Dagur - 23.11.1988, Blaðsíða 14

Dagur - 23.11.1988, Blaðsíða 14
14.-..DAQUP -.23, nóvember 1988 Auglýsing frá Bifreiða- stöð Norðurlands hf. Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn verður opin í vetur á sömu tímum og afgreiðsla umferðar- miðstöðvarinnar eða frá kl. 9-17 virka daga. Að gefnu tilefni skal það skýrt tekið fram að upplýsingamiðstöðin veitir ekki upp- lýsingar um færð á vegum. Þeim aðilum sem vantar þær upplýsingar er bent á að snúa sér til Vegagerðar ríkisins. CM UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ C“p FYRIR FERÐAMENN ( % SÍMI 27733 / Sjúkraliðar Kristnesspítali óskar eftir að ráða sjúkraliða nú þegar eða eftir samkomulagi. Ibúðarhúsnæði til staðar. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 31100. Kristnesspítali. Bamaskóla Akureyrar vantar forfallakennara til starfa Frá áramótum vantar kennara fyrir 6. bekk árdegis (1/2 staða) og fyrir 1. bekk og 2. bekk síðdegis (1/2 + 1/2 staða). Um er að ræða starf til loka skólaárs. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 24449 og yfir- kennari í síma 24172. Vantar blaðbera frá 1. desember í Aðalstræti og Lækjargötu. Strandgötu 31 • S 24222 Allar auglýsingar sem þarf að vinna sérstak- lega, þurfa að berast til auglýsingadeildar tveimur til þremur dögum fyrir birtingu. Auglýsingadeild Dags. Frá fundi sjúkraliða af Norðurlandi vestra með stjórn Sjúkraliðafélags íslands í Safnaðarheimilinu á Sauðárkróki fyrir skömmu. Myndir: -bjb „Það er þörfin fyrir störfin sem skapar hlutína“ - frá fundi stjórnar Sjúkraliðafélags íslands með sjúkraliðum af Norðurlandi Fyrir skömmu átti stjórn Sjúkraliðafélags Islands fund með sjúkraliðum frá Sauðár- króki, Blönduósi og Hvamms- tanga. Fundurinn var haldinn í Safnaðarheimilinu á Sauðár- króki og á hann mættu um 30 sjúkraliðar. Málefni sjúkraliða voru að sjálfsögðu á dagskrá og kynnti stjórn félagsins fyrir sjúkraliðum hvað væri að ger- ast í þeirra málum í dag. Að sögn Kristínar Á. Guðmunds- dóttur formanns Sjúkraliðafé- lags íslands var þessi fundur einn af mörgum sem stjórnin ætlar að halda með sjúkralið- um um land allt. Að loknum fundahöldum var samþykkt að fundurinn sendi frá sér svohljóðandi ályktun: „Stefnuskrá stjórnar er að ná til sem flestra sjúkraliða út um land allt og hefur verið rætt uin sameiningu minni deilda úti á landsbyggðinni. Full þörf á kynningu á námi sjúkraliðans Á undanförnum árum hefur skapast aukinn skilningur á því hvað sjúkraliði er. Pað er að segja hvað eðlilegt er hvað sjúkraliðar vinni, þegar námið er haft til hliðsjónar. Þennan skiln- ing teljuin við meiri meðal hjúkr- unarfræðinga BHM. Þeir eru mun opnari fyrir því hvað sjúkra- liðinn hefur lært. Það gefur auga leið að til þess að geta vegið og metið hvað og hvar sjúkraliðinn nýtist best í starfi þarf hjúkrun- arfræðingurinn að hafa yfirsýn yfir það nám sem sjúkraliðinn hefur. Ástæðan fyrir þessum aukna skilningi hjá hjúkrunarfræðing- um BHM teljum við vera að sjúkraliðar og hjúkrunarfræðing- ar BHM hafa sumir hverjir geng- ið samhliða í námi á heilsugæslu- braut, þannig að grunnurinn er sá sami. Það er líka töluvert um að BHM-hjúkrunarfræðingar út- skrifast sem sjúkraliðar á leið sinni upp í háskólanám. Þetta er það sem við teljum að hafi skap- að þann skilning sem myndast hefur á undanförnum árum: Þetta sýnir okkur að full þörf er á því að við hefjum kynningu á námi okkar. Kristín Á. Guðmundsdóttir formað- ur Sjúkraliðafclags íslands. Heilbrigðisráðuneytið brugðist skyldu sinni í dag er hægt að sækja nám í Sjúkraíiðaskóla íslands, sem er sérskóli, þar sem krafist er ákveðinnar undirstöðumenntun- ar, sem samsvarar tveimur vetr- um á framhaldsskólastigi. Námið tekur eitt ár, sem skiptist í bók- legt nám og verklegt inni á sjúkrastofnunum. Auk Sjúkra- liðaskólans hafa 4 fjölbrautaskól- ar leyfi til að útskrifa sjúkraliða, þeir falla undir lög um framhalds- skóla. Þar eru inntökupróf engin, en þeir sem hafa lokið grunn- skólaprófi eiga rétt til setu þar. Sjúkraliðastéttin telur sig hafa fullan rétt til þess að auka við menntun sína á því sviði hjúkr- unar, sem að hinni svokölluðu grunnhjúkrun snýr. Á undan- förnum árum hafa sjúkraliðar barist fyrir því að fá þessu framgengt. Við teljum heilbrigð- isráðuneytið hafa brugðist skyldu sinni hvað þetta varðar. Ár eftir ár hefur eina leið sjúkraliðastétt- arinnar verið að reyna að ná þessu fram í kjarasamningum. Öllum til góðs að sjúkraliðar fái stuðning við kröfur um aukið nám Það gefur auga leið að þegar far- ið er með slík mál í gegnum kjarasamninga þá kostar sú sam- þykkt sjúkraliðastéttina offjár, sem síðan leiðir til óeðlilegs launamunar stéttarinnar í Reykjavík og úti á landi, þar sem ekki er um að ræða neina fag- samninga þar. í síðustu samning- um voru það sjúkraliðar sem fóru af stað með hörku. Það má segja að þeir hafi rutt brautina, allir vita síðan framhaldið. Við höld- um að það kæmi öllum til góða að sjúkraliðar fengju stuðning í kröfum sínum til aukins náms. Umræða sú sem verið hefur í gangi við heilbrigðisráðuneytið á undanförnum mánuðum, um breytingu á lögum og reglugerð- um sem varða störf og starfsvett- vang sjúkraliða, hefur farið út fyrir raðir þeirra. Okkur er engin launung á þvt' að aðaláherslu- punkturinn í þeim umræðum er hin svokallaða 5. grein laganna, sem kveður á um að sjúkraliðar starfi undir stjórn og á ábyrgð hjúkrunarfræðinga. Allir eru þeir að stjórna og bera ábyrgð á okkur Nú er það ekki svo að sjúkraliðar vilji ekki vera undir stjórn yfir- manna. Heldur viljum við kom- ast undan því að vera undir stjórn allra hjúkrunarfræðinga. Á einni hjúkrunardeild eru starf- andi á sömu vakt fjöldinn allur af hjúkrunarfræðingum, allir eru þeir, lögum samkvæmt, að stjórna og bera ábyrgð á okkur. Talandi um ábyrgð. Síðan hve- nær í ósköpunum hafa stéttir ekki sjálfar borið ábyrgð á störf- um sínum? Svo langt er gengið að nemar á þriðja ári, svona rétt til að prufa, eru settir í að stjórna sjúkraliðum og eru þar með orðnir yfirmenn þeirra. Hvað sem hjúkrunar- fræðingar vilja skapa skilning á þessu eða ekki, þá breytir það því ekki að þetta er eins og aftan úr grárri forneskju, en ekki á því herrans ári 1988. Hverjir eiga Florence Nightengale? Hverjir sköpuðu þessa stétt, sjúkraliðastéttina? Hverjir byrj- uðu að vinna við hjúkrun hér á landi? Hverjir eiga Florence Nightengale? Þessar og þvílíkar spurningar fáum við. Því er til að svara; það á enginn neitt né hefur búið til neitt í þessu sambandi. Það er þörfin fyrir störfin sem skapar hlutina.“ -bjb

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.