Dagur - 13.12.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 13.12.1988, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 13. desember 1988 Nú vænkast hagur myndlistar: Myndlistaskólinn í nýtt húsnæði Myndlistarskólinn á Akureyri flytur búferlum nú á jólaföstu og verður kennslu hætt á morgun af þeim sökum. Skól- inn tók á leigu rými í gamla Sjafnarhúsinu í Kaupvangs- stræti og er nú verið að búa tvær efstu hæðirnar undir komu nemenda og kennara. Flutningar úr Glerárgötunni munu síðan standa yfir út des- embermánuð og kennsla hefj- ast á ný í janúar. Helgi Vilberg skólastjóri, sagði það mikla lyftistöng fyrir skólann að flytjast í rúmbetra húsnæði, en þrengslin voru orðin veruleg í núverandi húsakynnum skólans. í Sjafnarhúsinu er vítt til veggja og hátt til lofts, eða fjórir metrar, og innréttingar sniðnar að þeirri starfsemi sent þarna á að fara fram. Ekki sagðist Helgi búast við því að húsnæðið yrði fullfrágeng- ið um áramótin, en þó þannig að kennsla gæti hafist. Hann sagðist hins vegar vona að allt yrði kom- ið í sæmilegt lag þegar ný nám- skeið hefjast í febrúar. Hann lýsti yfir ánægju sinni með húsnæðið og staðsetningu þess, nálægt helstu mennta- og menningar- stofnunum bæjarins. Aðspurður sagði Helgi að þeir sem stóðu að gallerí Glugganum hefðu fullan hug á því að fara aft- ur af stað með sýningarsal, en ekki væri búið að festa ákveðið húsnæði í því sambandi. í nýjum húsakynnum Myndlistaskólans verður ágæt aðstaða fyrir stærri sýningar, en Glugginn mun ekki tengjast henni. „Eg vænti þess að þetta verði framtíðarhúsnæði skólans. Það býður upp á ýmsa stækkunar- möguleika. Staðsetningin er góð og það er gaman að geta lífgað upp á Gilið. Mér finnst rétt að nýta eldri hús á þennan hátt,“ sagði Helgi. SS Jólasvcinar komu við á Húsavík á laugardaginn, sungu og ræddu við bæjarbúa og færðu yngstu borgurunum gjafir. Fremur kalt var í veðri, en starfsmenn Kaupfélagsins lögðu tveimur flutningabílum norðan við kaupfé- lagshúsið, þannig að jólasveinarnir gátu notað rýmið í öðrum bílnum sem svið en hinn bíllinn skýldi áheyrend- Um. Mynd: IM Tvöföld skattlagning í tryggingakerfi bifreiða: Fyrsti fundur héraðsnefndar Húnavatnssýslu: Valgarður kjöriim oddviti Fyrsti fundur nýstofnaðrar héraðsnefndar Austur-Húna- vatnssýslu var haldinn sl. laug- ardag og fór þar fram kjör oddvita og varaoddvita nefnd- arinnar og héraðsráðs. Oddviti nefndarinnar var kos- inn Valgarður Hilmarsson, odd- viti Engihlíðarhrepps og vara- oddviti Hilmar Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Blönduóss. Oddviti er sjálfkjörinn í héraðs- ráð og aörir héraðsráðsmenn eru Guðmundur Sigvaldason. sveit- arstjóri á Skagaaströnd og Ofeig- ur Gestsson bæjarstjóri . á Blönduósi. Að sögn Valgarðs bíða mörg verkefni fyrir héraðsnefndina en það sem fyrst verður unnið að verður gerð fjárhagsáætlunar fyr- ir næsta ár. fh Tvísköttumn skilar ríkissjóði 800 miUjónum króna á næsta ári - brestur stjórnmálamenn kjark að lagfæra kerfið? Fyrir Alþingi liggur nú þings- að tryggja. Þegar tryggingafélög- ályktunartillaga uin iðgjöld in snúa sér að sínum viöskipta- bifreiðatrygginga sem meðal mönnum leggja þau aftur 25% annars felur í sér að afnumin ofan á þau iðgjöld lil þess að veröi tvísköttun vegna bifreiða- trygginga en með núverandi kerfi fara 40 kr. af hverjum 100 iðgjaldakrónum í ríkissjóð. Talið er að með þessum hætti greiöi bifreiðaeigendur um 800 milljónir króna í ríkissjóð á þessu ári og samkvæmt þings- ályktunartillögunni fer ekkert af þeim fjármuniim í vegafram- kvæmdir. Tvísköttun vegna bifreiða- trygginga er þannig til komin að tryggingafélögin greiða 25% söluskatt áf allri þjónustu verk- stæðanna en talið er að um 70% tjónagreiöslna séu vegna muna- tjóns. Tryggingafélögin áætla iðgjöld sín og ber þeim að gera ráð fyrir að þau standi undir þeim tjónum sent þau taka að sér greiöa í ríkissjóð. Sé lágður sam- an söluskattur sem tryggingafé- lögin greiða vegna munatjóns og sá söluskattur sem þau innheimta af viðskiptamönnum sínum kem- ur í Ijós að 40% af hverri iögjalda- krónu sem viðskiptamaður trygg- inganna greiðir rennur í ríkis- sjóð. 'é.; • .; . Þorgeir Lúöviksson, fram- kvæmdastjöri tjónasviðs Almennra trygginga. segist ekki sjá því neitt til fyrirstöðu að þessi tvísköttun veröi felld niður ann- að en vilja stjórnmálamanna. „Ég held að FÍB hafi oftar en einu sinni barist fyrir að sölu- skattur af ábyrgðartryggingum bif- rciða veröi felldur niöur og feng- ið skilning hjá fjármálaráðherr- um. Hins vegar held ég að stjórn- málamenn hafi allir guggnaö þegar þeir sáu upphæðina sem ríkis- sjóöur missti af, verði þessi tví- sköttun felld niður," sagði Þor- geir. " JÓH Fjörutíu loðnuskipstjórar kvarta vegna stórhvela Skipstjórar á fjörutíu loönu- skipum hafa sent fjölmiölum tilkynningu þar sem þeir vekja athygli á því ógnvænlega ástandi sem hefur verið á loðnumiðunum vegna ágangs Grunnskóli Sigluflarðar: Engin íþróttakennsla í þremur efstu bekkjunum stórhvela þar. í tilkynningunni segir að undanfarin ár hafi orðið vart við vaxandi ágang hvala sem fylgja loðnugöngunni frá Vestfjörðum og norður fyrir landið. Verst hafi ástandið þó verið í síðustu viku. „Fjölgun stórhvela á miðunum hefur valdið loðnuveiðiskipunum miklum erfiðleikum. Bátar hafa þurft að hætta veiðum tímabund- ið og oft eru allt að fimm hvalir í nótinni eftir kast. Ef stórhveli lenda í nótinni ráðast þau á hana og rífa úr henni stór stykki þegar þau brjótast út. Töluvert veiðarfæratjón og veiðitap hefur hlotist af þessum sökum og bátar orðið að sigla í land með rifnar nætur og lítinn afla. Ein loðnunót kostar um 20 milljónir króna og fást slík tjón ekki bætt af tryggingafélögunum. Ef ágangur stórhvelanna vex get- ur farið svo að hætta þurfi veið- um um tíma,“ segir í tilkynningu skipstjóranna. Sæberg hf. kaupir „kvótabát“ á Króknum: Aukið við kvótann hjá Mánabergi ÓF Engin íþróttakennsla hefur verið í 7., 8. og 9. bekk Grunnskóla Siglufjarðar á yflrstandandi skólaári. For- eldrafélag skólans scndi skólancfnd bréf þar seni óhyggjum var lýst vegna þessa. Þá hefur skólanefnd- inni borist bréf frá íþrótta- bandalagi Siglufjarðar þar sem furðu er lýst á þessu ástandi í íþróttakennslu í bænum. Foreldrafclagið skoraði á skólanefnd og skólayfirvöld að gera allt sem unnt væri til að íþróttakennsla gæti hafist á ný sem fyrst og ekki seinna en í byrjun vorannar. Signý Jóhann- esdóttir, formaður foreldrafé- lagsins, sagði að einn íþrótta- kennari sinnti íþróttakennslu skólabarna yngri en 13 ára við skólann. „Hún sinnti einnig sundkennslu síðastliðiö haust fyrir eldri börnin en þau hafa enga aðra íþróttakennslu fengið frá því á vorönn á síðasta skóla- ári. Þetta stcndur þó til bóta því væntanlega verður ráðinn leið- beinandi til að sinna íþrótta- kennslu cftir áramót. Foreldrar eru óánægðir með þessi mál því þau hafa veriö í lausu lol'ti í langan tíma. Það var ráðinn leiðbeinandi í fyrra og árið þar áður skiptu íþróttafélögin þessu á milli sín en drengirnir voru þá aðallega í boltaíþróttum," sagði Signý. íþróttabandalag Siglufjarðar sendi skólanefndinni bréf þar sem því var haldið fram að skólayfirvöld hefðu ekki auglýst nægilega mikið eftir íþrótta- kennara eða reynt að fá slíkan til starfa. í bréfinu segir orðrétt að skólanefnd liafi ekki „reynt ýkja mikiö og sparlega auglýst." Skoraöi bandalagið á skóla- nefnd að bæta sem fyrst úr þessu vandræðaástandi. Skólanefnd ályktaði vegna þessara erinda í þá veru að ástæða sé til að hafa verulegar áhyggjur þar sem ekki hafi tek- ist að fá íþróttakennara til starfa í haust, þrátt fyrir ítrek- aðar auglýsingar, persónuleg viðtöl og aðra eftirgrennslan. Dylgjur í bréfi Í.B.S. séu vart svara verðar og forystusveit íþróttamanna í Siglufirði ekki til sóma. í lok ályktunarinnar bendir skólanefndin stjórn Í.B.S. á að „opin bréf með áróðuryfirbragði“ séu ekki heppileg til lausnar þessu máli. EHB LJtgeröarfvrirtækiö Sæberg hf. í Olafsfirði hefur fest kaup á Blátindi SK 88, sem er 45 brúttólesta eikarbátur. Ætlun- in er að færa 170 tonna kvóta bátsins (miðað við þorskígildi) yfír á annað tveggja frystiskipa Sæbergs hf., Mánaberg OF eða Sólberg ÓF. í frétt Fiski- frétta af málinu segir Gunnar Sigvaldason, framkvæmda- stjóri Sæbergs hf. að líklega verði kvótinn færður yfir á Mánabergið. Kaupverð bátsins hefur ekki verið gefið upp en í frétt Fiski- frétta segir Gunnar Sigvaldason að nærri láti að hvert kíló af kvót- anum sé verðlagt á 50 krónur, sem er nálægt gangverði kvóta ef hann er keyptur til frambúðar. Ekki hefur verið ákveðið um örlög Blátinds. Komið hefur til tals að selja hann en úrelding bátsins kemur einnig til greina. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.