Dagur - 13.12.1988, Blaðsíða 15

Dagur - 13.12.1988, Blaðsíða 15
13. desember 1988 - DAGUR - 1Ö Álafoss hf.: Hulunni svipt af nýjungunum Álafoss hf. kynnti á dögunum nýjungar í framleiðslu sinni en þetta eru fyrstu vörurnar sem alfarið eru þróaðar og hannað- ar hjá fyrirtækinu eftir að það tók til starfa fyrir um einu ári. Banddeildin í Mosfellsbæ er búin að setja á markað nýjan lopa og flos en breski hönnuð- urinn Cristian de Falb. ásamt tveimur íslenskum hönnuðum, hefur veg og vanda af hönnun og uppskriftagerð að þessu sinni. I vefdeild eru framleiddar værðar- voðir og áklæði en Guörún Gunnarsdóttir, textílhönnuður, hefur hannað þessar vörur fyrir Álafoss. Á sýningu í Reykjavík í vik- unni kynnti fatadeild fyrirtækis- ins nýja línu í Icewool, sem er hinn hefðbundni íslenski ullar- fatnaöur. Þessi föt eru ætluð á markað í Evrópu, Bandaríkjun- um og Japan. Búið er að kynna þessi föt á helstu mörkuðum Ála- foss viö góðar undirtektir en hér á landi verður nýja fatalínan fáanleg snemma á næsta ári, sam- kvæmt upplýsingum frá Álafossi. Hönnuðir nýju fatalínunnar eru þær Hulda Kristín Magnús- dóttir og Gunnhildur Ásgeirs- dóttir en þær munu hafa notið aðstoðar ráðgjafa í Bandaríkjun- um og Evrópu. Jón Sigurðarson. forstjóri Ála- foss hf.. sagði í erindi viö upphaf sýningarinnar aö mikill árangur hafi sýnt sig af starfi fyrirtækisins á þessu fyrsta starfsári en margt væri óunnið. Eitt af óunnum verkefnum væru markaðsmálin og meö nýjungum í framleiösl- unni væru fyrstu skrefin stigin í markaðssókninni. Frckari nýjunga sé að vænta hjá fyrirtæk- inu t.d. muni ný fatalína líta Jón Sigurðarson, forstjóri Álafoss ávarpaði gesti við upphaf sýningar- innar. dagsins ljós í upphafi næsta árs þar sem farið veröi nær fram- leiöslu hefðbundins tískufatnaðar en verið hafi hjá fyrirtækinu til þessa. Meðfylgjandi myndir voru teknar á sýningu Álafoss hf. í Reykjavík í vikunni. JOH AKUREYRARBÆR Viðtalstímar bæjarfulltrúa Fimmtudaginn 15. desember 1988 kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Áslaug Einarsdóttir og Úlf- hildur Rögnvaldsdóttir til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra, Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarstjóri. Oskum eftir að ráða fyrir einn af viðskiptavinum okkar í eftirtalin störf. ★ Hálfsdagsstarf á skrifstofu. Starfið felst m.a. í vinnu við umsjón bókhalds, reikn- ingsgerð, innheimtu og önnur almenn skrifstofu- störf. Góð bókhaldskunnátta og reynsla í skrifstofustörf- um nauðsynleg. ★ Heilsdagsstarf við framleiðslustörf. Starfssviðið er margvísleg vinna við hreinlega fram- leiðslu hjá litlu iðnfyrirtæki. Einungis samviskusöm og stundvís starfsstúlka ekki yngri en 20 ára kemur til greina. Óskum eftir að ráða starfsmann á skrifstofu félags- og þjónustusamtaka. Starfssvið: ★ Kynningarstarfsegii, þjónusta við almenning og félagsmenn, og samskipti við landssamtök. ★ Rekstur skrifstofu, gerð og innheimta reikninga, bókhald og önnur almenn skrifstofustörf. Við leitum að: ★ Manni sem á gott með að umgangast fólk og getur unnið sjálfstætt. ★ Iðn- eða verslunarmenntun æskileg, og/eða hald- bær reynsla í skrifstofustörfum. Upplýsingar aðeins veittar á skrifstofunni. FELL hf. Tryggvabraut 22, simi 25455. ykkur á myrkriou! Nauðungaruppboð á eftirtalinni fasteign fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107,3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Gránugötu 7, hesthús, Akureyri, tal- inn eigandi Kristján Þorvaldsson, v/B.R.Þ. sf., föstudaginn 16. des. '88 kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hdl. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaöurinn í Eyjafjaröarsýslu. Góðar fréttir fyrir verslun og iðnað á Norðurlandi Sambandsskip að sunnan á Akureyri alla mánudagsmorgna. Takið vikuna snemma með SKIPADEILD SAMBANDSINS AKUREYRI Hafnarstræti 91-95, sími 27797 . ;-:ív ■Æms,.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.