Dagur - 13.12.1988, Blaðsíða 5

Dagur - 13.12.1988, Blaðsíða 5
13. desember 1988 - DAGUR - 5 Neytandinn og tannlæknirinn: i. grein Pistill með orðsendingu til Ragnhildar Helgadóttur Þann 17. nóvember sl. sendu Neytendasamtökin Helga V. Jónssyni formanni samninga- nefndar Tryggingastofnunar ríkisins bréf varðandi þjónustu og gjaldskrá tannlækna. Hann hefur nú svarað þessu bréfi með greinargerð og gögnum upp á 48 síður. Svo margar athyglisverðar upplýsingar koma fram í svari Helga, að þessi pistill verður að- eins sá fyrsti sem fjalla mun.um efni þess. Neytendasamtökin beindu spurningum sínum til Helga m.a. vegna þess að þau töldu hann sem formann, vera oddvita neyt- enda í samningum við hagsmuna- hópa hinna ýmsu heilbrigðis- stétta. Helgi segist hins vegar ekki semja við tannlækna fyrir hinn almenna neytanda, heldur fyrir Tryggingastofnun ríkisins samkvæmt almannatryggingalög- um. Það er alvarlegt umhugsunar- efni fyrir almenning, og á ég þar við hinn almenna neytanda, ef embættismenn sem vinna hjá ríkisstofnunum, sem að sjálf- sögðu eru eign almennings í land- inu, telja sig ekki vera að vinna í þágu eigenda sinna, heldur vera eins konar ríki í ríkinu óháðir þeim sem greiða launin þeirra með sköttum í sameiginlegan sjóð þjóðfélagsins. Helgi! Mundu það næst þegar þú sest að samningaborðinu, að þú ert fulltrúi hins almenna neyt- anda, þú ert jafnvel fulltrúi sjálfs þín og hagaðu þér nú samkvæmt því. „Æðri stjórnvöld“ hækka laun sérfræðinga Helgi upplýsir í bréfinu, að samninganefndinni sé ekki alls varnað. jafnvel henni var ljóst að sérfræðingar fengju of há laun, einkum og sér í lagi þóttu henni taxtar tannréttingarmanna vera of háir. (Það liggur fyrir að þeir gátu haft yfir 12.000 í laun á tímann.) Samninganefndin hafði þá ábyrgðartilfinningu og bein í nefinu að neita að samþykja 40% sérfræðiáfag á reikninga, þessi ákvörðun nefndarinnar var kynnt Tannlæknafélagi Islands. En hvað gerist? Helgi segir ósköp hógværlega: „. . . en til- kynning þessi var afturkölluð af æðri stjórnvöldum"!!! Gagnvart svona upplýsingum stendur mað- ur agndofa, og neyðist til að fara að geta sér til og spá í eyðurnar. Hvaða hvatir lágu til þess að þetta æðra stjórnvald lagðist á sveif með tannlæknasérfræðing- unum? Var þrvstingi beitt til þess að það gengi gegn vilja samn- inganefndarinnar? Tryggingastofnun var um þetta leyti undir ráðuneyti Ragnhildar Helgadóttur, og hún því æðsta stjórnvald í þessum málaflokki, fyrir utan Alþingi og ríkisstjórn. Ef Ragnhildur hefði áður verið forseti sameinaðs þings eða Hæstaréttar, gæti ég skilið að hugsanlega hel'ði einhver tangar- hald á henni og gæti mögulega þvingað hana til að breyta gegp. betri vitund, fyrir að leka ekki óþægilegum upplýsingum. Nú er því ekki til að dreifa, svo ég spyr þig beint Ragnhildur Helgadóttir fyrrverandi heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra. Varst þú þetta æðra stjórnvald? Ef svo er, hvað gekk þér til? Varstu beitt fortöl- um og þrýstingi frá hagsmunaað- ilum? Svaraðu nú Ragnhildur mín, ef þú ert nokkurs staðar á landi hér. Þegar botn hefur fcngist í þetta atriði, mun ég snúa mér að þeim upplýsingum Helga, að neytend- ur geta samið eða („prúttað") unt verð á þeirri þjónustu tannlækna sem Tryggingastofnun tekur ekki þátt í greiðslum á. Vilhjálmur Ingi, stjórnarmaður í Neytendasamtökunum. Athugasemd frá Neytendafélagi Akureyrar og nágrennis - vegna verðkönnunar, sem birtist í Degi, miðvikudaginn 7. des. sl. Rétt eftir að þessi könnun var birt var haft samband við okkur hjá NAN og okkur sagt að aligæsir, sem til sölu voru í Mat- vörumarkaðinum Kaupangi, væru í ómerktum umbúðum (slátrað í sláturhúsi sem ekki hef- ur löggildingu til slátrunar). Við gerðum Valdimar Brynjólfssyni, heilbrigðisfulltrúa, strax grein fyrir þessu. Valdimar fór á stað- inn og sagðist hann hafa fundið 1 aligæs í ómerktum umbúðum. Gæsina lét hann fjarlægja strax. Að sögn Valdimars var þarna urn vanþekkingu og misskilning af hálfu verslunarinnar að ræða. Samkvæmt lögum ber að slátra aligæsum í samþykktum slátur- húsum en villigæsir eru ekki skoðunarskyldar. Neytendafélag Akureyrar og nágrennis harmar að þetta óhapp skuli hafa orðið í þessari könnun, en við getum ekki við aðra sakast en okkur sjálf. Að þessu sinni var kjötið ekki skoðað, heldur var verðið tekið upp í versluninni samkvæmt upplýsingum verslun- armanns. Við tókum það sem gefið að um löglega vöru væri að ræða. Verðkannanir NAN Verðkannanir NAN eru ein- göngu gerðar með það í huga, að veita neytendum hlutlausar upp- lýsingar um verð á ýmsum vörum. Við ákveðum það alltaf sjálf hvaða könnun er gerð hverju sinni og reynum að gæta þess að um sambærilega vöru sé að ræða, en mistök geta alltaf átt sér stað, bæði af okkar hálfu og verslananna. Ef um óeðlilegan verðmun er að ræða, að okkar mati, erum við vön að athuga málið betur. Við lítum verðkann- anir mjög alvarlegum augum, það gera kaupmenn líka, þess vegna reynum við að vanda hverja könnun eins og okkur er mögulegt. Síðastliðin 2 ár höfurn við gert könnun aðra hverja viku að meðaltali. Þessar kannanir hafa verið án allra stórra áfalla, við höfum líka lært mikið af hverri þeirra og vonandi lærum við af mistökunum til þess eru þau. Við sendum öllum, okkar bestu jóla- og nýársóskir og þökkum gott samstarf. F.h. Neytendafélags Akureyrar og nágr. Sigfríður Þorsteinsdóttir, form. Saga Ólafsfjarðar Annað bindi ritsins Hundrað ár í Horninu eftir Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðing sem Ólafsfjarðarbær gefur út í til- efni 100 ára byggðar í Ólafs- fjarðarhorni. Fæst í mörgum stærstu bókabúðunum. Dreifingar- og pöntunarsími á höfuðborgarsvæðinu er (91) 666229 og á Norðurlandi (96) 62151. Ódýrt Frá lager, Olíufélagsins í Reykjavík bjóðum við jólavörurnar á hlægilegu verði: Sjónaukar 7x35 kr. 1.990.- Brauðristar . kr. 2.310,- Baðvogir .....kr. 2.980,- Gufustraujám ... kr. 2.820,- Símar ........kr. 1.750.- Kirkjur m/ljósi .. kr. 1.580,- Kertastjakar .kr. 380,- Aðventuljós ★ Stjörnur m/ljósi Ljósaseríur ★ Jólatré Toppar og kúlur Veganesti v/Hörgárbraut, sími 22880 v/Leiruveg, sími 21440 Tryggvabraut 14, sími 21715 Getum bætt við okkur verkefnum Mýlagniry viðhald og viðgerðir. Raforka hf. Sími 23257 Jólagþfimar sem allt útilífsfólk, skátar vélsleða- og hjólakappar vilja helst fá: Hjálmar Margar tegundir. Verð frá kr. 4.400.- Vandaðir hanskar Fóðraðar uppháar lúffur „Moon Boots“ Vafnsþétfir kuldaskór Dúnstakkar Fóðraðir vinnugallar Vélsleðagallar Svefnpokar ★ Bakpokar ★Töskur nestin m Tryggvabraut 14 v/Leiruveg Veganesti Ath! Nýtt greiðslukortatímabil hafið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.