Dagur - 12.11.1988, Qupperneq 8
I - RftSHB - geT^SSíMí
Viltu kynnast
Jóhannesarguðspjalli?
Biblíulestrarnámskeið yfir Jóhannesar-
guðspjall verður haldið í vetur á mánudags-
kvöldum kl. 20.30 í kappellu Akureyrar-
kirkju.
Allt lestrarefni verður afhent á biblíulestrunum, og
námskeiðið er öllum opið.
Höfundur lestrarefnis er Björgvin Jörgensson og
leiðbeinendur ásamt honum verða prestar safnaðar-
ins.
Muniö aö hafa með ykkur Nýjatestamenntiö.
Bræðrafélag Akureyrarkirkju.
Möðruvallakirkja í
kyjafiröi endurvígð
Á sunndudaginn kl. 13.30
verður Möðruvallakirkja í
Eyjafirði endurvígð. Möðru-
vallakirkja er 140 ára gömul,
byggð árið 1848. Skömmu fyrir
jól árið 1972 fauk kirkjan af
grunni sínum og urðu um það
miklar umræður í Saurbæjar-
hreppi hvort hún skyldi endur-
byggð. Samþykkt var að leggja
kirkjuna af þar sem þrjár
kirkjur voru í hreppnum, en
því var aldrei hrint í fram-
kvæmd og er nú búið að
endurbyggja kirkjuna.
Sr. Sigurður Guðmundsson
vígslubiskup vígir Möðruvalla-
kirkju, en auk hans verða við-
staddir vígsluna, sr. Birgir Snæ-
björnsson prófastur, Bjartmar
**!£&***-' '
frumrtt
GJALDDAGi
. FYRIR SKIL .
A STAÐGREÐSLUFE
Launagreiðendum ber að
skila afdreginni staðgreiðslu
af launum og reiknuðu endur-
gjaldi mánaðarlega. Ekki
skiptir máli í þessu sambandi
hversu oft í mánuði laun eru
greidd né hvort þau eru greidd
fyrirfram eða eftir á.
Gjalddagi skila er 1.
hvers mánaðar en eindagi
þann 15.
Með greiðslu skal fylgja grein-
argerð á sérstöku eyðublaði
„skilagrein". Skilagrein berað
skila, þó svo að engin stað-
greiðsla hafi verið dregin af í
mánuðinum.
Allar fjárhæðir skulu
vera í heilum krónum.
Allir launagreiðendur og sjálf-
stæðir rekstraraðilar eiga að
hafa fengið eyðublöð fyrir
skilagrein send. Þeir sem ein-
hverra hluta vegna hafa ekki
fengið þau snúi sér til skatt-
stjóra, ríkisskattstjóra, gjald-
heimtna eða innheimtumanna
ríkissjóðs.
-Geríð skil tímanlega
og forðist örtröð síðustu dagana.
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI
Kristjánsson fyrrverandi sóknar-
prestur og Hannes Örn Blandon
núverandi sóknarprestur auk
sóknarnefndar og sóknarbarna.
Að vígslu lokinni verður boðið
upp á veitingar í Sólgarði og þar
mun sr. Bjartmar segja sögu
kirkjunnar.
Möðruvallakirkja hefur endur-
heimt hina fornu alabasturstöflu
sem í kirkjunni var, en eftir að
hún fauk var taflan varðveitt á
Minjasafninu á Akureyri. Taflan
er frá 14. öld og sú eina sinnar
tegundar í landinu. mþþ
Nýbók
um þá Palla
og Togga
Palli og Toggi eru strákar tveir,
sem yngsta kynslóðin þekkir. Nú
er komin út teiknisögubók með
nýjustu ævintýrum þessara
prakkara, sem alltaf eru að finna
upp á einhverju.
Höfundur Palla og Togga bók-
anna er Hergé, sem annars er
kunnastur sem höfundur Tinna
teiknisagnanna. Bókaútgáfan
Fjölvi gefur út hér á landi allar
bækur Hergés.
Nýjasta bókin í flokknum kall-
ast „Bannað að leika sér. “ Sl. vor
kom út bókin „Háspenna lífs-
hætta“ og næsta bók í flokknum á
að kallast „Allt í Iagi“. Hergé
hafði þann sið, að hvenær sem
honum datt einhver snjall brand-
ari í hug, tók hann upp teikni-
blokk og gerði uppkast að Palla
og Togga ævintýri, en strákarnir
heita raunar á frönsku Kvikk og
Flúpki. Þegar Hergé lést fyrir
nokkrum árum, skildi hann eftir
sig ógrynni slíkra uppkasta og
hefur nú verið stofnuð sérstök
teiknistofa í Belgíu til að vinna úr
hugmyndum hans í fullum litum
og jafnframt að búa til úr þeim
smá teiknikvikmyndir og fara
þeir Palli og Toggi nú sigurför um
Evrópu og hafa raunar einnig
„guðað á gluggann" í íslenskri
sjónvarpsstöð.
Ein opna er undir hvert Palla
og Togga ævintýri og gerist þar
margt furðulegt t.d. þegar Palli á
að sækja langt tréborð, lætur
hann til öryggis saga það niður í
búta. Hér kemur mjög við sögu
lögregluþjónn Númer 15 „og er
ekki allur þar sem hann er
séður“. Hér er farið í sleðaferðir,
bílferðir, róluferðir og mikið um
knattspyrnuleiki, bogaskotfimi,
vindlasprengingar og umferðar-
kennslu. Ingunn Thorarensen
þýðir bókina, sem er prentuð hjá
Casterman-útgáfunni í Belgíu.
Leiðréttíng
Þau mistök urðu í grein um bygg-
ingariðnaðinn á Akureyri í Degi í
gær að ranglega var farið með
föðurnafn Heimis Jóhannssonar
hjá SS Byggi hf. og hann sagður
Rögnvaldsson. Beðist er velvirð-
ingar vegna þessara leiðu mis-
taka. EHB