Dagur - 23.11.1988, Blaðsíða 4

Dagur - 23.11.1988, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 2§ý nóvember 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTdÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, FRÍMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRfMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDfS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASfMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. í fótspor Þorsteins Á tyllidögum lætur Morgunblaðið sem það sé laust úr viðjum Sjálfstæðisflokksins og talar í landsföðurlegum tóni til stjórnmálamanna úr öll- um flokkum. Þegar hins vegar harðnar á dalnum og mikið liggur við, kastar Morgunblaðið grím- unni og sýnir sína réttu ásjónu. Þessa má glögg- lega sjá merki í blaðinu síðustu vikur og daga. Ástæðan er líklega sú að ritstjórum Morgun- blaðsins er hætt að lítast á hvernig málum er komið á stjórnmálasviðinu. Þeir vita sem er að máttur Morgunblaðsins er talsverður og rennur blóðið til skyldunnar að hjálpa Sjálfstæðisflokkn- um úr pólitískri einangrun, ef þess er nokkur kostur. Undanfarna daga hefur Morgunblaðið fetað dyggilega í fótspor formanns Sjálfstæðisflokks- ins, Þorsteins Pálssonar, sem útnefndi Framsóknarflokkinn höfuðóvin sjálfstæðis- manna, á flokksráðsfundi fyrir skömmu. Síðan hefur Framsóknarflokkurinn og þá sérstaklega formaður hans, Steingrímur Hermannsson, sætt hörðum árásum í hverjum Morgunblaðsleiðaran- um á fætur öðrum. í sjálfu sér þurfa slíkar árásir ekki að koma á óvart. Framsóknarflokkurinn er samhentur flokkur með afar styrka forystu. Andstæðingar hans hafa því oft beitt þeirri aðferð á liðnum árum og áratugum að ráðast persónulega gegn leiðtogum flokksins, í þeirri von að koma höggi á flokkinn í heild. Sagan hef- ur að geyma mörg dæmi um slíkar árásir, sem í senn hafa verið ómaklegar og ósmekklegar. Margt bendir til þess að enn einu sinni ætli sag- an að endurtaka sig að þessu leyti. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, gerði fyrrnefnda útnefningu Sjálfstæðisflokksins sérstaklega að umtalsefni í yfirlitsræðu sinni á flokksþingi framsóknarmanna um síðustu helgi. Þá sagði hann m.a.: „Sjálfstæðismenn hafa nýlega haldið fund. Megin niðurstaða þess fundar var að útnefna okkur framsóknarmenn sem sinn höfuðóvin. Okkur er að sjálfsögðu sómi sýndur með því að vera höfuðóvinur íhaldsins í landinu. Við skulum sýna íhaldinu að við erum verðugir þessa sóma og ekki heldur valda frjálslyndum og umbóta- sinnuðum mönnum vonbrigðum í þeim efnum. Við framsóknarmenn veljum okkur hins vegar ekki óvini. Við veljum okkur samstarfsmenn. Við veljum þá til samstarfs, sem þora að horfast í augu við erfiðleikana, en hlaupa ekki frá verkinu þegar í harðbakkann slær. “ í þessum orðum formanns Framsóknarflokks- ins er að finna þá staðreynd, sem Morgunblaðs- ritsjórum eins og öðrum sjálfstæðismönnum, hlýtur að svíða sárt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur villst af leið og er ekki lengur leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum. Félagshyggjuvakningin í landinu er ánægjuleg afleiðing þess. BB. viðtol dagsins Sigurpáll ísfjörð, Þráinn Ingólfsson, Karl Háifdánarson og Bragi Ingólfsson. Myndir: im Haukar frá Húsavík, ný hljómsveit með gömlu nafni: „Nýtt og gamalt, rólegt o g jjörugt“ „Þetta er gamalt nafn á nýrri hljómsveit. Hljómsveitir með nafninu Haukar eru búnar að starfa á Húsavík í ýmsu formi af og til, síðustu 25 árin eða þar um bil.“ Dagur er kominn i heimsókn á æfingu hjá Hauk- um en þessa nýju hljómsveit skipa þeir: Karl Hálfdánarson, bassagítarleikari og hvíslari, Bragi Ingólfsson, trommuleik- ari og söngvari, Þráinn Ingólfs- son, ekki bróðir Braga og gít- arleikari og Sigurpáll ísfjörð, hljómborðsleikari og söngvari. Karl og Bragi hafa áður leikið saman í Haukum. „Þá hét hljóm- sveitin Húsavíkur-Haukar,“ segir Bragi. „Það var út af deilum sem urðu um nafnið. Hljómsveit fyrir sunnan taldi sig eiga þetta nafn, Hauka, en svo reyndist það ekki vera rétt.“ - Nú er svolítið óvenjuleg blanda í þessari hljómsveit, tveir gamlir jaxlar, Karl og Bragi sem eru nær fertugu en tvítugu og tveir ungir jaxiar sem eru nær tvítugs- en fertugsaldrinum. Hvernig gengur ykkur að vinna saman? „Samstarfið gengur bara vel,“ segir Kalli og hinir þrír samsinna því. „Það er gott að vinna með mönnum með reynslu," segir Þráinn. „Fyrst spiluðum við í unglingahljómsveitum. “ - Hvernig músik spilið þið? „Við reynum að spila músík sem gengur á böllum, bæði nýtt og gamalt í bland, rólegt og fjörugt,“ svarar Bragi. „Svo er annað mál að uppáhaldsmúsík hvers og eins er kannski ekki alltaf sú sama.“ „Við byrjuðum að æfa saman í september og ég hef aldrei verið í hljómsveit sem hefur æft eins stíft,“ segir Kalli. - Er mikil samkeppni í brans- anum eða ætlið þið að vera svona rosalega góðir? „Það á eftir að reyna á það, en það hafa engin ósköp verið um að vera á svæðinu. Hér er starf- andi önnur hljómsveit í lausa- bissness og dúett sem leikur á Karl og Bragi. hótelinu. Aðkomuhljómsveitir sækja hingað og það er oft eins og það sé einhvers konar mottó hjá mönnum að fá eitthvað aðkomið. Leitað var eftir tilboð- um frá hljómsveitum fyrir árs- hátíð hérna um daginn og þegar upp var staðið var langhæsta til- boðinu tekið en það var frá aðkomuhljómsveit," svaraði Bragi. - Eruð þið ekkert farnir að spila á böllum? „Jú, við höfum spilað á þrem böllum, þar af tveim fyrir austan og þar var okkur ofsalega vel tekið. Nú fer í hönd tími sem yfirleitt hefur verið frekar dauf- ur, fram að hátíðunum, en við höldum okkar striki við æfingarn- ar,“ svaraði Kalli. Að lokum voru allir í hljóm- sveittinni spurðir sömu spurning- ar: Hvað drægi þá til að starfa með hljómsveit, verja sínum frí- tíma í að æfa mörg kvöld í viku og spila svo um helgar. Mynd: IM „Þetta er mitt hobby. Ég er mikið fyrir músík og finnst gam- an að spila með góðum mönnum. Maður er ekki í þessu eingöngu fyrir ánægjuna heldur reiknar með að hafa eitthvað aðeins út úr þessu sem aukavinnu, það hefur að vísu ekki verið mikið að gera en vonandi stendur það til bóta,“ svarar Bragi. „Það er gaman að spila með góðum mönnum, ég get tekið undir það. Þetta er góður félags- skapur,“ svarar Karl. „Bara fyrir ánægjuna, ég hef gaman af að spila. Svo fær maður kannski eitthvað út úr þessu, þó er útgerðin dýr og maður kemur kannski aldrei í plús út úr dæm- inu. Ég var að kaupa gítar á 55 þúsund,“ svarar Þráinn. „Af sömu ástæðu og Þráinn,“ svarar Sigurpáll. Þess má geta að umboðssími hljómsveitarinnar er 41033 og þessir hressu félagar voru sam- mála um lokaorðin: „Geymið greinina." IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.