Dagur - 23.11.1988, Blaðsíða 7

Dagur - 23.11.1988, Blaðsíða 7
' '^3. rÝóVémfcier “Íð88 - DAÖÚR-11 að stúlkurnar virðast hirða betur um tennur sínar en strákarnir. Munur milli skóla í erindi sínu vék Arni næst að nokkuð merkilegum niðurstöð- um sem hann fékk, er hann bar saman einstaka skóla. Niðurstað- an var í megin dráttum þessi: Skóli: Meðalfjöldi skemmdra og fylltra tannflata: Barnaskóli Akureyrar 4,7 Glerárskóli 6,1 Lundarskóli 5,6 Oddeyrarskóli 4,5 Síðusicóli 8,6 Af þessu má sjá, að verst virð- ist ástandið vera í Síðuskóla og Glerárskóla. Áberandi best er það í Oddeyrarskóla og Barna- skóla Akureyrar. Börnin í Lundarskóla fara meðalveg í þessum efnum. Samfara þessum niðurstöðum má geta þess, að í tveimur „verstu“ skólunum voru sömuleiðis fæstar skorufylltar tennur en flestar í „bestu“ skólunum. Styður þetta enn frek- ar kenninguna um ágæti skoru- fyllinga í baráttunni við tann- skemmdirnar. Þegar tveir bestu og tveir verstu skólarnir eru teknir og pörin borin saman kemur í ljós, að meðalfjöldi skemmdra og fylltra tannflata barna í BA og Oddeyrarskóla er 4,6 á móti 7,1 í Glerárskóla og Síðuskóla. Á meðfylgjandi súluriti eru skólarn- ir sömuleiðis bornir saman með tilliti til fjölda skemmdra og fylltra flata. Par táknar skástrik- aða súlan börn í Glerárskóla og Síðuskóla og sú rúðustrikaða BA og Oddeyrarskóla. Lárétti ásinn sýnir fjölda tannflata. Glögglega má sjá hversu mikill munur er á þessum skólum. Árni sagði erfitt að gefa einhlíta skýringu á þess- um mun. Forvarnarstarf væri mjög svipað innan skólanna, svo og sú tannlæknisþjónusta ,sem börnin njóta. Hugsanleg skýring væri sú að í nýrri hverfum býr ungt fólk sem stendur í húsbygg- ingum, vinnur mikið og hefur ekki eins mikinn tíma til að sinna þessum hlutum. Að lokum, nokkrar staðreynd- ir varðandi ágæti skorufyllinga. Árni bar saman 54 bestu börnin í rannsókninni og þau 54 verstu, með tilliti til samhengis milli fjölda skorufylltra tanna: Fjöldi Meðal- skorufylltra fjöldi á tanna: barn: „Góðu“ börnin 255 4,7 „Slæmu“ börnin 112 2,2 Árni reyndi að skýra niður- stöður rannsóknar sinnar. Auk þess að tala um tannverndarátak Tannlæknafélags Norðurlands sagði hann m.a.: „Ástandið á tannlæknaþjónustu í bænum er mjög gott. Ástandið varðandi tíðni tannskemmda er mun betra en búist var við og með því betra sem gerist á íslandi. Fað er greinilegt að tveir skólar, barna- skólarnir í Þorpinu skera sig úr því ástandið þar er marktækt verra en í tveimur elstu skólum bæjarins, Oddeyrarskóla og Barnaskóla Akureyrar.“ VG Hildur Karadottir tannfræðingur: Fræðsla foreldra ungra bama ber árangur DMFT=0 dmft=0 DMFT/dmft=0 Argangur 1980 71,1% 23,5% 20,6% 1981 83,5% 26,5% 25,0% Tafla A. Á Akureyri starfar Hildur Káradóttir tannfræðingur. Hún nam sitt fag í Svíþjóð, fyrst í Malmö í tvö ár 1977- 1978 og síðar bætti hún við einu ári í Örebro og lauk þar námi á síðasta vori. Arin 1981- 1985 starfaði hún í hlutastarfi á Ungbarnaeftirliti Heilsugæslu- stöðvarinnar á Akureyri við fræðslu um tannvernd fyrir foreldra 7 mánaða og 2ja ára barna. Á aðalfundi Tann- læknafélags Norðurlands nýverið, sagði Hildur frá niðurstöðum könnunar sem hún framkvæmdi við vinnu sína á Ungbarnaeftirlitinu og eftir skýrslum tannlækna á Akureyri. Hún varð góðfús- lega við beiðni Dags um að skýra frá þessum niðurstöðum á síðum blaðsins. Þar sem engin skipulögð fræðsla um tannvernd hafði áður verið á Ungbarnaeftirlitinu á Akureyri, hafði Hildur áhuga á að vita hvort hún skilaði sér á einhvern hátt. Fræðsla er mikilvægur þáttur Fræðslan sem foreldrarnir fengu var aðallega um gildi réttrar fæðu, munnhirðu og flúornotk- un. Tennur 2ja ára barna voru skoðaðar, skráður var fjöldi tanna, tannskemmdir; bæði byrj- unarskemmdir og skemmdir, munnhirða, tannmissir, notkun flúors og ef eitthvað var athuga- vert við mataræði barnsins. Varðandi mataræði, er mjög mikilvægt að matarvenjur séu réttar þannig að tönnunum sé gefin hvíld milli máltíða. Þá er tannhirðan mikilvæg, að rétt áhöld séu notuð og rétt aðferð. Foreldrar tveggja ára barna fengu fræðslu um gildi „laugar- dagssælgætis“, þ.e. að ef á annað borð börnum er gefið sælgæti, er best að þau innbyrði skammtinn allan í einu, en að verið sé að smá gefa þeim hann á lengri tíma. Segja má að sumt sælgæti sé æski- legra en annað, t.d. fyrir utan sykurlaust sælgæti, er súkkulaði ágætt. Allt sem loðir við tennur eða er lengi í munninum t.d. karamellur eða brjóstsykur, er slæmt. f>á hefur þess misskilnings gætt að kartöfluflögur og popp- korn séu svokallað „kjör-sæl- gæti“, en það hefur mikla viðloð- un og hefur mikla sterkju. Hugsa þarf um barnatennurnar líka Aðal könnun Hildar fór fram á 6 ára börnum, fæddum 1980 sem höfðu ekki fengið neina fræðslu á Ungbarnaeftirlitinu um tann- vernd og 6 ára börnum fæddum 1981 sem höfðu fengið fræðslu bæði við 7 mánaða og 2ja ára aldur. Báðir hóparnir voru um 40% af sínum árgangi. Hildur fór í skýrslur tannlækna og bar sam- an svokallaðar DMFT-tölur, sem er fjöldi skemmdra, viðgerðra og úrdreginna tanna. Á meðfylgj- andi töflu merktri A, má sjá helstu niðurstöður um hlutfall þeirra barna sem höfðu allar tennur heilar. Þar eru fullorð- instennurnar í dálki merktum DMFT og barnatennur í dálki dmft. Kemur þar berlega í ljós, að börnin sem höfðu fengið fræðslu (fædd 1981), eru með mun hærra hlutfall sinna tanna heilt og óviðgert. Þá má einnig sjá, að minni munur er á barna- tönnum og fullorðinstönnum, en Hildur taldi líklegast að skýringin væri sú, að enn eimdi eftir af þeim hugsunarhætti að fólk legði litla áherslu á umhirðu barnatanna. Það hugsaði með sér að þessar tennur dyttu úr og gerði sér ekki grein fyrir mikil- vægi þeirra síðar fyrir fullorðins- tennurnar. Flúornotkun mætti vera meiri Auk þessa, gerði Hildur könnun áður en hún hætti störfum á tveimur hópum tveggja ára barna. Annars vegar börnum for- eldra sem ekki höfðu fengið fræðslu við 7 mánaða skoðun og komu í fyrsta skipti til hennar í fræðslu tveggja ára og hins vegar börnum foreldra sem höfðu feng- ið fræðslu við 7 mánaða aldur. Skráðar voru byrjunartann- skemmdir, tannskemmdir og notkun flúors. Við samanburð á þessum tveimur hópum, sást greinilegur munur á þeim börn- um hverra foreldrar höfðu fengið fræðslu við 7 mánaða aldur. í stuttu máli, voru helstu niðurstöður þær, að í fyrri hópn- um voru 12% barna sem ekki fengu fræðslu með tannskemmdir og í seinni hópnum sem fengið hafði fræðslu fór hlutfallið niður í 6,8%. í fyrri hópnum notuðu 39% flúortöflur og ekki nema 43% af seinni hópnum. Þarna hefði Hildur viljað sjá meiri mun. Það sem öll börnin sem höfðu tannskemmdir við 2ja ára aldur áttu sameiginlegt, var að þau drukku mjög mikinn sykraðan juice, eða ávaxtasafa jafnvel ein- göngu í staðinn fyrir mjólk. Hild- ur sagði, að sér hefði komið mik- ið á óvart og að það hafi valdið henni miklum vonbrigðum, að flúornotkun var sáralítið meiri í hópnum sem sérstaklega hafði verið rætt við um flúor. Fordóm- ar gegn flúor eru greinilega mikl- ir enn, en margir eru þeirrar skoðunar að flúor sé eitur sem hann alls ekki er í því magni sem mælt er með til varnar tann- skemmdum. „Flúor er náttúru- legt efni og við innbyrðum t.d. nokkurt magn af honum í fæðu. Ef við neytum flúors í réttu magni, sem gerir tönnum mikið gagn, hefur það engin skaðleg áhrif. Flúor í tannkremi hefur geysilega góð áhrif og er sá þáttur sem hefur stuðlað hvað mest að fækkun tannskemmda í heimin- um,“ sagði Hildur. Ástand í fræðslumálum gott á Akureyri Sú breyting hefur nú orðið á, að í stað þess að þurfa lyfseðil fyrir flúortöflum og greiða fyrir þær í apótekum, fá nú foreldrar 7 mán- aða til 6 ára barna ókeypis flúor- töflur afhentar hjá Ungbarnaeft- irlitinu á Akureyri. Þrátt fyrir að nú sé ekki starf- andi tannfræðingur við Ung- barnaeftirlitið á Akureyri, fer þar fram mjög góð fræðsla um tannvernd. Hjúkrunarfræðingar sinna þessu starfi mjög vel og veita foreldrum 7 mánaða, 2ja og 4ra ára barna þessa fræðslu. „Það er svo margt sem spilar inn í með það, að tannskemmd- um fer fækkandi. Það er ekki að- eins fræðsla, bæði í ungbarna- eftirliti og í skóluin, heldur fer mikil fræðsla fram á tannlækna- stofunum. Tannlæknum hefur fjölgað á Akureyri og þeir geta gefið sér meiri tíma til tannvernd- arstarfs en áður, þegar aðeins var hægt að sinna því bráðnauðsyn- legasta. Þá hafa farið fram skipu- legar skólatannlækningar á veg- um Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri og Tannlæknafélags Norðurlands auk flúorburstunar í skólum. Breytt viðhorf almenn- ings í þjóðfélaginu til tanna og tannheilsu hefur líka sitt að segja. Það er að koma upp ný kynslóð af fólki sem hefur eigin tennur og kann að meta það. Það fólk hugsar e.t.v. betur um tenn- ur barna sinna. Betri tækni í tannlækningum, t.d. skorufyll- ingarnar og flúorlökkun, hefur mjög góð áhrif. Allir þessir þættir vinna saman og hafa sín áhrif,“ sagði Hildur að lokum. VG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.