Dagur - 15.09.1988, Blaðsíða 16
H1
Akureyri, fímmtudagur 15. september 1988
TEKJUBREF• KJARABRÉF
Q2>
FJARMAL ÞIN - SÉRGREIN OKKAR
rF|ÁRFESriNCARFÉLACID
Ráðhústorgi 3, Akureyri
Bygging viðlegubryggju
á Hvammstaiiga
langt knmin
- kostnaður undir áætlun
Nú eru yfírstandandi fram-
kvæmdir viö höfnina á
Hvammstanga. Bygging 40 m
viðlegubryggju er langt komin
en eftir er að endurbæta grjót-
vörn sem skemmdist í miklu
brimi sem var í október á sl.
ári.
kosta og ekki hefur verið gerð
nein kostnaðaráætlun í því
sambandi. Enn hefur ekki verið
ákveðið hvert grjótið verður sótt
en flutningur á því hlýtur að
verða stór hluti af heildarkostn-
aði við það verk. fh
Góðir vinir í léttum leik.
Mynd: TLV
Áætlaður kostnaður við gerð
trébryggjunnar var 15,3 milljónir
króna en Þórður Skúlason, sveit-
arstjóri á Hvammstanga sagði í
samtali við Dag að sú fram-
kvæmd mundi kosta mun minni
fjárhæð en áætlað var. Hann
sagði að þetta hefði allt verið
unnið af heimamönnum, undir
stjórn Stefáns Þórhallssonar
hafnarvarðar. Vinna við bygging-
una hefði öll gengið sérstaklega
vel og einnig hefði fengist timb-
ur á hagstæðu verði. Pórður sagði
að ekki væri nein spurning um að
það væri mun hagkvæmara að
vinna svona verk eingöngu með
heimamönnum.
Varðandi endurbætur á grjót-
vörninni er óljóst hvað hún muni
Búsetaæði grípur um sig
á húsnæðismarkaðimim
áhugi á samstarfi Búseta og bæjarfélaga
Á nokkrum vikum hafa um
500 manns gengið í húsnæðis-
samvinnufélagið Búseta og
sagði Reynir Ingibjörnsson
framkvæmdastjóri að hægt
væri að tala um „Búsetaæði“ í
þessu sambandi. Hann sagði
að þessa sprengingu mætti
rekja til þess að fólk væri nú
farið að sjá árangur af starfí
félagsins og átti þar við fjölbýl-
ishús Búseta í Grafarvogi í
Reykjavík, en þar verður flutt
inn í 46 íbúðir í haust.
En er Búseti bara fyrir Reyk-
víkinga? Reynir svaraði því neit-
andi og sagði að send hefðu verið
bréf til bæjar- og sveitarstjórna
víðs vegar um landið þar sem lýst
er yfir áhuga á samstarfi, í tengsl-
Sauðárkrókur:
Köldu vatni hleypt á
úr Sandskarðsveitu
um við ný lög um kaupleiguíbúð-
ir. Þegar hefur borist svar frá
nokkrum bæjarfélögum og sagði
Reynir að nú væri verið að kanna
hvernig samstarfi Búseta, bæjar-
félaga og jafnvel fyrirtækja og
félagasamtaka yrði best háttað.
Hann sagði að Búseti hefði
stofnað félag á Akureyri árið
1984 og þá hefðu um 200 manns
gengið í það, en vegna þrenginga
í húsnæðismálum þjóðarinnar
hefði starfsemin að mestu legið
niðri. Félagið sótti um 12 íbúðir á
sínum tíma og sú umsókn hefur
verið endurnýjuð undir nýju
lögunum um kaupleiguíbúðir.
Reynir sagði að nú væri kominn
tími til að Búseti á Akureyri færi
að ræða við bæjaryfirvöld í fullri
alvöru um samstarf.
byggingarkostnaði. Sá sem kaup-
ir búseturétt hefur fullan
umráðarétt yfir íbúðinni og
greiðir síðan mánaðargjald; fjár-
magnskostnað, húsgjald og
viðhald, og þetta gjald verður 11-
16 þúsund á mánuði í nýja hús-
inu, sem er ævintýri líkast fyrir
leigjendur,“ sagði Reynir. SS
Vopnafjörður:
Aflabrögð
þokkaleg
- Brettingur landaði
155 tonnum
Aflabrögð hafa verið þokkaleg
á Vopnafirði að undanförnu en
ótíð hjá trillum. Lýtingur hefur
verið á úthafsrækju en aflinn
lélegur, en skipið frystir rækj-
una um borð. Togarinn Brett-
ingur landaði nýlega 110 tonn-
um af ísflski og 45 tonnum af
heilfrystum físki.
Pétur Olgeirsson er fram-
kvæmdastjóri Tanga hf. á
Vopnafirði, sem gerir út togar-
ann Bretting. Tangi gerir einnig
út togskipið Eyvind Vopna og
sagði Pétur að aflinn hefði verið
hálftregur hjá honum, lítið hefði
veiðst af þorski og skipið hefði
því snúið sér að öðrum tegund-
um.
Hann sagði að iítið væri eftir af
aflakvóta, t.d. ætti Brettingur
aðeins eftir um 500 tonn af
þorski, enda hefðu önnur skip
gengið á kvóta Brettings fyrri
hluta ársins meðan unnið var að
endursmíði skipsins í Póllandi.
Pétur sagði að það færi eftir afla-
brögðum hvort hugað yrði að
kvótakaupum í vetur, en hann
reiknaði fastlega með því að
Tangi neyddist til að útvega meiri
kvóta fyrir skipin. SS
Áfengi keypt fyrir
um 900 milljónir
- fyrstu 3 mánuði ársins
Lagningu vatns úr Sandskarðs-
veitu fyrir Sauðárkróksbúa
lauk fyrir skömmu og var 10
sekúndulítrum af köldu og
góðu vatni hleypt á kalda-
vatnskerfí bæjarins. Kemur
það til með að þjóna íbúum
Hlíðarhverfís, en ef vatnstank-
ur fyllist fer umframvatn inn á
allt kerfí bæjarins. Um 40 sek-
úndulítrar eru inni á öllu vatns-
kerfínu og sagði Páll Pálsson
veitustjóri að það hefði oft ver-
ið meira. „Ég ætla ekki að lofa
því að það verði ekki vatns-
laust nú í sláturtíðinni þó að
um þessa viðbót hafí verið að
ræða úr Sandskarðinu.“
Lagning vatnsins úr Sand-
skarði gekk mjög vel þrátt fyrir
leiðindaveður oft á tíðum, rign-
ingu og sudda og oft mjög mikla
þoku. Var þokan oft svo slæm að
gröfustjóri sá ekki í endann á
skóflunni þegar hann var að
grafa. Vatnslögnin úr Sandskarði
er alls 3,3 kílómetrar að lengd.
Páll sagði að hægt væri að
virkja meira vatn úr Sandskarð-
inu en þar væri ekki endalaust
hægt að taka vatn í framtíðinni.
Nýja vatnið sem íbúar Hlíðar-
hverfis fá núna er mjög kalt, 1,4
gráður, eða eins og Páll sagði:
„Það passar vel í viskíð án þess
að hafa klaka.“ -bjb
Á Húsavík var stofnuð undir-
búningsnefnd um Búsetafélag á
sínum tíma og einnig á Sauðár-
króki. Þá var mikill áhugi á Siglu-
firði og Blönduósi, að sögn
Reynis, og nú hefur áhugi manna
fengið byr undir báða vængi þeg-
ar fimm ára barátta Búseta er að
skila árangri. En hvað er búsetu-
kerfi?
„Félagið er öllum opið, félags-
menn kaupa sér búseturétt, sem
er vísitölutryggður eignarhlutur,
en félagið sjálft tekur opinber lán
og er hinn formlegi eigandi hús-
næðisins. Búsetturétturinn er
ótímabundinn og í þessu fyrsta
húsnæði okkar er hann 15% af
Fyrstu þrjá mánuði ársins
keyptu Islendingar áfengi fyrir
tæplega 900 milljónir króna.
Mest var verslað í Reykjavík,
en þar á eftir á Akureyri. Út-
sölurnar í Keflavík og á Sel-
fossi koma þar á eftir, en
minnst var verslað á Siglufírði.
Akureyringar keyptu áfengi
fyrir rúmlega 72 milljónir króna
fyrstu þrjá mánuði þessa árs, en
höfðu keypt fyrir tæpa 51 milljón
á sama tíma fyrir ári. Aukningin
er 43,6%. Á Sauðárkróki var selt
áfengi fyrir tæplega 16 milljónir
króna fyrstu þrjá mánuði ársins,
en fyrir sama tíma í fyrra hafði
verið selt áfengi úr útibúinu fyrir
um 11 milljónir króna, og er um
43,7% aukningu að ræða.
Austfirðingar keyptu áfengi í
útibúinu á Seyðisfirði fyrir tæp-
lega 20 milljónir króna fyrstu
þrjá mánuði ársins, en höfðu
verslað fyrir tæplega 15 milljónir
á sama tíma fyrra ár. Aukningin
er 35,5%.
Á Siglufirði var selt áfengi
fyrstu þrjá mánuðina á árinu fyrir
um 6,5 milljónir króna, en árið á
undan fyrir 4,7 milljónir og er
aukningin 36%.
Rúmlega 70% alls þess áfengis
sem keypt er, kaupa menn í
Reykjavík og á Akureyri sem
skipar annað sætið á lista
þessum, er með rúmlega 8%
hlutfall af heildarsölunni. mþþ