Dagur - 23.11.1988, Blaðsíða 13

Dagur - 23.11.1988, Blaðsíða 13
23: hóvénít&er -Í988 - DAGÚR - íá Sfldarævintýrið á Siglufirði - spjallað við Björn Dúason um nýútkomna bók hans Ég byrjaði snemma að eltast við síldina, scgir Björn Dúason. Út er komin bókin „Síldar- ævintýrið á Siglufirði“ eftir Björn Dúason, sem hann sjálf- ur hefur gefið út. Þetta er fyrsta bók höfundar og jafn- framt sú síðasta að hans sögn, „þetta er eins erfitt og að eiga barn,“ sagði hann. í bókinni er brugðið upp myndum frá þeim árum í sögu Siglufjarðar þegar bæjarlífið snerist allt um síld- ina og greint frá mönnum sem settu svip á bæinn á þeim tíma. Þá eru og þættir úr atvinnu- og menningarsögu bæjarins. Á kápu bókarinnar er sagt, að verið sé að reyna að bæta við köflum í sögu síldarævintýrisins á Siglufirði. „Þetta eru minningar og samantekt manns sem allt frá barnsárum lifði þennan umbrota- tíma og kynntist af eigin raun síldveiðum og síldarvinnslu . . . Uppistaða í síðari hlutanum eru kvæði og bragir, sem höfundur byrjaði snemma að safna. Margir þeirra munu nú í fárra eigu og hafa hvergi birst.“ Björn Dúason er fæddur í Ólafsfirði en fluttist með foreldr- um sínum til Siglufjarðar árið 1917, þá á öðru ári og ólst þar upp. Hann starfar nú sem skrif- stofumaður í Ólafsfirði. Tvisvar landnám á Siglufírði? „Ég er einkabarn og það skemmdi ekki fyrir því það var aldrei gerður greinarmunur á nóttu eða degi þegar síldin var. Maður gat alltaf verið úti á kvöldin þegar maður vildi og fylgst með, en ég byrjaði snemma að eltast við síldina með móður minni,“ sagði Björn þegar hann leit inn á ritstjórn Dags nýlega. „Það má segja að tvisvar hafi ver- ið gert landnám á Siglufirði, í bæði skiptin af Norðmönnum. Fyrst kont Þormóður rammi hinn forni og nam Siglufjörð og síðan komu ■ hvalfangararnir. Þeir komu auga á þetta ágæta hafnar- stæði og þeir sögðu frá því þegar heim kom, að sjórinn væri þar svartur af síld. Peningamenn í Noregi fóru upp frá því að senda til Siglufjarðar sína menn. í fyrstu söltuðu þeir á flotpöllum utan við bæinn og fengu stúlkur úr landi til vinnu. Það dugði ekki lengi svo þeir fóru að byggja bryggjur. Þá fór fólk alls staðar af landinu að flykkjast til Siglu- fjarðar og bærinn verður merki- legur bær. Þangað kom fyrsti sóknarpresturinn 1888 sr. Bjarni Þorsteinsson sem var einstakur maður og það var mikið lán að fá hann til bæjarins. Nú, fyrst eftir að Norðmenn komu til Siglu- fjarðar, varð að fá mann til að fara með símskeyti til Ólafsfjarðar því enginn var síminn. Þá voru engin salerni og ekkert vatn eða rafmagn.“ Kvennafar og lauslæti - Hvað kom til að þú fórst út í ritun bókarinnar? „Það sem fyrst og fremst hvatti mig til þess var að ég átti svo mik- ið safn af vísum og gömlum kvæðum um Siglufjörð sem ég hafði safnað saman. Þetta eru í mörgum tilfellum gamanvísur sem samdar voru á þessum tíma og sungnar á mannamótum. Auk þess þykir mér sérstaklega vænt um Siglufjörð og lít ávallt á mig sem Siglfirðing. Það liggur því ekki svo mikil vinna á bak við bókina og ég styðst líka við aðrar bækur sem ritaðar hafa verið um sögu Siglufjarðar, eins og tekið er fram í inngangi bókarinnar." Aðspurður um hvort hann ætl- aði ekki að halda áfram skrifum, sagðist hann ekki reikna með því. „Ég varð stundum aö hætta og hvíla mig á þessu þegar ég var að gramsa í skúffum og taka þetta saman. Meinið er, að það er svo gróft það sem eftir er, að það er ekki hægt að láta það frá sér. Kvennafarið og lauslætið var svo mikið, eins og segir reyndar aðeins frá í bókinni. Ég hefði t.d. ekki látið þetta ritverk frá mér, ef mér hefði ekki verið sagt að þetta væri þess virði. Sannleikurinn var nefnilega sá, að hver íslendingur sem kominn var til ára sinna, tók þátt í síldarævintýrinu á einn eða annan máta. Þessi tími er ákaf- lega merkilegur. Málið kom t.d. inn á Alþingi þegar reka átti alla Norðmenn frá Siglufirði." í bókinni er mikið af kvæðum þeim sem Björn hefur safnað. Sem dæmi, þá átti eitt sinn að byggja þar hafnarbryggju og um það voru ortir heilu bragirnir. Þá er í bókinni safn gamalla ljós- mynda frá þessum tímum. Við birtum hér kafla úr bók- inni þar sem segir frá norskum verkunarstúlkum sem komu til Siglufjarðar á hverju sumri. „ Var þetta fastbundinn félags- skapur, sem fylgdi síldinni eftir vertíðum, þrautæfður í sínu starfi. Var hópur þessi nefndur „Flökkumeyjarnar“. Hvorki voru þær fælnar né óframfærnar til orðs né æðis, enda frjálsar og óháðar. Aldrei varð þeim svara- fátt og guldu andsvar við ávarpi. Mátti með sanni segja, að. þær væru prýðilega að sér til munnsins, eigi síður en í verklegri þjónustu og greiðvikni. Hvergi voru þær skráðar til heimilis, greiddu hvergi neina skatta né opinber gjöld. Par sem síldveiðin var - þar voru þær. ..“ „. . . Samtíða norsku blóma- rósunum hér var ein íslensk og gaf hún frændsystrum sínum í engu eftir, hvorki til orðs né athafna. Hafði hún lengi verið í Noregi og starfað á norskum skipum. Sagðist henni sjálfri svo frá, að hún hefði eitt sinn verið háttsett skipsjómfrú á dýrlegustu strandferðaskipum Noregs, um- gengist þar aðalsfólk og meira að segja verið við framreiðslu þar sem hans hátign Noregskonungur hefði setið til borðs. Hefði hún þjónað fyrir háborðinu. En svo kom það slys fyrir eitt þetta dýr- lega farþegaskip, að það strand- aði úti fyrir Lister. Hefði hún bjargast ásamt tuttugu og tveim skipsmönnum upp á ofurlítinn hólma, fáklædd mjög. Kvað hún sig hafa misst öll „undirseglin“, en sveipað sig í þeirra stað norska fánanum, að svo miklu leyti sem það kom að notum. Var hún síðan kölluð „Norska flaggið". Ekki verður getið um nafn hennar né hvaðan hún var ættuð. Henni var vel liðugt um málbeinið og lét engan hjá sér eiga í orðaskaki. “ Þá grípum við niður í kafla sem segir, að bærinn hafi fengið á sig óorð, rógburð og álygar. „Parna í bæ áttu manndráp að vera daglegir viðburðir. Sögu- mennina munaði ekkert um þótt þeir dræpu tvo og upp í þrjá á sérstökum tyllidögum. Allan sól- arhringinn linnti aldrei blóðugum ölæðisbardögum. En - verst varð þó kvenþjóðin úti. Siglfirskar konur og aðkomustúlkur, sem stunduðu síldarsöltun, voru hisp- urslaust stimplaðar hórur, eða vægast skækjur. Pær er til Siglu- fjarðar sóttu í atvinnuleit voru að almannarómi óumflýjanlega barnshafandi eftir vertíðina og löðrandi í kynsjúkdómum.!‘ VG Bílar tíl sölu Cherocee Laredo árg. ’86, 6 cyl. Sjálfskiptur með öllu. Gullfallegur bíll. Skoda 130 CL árg. ’88. Ekinn 4 þús. km. Akureyri, sími 22255. AKUREYRARB/tR Félagsmálastofnun Akureyrar flytur Ráðgjafadeild flytur að Hafnarstræti 103 3.h. símar 25880 og 25881. Lokað verður vegna flutninga fimmtudag og föstudag 24. og 25. nóv. nk. en hægt verður að ná í starfsmenn vegna brýnna erinda milli kl. 1t,og 12 báða dagana. Mánudaginn 28. nóvember verður opnað að Hafnarstræti 103. Heimilisþjónusta flytur að Hlíð og er síminn 27930. Félagsmálastofnun Akureyrar. NYJAR BÆKUR Fást í bóka- búðum og blaðsölum um allt land o SNORRAHÚS Strandgötu 31 • Akureyri Sími 96-24222 itun teitxái itppftMfctft* «0 fausi. Indíánaprinsessan Líkið stjórnar leiknum KRISTRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Hléskógum, andaðist fimmtudaginn 17. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Draflastöðum laugardaginn 26. nóvember kl. 14.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hinn- ar látnu er bent á Sjálfsbjörgu. Guðmundur Þórisson, Sigurður Þórisson, Kristín Gunnarsdóttir, Gunnar Guðmundsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.