Dagur - 10.12.1988, Blaðsíða 17

Dagur - 10.12.1988, Blaðsíða 17
sakamálasogo 10. desembér 1988 - DAGUR'- 17 f------------------ Aulabárdurbm í Hvíta húsinu Á yfirborðinu virtist allt ganga Harding í haginn. Hann var geypivinsæll og skilningsrík afstaða hans til þeirra ríku varð þeim gleðiefni. Raunar neydd- ist yfirmaður eftirlaunaskrif- stofunnar til að segja af sér vegna misferla og sögusagnir voru á kreiki um að leigusamn- ingar vegna ríkislendna, þar sem olíu væri að finna, þyldi illa dagsljós. En flestir voru glaðir og ánægðir. Hneyksli! Harding fór snemma sumars árið 1923 í opinbera heimsókn til Kanada. Þá grunaði ekki marga hversu rotið stjórnkerfið var. Á heimleiðinni veiktist hann. Sjúkdómsgreiningin var matar- eitrurt. Þegar komið var til San Francisco fékk hann auk þess lungnabólgu. Fréttatilkynning- arnar unt heilsu forsetans lýstu þó æ rneiri bjartsýni. En um það bil, sem almenningur hélt, að hann væri úr allri hættu, kom andlátsfréttin þann 2. ágúst 1923. Líflæknir forsetans kvað dánarorsökina vera hjartaslag. Sorg þjóðarinnar var djúp og einlæg. Síðar fóru sögusagnir á fullt. Samkvæmt einni þeirra, hafði forsetinn frarnið sjálfsmorð. Sú skýring breiddist út eins og eld- ur í sinu eftir útgáfu bókarinnar „Revelry" (Slark) eftir Samuel Hopkins Adams. Rannsóknar- maður í dómsmálaráðuneytinu, sem var náinn samstarfsmaður Daughertys, Gaston B. Means að nafni, tók ennþá stærra upp í sig. í ritlingi sem bar nafnið „Dularfullt andlát Hardings forseta", gaf hann í skyn, að forsetafrúin hefði ráðið hann af dögum með aðstoð líflæknisins. Og Means lá ekki á ástæðunni. Ástæðan var Nan Britton. Smátt og smátt molnaði fagurt ytra byrðið af embættisfærslu Hardings forseta. Hann hafði byrjað starfsferil sinn sem barnaskólakennari, sá síðan fyrir sér i nokkur ár sem trygg- ingasölumaður og fram- kvæmdastjóri lúðrasveitarinnar í heimabæ sínum, þar til að því kom, að hann yfirtók lítiö dagblað og gerðist ritstjóri þess. Sú staða fleytti honunt smátt og smátt upp í sæti öldungadeildar- þingmanns. í þessu brölti var eiginkona hans, Florence DeWolfe, betri en engin. Hún var 5 árum eldri en Harding, dóttir vellauðugs bankastjóra. Hún var kaldlynd og drembin og almennt kölluð „hertogaynj- an“. í Ohio hafði Harding löng- um verið í hlutverki heiðarlegr- ar framhliðar en í bakgarðinunt þróaðist alls konar spilling. Til að hafa Harding góðan, var stungið að honunt fjárfúlgum af og til. Nú sátu nokkrir þessara pörupilta í feitum embættum í Washington. Þvílíkt hneyksli. Harding var það ljóst, því að honum var ekki alls varnað, að þessi gíslan hjá samviskulausum þorpurum yrði honum óbæri- leg. En honum var ómögulegt að rjúfa tengslin við fortíðina. Til að deyfa ógæfu sína, greip hann til venjubundinnar hugg- unar, áfengis, fjárhættuspils og kvenna. Þegar færi gafst, laumaðist hann að heiman til húsakynna við H-Street. Þar flóði áfengi (þrátt fyrir bannlög) og pókerspilið gekk dag og nótt. Seinuihluti Nan Britton Kynlíf Hardings var í sama dúr og nú víkur sögunni loksins að Nan Britton. Harding tók það, sem bauðst, þegar konur voru annars vegar. Oft fór hann á hótel nteð „góðgæti", sem hann hafði „komist yfir". Ein slík var Nan Britton. Árið áður en Harding varð forseti, ól hún barn, sem hún kenndi honum. Það hafði orðið til í fatahenginu á skrifstofu hans, ef trúa má orðum Nan í bók, sem hún gaf út að Harding látnum og hét „Dóttir forsetans". En Harding átti víðar aðgang að „þjónustu" Nan, meðal annars í þinghúsinu. Hann var ákaflega einfaldur. Eitt sinn komst upp um hann og Nan fyrir að hafa gefið upp fölsk nöfn á subbulegu hóteli á Broadway og þá æsti hann sig upp við lögregluna og lýsti því yfir, að hann væri yfir Iögin hafinn, því að hann ynni að mikiivægri rannsókn fyrir Hvíta húsið. Eftir lát Hardings komu upp- ljóstranirnar á færibandi. Það var ljóst að forsetafrúin vissi um samband manns síns við Nan Britton og barn þeirra og hún sauð af afbrýðisemi. Verra var þó, að hún vissi, að bóndinn var i á kafi í misjafnlega heiðarlegunt viðskiptum. Sú vitneskja, töldu margir, varð til þess, að hún ákvað að fyrirfara honum. Sé það rétt. mætti íntynda sér, að frú Harding hafi litið á þessa róttæku aðgerð sem nokkurs konar líknardauða. Forsetinn slyppi við öll þau óþægindi, sem óhjákvæntilega myndu leiða af afhjúpun á iíferni hans. . Staðreynd er, að ýmislegt í til- kynningunum um veikindi og dauða forsetans stcnst ekki. Matareitrunin var talin af völd- úm krabba, en sannað er, að ekki vár neinn krabbi á borðum á skipi því, sem Harding ferð- aðist með frá Alaska til San Francisco. Auk þess er útilokað annað en einhverjir úr fylgdar- liði forsetans hefðu veikst. hefði verið unt matareitrun að ræða. Líflæknir forsetans kvað dánar- orsökina vera hjartaslag, en engin krufning fór fram, því að forsetafrúin lagði blátt bann við slíku. Mörgum þóttu ýmis ummæli læknisins mótsagna- kennd og nteira í ætt við ágisk- anir en staðreyndir. Vilji menn ekki trúa morðkenn- ingunni, er trúlegt, að dánaror- sök Warrens Hardings hafi ver- ið sú, að hann vildi einfaldlega ekki lifa lengur. Honunt var ljóst, að hann væri fastur í neti afbrota, sent upp myndu komast. Þeim sem voru með honum á ferðalaginu, virtist hann vera í einhvers konar skelfingarástandi. Hvað eftir annað varpaði hann fram þeirri spurningu, hvað forsetinn ætti aö gera, þegar vinir hans færu á bak við hann. Hvort heldur það nú var, eitur eða hjartaslag, sem varð Harding að aldurtila, þá hafði honum horfiö öll lífs- löngun. Minnismerkið um Harding Almenningur, sem ekkert vissi, krafðist þess, að reist yrði stórt og viðamikið minnismerki unt Harding og söfnunarstjórn var mynduð. Frá sérstakri rannsóknarnefnd tilsettri af öldungadeildinni streymdu afhjúpanir á hverju hneýkslinu af öðru. Stærstu svikin kölluðust Teapot Donte eftir fjalli sem líktist tekönnu. Fall innanríkisráöherra og góð- vinur hans, Harry F. Sinclair, höfðu snuðað ríkissjóð unt 50 milljónir dollara. Næst var hneyksli tengt olíufundi í Mcxia í Texas. Nokkrir olíukóngar seldu ríkinu olíu og tókst með nokkrum hugvitssömum til- færslum, að tryggja sér hagnaö upp á 25 cent á tunnuna umfram venjubundna álagn- ingu. Ríkið borgaði og þar eö um mikið ntagn var að ræða, varð hagnaður svindlaranna 8 milljónir dollara. Til aö koma þcssu í gcgn hafði verið beitt mútum upp á allt að 800 þúsund dollurum. En það, sent upp komst, var aðeins toppurinn á jakanum, en það nægði til, aö þjóðina setti hljóða. Hvert áfallið koni á fæt- ur öðru, nokkrir af nánustu mönnum Hardings frömdu sjálfsmorð og aðrir létust skyndilega af óskýranlegum ástæðum. Raipiveruleiki þess tíma var mörgum sinnunt viða- meiri og ruddalegri en í Dallas- seríu nútímans. En minnismerkið um Warren Harding reis í heimabæ Itans, Marion í Ohio. Á því var lengi vel engin áletrun. Hvertillagan á fætur ánnarri var lögð fram en hafnað. Harry M. Daugherty reyndi að veita Harding upp- reisn æru, en mistókst algjör- lega. í júnímánuði árið 1931 tók Coolidge forseti af skarið og minnisvarðinn fékk hógværa áietrun, en andrúmslóftið við athöfnina var fjandsamlegt. Sorgarsagan um Harding ætti að vera okkur íhugunarefni. Forseti Bandaríkja Norður- Améríku er einhver valdamesti einstaklingur þessarar jarðar, ef ekki sá valdamesti og ákvaröan- ir hans geta skipt sköpum fyrir okkur öll. Aö þetta vald sé fengið í hendur getulausum undirmálsmanni er ógnvekjandi lyrir okkur öll. Eitt og aðeins eitt gott lét þetta stjórnartíma- bil eftirsig: Sporin hræða. Þeirn arfi er tengd sú von, að endur- tekning eigi sér ekki stað.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.