Dagur - 23.11.1988, Blaðsíða 6

Dagur - 23.11.1988, Blaðsíða 6
6 - DÁGUR - 23. nóvember 1988 TANNVERND BARNA Mikil breyting hefur átt sér stað undanfarin ár, varðandi viðhorf fólks til betri heilsu og ræktunar líkamans. Flestir tala um skokk og aeorbik í þessu samhengi, en tennurnar eru ekki oft til umræðu. Þær eru þó með því mikilvægasta sem við eigum og sem betur fer, horfir nú betur hvað snertir tannheilsu íslendinga. Síðan hið opinbera fór að taka virkari þátt í tannvernd, t.d. með skólatannlækningum og reglulegri flúorburstun barna er ljóst að þeir árgangar sem notið hafa þessarar þjónustu koma til með að vaxa upp með allt önnur vandamál en þeir sem nú eru komnir um og yfir miðjan aldur. Sagt er, að innan tíðar verði gervitennur á undanhaldi því þorri fólks komi ekki til með að þurfa á þeim að halda. En lítum hér á dæmi um góðan árangur í tannvernd. í fréttum Dags hefur verið skýrt frá helstu niðurstöðum Árna Þórðarsonar tannlæknis á rannsókn hans á tannheilsu 12 ára barna á Akureyri, en hér verður nánar skýrt frá niðurstöðum. Þá mun- um við skýra frá niðurstöðu könnunar sem Hildur Káradóttur tannfræðingur gerði þegar hún starfaði um tíma við Ungbarnaeftirlitið á Akureyri. Texti: VG - Myndir: TLV Árni Þórðarson: Rannsókn á tannheilsu bama á Akureyri Á fundi Tannlæknafélags Norðurlands nýlega, voru gerðar opinberar niðurstöður rannsókna Árna Þórðarsonar tannlæknis á tannskemmdum barna á Akureyri. Þar kom m.a. í Ijós að stórlega hafi dregið úr tannskemmdum 11- 12 ára barna á Akureyri á skömmum tíma, auk þess sem greinilegur munur er milli hverfa hvað varðar fjölda skemmdra og viðgerðra tann- flata í börnum á þessum aldri. Rannsóknin beindist að 11 ára börnum á Akureyri, þ.e. börnum fæddum 1976. Börnin voru úr 5 skólum á Akureyri. Árni fram- kvæmdi rannsókn sína fyrr á þessu ári, en tilgangur hennar var þríþættur. í fyrsta lagi, að athuga tíðni skemmda, öðru lagi hversu mörg barnanna njóta reglulegrar tannþjónustu og í þriðja lagi að kanna tannhirðuvenjur en ekki hefur verið unnið endanlega úr niðurstöðum þessa síðasta þáttar. Síðastliðinn vetur voru 242 börn fædd 1976 í 11 ára bekk á Akureyri og af þeinr voru aðeins tvö sem ekki voru með ákveðinn tannlækni. Árni skoðaði alls 239 börn, tvö neituðu þátttöku og eitt var veikt. Skipting milli skóla var þessi: af stað á ný og rannsaka sömu börn. Verður athyglisvert að skoða niðurstöður þeirrar rann- sóknar í samanburði við þá fyrri. Glæsilegar niðurstöður Meðalfjöldi fullorðinstanna í börnunum var 23,3. Af þeim reyndust að meðaltali 3,2 vera skemmdar eða viðgerðar. Til samanburðar má nefna, að þessi tala var 6,8 fyrir landið allt í könnun Sigfúsar Þórs Elíassonar á 12 ára börnum 1986. Alþjóða heilbrigðisstofnunin hefur sett það markmið að árið 2000 verði fjöldi skemmdra, viðgerðra og úrdreginna fullorðinstanna í 12 ára börnunt 3,0 eða færri. Rann- sókn Árna bendir til að þetta markmið náist á Akureyri innan fárra ára. Athyglisvert er, að 23,5% barnanna voru með alla tannfleti heila, sem er mjög gott. Álíka mörg voru með 4 eða færri fleti skemmda eða viðgerða. Þetta þýðir að um helmingur allra barnanna var með tennur sínar í góðu eða viðunandi ástandi. Fjöldi skemmdra viðgerðra og skorufylltra tannflata í börnun- um sem skoðuð voru, var að meðaltali 5,8 fletir. Eina viðmið- unin sem til er, er rannsókn próf- essor Sigfúsar frá Akureyri 1986. í Eyjafirði og á Akureyri var Tannlæknafélag Norðurlands að gera átak gegn tannskemmdum barna. Ákveðið var að skorufylla alla fullorðinsjaxla í sex ára börn- um jafn óðum og þeir kæmu fram. Með skorufylltri tönn er ekki átt við viðgerða tönn, því þar hefur heil tönn; skorur í bit- fleti jaxls, verið fyllt með sér- stöku plastefni til þess að koma í veg fyrir skemmd. Hefur þessi aðgerð þótt gefa góða raun í bar- áttunni við tannskemmdir og sýna niðurstöður þessarar könnunar það glöggt. Hópurinn sem Árni skoðaði nú tók einmitt sína fyrstu fullorðinsjaxla árið eftir þessa ákvörðun Tannlækna- félags Norðurlands, þ.e. 1982. Aðra ástæðu nefndi hann, en 30 25 20 t! H3 Skólar (2) + (5) □ Skólar (I) + (4) % börn I5 10 - ■ ;• n - . rrrn 1-4 5-8 9-1213-1617-20 21-24 25-28 29-32 33-36 Fjöldi tannflata. það er viðhorfsbreyting hjá fólki. Það er að vakna til vitundar um tannvernd, tannlæknum hefur fjölgað á Akureyri og þjónusta þar af leiðandi aukist. Sömuleiðis hefur orðið hugarfarsbreyting gagnvart flúornotkun í barátt- unni við tannskemmdir. Að síð- ustu minntist Árni á þátt skóla- hjúkrunarfræðinga í þessu sam- bandi, en þeir vinna ötullega að fræðslu og flúorskolun í öllum skólunum. Árni kannaði einnig mun milli kynja hvað tannskemmdir í full- orðinstönnum varðar og komst að þeirri niðurstöðu að stúlkurn- ar reyndust að meðaltali með jafn marga skemmda eða fyllta tannfleti og drengir. Kemur þetta nokkuð á óvart, því fyrri rann- sóknir sýna að stúlkur eru með fleiri skemmda og viðgerða tann- fleti þar sem þær eru á þessum aldri komnar með fleiri fullorð- instennur en drengir. Sýnir þetta, Drengir: Stúlkur: Alls: Barnaskóli Akureyrar 25 25 50 Glerárskóli 27 27 54 Lundarskóli 30 39 69 Oddeyrarskóli 13 20 33 Síðuskóli 14 19 33 Samtals: 109 130 239 Aðferðin sem notuð var, var sú sama og Sigfús Elíasson prófess- or notaði 1986 er hann kannaði sömu þætti á Iandsvísu, til og með var notaður sami tannlækna- stóll og ljós til þess að tryggja notagildi upplýsinga til saman- burðar við fyrri könnun Sigfúsar og síðari rannsóknir. Árni sagði ástæðuna fyrir þessu þá, að sífellt er verið að skoða tennur í börn- um og bera saman niðurstöður, en oft er verulegur munur á aðferðum. Hann segir það mjög þarft, að koma á samræmdu skoðunarkerfi meðal tannlækna á íslandi. í vetur hyggst hann fara sambærileg tala þá 12 tannfletir. Bendir það til þess að fjöldi skemmdra og fylltra tannflata hefur minnkað verulega á þess- um tíma, en tekið er fram að börnin í rannsókn Árna voru 11 ára, þ.e. ári yngri en í rannsókn Sigfúsar. Ástand þessa aldurs- hóps á Akureyri er því örugglega jafn gott eða betra en gengur og gerist á landinu. Ágæti skorufyUinga Ástæðuna fyrir þessu taldi Árni vera m.a., að árið 1981 ákvað

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.