fjölmiðlun
á Iandsbyggðinni“
á Akureyri er nokkuð sér á báti í
þessum hópi, því hún er að mestu
leyti tónlistarstöð, sem lagt hefur
minni áherslu á eiginlega dag-
skrárgerð og fréttaflutning fram
til þessa, þótt breytingar kunni
að verða þar á í framtíðinni.
Ríkisútvarpið
Næst á eftir þessum fjölmiðlum
koma þeir sem hafa höfuðstöðvar
sínar utan Norðurlands en reka
deild eða útibú á Norðurlandi.
Þar ber fyrst að nefna deild
Ríkisútvarpsins á Akureyri. Að
mínu mati markaði það þáttaskil
í sögu þeirrar merku stofnunar er
Akureyrardeild Ríkisútvarpsins
hóf útsendingar í ágúst 1982 en
hún var fyrsta útibú stofnunar-
innar á landsbyggðinni, með tvo
starfsmenn. Enn stærra skref var
stigið þremur árum síðar, er
Svæðisútvarpið á Akureyri hóf
starfsemi. Útsendingar þess
standa í eina og hálfa klukku-
stund alla virka daga á dreifikerfi
Rásar 2, auk þess sem unnið er
að dagskrárgerð fyrir báðar rásir
Ríkisútvarpsins og fréttastofu
þess. Vægi Svæðisútvarpsins fer
vaxandi og að mínu mati hefur
rekstur slíkrar deildar úti á lands-
byggðinni fyrir löngu sannað gildi
sitt.
Sjónvarpsstöðvar
Sjónvarpið er með fréttamann í
fullu starfi á Akureyri og Stöð 2
og Eyfirska sjónvarpsfélagið hafa
haft einn slíkan í sameiningu um
eins árs skeið, en tvö síðastnefndu
fyrirtækin starfa náið saman.
Éyfirska sjónvarpsfélagið og
Samver hf. hafa unnið talsvert að
sjálfstæðri dagskrárgerð og hefur
tilkoma þessara fyrirtækja verið
þýðingarmikil viðbót við fjöl-
miðlaflóruna á Norðurlandi.
Reykjavíkurblöðin
Tvö „sunnanblaðanna“ hafa úti-
bú á Akureyri og hefur hlutdeild
blaðanna í fréttaflutningi af
Norðurlandi aukist verulega frá
opnun þeirra. DV reið á vaðið
með opnun skrifstofu á Akureyri
og Morgunblaðið fylgdi fordæmi
þess þremur árum síðar. Hin
dagblöðin, Tíminn, Þjóðviljinn
og Alþýðublaðið, svo og aðrir
fjölmiðlar sunnanlands, hafa lát-
ið sér nægja að sinna Norður-
landi frá Reykjavík eða í besta
falli að hafa starfandi fréttaritara
á Norðurlandi, þótt nokkuð hafi
dregið úr hlutdeild þeirra á síð-
ustu árum hjá öðrum en DV og
Mogga.
Óregluleg útgáfa
Auk þeirra fjölmiðla, sem þegar
eru nefndir, hafa fjölmörg blöð á
Norðurlandi óreglulega útgáfu-
tíðni. Þeirra á meðal eru blöð
hinna ýmsu stjórnmálaflokka,
sem gefin eru út þegar mikið
stendur til í pólitíkinni, svo sem
fyrir kosningar, en liggja í dvala
þess á milli. Undarttekning frá
þessari reglu er Norðurland,
málgagn Alþýðubandalagsins á
Norðurlandi, en það hefur komið
út hálfsmánaðarlegá yfir vetrar-
tímann um nokkurra ára skeið.
LítiII markaður
Ég hef í stuttu máli tíundað þá
fjölmiðla sem íbúum Norður-
lands stendur til boða. Sumum
kann að finnast framboðið meira
en nóg, öðrum þykir sem betur
megi gera. Hafa verður í huga að
markaðurinn er ekki mjög stór
og hann setur fjölbreytninni
ákveðnar skorður. Það eru hrein-
ir hugarórar að mínu mati að ætla
að litlir fjölmiðlar geti dafnað á
öllum stöðum í kjördæminu. Þeir
sem þegar eru fyrir hendi eru
nálægt því að fylla þann kvóta
sem er til skiptanna, ef svo má
segja. Ibúum á Norðurlandi
vestra hefur reyndar þótt sem
þeir hafi orðið nokkuð útundan í
fjölmiðlabyltingunni og má það
að vissu rnarki til sanns vegar
færa. Kröfur um sérstakt svæðis-
útvarp fyrir vestursvæðið hafa
heyrst æ oftar síðustu misserum.
Ég tel sjálfsagt að íhuga það mál
gaumgæfilega. Þó er ljóst að færri
og öflugri fjölmiðlar eru betri
kostur fyir íbúa Norðurlands.
Fyrir því er auðvelt að færa rök.
Mjög nauðsynlegt er að Norð-
lendingar og reyndar landsbyggð-
arfólk allt snúi bökurn saman og
sporni við því misvægi sem skap-
ast hefur milli landsbyggðarinnar
annars vegar og höfuðborgar-
svæðisins hins vegar. Talsvert
djúp hefur verið staðfest milli
íbúa þessara svæða og skilnings-
skortur ríkir á báða bóga. Aukið
upplýsingastreymi frá lands-
byggðinni ætti að geta orðið til
þess að draga úr þessum and-
stæðum og auka skilning á þörf-
um hvers svæðis fyrir sig. Færri
og sterkari fjölmiðlar á lands-
byggðinni eru betur í stakk búnir
til að koma þeim upplýsingum á
framfæri þannig að eftir verði
tekið.
Eflum fjölmiðlana
sem fyrir eru
Þrátt fyrir það að Ríkisútvarpið
hafi ávallt sinnt Norðurlandi
nokkuð vel, og að stærstu fjöl-
miðlar einkaframtaksins, Morg-
unblaðið, DV og Stöð 2, leggi
síaukna áherslu á fréttir af þessu
svæði, er krafan um að Norð-
lendingar verði sjálfum sér nógir
í fréttamiðlun engu að síður fyrir
hendi. Markmiðið er að byggja
upp fjölmiðla sem flytja Norð-
lendingum fréttir af því sem er að
gerast á Norðurlandi hverju sinni
og taka til ítarlegrar umfjöllunar
málefni sem ætla má að íbúar
Norðurlands hafi meiri áhuga á
en þeir sem búa víðs fjarri. Til
þess að það markmið náist, tel ég
að við þurfum að einbeita okkur
að því að efla þá fjölmiðla sem
fyrir eru, frekar en að fjölga
þeim. í þessu sambandi vil ég
nefna Dag sem dæmi. Þegar það
kom til tals að breyta Degi í
dagblað á sínum tíma, urðu
margir til að spá því að sú fyrir-
ætlan væri dæmd til að mistakast.
Markaðurinn bæri ekki eitt
dagblað til viðbótar. Reynslan
hefur leitt annað í ljós. Útbreiðsla
Dags hefur vaxið, enda aukin
áhersla lögð á að sinna Norður-
landi öllu. Með opnun skrifstofa
á þremur stöðum á Norðurlandi
utan Akureyrar og fréttaritara-
kerfi sem nær yfir allt Norður-
land, er Dagur betur í stakk
búinn en áður til að gegna hlut-
verki sínu sem öflugur fréttamið-
ill á Norðurlandi. Á sama hátt tel
ég mjög mikilvægt að Norðlend-
ingar nái samstöðu um að efla
norðlenskt útvarp, þannig að eitt
svæðisútvarp þjóni Norðurlandi
öllu. Með því móti munu tengsl
íbúa austur- og vestursvæðisins
aukast til mikilla muna.
Framboð frétta
og fréttamat
Ég fagna því að hafa fengið tæki-
færi til að ræða stöðu fjölmiðlun-
ar á Norðurlandi og tel mjög vel
til fundið hjá Fjórðungssambandi
Norðlendinga að taka það mál til
umfjöllunar á þessu þingi. Stað-
reyndin er sú að áhrifamáttur fjöl-
miðla er mjög mikill og fer vax-
andi. Stór hluti skoðanaskipta fer
fram með aðstoð fjölmiðla og
þeir eru afar skoðanamyndandi.
Landsbyggðarmenn hafa löngum
verið óhressir með það á hvern
hátt landsbyggðin birtist i fjöl-
miðlum og talið hana afskipta
þar. Atriði eins og neikvætt
fréttamat og torvelt aðgengi að
fjölmiðlunum hafa oft verið
nefnd í því sambandi. Vissulega
á þessi gagnrýni við nokkur rök
að styðjast, en við sem búum á
landsbyggðinni, eigum nokkra
sök á því hvernig málum er
komið. Við höfum almennt séð
ekki verið nægilega iðin við að
koma landsbyggðinni og því sem
þar er að gerast á framfæri við
fjölmiðla og hafa þannig áhrif á
bæði fréttamat og framboð frétta
þaðan. Þessu verðum við að
breyta. Það gerum við best með
því að taka virkari þátt í þjóðfé-
lagsumræðunni með aðstoð fjöl-
miðlanna. Viðgangur og vöxtur
byggðar á Norðurlandi á kom-
andi árum er að verulegu leyti
undir því kominn hvernig okkur
tekst til.
Höfundur er ritstjóri Dags.