Dagur - 12.11.1988, Qupperneq 20
Akureyri, laugardagur 12. nóvember 1988
CHICOGO
TBiodroqa
C O S M E T I C S
Snyrtivörudeild
Snvrtivörur í ún/ali - Okkar merki - Snyrtivörur í úrvali
Sauðfl árveikivarnir kæra
flutning sauðfjár yflr Blöndu
- þess er krafist að fénu verði slátrað
Eitthvað mun það hafa tíðkast
að bændur sem hafa leigt eða
selt búmark sitt í sauðfé til
Framleiðnisjóðs hafi skipt á
kindum við aðra bændur og
iátið þá hafa ungar kindur í
stað gamalla sem síðan hefur
verið slátrað.
Þannig skipti fóru fram á milli
tveggja húnvetnskra bænda á sl.
hausti. Sverrir Haraldsson á
Æsustöðum leigði Framleiðni-
sjóði búmark jarðarinnar en lét
Björn Björnsson á Ytri-Löngu-
mýri hafa 200 ær á góðum aldri
fyrir eldri ær sem síðan var slátr-
að með öðru fé Sverris.
Féð sem Björn keypti var flutt
yfir Blöndu sem er varnarlína þótt
fé fari mikið þar yfir. Leyfi hefur
verið gefið til að flytja fé sem
þvælst hefur yfir Blöndu til baka
yfir varnarlínuna úr réttum og
dæmi eru til þess að bændur sem
hafa flutt búferlum á milli þess-
ara varnarsvæða hafi fengið að
flytja sauðfé sitt með sér.
Hitt er annað mál að ekki er
ætlast til að menn versli með fé
yfir varnarltnuna og það síst án
leyfis Sauðfjárveikivarna.
í samtali við Dag sagði Kjartan
44 stórlúður flutt-
ar til Hjalteyrar
- vonir standa til
að klak geti hafist næsta vor
Fjörutíu og tjórar stórlúður
voru fluttar í eldisstöð Fiskeld-
is Eyjafjarðar hf. á Hjalteyri í
vikunni. Stórlúðan var sett í
tvö ný eldisker sem eru níu
metrar að þvermáli en rúmt
þarf að vera um lúðuna enda
er hér ekki um neina smáfiska
að ræða.
Ólafur Halldórsson hjá
Fiskeldi Eyjafjarðar sagði að lúð-
an hefði verið veidd í ágúst sl.
sumar við Snæfellsnes. Frá þeim
tíma hefur verið unnið við upp-
byggingu á Hjalteyri til að taka á
móti henni. Lúðan var flutt á
vörubíl til Hjalteyrar í kössum
sérstaklega smíðuðum fyrir flutn-
ingana.
„Næsta skrefið í starfseminni
er að fást við klakið. Reynsla
Norðmanna segir okkur að villt
stórlúða þurfi yfirleitt eitt ár til
aðlögunar áður en hún verður til-
búin til hrygningar. Við erum að
vona að einhverjir fiskar geti gef-
ið okkur hrogn og svil næsta vor
en við stefnum að því til að geta
byrjað rannsóknir. Það er þó
ekki fyrr en 1990 sem við reikn-
um með að byrja af krafti með
mikið magn af hrognum," sagði
Ólafur.
Fiskeldi Eyjafjarðar er eina
fiskeldisstöðin á íslandi þar sem
markviss uppbygging hefur farið
fram með tilliti til klaks. Islands-
lax og Hafrannsóknastofnun hafa
gert vaxtarrannsóknir á smálúðu
en þeir aðilar hafa ekki rannsak-
að lúðuklak. Ólafur sagði að lok-
um að gömlu lýsistankar síldar-
bræðslunnar hefðu verið skoðað-
ir í fyrra og væri mjög freistandi
að gera breytingar á þeim þannig
að hægt yrði að nota þá til lúðu-
eldis. Þó væri Ijóst að ekki yrði af
þvíjbili. EHB
Blöndal, framkvæmdastjóri
Sauðfjárveikivarna að þetta væri
algjörlega ólöglegt athæfi og
hefði hann kært verknaðinn til
sýslumanns Húnvetninga. Kjart-
an kvaðst vita til þess að þar
hefðu farið fram yfirheyrslur
vegna þessa máls og kvaðst hann
treysta því að sýslumaðurinn sæi
til þess að þeim 200 kindum sem
Björn á Ytri-Löngumýri hefði
keypt yrði lógað því Óutningur
þeirra yfir varnarlínuna væri með
öllu ólöglegur.
Kjartan sagði að Sauðfjár-
veikivarnir hefðu látið Jóhannes
Torfason formann Framleiðni-
sjóðs vita af þessu og hann kvaðst
vita til þess að Jóhannes hefði
rætt þetta við Sverri.
Varnargirðingunni með
Blöndu hefur ekki verið haldið
við um langt árabil og fénaður
kemst óhindraður yfir brýrnar á
ánni. Á þeim forsendum telur
Björn Björnsson á Ytri-Löngu-
mýri að hann liafi ekki framið
neitt lögbrot með kaupum á
kindunum frá Æsustöðum. Það
má geta þess að sauðfé frá Auð-
ólfsstöðum, sem er næsti bær við
Æsustaði var skorið niður vegna
riðuveiki í haust. fh
I Grímsey í gær, að loknu 300. flugi Flugfélags Norðurlands til eyjarinnar. í
gær var líka þjóðhátíðardagur í Grímsey. Á myndinni eru frá vinstri: Ragnar
Magnússon flugstjóri, Friðrik Adolfsson afgreiðslustjóri, Alfreð Jónsson
flugvallarstjóri í Grímsey, og farþegarnir Gyða Henningsdóttir, Hanncs
Gunnarsson og Gréta Davíðsdóttir, en þau eru í 9. bekk í Dalvíkurskóla og
komu heim í helgarfrí í tilefni dagsins. Mynd: tlv
Merkisdagur í Grímsey
I gær var mikið um dýrðir í
Grímsey þegar eyjarskeggjar
héldu upp á afmæli velgjörðar-
manns síns, Willards Fiske, en
afmælisdagur hans er eiginlega
þjóðhátíðardagur Grímseyinga. í
tilefni dagsins var hefðbundin
samkoma í félagsheimilinu, kaffi-
drykkja og skemmtanir. Þannig
vildi til að Grímseyingar gátu
fagnað öðrum viðburði í gær því
Flugfélag Norðurlands fór 300.
ferð ársins til eyjarinnar. Flug-
samgöngur eru geysilega mikil-
vægar fyrir Grímseyinga þvf þær
eru einu reglulegu samgöngurnar
við land, ef ferðir á vegum Ríkis-
skips eru frátaldar. EHB
Sjúkrahúsið í Húsavík:
Skortur á hjúknmarfræðmgum
- auglýst í Svíþjóð - margar fyrirspurnir um stöður berast
I haust hefur gengið með
versta móti að fylla í stöður
hjúkrunarfræðinga við Sjúkra-
hús Húsavíkur. 4-5 hjúkrun-
arfræðinga vantar til starfa,
sem er hátt hlutfall þar sem alls
eru 13 stöður við sjúkrahúsið.
Stjórn sjúkrahússins hefur rit-
að rekstraraðilum þess bréf
þar sem segir að skortur á
hjúkrunarfræðingum leiði til
þess að draga verði úr þjón-
ustu og fækka sjúkrarúmum.
Forsvarsmenn sjúkrahússins
eru þó farnir að líta bjartari aug-
um á framtíðina síðustu daga því
auglýst var eftir hjúkrunar-
fræðingum erlendis og margar
fyrirspurnir hafa borist frá
Svíþjóð. Ekki er samt búið að
ráða neina erlenda hjúkrunar-
fæðinga núna, en sænskir skurð-
Jón Ingvarsson stjórnarformaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna:
Afkoman hefiir aldrei verið
verri en nú á þessu hausti
Á stjórnarfundi Sölumiðstöðv-
ar hraðfrystihúsanna sem hald-
inn var á Akureyri í vikunni,
var rætt sérstaklega afkomu-
mál sölumiðstöðvarinnar og
dótturfyrirtækjana. Einnig um
framtíðarhorfur, framleiðslu-,
sölu- og markaðsmál. Eins og
skýrt var frá í blaðinu í gær,
voru SH og Coldwater að festa
kaup á vatnsskurðarvél þeirri
sem staðsett hefur verið í
frystihúsi UA undanfarna
mánuði og var það stærsta
ástæðan fyrir því að stjórnar-
fundurinn var haldinn á Akur-
eyri
Ég held að það sé alveg ein-
sýnt að afkoman hefur aldrei ver-
ið verri en nú á þessu hausti. Sú
gengisbreyting sem gerð var fyrir
skömmu er í raun og veru uppur-
in og ástæðan er fyrst og fremst
sú að dollarinn hefur lækkað.
Þannig að ástandið er ískyggilegt
og það er varla hægt að lýsa því,“
sagði Jón Ingvarsson stjórnarfor-
maður SH í samtali við Dag.
„Ef við lítum á þær ráðstafanir
sem gerðar hafa verið að undan-
förnu af ríkisstjórn Steingríms
Hermannssonar. Þær hafa eink-
um falist í þessari 3 prósent
gengislækkun, 5 prósent greiðslu
úr verðjöfnunarsjóði og er sam-
kvæmt lögunum lán til frysti-
deildar verðjöfnunarsjóðs, auk
þess sem þessi margumræddi
atvinnutryggingasjóður var sett-
Jón fngvarsson stjórnarformaður SH.
ur á laggirnar og þetta er auðvit-
að meira og minna kák.
Ef við lítum til liðins tíma,
þá hefur þjóðfélagið verið að
soga til sín fé og eigið fé fyrir-
tækja í sjávarútvegi verið gert
upptækt, m.a. vegna rangrar
gengisskráningar. Þetta hefur
m.a. haldið uppi ýmissi annarri
starfsemi í landinu. En það hefði
átt að bæta frystihúsunum fyrir
liðinn tíma, þá röngu efnahags-
stefnu og eignaupptöku sem
haldið hefur verið hér uppi, með
því að greiða sem óafturkræft
framlag í hlutfalli af útflutnings-
verðmæti eitthvað aftur í tím-
ann,“ sagði Jón ennfremur. -KK
stofuhjúkrunarfræðingar hafa
áður starfað á Sjúkrahúsi Húsa-
víkur um tveggja ára tímabil.
Að sögn Ólafs Erlendssonar,
framkvæmdastjóra sjúkrahússins
var um viðvörunarbréf að ræða
til rekstraraðila þar sem óvenju
erfiðlega gekk að fylla í stöður
hjúkrunarfræðinga og fyrirsjáan-
legur skortur var í vetur þó að vel
hefði gengið að manna stöður
með afleysingafólki í sumar.
Ólafur sagði að vonandi ntuni þó
rætast úr, þannig að takast mætti
að ráða fólk og ekki þyrfti að
draga úr þjónustu, vegna hinna
góðu undirtekta sem auglýsing-
arnar hefðu fengið í Svíþjóð.
Sjúkrahúsið í Húsavík mun ekki
vera það eina á landinu sem á f
erfiðleikum vegna skorts á hjúkr-
unarfæðingum því hann mun
víða vera tilfinnanlegur. IM
Helgin:
Ágætt veður
Af helgarveðrinu á Norðaust-
urlandi er það helst að frétta
að í dag, laugardag verður
norðangola, vægt frost og ein-
hver smáél geta gert vart við
sig að sögn Magnúsar Jónsson-
ar, veðurfræðings.
Á sunnudagsmorguninn á
Magnús von á ágætisveðri en síð-
an fer að þykkna upp með hlýn-
andi veðri og suðaustlægri átt,
sennilega verður rigning eða
slydda síðari hluta sunnudags.
IM