Dagur - 23.11.1988, Blaðsíða 15

Dagur - 23.11.1988, Blaðsíða 15
23. nóvember 1988 - DAGUR - 15 íþróttir Mark Duffield þjálfar KS Mark DufHeld verður næsti þjálfari KS í knattspyrnu. Gengið var frá samningum við Mark um helgina og hef- ur hann þegar hafið störf á Siglufirði. Mark lék með KS-mönnum um langt skeið en hélt þá í víking, fyrst til KA, síðan í Garðinn og að síðustu upp á Skipaskaga. Nú er hann sem sagt kominn heim aftur og er mikil ánægja hjá forráða- mönnum KS að hafa endur- heimt týnda soninn. Fyrsta verkefni Marks verð- ur að stýra liðinu á Laugamöt- inu um næstu helgi. Flugleiðadeildin í körfu: Slátrun í Grindavík Körfuknattleikslið Þórs hélt suður með sjó og lék við Ung- mennafélagsdrengina í Grinda- vík í gærkvöld. Leikar fóru þannig að Grindvíkingar möl- uðu Þórsarana 117:76 Strax á fyrstu mínútum leiksins var ljóst í hvað stefndi. Grindvík- ingar keyrðu upp hraðan og virt- ust Þórsarar vera alveg baráttu- lausir. Engu líkara virtist en þeir hefðu sætt sig við tap áður en leikurinn byrjaði. Þannig hugs- unarháttur kann ekki góðri lukku að stýra. Grindavík jók því forskot sitt jafnt og þétt og voru heimamenn á undan í flesta bolta, hvort sem var í vörn eða sókn. Ekki var þetta þó neinn stórleikur af þeirra hálfu en mótstaðan var lítil sem engin. Staðan í leikhléi var þvf 61:32. Svipað var uppi á teningnum í síðari hálfleik. Forskot þeirra gulklæddu jókst jafnt og þétt og lokastaðan var því stórsigur 117:76 fyrir Grindavík. rifja neitt meira um þessa útreið hér á síðunni. Hjá Grindavík var það liðs- heildin sem vann leikinn, eins og sést á stigaskoruninni. í fyrri hálfleik bar mest á Jóni Páli Har- aldssyni, en í þeim síðari voru þeir Ástþór Ingason og Steinþór Helgason góðir. Hjá Pórsurum var Eiríkur góð- ur í fyrri hálfleik meðan pústið var í lagi. í þeim síðari var Kon- ráð Óskarsson sá eini sem eitt- hvað sýndi og virðist hann vera alveg þindarlaus. Dómarar voru þeir Kristinn Albertsson og Gunnar Valgeirs- son og dæmdu þeir leikinn vel. Einn annar leikur var spilaður í Flugleiðadeildinni. Valur sigr- aði ÍS 98:54. Stig UMFG: Guðmundur Bragason 25, Stein- þór Helgason 20, Jón Páll Haraldsson 17, Ást- þór Ingason 15, Rúnar Árnason 13, Ólafur P. Jóhannson 9, Guðlaugur Jónsson 6, Dagbjartur Wilhartsson 4, Sveinbjörn Sigurðsson 2. Stig Þórs: Konráð Óskarsson 21, Eiríkur Sig- urðsson 17, Guðmundur Björnsson 13, Björn Sveinsson 9, Stefán Friðleifsson 6, Þórir Jón Guðlaugsson 4, Kristján Rafnsson 4. JÓH/AP Guðmundur Björnsson og félagar hans hlutu slænian skell í Grindavík í gærkvöld. Mynd: EHB Petta er leikur sem Þórsarar vilja sjálfsagt gleyma og grafa sem fyrst og ekki er áætlunin að Handknattleikur: „Nú þurfum við á áhorfendum að halda“ Sund: - segir Erlingur Kristjánsson um leikinn við Stjörnuna í kvöld Glæsilegur árangur sundliðs HSÞ - keppir í 1. deild að ári Sundlið H.S.Þ. vann sig upp í 1. deild með stórgóðum árangri, í 2. deildarkeppni, sem fram fór dagana 11., 12. og 13. nóv. í sundhöll Hafnfirðinga, eins og sagt var frá í Degi fyrir skömmu. Mótið hófst á föstudagskvöldi með 800 m skriðsundi kvenna og karla, að því loknu var H.S.Þ. liðið með 1565 stig og í efsta sæti. Á laugardag hófst mótið kl. 15. H.S.Þ. hélt forustunni allan þann dag, en vegna reglna um að félögin megi setja inn varamann fyrir ógildingssund, en þau voru synt að lokinni keppni, komst U.M.S.K. yfir með 9598 stig en H.S.Þ. 9394 stig. Keppnin á sunnudag var mjög spennandi milli tveggja efstu liða, því H.S.Þ. tókst að komast yfir aftur eftir nokkrar greinar en að loknum einstaklingsgreinum var U.M.S.K. með betri stiga- tölu. Og úrslit réðust ekki fyrr en eftir boðsund. Gert var stutt hlé fyrir boðsundin, ríkti þá mikil spenna í sundhöll Hafnfirðinga. Þessu lauk með sigri U.M.S.K. sem fengu 17560 stig en H.S.Þ. fengu 17516 eða 44 stiga munur. Síðan komu U.M.S.B. 16505, Ármann 16218, H.S.K. 15997, Bolungarvík 14313. Eftirtaldir krakkar kepptu í sundliði H.S.Þ.: Viðar Örn Sævarsson f. 1977 Edda Sverrisdóttir f. 1976 Linda Viðarsdóttir f. 1976 Þorgerður Þráinsdóttir f. 1975 Fjóla María Ágústsdóttir f. 1975 Hólmfríður Aðalsteinsd. f. 1975 Heimir Harðarson f. 1975 María Fanndal Birkisd. f. 1975 Ingibjörg Gunnarsdóttir f. 1974 Illugi Fanndal Birkísson f. 1974 Kristján Örn Sævarsson f. 1974 Sölvi Már Sveinsson f. 1972 Hilmar Ágústsson f. 1972 Þórhalla Gunnarsdóttir f. 1972 Kjartan Jónsson f. 1971 Jónas Óskarsson f. 1961 Þjálfarar: Birkir Fanndal og Pálmi Jakobsson. Sundlið HSÞ sem keppir í 1. deild á næsta ári. kenni að ég er frekar smeykur fyrir þennan leik. Árangur tveggja seinustu leikja gefur ekki vonir til bjartsýni. Við munum hins vegar leggja okkur alla fram og nú, frekar en oft áður, þurfum við á stuðningi áhorfenda að halda," sagði Erlingur Kristjáns- son KA-maður. í kvöld fara fram þrír aðrir leikir í 1. deild karla. Á Hlíðar- enda taka Valsmenn á móti Gróttu, í Laugardalshöll leika Framarar og ÍBV og í Hafnar- firði spilar FH við Breiðablik. Á morgun lýkur 6. umferð með leik Víkinga og KR-inga í Laugar- dalshöll. Skíði: KA og Stjarnan leika í 1. deildinni í handbolta í kvöld. KA-liðinu hefur ekki gengið sem skyldi í tveimur seinustu leikjum eftir mjög góða byrjun í mótinu. Stjarnan tapaði þremur fyrstu leikjum sínum, en hefur unnið þá tvo seinustu. Það má því búast við hörku- viðureign þegar Brynjar Kvar- an og Axel Björnsson fyrrver- andi KA-menn mæta sínu gamla félagi kl. 20.30 í kvöld. Erlingur Kristjánsson stór- skytta þeirra KA-manna var varkár í tali er hann var spurður um leikinn í kvöld. „Ég viður- Það verða átta krakkar og hinn júgóslavneski þjálfari þeirra Jag- odic Florjan sem hefja hlaupið á sunnudagsmorguninn kl. 10. Þetta er boðhlaup og munu skíða- krakkarnir safna áheitum hjá ein- staklingum og fyrirtækjum. Gert er ráð fyrir því að þeir sem heita á krakkana greiði visst á hvern hlaupinn kílómetra. Ferðin til Júgóslavíu hefst 14. desember og er komið aftur heim 28. sama mánaðar. Skíðakrakk- arnir munu dveljast við æfingar og keppni í borginni Kranjskagora en þar verður einmitt keppt í Heimsbikarkeppninni á skíðum 15. desember. Einnig munu félag- arnir í Skíðaráðinu fara til Ítalíu og Austurríkis. Skíðakrakkar hlaupa írá Ilúsavík til Akureyrar safna áheitum fyrir ferð Krakkar úr Skíðaráði Akur- eyrar ætla að hlaupa áheita- hlaup frá Húsavík til Akureyr- ar á sunnudaginn til styrktar æfinga- og keppnisferð sem þau fara í desembermánuði til Júgóslavíu. Skíðakrakkarnir ásamt Jagodic Florjan þjálfara sínum en þau ætla að hlaupa frá Húsavík til Akureyrar á sunnudaginn. Mynd: gb Krakkarnir munu næstu daga safna áheitum og þeir sem vilja leggja þeim lið geta hringt í síma 21726 eða 26747 á fimmtudag og föstudag. Erlingur Kristjánsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.