Dagur - 13.12.1988, Blaðsíða 6

Dagur - 13.12.1988, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 13. desember 1988 Heildarvinningsupphæð kr. 2.793.812.- Þar sem enginn var með 5 tölur réttar á laugar- daginn var, færist 1. vinningur sem var 2.381.596.- yfir á 1. vinning á laugardaginn kemur. Bónustala + 4 tölur réttar kr. 413.990.- Skiptist á milli 5 vinningshafa kr. 82.798,- á mann. 4 tölur réttar kr. 714.015.- Skiptist á milli 135 vinningshafa kr. 5.289.- 3 tölur réttar kr. 1.665.807.- Skiptist á milli 4589 vinningshafa kr. 363.- á mann. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111 Lítil upphæð sem okkur er mikils virði og getur orðið þér að stóru happi! Vinningar í hausthappdrættinu eru: 1 Audi 80 3 Mitsubishi Lancer 1500 GLX 100 Vöruvinningar Ertu búin(n) að greiða gíróseðilinn þinn? Dregið 24. desember. é Krabbameinsfélagið Gestir á gonnaslóð Út er komin hjá Iðunni teikni- myndasagan Gestir á gormaslóð eftir þá Franquin, Batem og Greg. Þetta er nýr flokkur en þó eru hér á ferð gamlir kunningjar allra sem þekkja félagana Sval og Val. Petta eru Gormur og fjöl- skylda hans sem kynnt voru í sög- unni Gormahreiðrið. Það er óhætt að segja að gorm- dýrin lendi í ýmsum ævintýrum í heimkynnum sínum í frumskóg- um Palombíu og óvinirnir eru margir. Herskáir indíánar, ban- hungraðir mannætufiskar, band- óðir tapírar. illvígir hermaurar, grimmir hlébarðar - en þegar veiðimaðurinn frægi, Bring M. Backalive, birtist í frumskógin- um ásamt Fimbulfamba aðstoð- armanni sínum þurfa gormdýrin að beita klókindum ekki síður en kröftum. Jakob og Jóakim £SU lÓSREGlUklÓNAR ... Jakob og Jóakim eru lögregluþjónar Iðunn hefur gefið út barnabók eftir danska rithöfundinn Jórger, ----------------- Clevin. í bókinni, sem nefnist Jakob og Jóakim eru lögreglu- þjónar, er a^. finna létta og skemmtilega umferðarfræðslu fyrir ung börn, auk þess sem þar er sögð saga af félögunum Jakob og Jóakim og ævintýrum þeirra. Fjöldi skemmtilegra mynda er í bókinni. Þarna segir frá stráknum Jakob og fílnum Jóakim,,sem gerast lögregluþjónar í litla bænum sem þeir búa í. Og eins og allir vita þarf lögreglan mörgu að sinna, ekki síst í sambandi við umferð- ina. PÍvernig eita til dæmis Maja og vinir hennar að komast yfir stóru götuna, þegar engin gang- braut er þar? Jakob og Jóakim eiga snjallt ráð við því. Og hver kemur til hjálpar þegar umferð- arljósin bila? Eða þegar krakk- arnir á barnaheimilinu ákveða að hafa umferðarviku? Þórgunnur Skúladóttir þýddi bókina. Fijáls eða flötruð Iðunn hefur sent frá sér nýja bók eftir breska rithöfundinn Liz Berry, höfund hinnar vinsælu unglingabókar Er þetta ást? sem út kom í fyrra. Bókin nefnist Frjáls eða fjötruð og gerist í heimi frægra rokkstjarna. Sagan fjallar þó fyrst og fremst um þörf- ina fyrir frelsi - frelsi til að elska og til að ráða eigin framtíð. Hér segir frá Cathy, sem er sautján ára, og Dev, sem er gítar- leikari frægrar rokkhljómsveitar. Þrátt fyrir frægðina og ríkidæmið líður Cathy ekki vel og henni bœkur gengur illa að venjast lífinu í sviðsljósinu, sem henni finnst eins og ósýnilegir fjötrar. Hún berst fyrir frelsi sínu og sjálfstæði - en böndin sem tengja hana við Dev og vin hans, söngvarann Chris, eru sterkari en hana grunar, og ef til vill er hægt að kaupa frelsið of dýru verði. Halldóra M. Halldórsdóttir þýddi bókina. ChandraPatel HEÍLSUVERND heimiianna' HjARTA" SJÚKDÖMA Hagnýt ieiösögn um forvamir Og nveðferö Bókinum hjartasjúkdóma Iðunn hefur sent frá sér fyrstu bókina í nýjum bókaflokki um heilbrigðismál sem nefnist Heilsuvernd heimilanna. Þessi bók er eftir breska lækninn Chandra Patel og nefnist Bókin um hjartasjúkdóma. Þetta er handbók, skrifuð af sérfræðingi eftir kröfum nútímans. Hún fjall- ar um forvarnir gegn hjartasjúk- dómum, meðferð við þeim og hvernig sigrast megi á þeim, bæði með hefðbundnum og nýstárleg- um aðferðum. Lýst er starfsemi hjartans og helstu orsökum hjarta- og kransæðasjúkdóma. í bókinni er einnig að finna hag- nýta ráðgjöf um sjálfshjálp og styrkingu þess lækningamáttar sem býr í einstaklingnum sjálf- um. Guðsteinn Þengilsson læknir hefur þýtt bókina og skrifar for- mála. Þar segir meðal annars: „í bókinni er, eins og titillinn ber með sér, fyrst og fremst rætt um sjúkdóma hjarta- og æðakerfis- ins. En eins og áður var minnst á, varðar sú umfjöllun manninn í heild. Þess vegna á bókin erindi til allra, sem vilja bæta heilsu sína með hollum lifnaðarhátt- um.“ Safnahúsið á Sauðárkróki: Margrét sýnir grafíkmyndir Margrét S. Björnsdóttir mynd- listarmaður opnaði grafíksýn- ingu í Safnahúsinu á Sauðár- króki sl. laugardag. Á sýning- unni eru 44 grafíkmyndir, allar unnar á þessu ári, og vann Margrét þær með þurrnál í lit. Þeirri aðferð beitir enginn annar myndlistarmaður hér á landi. Sýning Margrétar, sem er sölusýning, stendur yfir fram á miðvikudagskvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem Mar- grét sýnir á Sauðárkróki, þar sem hún býr. Áður hefur hún haldið 4 einkasýningar hér á landi, í Reykjavík og Keflavík og á Akranesi og Blönduósi. Margrét stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Islands í 2 ár, frá 1977-1978. Fór hún þá beint til Kaupmannahafnar, þar sem hún lærði grafíklist í 5 ár við „Skolen for brugskunst". í Kaupmanna- höfn tók hún þátt í samsýningum með öðrunn íslendingum. Er frá Danmörku kom lá leiðin til Sauð- árkróks. Þar hefur hún kennt myndmennt við grunnskólann og komið sér upp vinnustofu í Gránu, þar sem hún iðkar list sína. Sem fyrr segir stendur sýningin yfir fram á miðvikudagskvöld, verður þá opin frá kl. 17-21. í dag, þriðjudag, er hún opin á sama tíma. -bjb

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.