Dagur - 23.11.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 23.11.1988, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 23. nóvember 1988 Halldór Þ. Jónsson sýsluinaðiir Skagafjarðar í sínu fyrsta embættisverki í nýbyggingu sýsluskrifstofu og lögreglu- stöðvar á Sauðárkróki, að stjórna nauðungaruppboði. Eins og sjá má var fjölmenni við uppboðið og buðu menn grimmt í. Fyrstu lán úr Atvinnutryggingasjóði útflutn- ingsgreina væntanlega afgreidd í vikunni: Engin ein formúla notuð við úthlutnn - segir Jóhann Antonsson einn stjórnarmanna Atvinnutryggingasjóðs Fastlega er búist við að undir lok þessarar viku verði unnt að hefja afgreiðslu fyrstu lánanna úr Atvinnutryggingasjóði útflutningsgreina. Jóhann Antonsson, einn sjóðsstjórn- armanna, segir að samstarfs- nefnd banka og fjárfestingar- sjóða hafi að undanförnu aflað upplýsinga um stöðu þeirra fyrirtækja sem til álita koma Sauðárkrókur: Fyrsta embættisverk sýslumaiuis í nýju sýsluskrifstofúnni Nauðungaruppboð á bifreið og lausafé fór fram hjá sýslu- manni Skagafjarðarsýslu sl. fimmtudag. Slík uppboð eru sjaldan til stórtíðinda, nema hvað þetta var svolítið sérstakt. Það fór fram í nýbyggingu sýsluskrifstofunn- ar og lögreglunnar að Suður- götu 1 á Sauðárkróki, og var því fyrsta embættisverk Hall- dórs Þ. Jónssonar sýslumanns í því húsi, þótt ekki sé búið að flytja inn í það. Fjölmenni var við uppboðið og þrátt fyrir kulda í óupphitaðri Stefán sjötugur Stefáni Valgeirssyni, alþingis- manni, var haldið veglegt afmælishóf sl. sunnudagskvöld í Biómaskálanum Vín í tilefni af sjötíu ára afmæli hans þann dag. Fjöldi gesta heiðraði afmælisbarnið og fjöldi ávarpa var fluttur. Þá var Stefáni færður fjöldi gjafa og blóm- vanda. í samtali við Dag sagði Stefán að dagurinn væri þeim hjónum ógleymanlegur og vildi hann færa öllum vinum og kunningjum bæði nyrðra og syðra hinar inni- legustu þakkir fyrir gjafir og hlý- hug í þeirra garð á þessum tíma- mótum. - nauðungaruppboð á bifreið og lausafé sýsluskrifstofunni væntanlegu, var mikið fjör í mönnum. Boðið var grimmt í þá hluti sem voru á uppboðinu, þó að fátt hafi verið um mikla muni. Þeir stærstu voru, fyrir utan bifreiðina sem fór fyrst á 50 þúsund krónur, frystikista, búðarkassi, vigt og reiknivél. Að sjálfsögðu gengu allir hlutirnir út og fóru sumir burtu með fullt fang af alls kyns dóti, ánægðir með mikil kjarakaup. Að sögn Halldórs Þ. Jónssonar sýslumanns verður farið í það í vetur að einangra sýsluskrifstof- una nýju að innan og gera hana nokkuð frostfría. Á fjárlögum næsta árs voru veittar 9,2 milljón- ir í nýbyggingu sýsluskrifstofu og lögreglustöðvar, en sem kunnugt er var húsið klárað að utan fyrir nokkru. Halldór sagðist búast við að reynt yrði að klára húsið að innan á næstu 2 árum, þannig að það verði tilbúið árið 1990. „Sú fjárveiting sem við fengum núna hrekkur skammt og ef ekki fæst meira, þá verður innrétting húss- ins unnin í 2 áföngum, að öllum líkindum,“ sagði Halldór. -bjb við fyrstu lánaúthlutun úr sjóðnum og gera megi ráð fyrir að sú úttekt liggi fyrir í þessari viku. „I framhaldi af henni verður tekin afstaða til lánveit- ingar," segir Jóhann. Ekki liggur fyrir hversu mörg fyrirtæki fá lánafyrirgreiðslu við fyrstu úthlutun. Jóhann segir að upphæðir lána til fyrirtækja verði misjafnlega háar og ekki sé unnt að fylgja ákveðinni formúlu við úthlutunina. „Þörf fyrirtækjanna er mismunandi, stærð þeirra er mismunandi og hinn uppsafnaði gamli vandi er mjög breytilegur." Að sögn Jóhanns virðist við fyrstu sýn ekki vera unnt að lesa út úr umsóknunum svæða- eða landshlutamun hvað varðar stöðu fyrirtækja. Hann segir að gleggri mynd fáist væntanlega af stöð- unni þegar allar umsóknir um fyrirgreiðslu hafi borist til sjóðsins, en nú þegar liggja fyrir hartnær 80 umsóknir. óþh Flokksþing Framsóknarflokksins: Þóra hlaut flest atkvæði í miðstjómarkjöri Á flokksþingi Framsóknar- flokksins um síðustu helgi fór m.a. fram kjör 25 aðalmanna og 25 varamanna í miðstjórn flokksins til næstu tveggja ára. Þóra Hjaltadóttir, forseti Alþýðusambands Norðurlands, hlaut flest atkvæði þegar kosnir voru aðalmenn í miðstjórn Fram- sóknarflokksins, eða 324 atkvæði. Næstur kom Jóhann Pétur Sveinsson, formaður Sjálfsbjargar, með 279 atkvæði og síðan Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri og stjórnarfor- maður Sambandsins, með 263 atkvæði. Aðrir í miðstjórn Fram- sóknarflokksins, kosnir á flokks- þingi, eru: Guðjón B. Ólafsson (260 atkv.), Drífa Sigfúsdóttir (254 atkv.), Haukur Halldórsson (245 atkv.), Jónas Jónsson (245 atkv.), Hafsteinn Þorvaldsson (241 atkv.), Sigrún Magnúsdóttir (224 atkv.), Ingvar Gíslason (218 Samkort á Akureyri - Gengið frá samningi við KEA í gær „Það er gífurleg ásókn í Samkort, við fáum fleiri hundruð umsóknir á degi hverjum,“ sagði Örn Petersen, markaðsstjóri Samkorts, hins nýja greiðslukortafyrirtækis, en upplýsingabæklingar og umsóknareyðublöð um Sam- kort liggja frammi í verslunum KEA, hjá Samvinnutrygging- um og Samvinnuferðum- Landsýn. Samkort virðist hafa mikinn meðbyr þrátt fyrir að fyrirtækið sé alveg nýtt af nálinni, að sögn Arnar. Þegar umsóknareyðublöð fyrir Samkort eru skoðuð kemur í Ijós að lang flestir umsækjendur hafa einnig annað hvort Visa eða Eúrocard. „Það er ekki nokkur vafi á að val um úttektartímabil skiptir miklu máli því það höfðar til þúsunda einstaklinga sem fá greidd laun 15. hvers mánaðar, t.d. flestra samvinnustarfs- manna, og einnig til þeirra sem fá greiddar tryggingabætur 10. hvers mánaðar. Þróunin er sú að fólk hlýtur að velja sér það greiðslutímabil sem því hentar best,“_sagði Örn. Örn Petersen benti á að útskriftargjald á Samkorti væri ekkert en hjá öðrum greiðslu- kortafyrirtækjum næmu slík gjöld tugmilljónum króna á ári. Umsækjendur um Samkort þurfa ekki að skila inn óútfylltum tryggingavíxlum heldur fá þeir ákveðna úttektarheimild á mán- uði, frá 40 upp í 200 þúsund krónur á mánuði, og verður tekið strangt á yfirdrætti. Korthafi skil- ar inn útfylltum víxli fyrir þre- faldri úttektarheimild. Úttektartímabil Samkorta eru tvö; frá 1. til síðasta dags mánað- ar eða frá 18. til 17. dags næsta mánaðar, eindagi er 2. virkur dagur næsta mánaðar. EHB atkv.), Þórunn Guðmundsdóttir (213 atkv.), Pétur Bjarnason (208 atkv.), Magnús Ólafsson (203 atkv.), Kristinn Finnboga- son (201 atkv.), Helgi Bergs (196 atkv.), Sverrir Sveinsson (192 atkv.), Hrólfur Ölvisson (185 atkv.), Þórdís Bergsdóttir (184 atkv.), Ásta R. Jóhannesdóttir (179 atkv.), Níels Árni Lund (173 atkv.), Guðrún Alda Harð- ardóttir (171 atkv.), Guðrún Jóhannsdóttir (171 atkv.), Gerð- ur Steinþórsdóttir (169 atkv.), Sveinn Bernódusson (167 atkv.) og Oddný Garðarsdóttir (152 atkv.). Varamenn í miðstjórn Fram- sóknarflokksins, kosnir á flokks- þingi, eru eftirtaldir: Jón Sveinsson (221 atkv.), Markús Á. Einarsson (202 atkv.), Ragnheiður Sveinbjörns- dóttir (189 atkv.), Þrúður Helga- dóttir (177 atkv.), Þórhalla Snæ- þórsdóttir (171 atkv.), Valdís Kristinsdóttir (169 atkv.), Ólafía Ingólfsdóttir (167 atkv.), Sigríð- ur Hjartar (165 atkv.), Guðlaug Björnsdóttir (159 atkv.), Kol- brún Daníelsdóttir (159 atkv.), Áslaug Magnúsdóttir (154 atkv.), Egill Heiðar Gíslason (148 atkv.), Kristján Benediktsson (144 atkv.), Kristín Pálsdóttir (141 atkv.), Gunnar Kristjánsson (133 atkv.), Bryndís Júlíusdóttir (131 atkv.), Steinunn Sigurðar- dóttir (131 atkv.), Þorvaldur Jóhannsson (129 atkv.), Bergur Pálsson (127 atkv.), Bolli Héð- insson (127 atkv.), Guðrún Tryggvadóttir (125 atkv.), Sigur- björg Jónsdóttir (120 atkv.), Þórður Ingvi Guðmundsson (115 atkv.), Jón Kr. Kristinsson (111 atkv.) og Arnar Bjarnason (110 atkv.).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.