Dagur - 15.09.1988, Blaðsíða 8

Dagur - 15.09.1988, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 15. september 1988 Hjálparsveitir: „Fyrst og fremst sameiginlegt öryggistæki landsmanna“ - Rætt við Jón Halldór Jónasson og Tryggva Pál Friðriksson hjá Landssambandi hjálparsveita skáta „Ekkert hafði spurst til manns- ins í rúman sólarhring og fóru því hjálparsveitir til leitar. Eft- ir nokkurra tíma leit fannst maðurinn nokkuð þrekaður, en heill á húfi. Hafði hann villst af leið á leið til byggða og óvíst hefði verið um örlög hans ef hjálparsveitirnar hefðu ekki fundið hann.“ Þetta eru ekki óalgengar fréttir, en gerir fólk sér almennt grein fyrir því mikla sjálfboðaliðastarfi sem hjálparsveitirnar inna af hendi? Á íslandi eru starfandi 23 sveitir og skráðir meðlimir í þeim eru 1300. Ekki eru nú allir virkir, en gera má ráð fyrir að um 700- 800 þeirra taki þátt í hjálparsveit- arstarfi. Ekki er nauðsynlegt að hafa verið skáti til að ganga til liðs við hjálparsveitirnar, enda eru ekki allar hjálparsveitir skátasveitir. Til að forvitnast meira um starfsemi hjálparsveit- anna lögðum við leið okkar inn í höfuðstöðvar Hjálparsveita skáta á íslandi við Snorrabraut í Reykjavík og ræddum við Jón Halldór Jónasson og Tryggva Pál Friðriksson um starfsemina. Við byrjuðum á því að spyrja Jón Halldór hvað samtökin gerðu. „Landssamband hjálparsveita skáta eru heildarsamtök allra hjálparsveita á landinu og sinnir Landssambandið öllum sameig- inlegum hagsmunamálum sveit- anna, jafnt út á við sem inn á við, og öðru því sem hugsanlega getur verið hjálparsveitunum til fram- dráttar. Landssamband hjálparsveita skáta, LHS, var stofnað 27. nóvember 1971. Þá voru starf- andi níu hjálparsveitir á landinu, sú elsta formlega stofnuð 1932 í Reykjavík, en næstu sveitir árið 1951 í Hafnarfirði og á ísafirði. Sveitin á Akureyri var stofnuð árið 1971, en einnig eru starfandi fimm aðrar sveitir á Norðurlandi: Á Blönduósi, Dalvík, í Aðaldal, Reykjadal og svo Hjálparsveitin Dalbjörg í Saurbæjarhreppi. Þótt þessar sveitir, nema Dal- björg sem ekki er skátasveit en er samt meðlimur í LHS, ættu allar einhvers konar aðild að Banda- Iagi íslenskra skáta, vantaði mik- ið upp á að samstarf milli sveita væri nægjanlegt. Forystumenn þessara sveita voru einhuga um að með stofnun LHS væri stigið stórt skref til aukins og árangurs- ríkara samstarfs þeirra á milli, svo og að til yrði aðili sem annast gæti sameiginleg hagsmunamál sveitanna og samskipti við opin- bera aðila.“ Náið samstarf við Slysavarnafélagið og Almannavarnir - Við beindum nú spjótum okk- ar að Tryggva og spurðum hann hvert hlutverk LHS væri? „Meginhlutverk LHS er að efla samheldni hjálparsveitanna, stuðla að auknu samstarfi þeirra inn- byrðis og starfa sem tengiliður þeirra á milli um hin ýmsu mál. Landssambandið kemur fram fyrir hönd aðildarsveitanna gagn- vart opinberum aðilum og lands- samtökum björgunaraðila með öll þau mál er snerta hjálparsveit- irnar í heild. Mikilvægur þáttur í starfi LHS er að vinna að bættri aðstöðu til æfinga og starfs hjálparsveitanna og markvissu streymi upplýsinga til almennings um gildi og nauð- syn öflugra hjálparsveita. LHS leggur mikla áherslu á að vera í góðum tengslum við félaga hjálparsveitanna. Starfandi eru tveir erindrekar og heimsækja þeir hjálparsveitirnar eftir efnum og ástæðum. Að auki fá sveitirn- ar heimsóknir frá kennurum Björgunarskóla LHS þegar þær óska eftir námskeiðum. Til að viðhalda jöfnum tengsl- um allt árið og koma upplýsing- um og fræðslu til hjálparsveit- armanna gefur LHS út fréttabréf, Hjálparsveitartíðindi. Það kemur reglulega út og er sent til allra áhugamanna um málefni hjálpar- sveita þeim að kostnaðarlausu.“ - Þið talið um Björgunarskóla LHS. Hvaða stofnun er það? „Björgunarskóli LHS var stofnaður árið 1977 og hefur alla tíð síðan verið leiðandi í þjálfun- armálum hjálparsveitanna, sér- staklega hvað varðar menntun leiðbeinenda. Skólinn starfar eftir reglugerð sem sett er af stjórn LHS, en dag- leg stjórn hans er í höndum skólastjóra og tveggja yfir- kennara. Er annar á sviði skyndi- hjálpar- og almannavarna, en hinn á björgunarsviði. Gefin hef- ur verið út Námsskrá, sem hefur að geyma yfirlit yfir 56 námskeið sem skólinn heldur eða hjálpar- sveitarmenn geta sótt hjá öðrum. Aðilar annarra björgunarsam- taka geta líka sótt námskeið hjá Björgunarskólanum. Námsstyrk- ir hafa einnig verið veittir, bæði til að fá erlenda leiðbeinendur •hingað til lands og til að styrkja hjálparsveitarmenn til námskeiða eða þjálfunarferða erlendis." - Hvernig er samvinnu hátt- að við aðra aðila í þjóðfélaginu sem starfa að svipuðum verkefn- um og þið, t.d. Almannavarnir, flugbjörgunarsveitir, Rauða krossinn og Slysavarnafélagið? Nú varð Jón Halldór aftur fyrir svörum: „Við eigum gott samstarf við þessa aðila. LHS er aðili að sam- komulagi við Almannavarnir ríkisins um heildarskipulag hjálp- arliðs vegna almannavarna. Sam- kvæmt skipulaginu leggja LHS og Hjálparsveitir skáta til hluta hjálparliðs almannavarna í land- inu. Meginhlutverk hjálparsveit- anna er skyndihjálp og fer LHS með þann málaflokk. Samstarf björgunarsamtak- anna þriggja, LHS, Slysavarna- félag Islands og Landssambands flugbjörgunarsveita hefur aukist mjög undanfarin ár og tekið á sig formlegri mynd. Formlegt sam- komulag var gert milli þessara aðila árið 1985 og var þá landinu skipt í 18 björgunarsvæði. Yfir hverju svæði er svæðisstjórn og fer sú stjórn með yfirstjórn allra leitar- og björgunarmála á sínu svæði. Þegar aðgerðir eru víð- tækari og ná yfir fleiri svæði fer Landsstjórn björgunarsveita með yfirstjórn." Lukkutríóið drjúg tekjulind - Nú er þetta mikið starf og það hlýtur að kosta mikinn pening að reka svona iandssamtök. Hvernig farið þið að því að fjármagna reksturinn? „Já, það er rétt að rekstur aðildarsveitanna kostar mikinn pening. Til að standa straum af þessum kostnaði hefur LHS m.a. staðið fyrir innflutningi og dreif- ingu á flugeldum sem sveitirnar selja síðan til að standa undir rekstri sínum. Við fáum um 1200 þúsund í styrk frá ríkinu til starfseminnar. Það er ekki mikið ef tekið er tillit til þess að rekstur LHS kostar um 12 milljónir á ári og velta okkar er um 120 milljónir. Staðreyndin er einnig sú að við borgum mun meira í tolla og gjöld af þeim tækjum sem við kaupum en sem nemur þessum ríkisstyrk. Við leggjum ríka áherslu á fjárhagslegt og skipulagslegt sjálfstæði einstakra sveita. LHS er að mestu leyti þjónustuaðili fyrir sveitirnar og við borgum mikið af okkar fjármagni beint til sveitanna. Við flytjum t.d. alla flugelda inn og seljum síðan ein- stökum sveitum þá á kostnaðar- verði. Ýmis tæki eru flutt inn af okkur en síðan dreift til sveit- anna. Þar má t.d. nefna að við keyptum farsíma fyrir allar hjálp- arsveitir í landinu og þetta allt gerir það að verkum að bók- haldsleg velta okkar er nokkuð há. Lukkutríói var hleypt af stokk- unum fyrir um einu ári í sam- vinnu við flugbjörgunarsveitirnar og Slysavarnafélag íslands og hefur það reynst drjúg tekjulind. Sveitirnar fá síðan stundum styrki frá þeim sveitarfélögum sem þær starfa í. Þar má t.d. nefna að Hafnarfjarðarbær hefur alltaf gert vel við sína menn og mættu önnur sveitarfélög taka hann til fyrirmyndar. Meginuppistaðan í fjáröflun LHS til eflingar starfi hjálpar- sveitanna hefur ætíð byggst á þeim skilningi að öflugar hjálpar- sveitir séu fyrst og fremst sameig- inlegt öryggistæki landsmanna og starfræktar í þeirra þágu.“ - Nú heyrist stundum að meðlimir hjálparsveitanna séu „ofvaxnir unglingar" sem fái útrás í því að tæta upp í óbyggðir Halldór Torfason, Akureyri, setur gervisár á „sjúkling" svo slysaæfingin verði sem eðlilegust. Lestur korta er mjög mikilvægur þáttur í leitarstarfi hjálparsveitanna. Snjóflóðaleitaræfing í Hlíðarfjalli er árviss viðburður. Til að gera mönn- um enn betur Ijósa alvöruna eru 2-4 félagar grafnir í skriðuna. Ljósmynd: Sveinbjörn Dúason. á torfærutröllum og notfæri sér þá aðstöðu sem hjálparsveitirnar skapi þeim. Hvað viljið þið segja um þetta? Tryggvi og Jón Halldór litu hvor á annan og kímdu. „Já, það er rétt að við fáum stundum að heyra þetta, en það er þá venju- lega sagt í gríni,“ sagði Tryggvi. „Hins vegar er sannleikskorn í þessu og það verður alltaf að vera til gulrót til að fá fólk til að starfa í svona félagsskap," bætti hann við. Jón Halldór varð nú hugsi á svipinn og sagði: „Það er rétt sem Tryggvi segir að það sé sannleiks- korn til í þessari gagnrýni. Hins vegar legg ég ríka áherslu á að meðlimir hjálparsveitanna eru engir unglingar. Menn verða að vera orðnir 18 ára til að geta ver- ið fullgildir meðlimir í hjálpar- sveitunum og þjálfunartíminn er mjög stífur. Við verðum nefni- lega að gæta okkar að misnota ekki þessa aðstöðu okkar til þess eingöngu að fá tækifæri til að stunda áhugamál okkar. Hins vegar má ekki gleyma því að þetta er ólaunað áhugamál og meðlimir sveitanna leggja ómældan tíma í þetta. Auðvitað verður fólk að fá eitthvað í stað- inn og það er varla hægt að mót- * mæla því að það er æskilegt að áhugamálið geti verið bæði fræð- andi, uppbyggjandi og nauðsyn- legt fyrir einstaklinginn og þjóð- félagið," sagði Jón Halldór Jóns- son hjá Landssambandi hjálpar- sveit skáta að lokum. AP

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.