Dagur - 12.11.1988, Síða 15
12. növember 1988 - DAGUR - 15
rfl
dogskrá fjölmiðla
RJKISUIVARPIÐ
AAKUREYRl
k AKUREYR]*
Svæðisútvarp fyrír Akureyrí
og nágrenni.
MÁNUDAGUR
14. nóvember
8.07-8.30 Svædisútvarp Noröurlands.
18.03-19.00 Svædisútvarp Norðurlands.
Hljáðbylgjan
FM 101,8
LAUGARDAGUR
12. nóvember
10.00 Karl Örvarsson
öðru nafni Káll.
13.00 Axel Axelsson
á léttum nótum á laugardegi.
15.00 Einar Brynjólfsson,
íþróttir á laugardegi.
17.00 Bragi Guðmundsson
kynnir vinsældalista Hljóðbylgjunnar.
19.00 Ókynnt kvöldmatartónlist
á laugardegi.
20.00 Snorri Sturluson
er ykkar maður á laugardagskvöldi.
24.00 Næturvakt Hljóðbylgjunnar.
04.00 Ókynnt tónlist
til sunnudagsmorguns.
SUNNUDAGUR
13. nóvember
10.00 Haukur Guðjónsson
spilar sunnudagstónlist við allra hæfi
fram að hádegi.
12.00 Ókynnt hádegistónlist
á sunnudegi.
13.00 Pálmi Guðmundsson
spilar gullaldartónlist og læðir inn einu og
einu nýmeti.
15.00 Harpa Dögg og Linda Gunnars
skipta með sér sunnudagseftirmiðdegi
Hljóðbylgjunnar.
17.00 Bragi Guðmundsson
spilar allt það nýjasta, bæði erlent og
innlent.
19.00 Ókynnt sunnudagskvöldmatartón-
list.
20.00 Kjartan Pálmarsson
spilar öll íslensku uppáhaldslögin ykkar.
22.00 Harpa Dögg
á síðustu rödd sunnudagsins.
24.00 Dagskrárlok.
MÁNUDAGUR
14. nóvember
07.00 Kjartan Pálmarsson
á fyrri morgunvakt Hljóðbylgjunnar.
09.00 Pétur Guðjónsson
þessi eini þarna.
12.00 Hádegistónlist.
13.00 Snorri Sturluson
á dagvaktinni.
17.00 Kjartan Pálmarsson
verður ykkur innan handar á leið heim úr
vinnu.
19.00 Ókynnt tónlist med kvöldmatnum.
20.00 Pétur Gudjónsson med Rokkbitann.
22.00 Snorri Sturluson
lýkur dagskránni á mánudegi.
24.00 Dagskrárlok.
A
FM 104
LAU GARDAGUR
12. nóvember
09.00 Jón Axel Ólafsson.
Það er laugardagur og nú tökum við dag-
inn snemma með laufléttum tónum og
fróðleik.
Fréttir kl. 10 og 12.
12.10 Laugardagur til lukku.
Fréttir kl. 16.00.
17.00 „Milli mín og þín.“
Einn af vinsælli þáttum Stjörnunnar þar
sem Bjarni Dagur spjallar við hlustendur.
19.00 Bjarni Haukur Þórsson.
22.00-03.00 Út og suður þrumustuð.
03.00-09.00 Stjörnuvaktin.
SUNNUDAGUR
13. nóvember
10.00 Gyða Tryggvadóttir.
Ljúfir tónar í morgunsárið.
13.00 „Á sunnudegi" - Þorgeir Ástvalds-
son.
Okkar maður í sunnudagsskapi og fylgist
með fólki á ferð og flugi um land allt.
16.00 „í túnfætinum."
Þýð og þægilega tónlist í helgarlofc.
19.00 Einar Magnús Magnússon.
Helgarlok.
24.00-07.00 Stjörnuvaktin.
MÁNUDAGUR
14. nóvember
07.00 Árni Magnússon.
Árni á morgunvaktinni. Lífleg og þægileg
tónlist, veður, færð og hagnýtar upplýs-
ingar.
Fréttir kl. 8.
09.00 Gunnlaugur Helgason.
Seinni hluti morgunvaktar með Sigurði.
09.30 „Deginum ljósara."
Bjarni Dagur tekur á málum líðandi
stundar.
Kl. 11.00 „Deginum ljósara".
Fréttir kl. 10 og 12.
12.30 Helgi Rúnar Óskarsson.
Helgi leikur tónlistina þína.
Kl. 13.00 „Deginum ljósara".
Fréttir kl. 14 og 16.
Kl. 15.00 „Deginum ljósara".
16.10 Jón Axel Ólafsson.
Tónlist, spjall, fréttir og fréttatengdir við-
burðir.
Kl. 17.00 „Deginum ljósara".
Fréttir kl. 18.
18.00 íslenskir tónar.
Innlendar dægurlagaperlur að hætti
Stjörnunnar. Vinsæll liður.
19.00 Síðkvöld á Stjörnunni.
Gæðatónlist á síðkveldi. Gísli Kristjáns-
son við hljóðnemann.
22.00 Oddur Magnús.
Á nótum ástarinnar út í nóttina.
24.00-07.00 Stjörnuvaktin.
BYLGJAN
LAUGARDAGUR
12. nóvember
08.00 Haraldur Gislason
á laugardagsmorgni.
12.00 Margrét Hrafnsdóttir
á léttum laugardegi.
16.00 íslenski listinn.
Bylgjan kynnir 40 vinsælustu lög vikunn-
ar.
18.00 Meiri músík
- minna mas. Bylgjan og tónlistin þín.
22.00 Kristófer Helgason
á næturvakt Bylgjunnar.
03.00 Næturdagskrá Bylgjunnar.
SUNNUDAGUR
13. nóvember
09.00 Haraldur Gíslason
á sunnudagsmorgni.
12.00 Margrét Hrafnsdóttir
og sunnudagstónlistin.
16.00 Ólafur Már Björnsson.
Hér er ljúfa tónlistin alls ráðandi.
21.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson.
Sérvalin tónlist fyrir svefninn.
02.00 Næturdagskrá Bylgjunnar.
MÁNUDAGUR
14. nóvember
08.00 Páll Þorsteinsson
- þægilegt rabb í morgunsárið.
Fréttir kl. 8 og Potturinn, þessi heiti kl. 9.
10.00 Anna Þorláks.
Aðalfréttirnar kl. 12 og fréttayfirlit kl. 13.
14.00 Þorsteinn Ásgeirsson.
Fréttir kl. 14 og 16 og Potturinn ómiss-
andi kl. 15 og 17.
18.00 Fréttir á Bylgjunni.
18.10 Hallgrímur Thorsteinsson
í Reykjavík síðdegis.
19.05 Meiri músík
- minna mas. Tónlistin þín á Bylgjunni.
22.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson
og tónlist fyrir svefninn.
02.00 Næturdagskrá Bylgjunnar.
rlí
Ijósvakorýni
mega ekki ráða ferðinni
Allir blaðamenn Dags fá reglulega það
verkefni að skrifa í þennan dálk um fjöl-
miðla. Meira að segja íþróttafréttamað-
urinn fær að setja á blað hugsanir sínar
um eitthvað annað en (þróttir. Undirrit-
aður hugsaði sér því gott til glóðarinnar
að láta gamminn geysa um ýmis andans
mál, t.d. bókmenntir, tónlist eða leiklist.
En hvað gerist, Stöð 2 tekur upp á þeim
ósóma að kaupa einkarétt að sýningum
á 1. deildinni í handknattleik og þar með
liggur það Ijóst fyrir að fjalla verður um
það mál í þessum dálki. En ykkur les-
endur góðir get ég nú sagt í trúnaði að
ég er ósköp feginn því það er mér mun
tamara að fjalla um íþróttir en hinar
fögru listir.
Þessí einkaréttarsamningur er hin
mesta hneisa fyrir samtök 1. deildar
félaga og það er ánægjulegt aö vita til
þess að KA-menn hafa firrt sig allri
ábyrgð á þessum samningi. Það er
ábyrgðarhluti af forsvarsmönnum þess-
ara samtaka að lýsa því blákalt yfir að
almenningur í landinu skuldi (þrótta-
hreyfingunni í landinu miklar fjárupp-
hæðir. Landsmenn hafa stutt vel við
bakið á íþróttum í landinu og þá sérstak-
iega við handboltann í tengslum við
Ólympíuieikana og heimsmeistara-
keppnina. Það er því eins og köld vatns-
gusa framan (fólk þegar menn í forsvari
fyrir handboltasamtök koma með slíkar
yfirlýsingar.
Greinilegt er að stjórn HSÍ er sam-
mála undirrituðum því Jón Hjaltalín hef-
ur lýst því yfir að þessi yfirlýsing sé van-
hugsuð og að stjórn HSÍ sé ekki tilbúin
að leggja blessun sína yfir samning
Stöövar 2 og 1. deildar félaganna.
í sjálfu sér er ekki hægt að gagnrýna
Stöð 2 fyrir að reyna að ná slíkum samn-
ingi, þv( þeir eru í viðskiptum og í viö-
skiptum gengur ekkert að vera með
„elsku mamma" hugarfar.
Hins vegar er það varhugavert að úti-
loka stóran hóp sjónvarpseigenda, þá
sérstaklega á landsbyggðinni, sem ann-
aðhvort nær ekki sendingum Stöðvar 2
eða hefur ekki efni á því að kaupa sér
myndlykil, frá því að geta fylgst með
íslandsmótinu í 1. deild.
1. deildar félögin mega ekki láta
skammtímagróöasjónarmið ráða ferð-
inni, því þegar til lengdar lætur mun slík-
ur einokunarsamningur skaða íþrótta-
hreyfinguna miklu meir en nemur þeim
fjármunum sem koma inn fyrir samning-
inn.
Andrés Pétursson.
Sjómenn athugið!
Ávallt til línuefni og ábót.
Setjum upp línu.
Ennfremur flestar aðrar útgerðarvörur
SANDFELL HF
v/Laufásgötu • Akureyri • s. 26120
FRAMSÓKNARMENN ||iB
AKUREYRI
Framsóknarfélag Akureyrar
Fundur í Hafnarstræti 90 mánudaginn 14. nóvember nk.
kl. 20.30.
Fundarefni: Bæjarmál og væntanlegt flokksþing.
Félagar fjölmennið. Stjórnin.
Tilkynning frá fiskveiða-
sjóði íslands
Umsóknir um lán á árinu 1989 og endurnýjun
eldri umsókna. Um lánveitingar úr Fiskveiöasjóöi
íslands á árinu 1989 hefur eftirfarandi veriö
ákveðiö:
1. VEGNA FRAMKVÆMDA í FISKIÐNAÐI:
Sjóöstjórn telur ekki þurfa aukna afkastagetu í
hefðbundnum vinnslugreinum og metur umsókn-
ir samkvæmt því. Eftir því sem fjármagn sjóösins
hrekkur til verður lánaö til bygginga, véla, tækja
og breytinga, sem hafa í för með sér bætt gæöi
og aukna framleiðni.
2. VEGNA ENDURBÓTA Á FISKISKIPUM:
Lánaö veröur til skipta á aflvél, til tækjakaupa og
endurbóta ef taliö er nauðsynlegt og hagkvæmt.
3. VEGNA NÝSMÍÐI OG INNFLUTNINGS Á
FISKISKIPUM:
Lán vegna nýsmíöi og innflutnings á fiskiskipum
verða eingöngu veitt ef skip sambærilegrar
stærðar eru úrelt, seld úr landi eöa strikuö út af
skipaskrá af öörum ástæöum. Geröar verða
strangar kröfur um eigið fjárframlag. Engin lán
veröa veitt vegna nýsmíði eöa innflutnings báta
undir 10 rúmlestum.
4. ENDURNÝJUN UMSÓKNA:
Allar umsóknir vegna óafgreiddra lána þarf aö
endurnýja. Gera þarf nákvæma grein fyrir hvern-
ig þærframkvæmdirstanda sem lánsloforö hefur
verið veitt til.
5. HÆKKUN LÁNSLOFORÐA:
Mikilvægt er aö lánsumsóknir séu nákvæmar og
verk tæmandi talin. Sérstök athygli er vakin á því
að lánsloforð verða ekki hækkuö vegna viöbótar-
framkvæmda, nema Ijóst sé aö umsækjandi hafi
ekki getað séö hækkunina fyrir og hækkunin hafi
verið samþykkt af sjóönum áðuren viöbótarfram-
kvæmdir hófust.
6. UMSÓKNARFRESTUR:
Umsóknarfrestur er til 31. desember 1988.
7. ALMENNT:
Framkvæmdirskulu ekki hafnarfyrren lánsloforð
Fiskveiðasjóðs liggur fyrir. Sérstök athygli er
vakin á því, að sjóðurinn getur synjað lánsum-
sókn, þótt hún uppfylli almenn skilyrði. Umsókn-
um um lán skal skila á þar til gerðum eyöu-
blöðum, ásamt þeim gögnum og upplýsingum,
sem þar er getið, að öðrum kosti verður umsókn
ekki tekin til greina (eyðublöð fást á skrifstofu
Fiskveiðasjóðs íslands, Austurstræti 19, Reykja-
vík, svo og í ýmsum bönkum og sparisjóðum utan
Reykjavíkur). Umsóknir er berast eftir tilskilinn
umsóknarfrest verða ekki teknar til greina við
lánveitingar á árinu 1989 nema um sé að ræða
ófyrirséð óhöpp.
Reykjavík, 7. nóvember 1988
FISKVEIÐASJÓÐUR ÍSLANDS