Dagur - 10.12.1988, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 10. desember 1988
orðið. Dóttirin er byrjuð á
þriðja súkkulaðimánaðardegin-
um. Ég brá mér í svínabú og
keypti nautahakk í matinn.
Svona gengur lífið.
Þótt ekki megi líta á þetta
sem jólapistil þá varð ég að
segja ykkur nokkrar beinharðar
staðreyndir um mikilvægi jóla-
halds. Nei, ég ætla ekki að
minnast einu orði á kaupmenn,
banka, verðbréfasjóði eða
kennara. Mig langar aðeins til
að ítreka það að varla fengjum
við laufabrauð ef ekki væri
þetta hefðbundna jólahald.
Blessað laufabrauðið er þeim
eiginleikum gætt að það er hægt
að snæða það endalaust með
góðu jólaöli. Jólahangikjötið,
jólahamborgarhryggurinn, jóla-
kjúklingurinn, jólaróstbíffið,
mmmmm. Vonandi man enginn
eftir pistli mínum frá síðustu
jólum þar sem ég lagði til að all-
ir hefðu plokkfisk á borðum í
staðinn fyrir svín um þessi jól og
létu hungraða svertingja fá mis-
muninn.
Meira þarf ég ekki að segja
um blessuð jólin. Þau veita mér
magafylli og það nægir mér.
Maður er það sem maður étur
og ég er kjötfjall og skammast
mín ekkert fyrir það. Það er
ekki mér að kenna að ég fæddist
í landi auðs og allsnægta.
Að lokum vil ég minna ykkur
á að gera jólainnkaupin tíman-
lega og gæta þess að eyða öllu
sem þið eigið og getið fengið
lánað. Blessssssss, kaupum
íslenskt!
Hallfreður
Örgumleiðason:
Góðan daginn, ágætu mannver-
ur. Bráðum koma blessuð jólin,
landið er fagurt og frítt og fann-
hvítir jöklanna tindar, hrafninn
er floginn og enn gala gaukar.
Símastúlkur klóra sér milli
herðablaðanna og hugsa um
sumarfrí á sólríkum ströndum.
Konur eru menn og menn eru
líka menn, en ekki konur. Stór-
skáldið Gaukur Másson snýtti
sér og las upp úr nýju bókinni:
Ég kynntist mörgum skíthæl-
um í kjarneðlisfræðistofnun-
inni. Sigurjón var alltaf að taka
undan mér stólinn þegar ég var
að diffra. Útkoman varð auðvit-
að verri en ella. Ormar klagaði
mig fyrir stjórninni þegar ég
komst að stórmerkum nýjung-
um með sjálfstæðri rannsókn.
Hann er aumingi. Guðjón er
asni. Leifur er svo vitgrannur að
hann hélt að ég léti að stjórn
eins og sprellikarl. Þá göluðu
gaukar.
Æpandi áheyrendur klöpp-
uðu og flýttu sér að kaupa nýju
bókina. Jólasnjórinn gerði sak-
lausum ketti gramt í geði. Hann
kemur þó málinu ekkert við,
þ.e. kötturinn, en hitt er öllu
verra að ég veit ekki hvað ég á
að gefa sjálfum mér í jólagjöf.
Kannski áðurnefnda bók? jrað
er viturlegast að velta málinu
fyrir sér. Hervör Ársælsdóttir er
nefnilega líka með bók fyrir
þessa vertíð. Hún hefst svo:
Mikið gasalega var ég
ástfangin af manninum. Þetta
var roðagyllt ást við fyrstu sýn.
Það var augsýnilegt og síðan hef
ég ekki getað losnað við þessa
tilfinningu. Hins vegar gat ég
losnað við manninn. Þá kynntist
ég sjálfum draumaprinsinum.
Gvöð hvað hann var sjarmer-
andi. Svo kjút og mikið rassgat.
Því miður reyndist hann mann-
leysa og ég gat bara ekki elskað
hann. Loks kom Friðjón í spilið
og sannlega fríður var hann. Ég
hljóp skrækjandi í fangið á hon-
um þegar ég sá hann fyrst.
Já, það. er víst best að tryggja
sér þessa bók áður en hún verð-
ur uppseld. Þetta ku vera raun-
sæ lýsing á reynsluheimi
kvenna, tilvalin jólagjöf fyrir
eiginkonuna, aldraða móður og
aðra kvenkyns vandamenn.
Áreiðanlega metsölubók.
Þannig er nú ástandið hjá
mér, lesendur góðir. Raunar
var ég búinn að skrifa fallega
jólahugvekju fyrir ykkur, en
fegurð er afstætt hugtak og því
lenti hugvekjan sú í rusladallin-
um. Og þó. Ég stakk henni
reyndar undan og ætla að birta
hana í bók minni sem kemur
vonandi út fyrir jólin 1989. Ég
get a.m.k. ekki séð að ástir mín-
ar og ævintýr séu ómerkilegri en
gengur og gerist og hví skyldi
alþjóð ekki fá að njóta þeirra
með mér?
Konan er að baka skorpur,
afsakið, smákökur er víst rétta
Áheyrendur fylgjast spenntir með Gauki Mássyni lesa upp úr bókinni Þá göluðu gaukar.
Þá göludu gaukar
heilsupósturinn
Umsjón: Sigurður Gestsson og Einar Guðmann
af
Slappaðu
Langvarandi tilfinninga- og and-
legt álag endar oft með veikind-
um eða jafnvel því sem verra er,
dauða. Það hefur reynst rannsak-
endum erfitt að útskýra nákvæm-
lega hvernig andlegt ástand leiðir
til líkamlegra kvilla.
Gömul ríkjandi kenning segir
að andlegt á.lag - þar á meðal
þunglyndi, spenna, ástvinamissir
og áhyggjur leiði til þess að mót-
stöðuafli líkamans hrakar. Það
hefur hins vegar komið í ljós að
stressið er aldrei verra en þegar
það er stjórnlaust. Stress er að
sjálfsögðu mjög einstaklings-
bundið fyrirbrigði. Aðstæður
sem virka stressandi á einn mann
þurfa alls ekki að hafa sömu áhrif
á einhvern annan. Sá síðarnefndi
hefur þá sennilega meira vald yfir
sjálfum sér og tilfinningum
sfnum.
Aðstæður sem við geum auð-
veldlega meðhöndlað þegar þær
koma fyrir mjög sjaldan, geta
virkað verulega stressandi þegar
þær koma fyrir reglulega eða
stöðugt. Ef einhver dansar
steppdans í íbúðinni fyrir ofan
þig í 5-10 mínútur þarf það alls
ekki að skapa óþægindi, en sé
það stöðugt og reglulega getur
málið versnað.
Það er mikilvægt að gera sér
grein fyrir því að aðstæðurnar
eru ekki vandamálið, heldur það
sem gert er úr þeim þ.e.a.s.
stressið. Rannsóknir á bæði
mönnum og dýrum hafa leitt það
í ljós að vanhæfnin til þess að
hafa stjórn á stressinu er mun
skaðlegri en stressið sjálft. Raunin
er sú að það hefur verið sýnt fram
á að aukið stress eða álag, án
kvíða og þunglyndis örvar mót-
stöðuafl líkamans. Hópur við
Harvard Midical skólann rann-
sakaði áhrif aukins álags á mót-
stöðuafl líkamans með því að
bera saman þrjá hópa fólks. Þá
komust þeir að því að virkni NK
frumna (Natural Killer) sem eiga
stóran þátt í varnarkerfi líkam-
ans var lítil meðal fólks sem var
undir miklu álagi, kvíða og þung-
lyndi daglega. NK frumuvirknin
var meiri meðal fólks sem var
laust við allt álag og kvíða. Það
kom hins vegar nokkuð á óvart
að mesta NK frumuvirknin var
meðal fólks sem lifði undir stöð-
ugu álagi, en var nokkurn veginn
laust við allan kvíða og þung-
Iyndi.
Stjórnun á stressi
Hvernig er hægt að stjórna stressi
í daglega lífinu? Fyrst er að sjá
einkennin. Það er auðvelt þar
sem líkaminn lætur það iðulega í
ljós þegar þú ert að verða stress-
aður. Þegar þú verður hræddur
eða kvíðinn er hugsanlegt að
blóðþrýstingurinn aukist og þér
verði skyndilega heitt. Stundum
koma fram líkamlegir verkir svo
sem bakverkir, höfuðverkir og
hálsverkir. Einnig getur hvert
einkennið rekið annað svo sem
þegar á eftir kvíða kemur þung-
lyndi, sljóleiki og svo þreyta.
Þegar þú ert búinn að gera þér
grein fyrir einkennunum á stress-
inu þá er auðveldara að eiga við
það. Þú getur notast við æfingar,
hvort sem það eru teygjuæfingar,
lóðaæfingar, eða þolfimi til þess
að losa um vöðvaspennu og and-
lega spennu.
Sennilega er þó ein sú áhrifa-
mesta og auðveldasta leiðin til
þess að hafa stjórn á stressi að
einbeita sér að andardrættinum.
Það hefur reynst rannsakendum erfitt að útskýra nákvæmlega hvernig and-
legt ástand leiðir til líkamlegra kvilla.
Hæg taktföst öndun virkar mjög
afslappandi. Allar þessar æfingar
eru mjög árangursríkar til þess
að hafa stjórn á stressinu, en að
sjálfsögðu er best að koma sér
ekki í þá aðstöðu að það bjóði
stressinu heim, eða að minnsta
kosti breyta aðstæðum. Oft sjá
menn með tímanum hvers vegna
sumt virkar stressandi á þá og þá
er hægt að gera eitthvað til þess
að draga úr áhrifum.