Dagur - 12.11.1988, Side 5

Dagur - 12.11.1988, Side 5
12. nóvember 1988 - DAGUR - 5 - spjallað við Jónas Þórisson, kristniboða Kristniboðsdagurinn er á sunnudaginn en hefð er l'yrir því að annar sunnudagur í nóvember sé tileinkaður kristniboði og kynningu á málefnum þess. I tilefni af kristniboðsdeginum og kristni- boðsviku svaraði Jónas Þóris- son, kristniboði, nokkrum spurningum. - Hverjir standa að kristni- boðsdeginum, Jónas? „Á Akureyri eru það kristni- boðsfélögin og KFUM & K að sérstakri kristniboðs- og æsku- lýðsviku. í kirkjum landsins er minnst á kristniboðsstarfið og fluttar fréttir af því starfi sem Samband íslenskra kristniboðs- félaga vinnur. Um leið er tekið við gjöfum til starfsins. Kristniboðssambandið er sam- tök kristniboðsfélaga. í félögun- um eru bæði lærðir og leikir en í raun og veru er um að ræða sam- tök leikmanna innan þjóðkirkj- unnar. Fjárhagsáætlun starfsins er upp á 8 milljónir fyrir árið í ár en kostnaður við heimastarfið og starfið í Kenya verður um 11 milljónir króna á næsta ári. Allt eru þetta frjáls framlög einstakl- inga.“ - Er eitthvað nýtt að frétta af starfi íslenskra kristniboða er- lendis? „Já, það eru gleðileg tíðindi frá Eþíópíu en það land hefur verið mikið í fréttum undanfarið. Nú er ástandið að breytast til batnað- ar þar því yfirvöld meta kirkjuna meira en áður og kristniboðar eru velkomnir. í Konsó höfum við starfað í langan tíma en nú er ætlunin að hefja nýtt starf 100 km vestan við kristniboðsstöðina meðal lítils þjóðflokks sem nefn- ist tesmai. Þangað eru nýfarin til starfa í annað sinn Guðlaugur Gunnarsson og Valgerður Gísla- dóttir, kristniboðar, ásamt börn- um sínum, en kirkjan í S.-Eþíóp- íu kallaði þau sérstaklega til þessa starfs. Þau eiga að skipu- leggja og hrinda í framkvæmd starfi meðal þessa fólks, byggja upp einfalda aðstöðu fyrir kristniboða og hjúkrunarfræðing. Unnið verður að hjálpar- og þró- unarstarfi þarna. Það er mikil- vægt að hjálpa þessum þjóðflokki því hann hefur verið afskiptur til þessa.“ — En heimatrúboðið, Jónas? „Já, hér heima fer fram öflugt kynningarstarf. Kristniboðssam- bandið starfar í nánum tengslum við KFUM & K og skólahreyf- inguna. Starfið heima er mikið til fólgið í að heimsækja félagasam- tök og skóla þar sem við segjum frá starfi íslendinga erlendis. Við getum ekki sinnt öllum þeim beiðnum sem við fáum um slíkar kynningar því starfsmenn hér á landi eru aðeins þrír, þar af er einn bundinn af stjórnunarstörf- um o.þ.h.“ - Að lokum, Jónas: Hvaða hljómgrunn fær kristniboðsstarf- ið hér á landi? „í bréfi sem biskup íslands sendi til allra safnaða landsins kemst hann þannig að orði að þjónusta kirkjunnar sé fólgin í kristniboði á erlendum vettvangi meðal heiðinna þjóða og í heima- landinu. Eðli kirkjunnar er kristniboð. Við íslendingar höf- um kannski í heild verið of sof- andi hvað þetta varðar. Okkur er mjög tamt að hugsa um vanda- málin sem steðja að hér heima og gleyma því sem er lengra í burtu. Við útilokum okkur þannig oft frá gleði og blessun því það eru margir sem hafa það verra en við og stríða við vandamál sem við þekkjum ekki. Sælla er að gefa en þiggja og því vil ég hvetja allt kristið fólk sem vill lifa trú sinni til að kynna sér kristniboðið. Fólk getur kynnt sér það gegnum kristniboðsfélögin, á samkomum og með því að lesa Bjarma, sam- eiginlegt málgagn kristniboðs- sambandsins og KFUM & K. Þar eru reglulega fluttar fréttir af því sem er að gerast hverju sinni heima og erlendis.“ EHB TÍMA- OG TITLAINNSETNING. Hægt er á einlaldan hátt að setja inn á upptöku daginn, mánuöinn, árið, klukkutímann og minúturnar (t.d. 21.08.88/19:30:00). Eltir að einu sinni er búið að stilia inn dagsetningu og tima er hvenær sem er hægt að kalla upplýs- ingarnar Iram aftur því klukkan gengur þótt slökkt sé á vélinni. Einnig er hægt að setja titil inn á mynd, t.d. Sigga 5 ára eða Jólin 1988 og geyma tvo titla í minni. Þá er hægt að velja um átta liti í letrið. SJÁLFVIRKUR FÓKUS. SONY VIDEO-8 NÝKEKN FYRIR NÚTÍMAFQLK Er myndin í lókus eða ekki? Á Sony CCD-F330 þurfum við ekki að hafa áhyggjur al svoleiðis hlutum eða þá birtu- og hvitustillingu því hægt er aö hafa allar stillingar sjálf- virkar og sér þá vélin um að allt sé rétt, þú þarft bara að fylgjast meö þvi sem þú ert að taka upp. Vélin sér um afganginn. Ötrúlega litlar spólur 9.4 cm á breidd og 6 cm á hæð. Fáanlegar 30 mín., 60 min., 120 min. og 180 min. Sex sinnum Zoom linsa. Sjálfvirkur og handvirkur fókus. CCD myndrásir. Þriggja tíma upptökuspólur. Innbyggður hljóðnemi. Tengi fyrir aukahljóðnema. Ljósnæmi 12 lux. Heyrnartólstengi. Sjálfvirk og handvirk hvituviðmiðun. Stafrænt (digital) minni til texta og myndinnsetninga. Hreinar myndklippingar. Hrein myndinnsetning. VERÐ 76.850 STGR. Video-8 videomyndavélakerfið frá Sony fer nú sigurför um heiminn og fjölgar þeim stöðugt framleið- endunum sem veðja á video-8 sem framtíðarmyndavélakerfið, enda skiptir ekki máli hvaða mynd- bandstæki eða sjónvarpstæki þú átt, video-8 passar PASSAR VIÐ ÖLL TÆKI. Þar sem myndavélin er líka afspilunartæki er hægt að tengja hana við öll sjónvarpstæki og sýna beint af vélinni eöa fengja við heimilismyndbandið og „klippa", þ.e.a.s. færa á milli þau atriði sem þið viljið varðveita af upptökunni eöa búa til eintök til aö senda vinum og vandamönnum. INNBYGGÐUR SKJÁR. Allt sem er tekið upp sést jafnóðum i innbyggðum skjá þannig að þaö fer aldrei á milli mála hvað er verið að gera. Þá er skjárinn líka notaður í afspilun og skiptir þá ekki máli hvort þú ert uppi á Vatnajökli, í miðri Sahara eöa bara niðri við Tjörn. Þú getur hvenær sem er skoðað upptökurnar á staðnum. Einnig gefur innbyggði skjárinn upplýsingar um allar gjörðir vélarinnar ásamt upplýsingum um birtu, rakastig, ástand rafhlöðu og svo framvegis. JAPISS AKMI SKIFW3ATA1 - SÍMi 96 25611 í tilefhi af kristniboðsdeginum

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.