Dagur - 10.12.1988, Blaðsíða 5
10. desember 1988 - DAGUR - 5
carmina
t
Stærðfræðin
elskaði mig ekki!
- Gunnar Kárason í Carmínu-viðtali
Hann fór beint úr barnaskóla
í Menntaskólann og er þar
enn, 32 árum seinna! Kann
að virðast ótrúleg fullyrðing;
er engu að síður sönn og
skýrist við nánari lestur.
Skólinn er þar af leiðandi
orðinn hluti af honum, að
eigin sögn og var því Ijúflega
tekið í þá beiðni að rifja upp
minningar frá sjálfum náms-
árunum. Við eigum hér við
vel þekktan Akureyring,
Gunnar Kárason fjármála-
stjóra hjá heildverslun Val-
garðs Stefánssonar, íþrótta-
áhugamann og kennara með
meiru. „Eg dró bókina fram
og fór að lesa hana átður en
ég kom, “ sagði Gunnar, „og
teygjubyssan á að táikna
prakkaraskapinn. Já, hann
Jóhann Heiðar (Jöhannsson,
lœknir) sem teiknaði mynd-
ina þekkti mig ágœtlega. “
Textinn í Carmínu byrjar á því
að sagt er frá einu einkenni
Gunnars. „Jæja, heyrist sagt, og
þá er Gunnar kominn." Þeir sem
þekkja hann vita að hann segir
þetta enn í dag. Fleira í textanum
hefur sömuleiðis hitt í mark svo
það er greinilegt að Gunnar hef-
ur ekki mikið breyst. Hann segist
líka enn vera þcirrar skoðunar að
léttleikinn létti manni lífið og sé
því nauðsynlegur. Um hvort
skapið sé enn svona gott segir
Gunnar að hann voni það, „ef ég
reiðist, læt ég vita af því en það
stendur ekki lengi."
„Ég fór beint úr barnaskóla í
Menntaskólann, því miðskóla-
deild var þá til húsa í Mennta-
skólanum," sagði hann aðspurð-
ur um hvenær skólagangan hafi
hafist og kom þá skýringin á því
hvers vegna hann hafi verið við
nám í skólanum í 8 ár. Það var
sem sagt ekki vegna þess að nám-
ið gengi illa.
Við báðum Gunnar að láta hug-
an reika fil baka og segja okkur
það helsta sent kærni upp í
hugann.
Ógleymanlegar gosferðir
„Þetta voru svo góð ár. Ætli það
séu ekki ferðalögin og útgáfa
Carmínu sem standa upp úr. Við
Gunnar Eydal frændi minn sáum
aðallega um aö koma bókinni úl.
en það var geysilega mikil vinna.
Finnur Birgisson og Jóhanna
Bogadóttir sáu um að tcikna
myndirnar.
Þá eru gosferðirnar óglcyman-
legar, en við flugum bæði yfir
Öskju '61 og Surtsey '63. Það
kom þannig til að við í 4. S, leigð-
um okkur flugvél þegar Askja
gaus og síðan var það „prinsipp"
ntál að fara líka og sjá Surtsey,
því við gátum ekki látiö eldgos
fara framhjá okkur.
Á fyrsta gosdegi þcgar Surtsey
varð til, kom til Akureyrar DC-3
vél Flugfélags íslands um morg-
uninn í áætlunarflugi l'rá Reykja-
vík. Um leið og við Gunnar Éydal
heyrðum um gosið kvöldið áður,
fórum við og töluöum við Kristó-
fer Vilhjálmsson umboðsmann
og það varð úr, að morgunvélin
frestaði suðurferð og flaug með
svo til alian bekkinn til Vest-
mannaeyja. Þetta var ægilega
gaman og alveg stórkostlegt að
sjá þetta. Eyjan var ekki komin
upp úr sjónum að ráði, en alveg
fast að því.“
- Það er talað um söluhæfi-
leika þína í textanum og sjoppu-
stjórn. Má ekki segja að þú hafir
haldið áfram á þeirri braut?
„Já, það var alltaf þetta sjoppu-
stand á mér. Ég veit ekki hvers
vegna ég fór út í þetta, en ég
byrjaði strax á því. Sjálfsagt hef-
ur þetta komið í minn hlut því ég
þekkti vel til í bænum. Núna
starfa ég hjá heildverslun sem
m.a. selur sælgæti svo ég hef ekki
farið langt út fyrir þetta."
Betur geymdir
á Halamiðum
- Voru einhverjir sérstaklega
eftirminnilegir kennarar við skól-
ann á þessum tíma?
„Þeir voru nú margir skraut-
legir. Steingrímur Sigurðsson
kcnndi mér ensku, en hann var
mjög góður kennari og alveg sér-
stakur „karakter". Strangur var
hann, en hann gat líka veriö
háðskur og tekiö menn í gegn.
Ég man eftir því þegar hann
sagði eitt sinn við nemanda sem
honum þótti ekki standa sig nógu
vel: „Þið ættuð að vera á togara á
Halamiðum."
Þórarinn Björnsson var skóla-
meistari á þessum tímum og var
merkilegur maður. Viö áttum
töluverð samskipti viö hann, sér-
staklega þegar við vorum að
nauða um að fá frí, en hann var
níslcur á það. Fríið þurftum við
t.d. þegar við voruin að rcdda
flugvélum og mikið þegar Carm-
ína var í vinnslu. Hann gaf sig
yfirleitt fyrir rest, en vildi fá
frambærilegar ástæður fyrir frí-
inu."
Gunnar útskrifaðist vorið
1964, svo hópurinn á 25 ára stúd-
entsafmæli næsta vor. Af því
tilefni er verið að gefa út bækling
með helstu æviágripum nemenda
frá því að skólagöngu lauk. „Það
kom auðvitað í minn hlut, ásamt
öðrum að standa að þeirri útgáfu,
eins og Carmínu forðum."
- Það er minnst á óendur-
goldna ást þína á stærðfræði!
Segðu okkur nánar frá henni?
Gunnari Kárasyni var sögö lagin sú list
manni.
- „Það er ósköp einfalt; stærð-
fræðin elskaði mig ekki! Ef satt
skal segja, gekk mér ekkert sér-
staklega vel með liana og fór
reyndar frekar létt í gegnum
þetta nám eins og kemur nú fram
í bókinni. Þetta gekk betur þegar
ég t’ór i viðskiptafræðina í
Háskólanum, enda þar komnar
greinar sem höföuðu meira til
mín."
Þá glottu kennararnir . . .
Það liðu ekki mörg ár frá þvf að
hann útskrifaðist, þangað til
hann kom aftur og þá sem kenn-
ari í bókfærslu. „Það glottu sumir
gömlu kennararnir þegar ég gekk
inn á kennarastofuna, því þeir
hafa örugglega ekki átt von á því
að ég færi að kcnna og eflaust
hefur örlað á vantrausti til þess
að byrja með, en þarna cr ég
enn.“
- Nú ættir þú að geta séö hvort
mikið hafi breyst á þessum tíma.
Úr Carmínu:
Gunnar Kárason fæddist á Akureyri 11. marz 1943. Foreldrar: Sigríður
L. Árnadóttir og Kári Johansen, deildarstjóri.
Jæja, heýrist sagt, og þá er Gunnar kominn. Um leið léttir yfir
mönnum, gamanyrðin fjúka og hlátrasköll heyrast. Þannig er það alltaf.
Þar sem Gunnar er, þar er kæti og fjör á ferðum. Honum er lagin sú list
að vekja bros og hlátur hjá hverjum manni. Hann á það til að benda á
það, sem miður fer, en það svíður ekki undan. Hann er ekki gefinn fyrir
þras, en vei þeim, sem hyggst breyta skoðunum hans á málum, sem hann
tclur sig skipta. Gunnar er söngmaður mikill og lætur oft til sín heyra, sér
og öðrum til mikillar ánægju. Gunnar hefur bílpróf og ekur nú 2. bíl föð-
ur síns af mikilli elju.
Um feril Gunnars í skóla er ekki margt að segja. Hann hefur runnið sitt
skeið eins og aðrir án þess að mæða sig um of og er nú í 6. bekk stærð-
fræðideildar. Hann hefur tekið miklu ástfóstri við stærðfræðina, en sú ást
er ekki endurgoldin.
Söluhæfileika Gunnars þekkja víst allir, því að hann er mesti sjoppu-
stjóri, sem nú er í skólanum.
Bindindismaður er Gunnar meiri en flestir aðrir.
Áhugamál á hann ekkert, sem af öðrum ber, en hann er til í allt.
í framtíðinni verður hann maður ekki einn saman, en hæfileikar hans
munu fá að njóta sín.
Mottó: Hláturinn lengir lífið.
P.S. Gunni á góðan frakka.
Ég reið um sumaraftan einn
á eyðilegri heiði.
Þá styttist leiðin löng og ströng,
því Ijúfan heyrði ég Svanasöng,
já, Svanasöng á heiði.
að vekja bros og hlátur hjá hverjum
Mvnd: TI.V
„Þaö eru ýmsar breytingar sent
mér þykja ekki vera til bóta, sér-
staklega fyrir nemendur. Þá á ég
við upplesturinn fyrir stúdents-
prófið, en áöur lærði maður að
læra þegar ntaður þurfti aö lesa
og tileinka sér 3ja ára námsefni á
einum mánuði. Allir krakkarsem
fara í Háskólann núna, kunna
ekki læra. Þá var upplestrarfríið
líka frábær tími. Það stóð yfir í
mánuð, maöur las á hverju
kvöldi og svo hittumst við krakk-
arnir alltaf á kvöldin."
„Anti-sportisti“
- Nú ert þú mikill áhugamaður
um íþróttir og starfar mikið að
þcim, varst þú ekkert byrjaður á
þessu í MA?
„Nei, ég var „anti-sportisti"!
Ástæðan er sennilega sú að þetta
var í tísku þá, en ég laumaðist nú
til þcss að fylgjast meö íþróttum.
Þetta er mcira aö segja til skjal-
fest í skólanum, en það er áskor-
un til kcnnara um knattspyrnu-
keppni. í fyrstu neituöu þeir aö
taka áskoruninni, svo viö skoruð-
um á þá í bundnu máli og létum
brenna það á skinn. Þetta er enn
spýtt upp á vegg í skólanum, en
þess ber að geta að kennararnir
tóku áskoruninni." Það væri
guðlast að kalla Gunnar Kárason
„anti-sportista" í dag því hann
lætur sig hvergi vanta á knattleiki
KA og það heyrist alltaf hvar
hann er.
I Carmínu er Gunnar teiknað-
ur í svans-ham og ljóðlínurnar
hans eru um svanasönginn á
heiði. Kemur það til af því, að
ciginkonu sinni kynntist hann í
MA og heitir hún einmitt Svana
Þorgeirsdóttir.
Aö lokum langaði okkur að
vita hvaða frakka væri verið að
tala um í bókinni. „Þetta var
ullarfrakki scm ég átti öll árin.
Ég man mjög vel eftir honum þótt
ég hafi ekki geymt hann, en hann
var grár með grænum yrjum."
Um leið og við þökkum fyrir
spjallið, látum við hér fljóta með
bekkjarbraginn um Gunnar:
Leikur sér í lífsins straumi
lon og don
kátur vel í kvennaglaumi
Kárason.
VG