Dagur - 13.12.1988, Blaðsíða 16

Dagur - 13.12.1988, Blaðsíða 16
 \ Bílaperur 6-12 og 24 volta — Flestar tegundir Samlokur fyrír og án peru Góðar sölur togara Útgerðarfélags Dalvíkinga hf.: Síðustu kvótatonn Björgulfs í Breta - jólastopp Frystihúss KEA á Dalvík hefst 16. desember Elísabet Hallgrímsdóttir í Bókabúð Jónasar bendir hér á hluta af þeim bókum sem bæjarbúum standa til boða um jólill. Mynd: GB Bókasala fyrir jólin: Ein á forsetavakt nýtur mestra vinsælda Dalvíkurtogarinn Björgúlfur EA 312 gerði góða sölu í Bret- landi í gær. Seld voru 154,2 tonn, að mestu þorskur, að andvirði um 14 milljónir króna. Meðalverð á kíló var 91,82 krónur. í fyrri viku seldi hinn togari Útgerðarfélags Dalvík- inga hf, Björgvin EA 311, afla sinn í Bretlandi og fékk einnig mjög gott verð fyrir aflann. Fyrir 177 tonna afla, þar af 130 tonn af þorski, fengust um 16 milljónir króna. Meðalverð á kíló var 90,28 krónur. í gær landaði Björgvin síðustu tonnunum sem kvóti skipsins á þessu ári leyfir. Pann afla fékk Björgvin eftir sölutúrinn í Bret- landi. Björgúlfur hefur með söl- unni í gær lokið við sinn kvóta á árinu og því verða báðir togar- arnir nú bundnir við bryggju fram yfir áramót. Björgvin Jóns- son hjá ÚD segist reikna með að báðir togarar félagsins haldi aftur til veiðá þann 2. janúar nk. Aðrir togarar Dalvíkinga, Dal- borg EA 317 og Baldur EA 108, Miklilax hf. í Fljótum varð fyr- ir því óhappi sl. föstudags- kvöld að kvíar sem voru í Miklavatni, alls tíu stykki full- ar af eldislaxi, færðust um 100 metra vegna íss í vatninu í miklu roki sem herjaði á Fljótamenn umrætt kvöld. Að sögn Reynis Pálssonar fram- kvæmdastjóra var tjón minna en á horfðist í fyrstu, en búast má við að talsverður fjöldi af fiskum í einni kvínni hafl drepist. Reynir vildi ekki segja til um hvað fjárhagslegt tjón hafi orðið mikið, en verið er að meta það. Vestan rokið á föstudagskvöld- ið rak kvíarnar að landi og má búast við að Miklalaxmenn munu setja þær á nýjan stað í vatninu eftir þetta óhapp. Reynir sagði að það væri óvanalegt að ísinn í vatninu væri hálffrosinn á þessum tíma, yfirleitt legði vatnið mjög snemma, en meðan ísinn væri hálffrosinn væri meiri hætta á að svona gæti gerst. „Þetta leit illa út í upphafi, en fór betur en á horfðist. Menn vita aldrei hvað getur gerst í þessu,“ sagði Reyn- ir. Framkvæmdir við matfiskaeld- ið á Hraunakömbum hafa gengið ágætlega en að sögn Reynis hafa bankamál tafið verkið verulega, eru að ljúka við sína kvóta. Dal- borgin er í sinni síðustu skrap- veiðiferð og Baldur fer í síðustu veiðiferð ársins í dag eða á morgun. Gert er ráð fyrir að afli þeirra verði settur í gáma. Unnið verður í Frystihúsi Kaupfélags Eyfirðinga á Dalvík fram á nk. föstudag, 16. desem- ber. Gunnar Aðalbjörnsson, frystihússtjóri, segist gera ráð fyrir að vinnsla liggi niðri í húsinu til u.þ.b. 10. janúar. Þessi uppi- haldstími verður nýttur til að koma upp svokallaðri flæðilínu í frystihúsinu. Gunnar segir að með tilkomu flæðilínunnar verði unnt að fækka um 4-5 ársstörf í húsinu. Einstaklingsbónus mun breytast í hópbónus og segir Gunnar að vonir standi til að með þessum breytingum náist fram betri nýting í húsinu auk þess að hægt verði að draga úr yfirvinnu. Flæðilínan hefur verið reynd með góðum árangri í t.d. Hrísey, á Vopnafirði, Hornafirði og Breið- dalsvík. óþh frá upphafi líklega um 2 mánuði. Þeir hjá Miklalaxi áætluðu að geta sett fisk í strandeldiskerin í síð- asta mánuði en hafa enn ekki get- að látið verða af því. -bjb Bækur um þekktar íslcnskar konur virðast eiga upp á pall- borðið hjá landanum í ár og lít- ur út fyrir að fjölmargir skríði undir sæng að kveldi aðfanga- dags með slíkar bækur í hönd- unum. Ein á forsetavakt, bók- in um Vigdísi forseta nýtur mestra vinsælda bókakaup- enda í ár. Bóksölum sem talað var við í gær ber saman um að bókin um Vigdísi skeri sig mjög úr varðandi vinsældir og næstu bækur á listanum séu talsvert á eftir henni í sölu. Almennt segja bóksalar að um söluaukningu á bókum sé að ræða og nefndu sumir að talsvert meira sé búið að selja nú um miðjan mánuð, en á sama tíma í fyrra. „Bókin heldur velli. Þegar kreppir að í þjóðfélaginu gengur vel að selja bækur,“ voru skýringar bóksala á Húsavík á góðri bókasölu nú. Þær bækur sem næstar koma eftir bókinni um líf og starf for- setans eru nokkuð mismunandi eftir bókabúðum. Flestir nefndu þó bók Ingva Hrafns Jónssonar Og þá flaug hrafninn, lífshlaup Bryndísar Schram virðist og heilla marga, sem og Sigurbjörns biskups og Huldu Á. Stefánsdótt- ur. Gamli kunninginn MacLean er einnig ofarlega á vinsældalist- anum að venju, sent og fleiri spennuhöfundar á svipuðu róli. Áf þeim bókum sem komast inn á topp tíu má einnig nefna Mark- aðstorg guðanna eftir Ólaf Jó- hann Ólafsson og Öldina okkar árin 1981-85. Af barna og unglingabókum sem vel seljast fyrir þessi jól má nefna þá kappa Sval og Val í New York, Alveg milljón eftir Andrés Indriðason, Ráðgátu í Rofabæ eftir Blyton og Ónnu í Grænuhlíð. Púsluspil Hrafnhild- ar Valgarðsdóttur, Meiriháttar stefnumót og Gullskipið fundið eftir Ármann Kr. Einarsson. Fyrsta orðabókin var og nefnd í þeim hópi. mþþ Svartfugl gjaldþrota: SjáJfskuldar- aðilar að mestu einstaklmgar í gær var kveðinn upp gjald- þrotaúrskurður hjá bæjarfó- getaembættinu á Akureyri á eignum Svartfugls hf., en síð- degis á föstudag lagði stjórn fyrirtækisins fram beiðni um gjaldþrotaskipti. Svartfugl hf., rak veitingastað- inn Fiðlarann á 5. hæð í Alþýðu- húsinu við Skipagötu og auk þess að leigja þá hæð, hafði það 4. hæð hússins á leigu. Ekki liggur fyrir hversu stórt gjaldþrotið er, né hverjir stærstu kröfuhafar verða, en kröfulýsingarfrestur er rúmir tveir mánuðir. Þá hefur ekki reynst unnt að fá upplýsing- ar um hversu heildarskuldirnar eru miklar, en sjálfskuldaraðilar að þeim munu að stærstum hluta vera einstaklingar. Arnar Sigfússon hefur verið skipaður bústjóri og sagði hann að eignir fyrirtækisins væru tækjabúnaður, húsgögn, innrétt- ingar, borðbúnaður og sendi- bifreið, en verðmæti þeirra liggur ekki fyrir. VG Bjarni Kr. Grímsson, bæjarstjóri í Ólafsfirði: Telur yfirgnæfandi líkur á sameiningu frystihúsanna Bjarni Kr. Grímsson, bæjar- stjóri í Ólafsfirði, telur yfir- gnæfandi líkur á að Hrað- frystihús Ólafsfjarðar hf. og Hraöfrystihús Magnúsar Gamalíelssonar verði samein- uð í lok þessa mánaðar. Sú sameining myndi einungis taka til vinnslu en ekki útgerðar. Fulltrúar stjórnar Atvinnutryggingasjóðs útflutn- ingsgreina áttu fund með forsvarsmönnum frystihús- anna sl. laugardag þar sem farið var yfir ýmis atriði varð- andi sameiningu þeirra. Gunnar Hilmarsson, formað- ur stjórnar Atvinnutrygginga- sjóðs vildi í samtali við Dag ekki tjá sig um þessar viðræð- ur. Hann sagðist kjósa að nota hugtakið vettvangsrann- sókn um þær. Gunnar sagði það rangt, sem greint hafi verið frá í fjölmiðl- um, að frystihúsin hafi sent sameiginlega inn formlega umsókn til Atvinnutrygginga- sjóðs um fyrirgreiðslu. Einungis hafi borist erindi eða fyrirspurn um hugsanlega fyrirgreiðslu sjóðsins. Að sögn Bjarna Kr. Gríms- sonar er fastlega gert ráð fyrir að formlegt erindi fari frá frysti- húsunum til Atvinnutrygginga- sjóðs í framhaldi af fundi með fulltrúum hans um helgina. Hann segir margs að gæta með sameiningu frystihúsanna. „Það dugar ekki að sameina frysti- húsin einungis til þess að sam- eina þau. Nýtt sameinað frysti- hús verður auðvitað að geta borið sig, með öðrum orðum; finna verður húsinu rekstr- argrundvöll. Slíkt er ekki auð- velt í dag og sú staðreynd gerir okkur m.a. nokkuð erfitt fyrir," segir Bjarni. Hann segir enn- fremur að menn bindi vonir við að með hagræðingu, sem af sameiningu frystihúsanna leiddi, verði unnt að koma í veg fyrir árvissa vinnslustöðvun í frystingunni í Ólafsfirði. --------------------------I— Miklilax hf. Fljótum: 10 kvíar færðust tfl í mfldu roki - minna tjón en á horfðist í fyrstu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.