Dagur - 10.12.1988, Blaðsíða 9
fO.'^leSérffb'ei'' 1988 - ÐAGUR - 9
Kynnirtg
c5f &nsku
/íðunum
Lvosioí
S& t!,
tfQSTER!
•v i .«;m
©MWilSfes
KOSTER!
V.IIÍ.
•pSTIiR!
l.ACKR
jyt'Ury
$ íÍftKll
y
Aftasta röö (frá vinstri til hægri): Alan Reeves, lan Butterworth, Robert Rosario, Jon Sheffield, Bryan Gunn, Andy Linighan, Michael Phelan, Andy Townsend.
Miöröð: Tim Sheppard, Malcolm Alien, Jeremy Goss, Dale Gordon, Simon Ratcliffe, Paul Cook, lan Culverhouse, Andy Fensome, Mark Bowen, Dave
Williams (aöstoöarframkvæmdastjóri). Fremsta röö: Mike Walker (framkvæmdastjóri varaliös), Trevor Putney, Junior Soanes, Robert Fleck, Tony Flana-
gan, Ruel Fox, lan Crook, Ðave Stringer (framkvæmdastjóri).
Óhætt mun að fullyrða að ekk-
ert lið hefur komið eins mikið á
óvart í 1. deild í vetur og
Norwich. Flestir töldu að liðið
yrði í fallbaráttu eftir að hafa
selt sína bestu leikmenn und-
anfarin ár. En liðið byrjaði
mjög vel, sigraði í sínum fyrstu
leikjum og hefur leikið mjög
skemmtilega knattspyrnu.
Árangur liðsins á útivöllum
hefur verið glæsilegur og það
var ekki fyrr en um síðustu
helgi að liðið tapaði sínum
fyrsta leik á útivelli gegn Aston
Villa. Hins vegar hefur liðinu
ekki gengið eins vel á heima-
velli og tapaði m.a. gegn
Charlton sama dag og fram-
kvæmdastjórinn, Dave
Stringer, var valinn fram-
kvæmdastjóri mánaðarins fyrir
september. Norwich hefur set-
ið í efsta sæti 1. deildar lengst
Fyrir um ári var Norwich í
þriðja neðsta sæti í 1. deild,
framkvæmdastjórinn Ken
Dave Stringer framkvæmdastjóri
Norwich.
af í vetur og getur án efa þakk-
að það að miklu leyti því að
hafa sloppið við meiðsl og
þannig getað teflt fram nánast
óbreyttu liði lengst af. Það hef-
ur komið sér vel þar sem
breiddin hjá félaginu er ekki
mikil. Dave Stringer hefur þó
varað leikmenn sína við því að
ofmetnast ekki því enn geti allt
gerst. Norwich hefur ekki mikið
af landsliðsmönnum í sínum
röðum, en það gæti þó breyst
á næstunni. Markvörðurinn
Bryan Gunn hefur verið í
landsliðshópi Skotlands og
vinstri bakvörðurinn Mark
Bowen hefur leikið fyrir Wales
ásamt Malcolm Allen. Miðherj-
inn Robert Fleck hefur leikið
með landsliði Skotlands 21 árs
og yngri og þeir Dale Gordon
og Robert Rosario með Eng-
landi í sama aldursflokki. En
Norwich hefur marga snjalla
Brown rekinn og Dave Stringer
þá þjálfari tók við. í desember
var hann síðan ráðinn í starfið
og gæfan snerist liðinu í hag.
Stringer kom til Norwich sem
leikmaður 1960 og lék 499
leiki fyrir liðið þ.á m. tvo úrslita-
leiki í deildabikarnum. Hann
var síðan 5 ár hjá Cambridge
sem leikmaður og fram-
kvæmdastjóri, lék þar 157
deildaleiki, en kom síðan aftur
til Norwich sem þjálfari. Hann
stokkaði upp þjálfaralið félags-
ins er hann tók við sem fram-
kvæmdastjóri og gerði welska
landsliðsmanninn David Willi-
ams að aðstoðarmanni sínum.
Williams var þá leikmaður
með liðinu, en hafði verið
framkvæmdastjóri og leikmað-
ur hjá Bristol Rovers áður en
hann kom til Norwich. Mjög
snjall þjálfari sem var fenginn
til að stjórna landsliði Wales í
einum leik í fyrra. Þá fékk hann
einnig til liðs við sig Mike
Walker fyrrum framkvæmda-
stjóra hjá Colchester til að sjá
um þjálfun varaliðsins.
Saman hefur þeim tekist að
lyfta Norwich upp af botni 1.
deildar alla leið á toppinn á
einu ári og framtíð félagsins
virðist björt um þessar mundir.
Þ.L.A.
leikmenn í liði sínu, lan Butt-
erworth og Andy Linighan eru
sterkir miðverðir og Linighan
skorar einnig mörk fyrir liðið.
Fyrirliðinn Mike Phelan, Trevor
Putney, lan Crook og Andy
Townsend hafa staðið sig vel
á miðjunni, en sóknarmennirn-
Norwich lagði út £ 548.000 fyr-
ir þrjá leikmenn í sumar, en
framan af voru þeir geymdir
undir teppum á varamanna-
bekknum og komust ekki í
liðið. Framherjinn Malcolm All-
en var keyptur frá Watford fyrir
£ 175.000, Paul Cook tengilið-
ur frá Wigan fyrir £ 73.000 og
miðvallafleikmaðurinn Andy
Townsend frá Southampton á
£ 300.000. Þá kom gamla
West Ham hetjan Alan Taylor,
35 ára miðherji án kaupverðs
frá Bury til Norwich. Félagið
hefur grætt stórar fjárupphæð-
ir undanfarin ár með sölum á
sínum bestu leikmönnum og
stendur því mjög vel fjárhags-
lega. Nægir þar að nefna leik-
menn eins og Chris Woods,
Dave Watson og Steve Bruce.
Norwich seldi Kevin Drinkell sinn
aðalmarkaskorara til Rangers i
sumar, en saknar hans þó ekki.
ir Fleck sem er aðalmarka-
skorari liðsins, Robert Rosario
og útherjinn Dale Gordon hafa
þó vakið mesta athygli í vetur.
Þrátt fyrir velgengni liðsins að
undanförnu er erfitt að ímynda
sér að liðinu takist að sigra í 1.
deild, en ætti örugglega ekki
En það hafa einnig verið
keyptir leikmenn og á síðasta
leiktímabili var Robert Fleck
keyptur frá Rangers fyrir
£ 580.000, Andy Linighan frá
Oldham á £ 300.000 og mið-
vörðurinn John O’Neill frá
Leicester fyrir £100.000.
O’Neill átti að taka við af Steve
Bruce er hann var seldur til
Man. Utd., en eftir 34 mín. af
sínum fyrsta leik gegn Wimble-
don meiddist hann á hné og
varð að hætta í knattspyrn-
unni.
í sumar voru nokkrir leik-
menn seldir frá Norwich, þeirra
að þurfa að óttast fallbaráttu.
Norwich féll úr deildabikarnum
í 3. umferð gegn 2. deildarliði
Leicester. Norwich varð
deildabikarmeistari 1962 og
1985. Þá sigraði liðið í 2. deild
1972 og 1986 og varð 3. deild-
armeistari árið 1934. Þ.L.A.
dýrastur var miðherjinn Kevin
Drinkell sem fór til Rangers
fyrir £ 600.000. Tony Spearing
kostaði Leicester £ 100.000
og Manchester City varð að
greiöa £160.000 fyrir Wayne
Biggins. Sheffield Utd. keypti
varamarkvörðinn Graham
Benstead fyrir £35.000 og
tveir varnarmenn fengu frjálsa
sölu, þeir Shaun Elliott til Black-
pool og Ken Brown sonur fyrr-
verandi framkvæmdastjóra til
Plymouth. En sennilega hefur
engu liði í 1. deild tekist að
eika eins vel á leikmannamark-
aðinum og Norwich.
1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2
Páll er ósigrandi
Páll Pálsson Nætusölukóngur er sem fyrr kóngur í ríki sínu í
getraunaleiknum. Honum gekk ekkert sérstaklega vel og var
aðeins með fjóra rétta. En Soffía Jóhannsdóttir varð illa fyrir
barðinu á óvæntum úrslitum og náði einungis að hafa þrjá rétta.
Páll hefur nú skorað á Guðmund Lárusson í Landsbankanum
og varð hann að sjálfsögðu við þeirri áskorun. Seðill Guðmund-
ar kom innsiglaður til blaðsins og verður gaman að sjá hvort sú
leynd dugir honum til að velta Páli úr sæti sínu.
Páll:
Charlton-Q.P.R. 1
Coventry-Man.Utd. x
Derby-Luton 1
Middlesbro-Aston Villa x
Newcastle-Wimbledon 1
Norwich-Arsenal x
Southampton-Nott.For. 1
Tottenham-Millwall 2
West Ham-Sheff.Wed. 2
Blackburn-lpswich 1
Chelsea-Portsmouth 1
Leicester-Sunderland 1
N.N
Charlton-Q.P.R. x
Coventry-Man.Utd. 1
Derby-Luton 2
Middlesbro-Aston Villa 1
Newcastle-Wimbledon 1
Norwich-Arsenal x
Southampton-Nott.For. 2
Tottenham-Millwall 1
West Ham-Sheff.Wed. 2
Blackburn-lpswich 1
Chelsea-Portsmouth 1
Leicester-Sunderland x
1X2 1X2 1X21X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2
Framkvœmdastjórinn
Kaup og sölur