Dagur - 10.12.1988, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 10. desember 1988
Mér hefiir alltaf komið
vel saman við bœkur
- segir Sigurður Þorbjarnarson, fyrrum bóndi á Geitaskarði
Þaö er Sigurður Þorbjarnarson, fyrrum bóndi á
Geitaskarði sem er í helgarviðtalinu að þessu
sinni. Hann man tímana tvenna varðandi sveita-
störfin. Hann man þá tíma þegar mannshöndin
varð að vinna öll störf til sveita og þegar hesturinn
og hestverkfærin fóru að létta sveitafólkinu störfin
og hann tók þátt í vélvæðingarbyltingunni í land-
búnaðinum. Sigurður var mikill félagsmálamaður
og var valinn til margra trúnaðarstarfa fyrir sveit
sína. Hann sat í fjölda ára í hreppsnefnd Engi-
hlíðarhrepps, var fulltrúi sveitar sinnar í sýslu-
nefnd og hreppstjóri var hann um alllangt skeið.
Hann segir að sér hafi þótt vænst um starf sitt í
sýslunefndinni því sér finnist að þar hafi hann náð
því að koma góðum málum til leiðar og gera mest
gagn. Sigurður er fæddur á Heiði í Gönguskörðum
þann 27. október 1916. Foreldrar hans voru Sigríð-
ur Árnadóttir frá Geitaskarði og Þorbjörn
Björnsson frá Heiði. Árið 1944 kvæntist Sigurður,
Valgerði Ágústsdóttur frá Hofi í Vatnsdal. Þau
tóku við búi af foreldrum Sigurðar árið 1946 og
ráku myndarbú á Geitaskarði fram undir 1980 og
eignuðust fimm mannvænleg börn. Nú býr á Geita-
skarði Ágúst sonur Sigurðar og Valgerðar, ásamt
eiginkonu sinni Ásgerði Pálsdóttur.
Það voru hafðar
kindur í bænum
til að hita hann upp
„Eg óst ekki upp á Heiði nema
að litlu leyti. Var meira hjá móð-
urforeldrum mínum á Geita-
skarði sem ég virti mjög mikils.
Hins vegar á ég minningar frá
Heiði eins og gefur að skilja og sú
fyrsta er frá frostavetrinum
mikla, sem svo var kallaður,
1918. Frostin urðu þá það hörð
þarna uppi í fjöllunum að allt ætl-
aði að frjósa og það voru fluttar
kindur inn í bæinn til að verja
t.d. matvæli fyrir skemmdum og
halda yl. Minningin er bundin við
að ég þorði ekki að fara einn
fram hjá stíu sem var útbúin fyrir
hrúta á milli baðstofu og svefn-
herbergis foreldra minna. Ég
man að ég skreið þarna á milli og
hafði mikla ógn af hrútunum eða
hrútshornunum á bak við spilið.
Húsakynnin á Heiði voru gamall
fimm bursta torfbær og þar voru
löng og dimm göng. Myrkfælnin
fylgdi þeim auðvitað eins og öllu
myrkri á þessum tíma þegar
Skottur, Mórar og Skinnpilsur
voru nærri jafn sjálfsagt heimilis-
fólk og foreldrarnir og systkin-
in,“ sagði Sigurður.
- Hvenær fluttu foreldrar þín-
ir frá Heiði að Geitaskarði?
„Pað var 1926. Þá urðu við-
skipti á milli afa gamla og pabba
sem þá keypti jörðina. Eg man
ekki mikið eftir búferlaflutning-
unum en það stendur í ævi-
minningum pabba að hann hafi
farið með 12 sleða lest yfir fjöll.
Þessir flutningar fóru fram síðari
hluta vetrar á hjarni. Ég held að
ég muni það rétt að Lúðvík
Kemp sem þá bjó á Illugastöðum
hafi verið ráðgjafi pabba og
hjástoð í þessum flutningum.
Hann var vanur og mikill ferða-
maður. Þá var farið um Hryggja-
dal, Kamba, Víðidal, Litla-
Vatnsskarð og niður Strjúgs-
skarð. Það var farin meira en
þessi eina ferð og mig minnir að
hann hafi talað um þrjá sleða
síðar. Búpeningur var ekki flutt-
ur vestur fyrr en um haustið
nema kýrnar. Foreldrar mínir
hófu búskap á Geitaskarði vorið
1926 og þá með afa og ömmu
búandi enn á smá hluta af jörð-
inni með grasnytjar og nokkrar
skepnur. Ekki löngu seinna tóku
foreldrar mínir við allri jörðinni.“
- Þú hefur séð mikið breyt-
ingaskeið á vinnubrögðum til
sveita. Hvernig voru þau í þinni
æsku?
„Það var mikil breyting. Á
Heiði var ekki önnur tækni til en
hjólbörur og ekki hægt að nota
þær mikið vegna þess hvað túnið
var þýft. Flutningatæknin var
hesturinn með því sem hægt var
að koma á hann og við hann. Það
voru notaðir kláfar til að bera út
skítinn á túnið, hrip voru notuð
til að reiða heim mó og krókar til
að flytja byggingarefni, þ.e.a.s.
hnausa og strengi og annað slíkt
efni til byggingar torfhúsa. Ann-
að var eftir því og vinnubrögð
utanhúss og innan voru þau sömu
og höfðu tíðkast í gegnum aldirn-
ar held ég að megi segja. Það var
staðið á teig við slátt með orfi og
Ijá að minnsta kosti 10 tíma á dag
og konurnar með hrífurnar á eftir
og heyið borið saman með hönd-
unum."
- Þótti ekki rnikil framför þeg-
ar hestakerrur komu til sögunn-
ar?
„Jú það var vissulega stór
bylting. Það var ekki kominn
kerrutími norður á Skörðum þeg-
ar við fluttum þaðan, þar var
enginn vegarspotti til nema að ég
man eftir örnefni hátt uppi í hlíð
sem hét Hróarsgötur. Þar um lá
leiðin upp Heiðardalinn og norð-
ur yfir Heiði og út Laxárdal, það
voru bara reiðgötur. Eftir þeim
voru aðdrættir úr kaupstað fluttir
á hestbaki.“
Tæknin kom til sögunnar
í menningunni
í Langadalnum
„Tæknin kom fljótt til sögunnar
þegar koinið var í menninguna í
Langadalnum. Þá var þar hlemmi-
vegur að manni fannst eftir öllum
dalnum og til Blönduóss og hesta-
kerrur og vagnar þóttu þar sjálf-
sagðir hlutir. Ég man ekki fyrir
víst hvenær fyrstu bílarnir komu
en sennilega hefur það verið á
árunum 1927-’29.
Það var mikil upplifun að sjá
þessi farartæki fara um veginn á
eigin spýtur án þess að maður sæi
neitt sem hjálpaði þeim til að
komast áfram. Svo fóru heyvinnu-
vélar fyrir hesta að verða algeng-
ar. Jónatan á Holtastöðum, sá
ágæti maður, flutti fyrstu hesta-
sláttuvélina inn í héraðið. Það
mun hafa verið eina tækið sinnar
tegundar á svæðinu í nokkur ár.
Það voru einhverjir tæknilegir
örðugleikar við hana, greiðan var
of gróftennt og sló illa. Það varð
svo algengt að hestarnir tóku við
striti mannsins og leystu orfið af
hólmi og aðrar heyvinnuvélar
tengdar hestum fóru að verða
algengar. Það má geta- þess í
samanburði á gömlum tíma og
nýjum að maður gæti ætlað að
það hafi verið mjög erfitt verk að
slá með orfi í 10 tíma á dag 6-7
daga vikunnar en samt er það
þannig að ég man ekki eftir
þreytumerkjum hvorki á karli né
kerlingu og unglingar áttu nóg
eftir á kvöldin eftir 10 tíma vinnu-
dag til að fljúgast á og leika sér.
Ég held að fólk hafi verið ódrep-
ið af þessari miklu vinnu. Annað-
hvort hefur fólkið'verið þrek-
meira en það er nú eða lífsfjörið
hefur verið meira.“
- Voru ekki foreldrar þínir
alltaf með vinnufólk?
„Ég man að það var vinnukona
og tveir vinnumenn á Heiði en
það dugði ekki til eftir að flutt
var í Geitaskarð og búið stækkað
verulega. Heiði bar ekki þá
áhöfn sem síðar varð á Geita-
skarði. Við systkinin vorum sex
og það tók nokkurt pláss í heimil-
inu og þar að auki voru tveir
vinnumenn og mig minnir að
aldrei hafi verið minna en einn
kaupamaður til viðbótar yfir
sumartímann. Síðan var ein föst
kona í bænum allt árið og tvær
kaupakonur að sumrinu svo þetta
var fjölmennt heimili.
Það var mikið sönglíf á mínu
bernskuheimili því foreldrar
mínir voru bæði músíkölsk og
söngvin. Mér eru minnisstæðar
kvöldstundir við orgel- eða gít-
arspil og söng. Pabbi var sérlega
barngóður og laginn við að
umgangast börn, bæði sín eigin
og önnur.“
- Hvað var bú foreldra þinria
stórt þegar flest var?
„Nú man ég það ekki vel en
það munu hafa verið yfir þrjú
hundruð fjár og kýrnar sennilega
tíu. Það var svo naut á einum bás
og kálfastía á öðrum.“
- Var ekki mikið verk að
vinna úr mjólk úr svo mörgum
kúm?
„Foreldrar mínir höfðu þann
hátt á að það var unnið úr mjólk-
inni og mjólkurmatur var mjög
mikið notaður í heimilinu svo
seldi hann bæði smjör, rjóma og
skyr. Eftir að ég tók við búinu
seldi ég skyr, smjör og rjóma og
það var þó dálítil stoð að því á
erfiðleikaárunum í kringum
mæðiveikina. Það eru í rauninni
einu fjárhagslegu erfiðleikarnir
'sem ég hef lent í á ævinni sem
sköpuðust í kringum þá pest.
Hross voru nokkuð mörg ég
man ekki töluna en ég hafði
spurnir af því að afi gamli hafði
átt 100 hross. Mér er minnisstætt
þegar hrossunum var smalað
heim að vori, til að gera þeim til
góða svo sem að raka af þeim og
marka folöld. Það var fallegur
floti og í minningunni er meiri
hluti þessara hrossa hvítur. Þó
var eitthvað af rauðum hrossum
og brúnum. Pabbi hafði aldrei
jafn mörg hross þótt hann ætti
nokkuð stóra hópa.
Það kom fram áðan að hest-
arnir hefðu tekið við hluta af
störfum fólksins en heima var
það sennilega svolítið með seinni
skipunum. Pabbi var fastheldinn
á gamlar venjur, gamli maður-
inn, og ég man að það var staðið
við slátt löngu eftir að maður
heyrði suðið í sláttuvélinni á
Holtastöðum. Svo breyttist þetta
allt en ég man ekki ártalið þegar
véltæknin hóf innreið sína í hey-
skapinn hjá okkur.“
Klárinn Skjöldur varö
hesta elstur, 42 ára
- Varð ekki einn af vinnuhestun-
um á Geitaskarði allra klára
elstur?
„Þú átt við Skjöld, liann varð
42 ára gamall. Það var merkileg-
ur hestur ekki aðeins fyrir aldurs-
sakir. Hann var á eftirlaunum
síðustu 3-4 árin og var þá ekkert
hreyfður og var í túninu og hag-
aði sér eins og hann vildi. Þetta
var klár til allra nytja og á sínum
tíma reiðhestur mömmu. Þar fyr-
ir utan var hann notaður til burð-
ar og dráttar. Ég veit aldur hans
nákvæmlega því hann var folald
undir móður sinni 1926 þegar
flutt var að Geitaskarði frá
Heiði. Þetta var mjúkgengur klár
og þokkalega viljugur. Eg eign-
aðist svo þennan hest þegar ég
tók við búi af pabba. Ég átti um
tíma fjóra hvíta hesta sem voru
bræður og Skjöldur var einn
þeirra.
Þótt ég hafi aldrei verið hesta-
maður eru tveir klárar mér sér-
staklega hugstæðir. Annar þeirra
var bleikur hestur fæddur sama
ár og Skjöldur. Hann var aldrei
notaður til annars en dráttar. Það
var eins og hann hefði mannsvit
og þegar búið var að raða kannski
sex krökkum á hrygginn á honum
og hann lullaði áfram með þetta
þá fann hann ef einn krakkinn fór
að hallast og stoppaði þá og leit
aftur þangað til krakkinn var
búinn að rétta sig af.
Ef ég á að láta þig hafa aðra
hestasögu þá ætla ég að nefna
Hvíting sem var snillingshestur
og mjög vitur. Þetta var lipur og
viljasnarpur klár sem ég notaði
þegar ég var að ríða til lambánna
Heyskapur aft Gcitarskarði í Laugadal.