Dagur - 01.11.1988, Qupperneq 2
2 - DAGUR - 1. nóvember 1988
Bíla- og vélaeigendur
Tökum að okkur viðgerðir
á forþjöppum. (Túrbínum)
DIESEL-VERK
VÉLASTILUNGAR OG VÐGERÐIR
DRAUPNISGÖTU 3 • 600 AKUREYRI SÍMI (96)25700
Tilboð óskast
í neðanskráðar bifreiðar sem skemmst hafa í
umferðaróhöppum.
MMC Coit 1500 GLX árg. ’89
Subaru 1600 st. 4WD árg. ’82
Daihatsu Charade árg. ’80
Subaru 1800 st. 4WD árg. ’82
Bifreiðarnar verða til sýnis í porti BSA verkstæðisins við
Laufásgötu frá kl. 10-16 miðvikudaginn 2. nóv.
Tilboðunum óskast skilað fyrir kl. 17 sama dag til Svan-
laugs á BSA.
TRYGGING HF
Sunnuhlíð 12
Sími 96 - 21844
HUSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
TÆKNIDEILD
Útboð
Hreppsnefnd Breiðdalshrepps óskar eftir tilboðum í
byggingu þriggja íbúða raðhúss, á einni hæð,
byggðu úr steinsteypu, verk nr. K.14.01, úr teikn-
ingasafni tæknideildar Húsnæðisstofnunar ríkisins.
Brúttóflatarmál húss 282 m2.
Brúttórúmmál húss 959 m3.
Húsið verður byggt við götuna Hrauntún nr. 8-12,
Breiðdalsvík og skal skila fullfrágengnu, sbr. útboðs-
gögn.
Afhending útboðsgagna er á skrifstofu Breiðdals-
hrepps, Asvegi 32, Breiðdalsvík og hjá tæknideild
Húsnæðisstofnunar ríkisins frá fimmtudeginum 3.
nóvember 1988, gegn kr. 10.000,00 skilatryggingu.
Tilboðum skal skilað á sömu staði eigi síðar en
þriðjudaginn 22. nóvember 1988 kl. 11.00 og verða
þau þá opnuð að viðstöddum bjóðendum.
F.h. hreppsnefndar,
tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins.
J"L, HÚSNÆÐISSTOFNUN
pO RÍKISINS
LJ LAUGAVEGI11101 REYKJAVÍK SÍMI 696900
Blönduós:
Verkamannabústaðir afhentir
Fyrir skðmmu afhcnti stjórn verkamannabústaða á Blönduósi tvær íbúðir í parhúsi númer 16-18 við Mýrarbraut.
Stærð íbúðanna er samtals 183 fm. Það voru húsasmiðirnir Sigurjón Olafsson og Hlynur Tryggvason sem
byggðu húsið sem er vel frá gengið í alla staði. Kaupendur húsanna voru ung pör, Þórhalla Guðbjartsdóttir og
Vilhjálmur Stefánsson og Sigríður Einarsdóttir og Sigurður Kristjánsson. Mynd: fh
Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda:
„Það hefur gustað hressilega
um okkur smábátaeigendur“
- mörg stór mál til umijöllunar aðalfundar L.S.
síðastliðinn fóstudag
„Það verður að teljast varlega
til orða tekið að segja að
hressilega hafi gustað um okk-
ur smábátaeigendur frá því við
hittumst á aðalfundi L.S. 1987.
Þegar því þingi lauk var í upp-
siglingu löng og erfið barátta
fyrir hlut okkar í því úthlutun-
arkerfi sem fískveiðilöggjöf
okkar er. Lögin sem þá voru í
gildi voru að renna út og nú
skyldu hinir ýmsu agnúar
sniðnir af kerfínu. Sóknar-
markið, sem tveimur árum
áður var lausn alls vanda var
skyndilega orðið aðal dragbítur-
inn og skyldi stórlega þrengt og
á fyrstu tillögum var ekki ann-
að að sjá en að smábátarnir
skyldu sniðnir af eins og þeir
legðu sig.“ Þannig fórust
Arthur Bogasyni, formanni
Landssambands smábátaeig-
enda, orð þegar hann setti
aðalfund samtakanna síðastlið-
inn föstudag. Fjölmörg mál
voru til umræðu á þessum
fundi er varða hagsmuni smá-
bátaeigenda.
Samdráttur í þorskveiðum
Fyrirsjáanlegur er samdráttur í
þorskveiðum landsmanna á
næsta ári og sagði Halldór
Ásgrímsson á fundinum á föstu-
daginn að í sjávarútvegsráðu-
neytinu séu nú til umfjöllunar
tillögur Hafrannsóknar þar sem
lagt er til að þessar veiðar verði
dregnar saman um 15%. Útilok-
að væri hins vegar að draga svo
mikið saman.
í ályktun frá aðalfundi L.S.
Útilegukona á Auðkúluheiði:
Stundar hugleiðslu
í gangnamannaskála
Ung kona frá Þýskalandi hefur
tekið sér bólfestu í gangna-
mannaskála við Kolkuhól á
Hótel Húsavík:
Starfsfólk
endurráðið
Nú er verið að vinna í því að
endurráða starfsfólk á Hótel
Húsavík, en öllu starfsfólki
hótelsins var sagt upp í kjölfar
endurskipulagningar. Stöðug
fundahöld hafa verið með
starfsmönnum upp á síðkastið.
Pétur Snæbjörnsson sagði að
málið væri í höndum stjórnar
hótelsins og sagðist því ekkert
geta sagt um framhaldið. Ekki
náðist í Brynjar Sigtryggsson,
formann stjórnarinnar, í gær en
Pétur sagði að verið væri að
vinna í því að endurráða
starfsfólk. Hann vissi þó ekki
hvort allir starfsmenn fengju
endurráðningu, enda málið í
höndum stjórnarinnar eins og
fyrr segir. SS
Auðkúluheiði og stundar þar
hugleiðslu af miklum krafti.
Að sögn þeirra sem séð hafa
konuna er hún krúnurökuð að
öðru leyti en því að hún er með
síða hárlokka aftan við bæði eyr-
un.
Þar sem búseta konunnar er á
virkjunarsvæði Blöndu hafa
starfsmenn Landsvirkjunar sem
dvelja á heiðinni nokkrar áhyggj-
ur af útilegukonunni og líta þeir
reglulega eftir henni. Að sögn
heldur sú þýska því fram að hún
verði að dvelja í fjallakofa í sem
mestri hæð yfir sjó til að ná virki-
lega góðum árangri í hugleiðsl-
unni. Hún er sögð vel útbúin og
hugleiðsluna mun hún stunda í
svefnpoka einum góðum sem
sennilega er stoppaður með
íslenskum æðardún. Hún hefur
þá reglu að skríða úr pokanum
góða tvisvar á dag og þá tvo tíma
í senn og fer hún þá í stuttar
gönguferðir. Ekki er vitað hvað
konan hyggst dvelja þarna lengi
en hún hefur ekki enn lokið þeim
samningum við æðri máttarvöld
sem stefnt er að. fh
kemur fram að það sé skýlaus
krafa Landssambands smábáta-
eigenda að verði gert ráö fyrir
fastri prósentutölu í niðurskurði
verði sú prósentutala lægri hjá
smábátum. „Rökin fyrir því eru
augljós. Enginn hluti flotans er
jafn háður þorskveiðum og smá-
bátar. Þeir skipta ekki yfir í aðrar
fisktegundir jafn auðveldlega og
önnur skip,“ segir í ályktun fund-
arins.
Aðalfundurinn samþykkti
óbreytta veiðitilhögun á grá-
sleppu og að sama reglugerð
verði um veiðar á næsta ári og var
á þessu ári. Einnig var samþykkt
að stjórn L.S. hefji þegar vinnu
að verðlagsmálum á grásleppu-
hrognum, bæði upp úr sjó og full-
verkuðum. „Óstöðugleiki sá sem
verið hefur undanfarin ár er alls
óþolandi, jafnt fyrir veiðimenn,
umboðsaðila og kaupendur er-
lenda sem innlendra. Leitað
verði leiða til að ákveða verð og á
hvern hátt það verði ákvarðað.“
Öngulveiðar undanþegnar
takmörkunum
Smábátaeigendur gera þá kröfu
til Fiskveiðasjóðs að eigendur
báta undir 10 brl. sitji við sama
borð og aðrir útgerðaraðilar
varðandi fyrirgreiðslu úr
sjóðnum.
Aðalfundur L.S. samþykkti
áskorun til sjávarútvegsráðherra
að beita sér fyrir því að lögum
um fiskveiðistjórnun verði breytt
þannig að öngulveiðar verði al-
farið undanþegnar veiðitakmörk-
unum. í greinargerð með áskor-
uninni segir að skaðsemi slíkra
veiða á lífríki sjávar sé í lágmarki
og með henni fáist úrvalshráefni
til innlendrar neyslu og útflutn-
ings á ferskri fullunninni vöru.
Mikil umræða var um öryggis-
mál sjómanna á aðalfundinum.
Meðal þess sem fjallað var um
voru kaup á björgunarþyrlu og
lagði fundurinn til að þegar verði
hafist handa um undirbúning á
kaupum á stórri þyrlu sem beri
minnst 24 menn og sé búin afís-
ingarbúnaði. Pessu til stuðnings
er í ályktun fundarins vakin
athygli á því atviki þegar togar-
inn Þorsteinn frá Akureyri lenti í
erfiðleikum síðastliðinn vetur.
JÓH