Dagur - 10.12.1988, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 10. desember 1988
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 70 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR.
RITSTJÓRI:
BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir),
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON
(Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON,
FRI'MANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON
(Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON,
TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Að ijúfa hefð
Dagur skýrði frá því í gær að íþróttafélögin á
Akureyri, KA og Þór, hyggðust nú um áramótin
bjóða flugelda til sölu í fyrsta sinn. Þar með hafa
íþróttafélögin hafið samkeppni við skátana á
Akureyri, en flugeldasala hefur fram til þessa
verið helsta fjáröflunarleið Hjálparsveitar skáta
þar í bæ og hafa skátar verið einir um hituna.
I frétt Dags kom fram að skátar eru afar
óhressir með að íþróttafélögin ætli að nota
þessa leið til fjáröflunar, enda telja þeir að í gildi
sé óformlegt samkomulag milli félagasamtaka
bæjarins um að seilast ekki hvert inn á fjáröfl-
unarleiðir annars. Forsvarsmenn íþróttafélag-
anna kannast hins vegar ekkert við slíkt sam-
komulag. Ekki skal fullyrt hér að slíkt samkomu-
lag hafi nokkru sinni verið staðfest formlega, en
ljóst er að eftir því hefur verið unnið, beint og
óbeint, í áraraðir. Þannig hefur smám saman
skapast viss hefð, sem íþróttafélögin hyggjast
nú rjúfa.
Það er kunnara en frá þurfi að segja að fjöl-
mörg hinna svonefndu frjálsu félaga og félaga-
samtaka, á Akureyri sem annars staðar, byggja
rekstur sinn fyrst og fremst á margvíslegri fjár-
öflun meðal almennings, enda njóta þau tak-
markaðs stuðnings frá hinu opinbera. Þessi fjár-
öflun fer fram með ýmsum hætti. Sem dæmi má
nefna að aðaltekjulind Lionsklúbbsins Hængs á
Akureyri er útgáfa blaðsins „Leo“, skömmu fyr-
ir jól ár hvert. Annar lionsklúbbur, Huginn, hef-
ur selt perur og jóladagatöl í sama skyni.
íþróttafélagið Þór hefur haft talsverðar tekjur af
árlegri Þrettándagleði sinni, KA af útgáfu síma-
skrár fyrir Akureyri, og svona mætti lengi telja.
í öllum tilfellum hafa önnur félagasamtök í bæn-
um látið viðkomandi félag óáreitt í þeim skiln-
ingi að þau hafa ekki tekið upp hliðstæða fjár-
öflun. En nú hefur það sem sagt gerst að
íþróttafélögin KA og Þór hafa ákveðið að selja
flugelda um áramótin og fara þar með inn á svið,
sem fram til þessa hefur verið helgað Hjálpar-
sveit skáta. Menn geta séð í hendi sér afleiðing-
arnar. Tekjur Hjálparsveitarinnar af flugelda-
sölu munu dragast verulega saman og því þurfa
félagar í sveitinni væntanlega að huga að nýrri
fjáröflunarleið áður en langt um líður. Ef þeim
t.d. dytti í hug að standa fyrir Þrettándagleði
eða gefa út símaskrá, er næsta víst að það yrði
tekið' óstinnt upp af forsvarsmönnum íþróttafé-
laganna á Akureyri.
Nokkur íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu
hafa hin síðari ár staðið í samkeppni við skátana
um flugeldasölu. Fram til þessa hefur sá siður
ekki náð fótfestu utan höfuðborgarinnar. En nú
hafa íþróttafélögin á Akureyri sem sagt ákveðið
að taka sunnanmenn sér til fyrirmyndar í þessu
efni. Það ber auðvitað að harma. BB.
úr hugskotinu
Jól þótt að kreppi
Það eru að koma jól, þótt að
kreppi í þjóðfélaginu, og fréttir
af gjaldþrotum, fjöldauppsögn-
um, samdrætti og öðrum viðlíka
plágum, setji nú jafnvel enn
meiri svip á alla fjölmiðlaflór-
una en þetta hefðbundna og
árvissa, en alltaf innihaldslitla
skrum kaupahéðnanna jóla-
glöggu. Menn segja jafnvel að
svört kerti séu nú mjög í tísku,
hvort sem það er nú vegna þess
að fjöldinn sé farinn að finna
fyrir því að farið sé að harðna á
dalnum, eða að kaupmangarar
hafi komið þessu tískufyrirbæri
af stað til að lýsa sorg sinni yfir
eigin versnandi hag.
Siðferði á aðventunni
Hverri aðventu fylgir nú orðið
jólaglögg, og hverri aðventu
fylgja nú orðið sjöljósa rafljósa-
stjakar, hvort tveggja hingað
innflutt úr Svíaríki, að meðtöld-
um Lúsíudeginum, fyrrum
sænskri svallhátíð. En þau sið-
ferðisvandamál sem virðast
dyggir fylgifiskar efnahags-
kreppa hér á landi eru tæpast
innflutningur frá Svíþjóð, en
þessi mál koma mjög gjarnan
upp einmitt á aðventunni, eða
þá í byrjun árs þegar drunginn
er hvað mestur yfir þjóðlífinu
að afloknum gleðskap ársloka-
hátíðanna.
Við munum það öll, að þessi
„þurru" spillingarmál, ef svo
má að orði komast vegna
tengslanna við SÁÁ, þar sem
Hafskipsmálið var hámarkið,
komu upp á yfirborðið í þann
mund sem kreppan sem hófst
1982 eða ’83, var að leggjast yfir
af fullum þunga, og hún var
ekki að fullu gengin yfir, þegar
málið sem tengt var Hjálpar-
stofnun kom upp, gott ef ekki
einmitt á aðventunni. Og enn
gerist það á aðventu, og þegar
alvarleg efnahagskreppa virðist
vera að skella yfir, að það brak-
ar og brestur í kerfinu vegna
þess að siðferðið er ekki sem
skyldi.
Að þcssu sinni er spillingin
ekki „þurr“ eins og áður, þvert
á móti. Hún er „blaut" og það
meira að segja alveg „renn-
blaut". Má segja að þetta sé
kærkomin tilbreyting fyrir
ýmsa. Og alla vega, hafi það
verið ætlun ráðamanna, að fá
fólkið til að gleyma um stund
óáraninni allt í kring, þá hefur
það mætavel tekist.
Tæpast einsdæmi
Ekki skal hér lítið gert úr þessu
vafasama einkaframtaki forseta
Hæstaréttar, að koma sér upp
einkabar á kostnaðarverði, og
það var hárrétt hjá fjármálaráð-
herra að gera mál þetta opin-
bert. Samt sem áður þá læðist
að manni sá grunur, að synd
dómarans sé nú alls ekki svo
stór í sniðum, sé miðað við
ýmislegt annað sem viðgengst í
kerfinu. Það sem aftur á móti
gerir hana alvarlega, er það að
þessi maður gegndi einu æðsta
embætti landsins, og það í sjálfu
dómskerfinu og þegar allt kem-
ur til alls, þá hefur hann fyrst og
fremst verið svo óheppinn, að
hann gegndi nákvæmlega þess-
ari stöðu, fyrir svo utan það að
hann ber ættarnafn sem þykir
fínt.
Því er nefnilega þannig varið
að það sem fyrrum forseti
Hæstaréttar gerði er tæpast
einsdæmi. Misnotkun á aðstöðu
er nefnilega nokkuð sem allir
vita að er látið viðgangast, ef
ekki upp kemst, líkt og hrossa-
kjötsátið eða barnaútburðurinn
forðum. Það er óþarfi að vera
hér nokkuð að ræða um ráð-
herrana eða embættismennina
sem reisa sér veglega bústaði
eða aka dýrum drossíum á
kostnað skattborgaranna,
mennina sem opinberir aðilar
skipa til að hafa eftirlit með eig-
in fyrirtækjum, þá sem geta
beint viðskiptum ríkisins til eig-
in fyrirtækja eða ættmenna
sinna, eða þeirra sem blaðra
sfnkt og heilagt um það hvað
launin í landinu séu óhóflega
há, milli laxveiðitúranna með
útlendu , kóngaslekti, að
ógleymdum þeim sem fá orður
út á það hve sniðugir þeir eru í
viðskiptum við sjálfa sig. Þegar
þessi mál eru skoðuð finnst
manni nú einkabarinn hans
Magnúsar Thoroddsen harla
lítilfjörlegur.
Líka einkageirinn
Og það er auðvitað ekki bara í
hinum svonefnda „opinbera"
geira sem svona hlutir hljóta að
viðgangast. Ef farið væri út í
það að rannsaka einkageirann
er ekki óhugsandi að jafnvel
enn verri siðferðisbrestir kynnu
að koma í ljós, og má vera að
einmitt það sé ástæðan fyrir því
að hann hefur lítt verið rann-
sakaður. Það hefur einfaldlega
enginn hugrekki til þess.
Það gæti þannig verið ómaks-
ins vert að athuga rekstur sumra
sjávarútvegsfyrirtækjanna sem
nú eru á hausnum. Hver veit
nema í ljós kæmi að einhverjar
af bankaskyldum þeirra væru
ekki vegna togarans eða frysti-
hússins, heldur vegna íbúðar-
innar sem eigandinn hefði keypt
í Borginni, svo að dóttirin Sigga
í Versló eða sonurinn Gunnar í
viðskiptafræðinni hefðu nú þak
yfir höfuðið meðan þau væru í
skóla, eða að vélin í bátnum
sem bilaði í fyrra hafi í rauninni
verið nýr Lincoln handa synin-
um á sautján ára afmælisdag-
inn.
Þeir eru án efa fleiri Granda-
vagnarnir á íslandi en við ger-
um okkur grein fyrir og fá jafn-
vel lán úr Atvinnutrygginga-
sjóði meðan vindhanar gala yfir
Ogurvíkum.
Jól þrátt fyrir allt
En líklega ætti maður ekki að
vera svona dómharður, því það
eru að koma jól, þrátt fyrir allt
krepputalið, svörtu kertin og
spillinguna í kringum okkur. Sá
er við á jólum tignum mátti nú
þola það í sínu lifanda lífi að
vera kallaður auðnuleysingi,
fyllibytta ef ekki eitthvað enn
verra, en varð þó mestur á jörð.
Og ef til vill eru þeir sem gjarnir
eru að skara eld að sinni köku
oft í rauninni bestu skinn sem
hafa misstigið sig á siðgæðis-
brautinni, og sjálfsagt oft meira
fyrir vanþekkingu og hugsunar-
leysi en illmennsku. Þeir eru
heldur örugglega ekkert vondir
menn þessir pólitíkusar sem
segja að launin séu of há, jafn-
vel á helgum Hólastað, þeir
bara einfaldlega þekkja ekki
kjör venjulegs launafólks, og
vitanlega eru til laun í þjóð-
félaginu sem að skaðlausu
mætti lækka verulega, laun
manna á borð við Guðjón B.
Ólafsson, sem Framsókn af
óskiljanlegum ástæðum álpaðist
til að kjósa í miðstjórn, laun
Páls í Pólaris, Geirs Hallgríms-
sonar, nokkurra bankastjóra og
verðbréfabraskara. En það að
fara að blása til almenns stétta-
stríðs nú er stórvarasamur
hlutur, og getur lítt talist í anda
barnsins sem í Betlehem var
fætt. Við ættum miklu heldur að
strengja þess heit um þessi jól
og áramót, að taka öll höndum
saman og vinna okkur út úr
vandanum sem að steðjar,
þannig að hver og einn vinni
eftir getu og uppskeri laun eftir
þörfum. En fyrst af öllu verður
að byrja það verk að moka flór-
inn í siðgæðisfjósinu okkar. Það
eitt út af fyrir sig er árangursrík-
ari efnahagsaðgerð en margur
hyggur.
Reynir
Antonsson
skrifar