Dagur - 15.09.1988, Blaðsíða 9
15. september 1988 - DAGUR - 9
„Það er aJltaf pláss fyrir nýja meðlimi“
- segir Gunnar St. Gíslason sveitarforingi Hjálparsveitar skáta á Akureyri
ekki komið inn í samstarfið sem
fyrir er. Skýringin á því er líkleg-
ast að SVFÍ sveitin sérhæfir sig í
sjóbjörgunum, en hvorug hinna
sveitanna er með bát. Gunnar
Gíslason, sveitarforingi HSSA,
hefur iýst þeirri hugmynd sinni
að rétt væri að skoða möguleika á
stofnun Björgunarfélags Akur-
eyrar, en hlutverk þess yrði að
stuðla að samstarfi og hugsanlega
samvinnu um kaup á stærri bún-
aði.
Ekki er þó inni í myndinni að
sameina sveitirnar, enda eru tak-
mörk fyrir því hve stórar sveitar
hægt er að reka, auk þess sem
þær veita hvor annarri aðhald og
heilbrigð samkeppni er af hinu
góða.
Flest útköll sem Akureyrar-
sveitin fær eru fámenn. Oftast
eru það reddingar vegna ófærðar
og veðurs. Sveitin fer nokkrum
sinnum á Öxnadalsheiðina að
aðstoða ökumenn í vandræðum
þar. Einnig er komin hefð á það
að sveitin sé kölluð út á haustin
til leitar að týndum rjúpnaskytt-
um.
Aðaltekjulind sveitarinnar er
flugeldasala og hefur það verið
samkomulag í bænum að hjálp-
arsveitin fengi að hafa þessa fjár-
öflun í friði. Þeir sem hafa ætlað
inn á þetta svið hafa fljótlega
dregið sig til baka og samþykkt
sérstöðu sveitarinnar.
Hjálparsveit skáta á Akureyri
á framtíðina fyrir sér og eru allar
líkur á því að hún haldi áfram að
vaxa og dafna í framtíðinni.
Gunnar St. Gíslason sveitarfor-
ingi sagðist vona að margir nýir
meðlimir myndu bætast í starfið
nú í haust og sagðist hvetja menn
og konur til að mæta og kynna
sér starfsemina: „Það er alltaf
pláss fyrir nýja meðlimi hjá
okkur,“ sagði Gunnar að lokum.
AP
Hjálparsveit skáta á Akureyri
var stofnuð árið 1971 og hefur
vaxið alla tíð síðan. I umræð-
um er oft talað um, „lands-
byggðarsveitir“ og svo „höfuð-
borgarsveitir“. Nákvæmar skil-
greiningar liggja ekki fyrir á
þessum hugtökum, en af máli
manna má ætla að „höfuðborg-
arsveitirnar“ standi feti framar
hvað varðar þjálfun, þekk-
ingu, áhuga og afl til að leysa
verkefni. Hjálparsveit skáta á
Akureyri er gott dæmi um að
slíkar alhæfingar eru hæpnar.
Félagar hennar eru ser hins
vegar vel meðvitaðir um
„landsbyggðarstimpilinn“ og
hefur oftar en ekki þótt félagar
sveitanna á suð-vesturhorninu
hreykja sér fullhátt og van-
meta styrk þeirra sem þekkja
til staðhátta á hverjum stað.
Félagar HSSA eru oft kapps-
fullir um að sanna styrk sinnar
sveitar og út frá því einu má
segja að landfræðilegar fors-
endur hafí haft áhrif á starf
sveitarinnar. Staðsetning hefur
mikið að segja fyrir starf hjálp-
arsveita - bæði hvað varðar
útköll sem hún fær og ekki síð-
ur fyrir hið almenna starf.
Mannekla hefur ekki tafíð fyrir
vexti sveitarinnar þau 17 ár
sem liðin eru frá stofnun henn-
ar og skiptir þar að sjálfsögðu
miklu staðsetning í fjölmenn-
um höfuðstað, auk góðra
tengsla við öflugt skátafélag.
í fréttablaöi LHS í fyrra var
birt grein eftir Jón Halldór Jónas-
son um HSSA og gaf hann góð-
fúslega leyfi til þess að við Dags-
menn notuðum hana til stuðnings
við þessa kynningu á Akureyrar-
sveitinni.
Gunnar Gíslason formaður
deildarinnar er bjartsýnn á að
starfið verði öflugt í vetur: „Við
erum með góðan 30-40 manna
kjarna og nú í lok mánaðarins
ætlum við að bæta við nýliðum."
Gunnar tjáði okkur að til að
komast að þyrftu umsækjendur
að hafa náð 17 ára aldri, vera
sæmilega vel á sig komnir líkam-
lega og hafa áhuga á útivist og
fjörugum félagsskap.
Hann sagði að á hverju hausti
yrði sveitin fyrir blóðtöku þegar
félagar færu suður til náms og
vinnu. Það góða við það er að
flestir þeirra verða virkir með
sveitum á höfuðborgarsvæðinu
og þar með nytu þær sveitir góðs
af útungunarstarfi norðanmanna!
Hjálparsveit skáta á Akureyri
hefur verið leiðandi sveitin í
starfi hjálparsveita á Norður-
landi, enda sú stærsta og best
búna tækjum. Stjórn sveitarinnar
hafði forystu um að halda fyrsta
samráðsfund sveitanna á
Norðurlandi. Svipað og með
samráðsfundina höfðu félagar
Akureyrarsveitarinnar forgöngu
Gunnar Gíslason, sveitarforingi Hjálparsvcitar skáta á Akureyri.
um að halda samæfingar á
Norðurlandi þegar ekki var hald-
in samæfing LHS á landsvísu.
Félagar HSSA sáu um fyrstu
samæfinguna sem haldin var á
Grenivík árið 1985. Alls tóku um
áttatíu manns þátt í æfingunni,
félagar úr fimm hjálparsveitum,
Flugbjörgunarsveitinni á Akur-
eyri og Slysavarnafélaginu á
Grenivík. Æfingin gekk vel og
opnaði augu manna enn betur
fyrir nauðsyn sameiginlegra
æfinga og hafa þær verið haldnar
árlega síðan á Norðurlandi þegar
ekki hefur verið landsæfing LHS.
Eina hjálparsveit hafa Akur-
eyringar uppfóstrað, en það er
Hjálparsveitin Dalbjörg í Saur-
bæjarhreppi. Hún var upphaflega
rekin sem deild innan Akureyrar-
sveitarinnar en í dag er hún
sjálfstæð, þótt tengslin, bæði
formleg og óformleg séu enn
sterk. Dalbjargarmenn hafa sótt
námskeið hjá HSSA og algengt
er að sveitarmenn líti í kaffi hver
hjá öðrum, enda ekki um langan
veg að fara.
Er rétt að stofna
Björgunarsveit Akureyrar?
Hjálparsveit skáta á Dalvík er
svo þriðja sveitin á Eyjafjarðar-
svæðinu og er hún í mikilli upp-
sveiflu, bæði hvað varðar þjálfun
og aðstöðu. Samhliða þeim
fersku vindum sem blása á Dal-
vík hafa menn viljað styrkja
tengslin og hefur samgangur
þeirra við Akureyringa aukist
nokkuð síðustu ár.
Hjálparsveitin hefur verið í
virkri samvinnu með Flugbjörg-
unarsveitinni á Akureyri og á
hverju ári er sameiginleg æfing
sveitanna. Fyrir fjórum árum var
stofnuð björgunarsveit Slysa-
varnafélagsins, en ennþá sem
komið er hafa félagar hennar
Smári Sigurðsson, Hjálparsveit skáta á Akureyri, við torfærubíl sveitarinn-
ar.
„Skjótum skjólshúsi yfir
ganíla skátafélaga að norðan“
- segir Hilmar Már Aðalsteinsson
félagi í „Reykjavíkurdeild“ HSSA
Alvarlega spaugsamir menn
innan Hjálparsveitar skáta á
Akureyri tala um „Reykjavík-
urdeild“ HSSA, en í henni eru
um 20 manns - brottfíuttir
Akureyringar til lengri eöa
skemri dvalar. Einn af þeim er
Hilmar Már Aðalsteinsson og
Hjálparsveitarmenn til Skotlands
- námskeið í fjallbjörgun
Fjórtán björgunarsveitarmenn
úr sex björgunarsveitum af
landsbyggðinni fóru í sumar á
fjallbjörgunarnámskeið í þjálf-
unarmiðstöðinni Glenmore
Lodge í Skotlandi. Ferðin var
vel heppnuð og komu allir
reynslunni ríkari heim.
Björgunarskóli LHS hafði
forgöngu um þetta námskeiða-
hald og var reynt að höfða til
þeirra björgunarsveita sem ekki
hafa sent menn á slík námskeið
áður til að efla áhugann á þessum
þætti starfsins. Þátttakendur voru
allir af landsbyggðinni og komu
þeir úr Reykjadal, frá Egilsstöð-
um, Vopnafirði, ísafirði, Akra-
nesi og úr Hrunamannahreppi.
Á námskeiðinu voru kennd frá
grunni björgunarstörf í fjalllendi
og til flókinna björgunaraðgerða
þar sem reyndi á útsjónarsemi og
markvisst samstarf allra þátt-
takenda.
Þjálfunarmiðstöðin í Glen-
more Lodge, sem rekin er af The
Schottish Sports Council, er
íslenskum björgunarsveitar-
mönnum að góðu kunn. Björg-
unarskóli LHS hefur eflt tengslin
við skoska skólann, enda eru
skosku leiðbeinendurnir mjög
hæfir og er mjög almenn ánægja
hjá þeim sem farið hafa á nám-
skeið hjá þeim. AP
Hjálparsveitarmeðlimirnir á leið til Skotlands.
við ræddum stuttlega um þessa
„útlaga“ - starfsemi í höfuð-
borginni. Hann vinnur nú í
Skátabúöinni og því ekki
mikill tími til að ræða við
blaðamann.
„Já, það er rétt að nokkrir
okkar sem búa hér í höfuðborg-
inni hafa starfað með sveitum hér
á suðvesturhorninu," sagði
Hilmar á milli þess sem hann var
að selja ungri stúlku viðleguút-
búnað.
„Það er ekki hægt að klippa
alveg á skátastarfið, þótt maður
sé fluttur hingað. Við erum fimm
sem höfum starfað með Hjálpar-
sveit skáta í Reykjavík og reyn-
um að aðstoða þá sem koma
hingað utan af landi til að finna
sér félagsskap.
Svo veitum við auðvitað þá
þjónustu að skjóta skjólshúsi yfir
gamla skátafélaga að norðan þeg-
ar þeir bregða sér til höfuðborg-
arinnar."
Nú var búðin að fyllast af við-
skiptavinum og ekki vildum við
trufla Hilmar við starfið þannig
að við kvöddum hann og
þökkuðum fyrir viðtalið. AP