Dagur - 23.11.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 23.11.1988, Blaðsíða 1
1 Nýblómabúð hefiir verið opnuð að Glerárgötu 28, sími 22551. Opið til kl. 21.00 allíi daga. 71. árgangur Akureyri, miðvikudagur 23. nóvember 1988 223. tölublað Hvölum §ölgar ár frá ári: Hnúfubakurinn versti ovinur loðnusjómanna - sjaldan eða aldrei verið jafn mikið um hvali á loðnumiðunum Það er samdómaálit loðnu- sjómanna að sjaldan eða aldrei hafl verið jafn mikið um hvali á Ioðnumiðunum. Mest ber á hnúfubak en margbreytileg smáhveli sjást einnig á miðun- um. Bjarni Bjarnason, skip- stjóri á Súlunni EA-300, segir að hval á loðnunmiðunum fjölgi ár frá ári og oft á tíðum valdi hann erfiðleikunum við veiðarnar. Það sem af er þessari vertíð hefur einn hnúfubakur komið í nót Súlunnar en með mikilli lagni skipverja tókst að losa hann úr prísundinni án þess að nótin rifnaði. „Við slepptum framendanum á nótinni frá okkur og slökktum síðan öll ljós á skip- inu nema kastaraljósið. Með því gátum við beint hnúfubaknum frá skipinu," segir Bjarni. Skipverjar á loðnubát frá Vest- mannaeyjum voru þó ekki alveg eins heppnir á dögunum, því tveir hnúfubakar flæktust í nót skips- ins og rifu hana illa. Bjarni Bjarnason segir að mest beri á hnúfubaknum á miðunum norður af Vestfjörðum en einnig hafi hans orðið vart austan Kol- beinseyjar. „Ég hygg að þar hafi hann ekki oft látið sjá sig,“ segir Bjarni. Þá segir hann að á grunnslóð hafi menn að undan- förnu séð óvenjumikið af smá- hveli. „í sumar og sérstaklega í haust hafa þessar skepnur verið mjög áberandi. Einkum er um að ræða höfrunga og hnísur.“ óþh „Við burstum alltaf í okkur tennurnar,“ er yfirlýsing sem þessi börn geta vonandi gefið. í opnunni í dag er fjaliað um tannvernd barna og góðan árangur sem náðst hefur á því sviði á Akureyri. Mynd: gb Miklir flárhagserfiðleikar hjá Hofsóshreppi: Lögð ínn beiðni um aðstoð hjá félagsmálaráðuneytinu Hofsóshreppur hefur, vegna mikilla fjárhagserfiðleika, lagt inn beiðni um aðstoð hjá fé- lagsmálaráðuneytinu um að ríkið komi hreppnum til hjálpar. Skuldir Hofsóshrepps nema nú samtals um 50-60 milljónum króna og áætlaðar tekjur þessa árs eru taldar um 15 milljónir. Mun sú upphæð varla duga fyrir vaxtakostnaði og afborgunum, þannig að hreppurinn hefur ekkert ráð- stöfunarfé undir höndum. Fé- lagsmálaráðuneytið mun taka beiðnina til athugunar og ekki Sauðárkróksbær: Fengið 73 millj. í staðgreiðslufé - það sem af er árinu - staða bæjarsjóðs ekki slæm I uppgjöri ríkisbókhalds fyrir fyrstu 6 mánuði ársins kemur Sauðárkróksbær nokkuð vel út hvað varðar staðgreiðslufé til bæjarins. Eftir það uppgjör átti Sauðárkróksbær inni 10,8 milljónir króna hjá ríkinu og hefur fengið þá upphæð greidda. Fram á daginn í dag hefur Sauðárkróksbær fengið samtals um 73 milljónir króna í staðgreiðslufé. Að sögn Elsu Jónsdóttur bæjarritara er staða bæjarsjóðs í dag ekki svo slæm og sagði hún að miðað við mörg önnur sveitar- félag af svipaðri stærð, stæði Sauðárkróksbær nokkuð vel að vígi. „Það má segja að staða bæjarsjóðs sé svipuð og á sama tíma í fyrra. Bærinn hefur ekki staðið í svo miklum framkvæmd- um á þessu ári, einn af stóru útgjaldaliðunum var aukið hluta- fé í Steinullarverksmiðjunni. Eigum við ekki að segja að þetta malli áfram,“ sagði Élsa að lok- um. -bjb er vitað hvenær afgreiðsla málsins Iiggur fyrir af þeirra hálfu. I samtali við Dag sagði Einar Jóhannsson, sem sæti á í hreppsnefnd, að eina af ástæðum þessa fjárhagsvanda mætti rekja til ársins 1983 þegar malbikunar- framkvæmdir hófust á Hofsósi og síðan aftur 1986. „Það má segja að það hafi verið of stór biti fyrir okkur, en ég held að fáir vildu vera án malbiksins í dag. Á þess- um tíma fengum við ekki það lán frá Byggðasjóði sem við höfðum ætlað, þannig að vandinn hlóðst upp. Ég vil taka það fram að ég tel að hér sé ekki um sóun fjár- muna hreppsins að ræða, eða óráðsíu. Þarna komu einfaldlega til utanaðkomandi áhrif og ég held að það sé víðar slæm staða hjá sveitarfélögum í dag,“ sagði Einar. Hofsóshreppur er stór hluthafi í hraðfrystihúsi staðarins og skuldar frystihúsið hreppnum mikla fjármuni, sem það að sjálf- sögðu getur ekki greitt vegna slæmrar stöðu. „Það yrði lífs- björg fyrir okkur ef við bættist nýr togari í flotann, því hráefnis- skortur í frystihúsinu hefur verið mikill. Það blasir við mikið atvinnuleysi hjá okkur. ef ekkert verður að gert. Það yrði ekki til að bæta á þann fólksflótta sem hefur verið frá Hofsósi undanfar- in ár í átt að höfuðborgarsva:ð- inu,“ sagði Einar ennfremur. Einar sagði að nú hafi allar framkvæmdir verið stöðvaðar hjá hreppnum vegna fjárhagsörðug- leikanna. Væri það slæmt, m.a. vegna þess að til hafi staðið að endurnýja stofnlagnir hjá vatns- veitunni þar sem þær væru orðn- ar nær ónýtar. „Það verður slæmt ástand ef lagnirnar tækju upp á því að springa í vetur, ef kæmi mikið frost,“ sagði Einar að lokum. - -bjb Vigfús B. Jónsson, bóndi á Laxamýri, er lítt hrifinn af NATO-flugvelli í Aðaldal: Viðbjóðslegt að fá slíkt yfír sig Vigfús B. Jónsson, bóndi á Laxamýri 2 í Aðaldal, segist vera andvígur byggingu vara- flugvallar í Aðaldal sem þjóni Atlantshafsbandalaginu og almennu farþegaflugi yfir Norður-Atlantshaf. Vigfús segir að hann hafi lengi verið andvígur slíku mannvirki í Aðaldal, en hinsvegar hafi hann ekki sett sig upp á móti byggingu varaflugvallar sem eingöngu þjónaði íslensku millilandaflugi. Vigfús segist ekki geta svarað fyr- ir aðra ábúendur í Aðaldæla- hreppi en hann telji þó að and- staða við byggingu hernaðarflug- vallar þar sé nokkuð almenn. „Ég tel að væri viðbjóðslegt að fá slíkt yfir sig,“ segir Vigfús. „Hér er viðkvæm náttúra, t.d. mikið fuglalíf, sem menn eru að reyna að vernda þannig að herflugvelli myndum við ekki fagna hér.“ Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, hefur látið hafa eftir sér að bygging varaflug- vallar í Aðaldal með þátttöku NATO sé lífsnauðsynleg fram- kvæmd fyrir íslendinga. Sam- gönguráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, hefur hinsvegar lýst sig algjörlega andvígan þessum hugmyndum og forsætisráðherra segir að samkvæmt ákvæðum stjórnarsáttmála núverandi ríkis- stjórnar verði á hennar starfstíma ekki ráðist í nýjar meiriháttar framkvæmdir á vegum Varnar- liðsins. Ekki náðist í utanríkisráðherra í gær en að sögn aðstoðarmanns hans, Stefáns Friðfinnssonar, liggja ekki fyrir neinar ákvarðan- ir um þetta mál í ráðuneytinu en hins vegar sé vitað um vilja NATO til þess að láta fara fram athugun á þessu máli. „Það sem hefur gerst í varaflugvallarmálinu síðan við komum í þetta ráðu- neyti er nákvæmlega ekkert því að mér skilst að einhver sé á móti þessu,“ segir Stefán. Samkvæmt skýrslu starfshóps um varamillilandaflugvöll, sem leit dagsins ljós í apríl sl., mun um 1000 m langt og 300 m breitt svæði vaxið birkiskógi fara undir flugbraut í Aðaldal, ef varaflug- völlur verður byggður þar. Mið- að við þetta myndi norðurendi flugbrautarinnar, sem þyrfti að vera 3 km á lengd, nálgast Laxá og Æðarfossa, sem telja verður einn besta veiðistað árinnar. Stærstur hluti þessa lands er inn- an jarðarmarka T.axamýrar. Innan fárra vikna eða mánaða verður tekin ákvörðun í höfuð- stöðvum NATO um staðsetningu flugvallar, sem bandalagið hefði afnot af á ófriðartímum. Auk Aðaldals hefur verið rætt um að byggja hann í Meistaravík á Grænlandi eða í Skotlandi. Stef- án Friðfinnsson segir að skotið hafi verið á að kostnaður vegna varaflugvallar í Aðaldal lægi á bilinu 10-15 ntilljarðar króna. Hann segir að gert hafi verið ráð fyrir að NATO greiddi þann kostnað að fullu. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.