Dagur - 13.12.1988, Blaðsíða 9
13. desember 1988 - DAGUR - 9
Enska knattspyrnan:
Jafiit í toppslagnum í 1. defld
- Newcastle og Tottenham með góða sigra - Man. Utd. tapaði í sjónvarpsslagnum
John Hendrie skoraði bæði niörk Nevvcaslle gegn Wimbledon.
Efstu liðin í 1. deiid mættust á
laugardag, en staða þeirra á
toppi deildarinnar breyttist
ekki. Newcastle tókst loks að
skora mark og sigra í leik og
leikmenn Tottenham ætla ekki
að gefa sæti sín í liðinu eftir
baráttulaust til Norðurlanda-
búanna sem eru á leið til
félagsins, liðið vann góðan sig-
ur um helgina.
En lítum þá nánar á leiki laug-
ardagsins.
Efsta liðið Norwich mætti
Arsenal á heimavelli sínum, en
með sigri hefði Arsenal tekið
efsta sætið. Leikurinn var bar-
áttuleikur, en ekki vel leikinn og
hvorugt liðið tók áhættu. Arsenal
fékk þó gullið tækifæri til að ná
forystu 10 mín. fyrir lok fyrri
hálfleiks. Bryan Gunn markvörð-
ur Norwich felldi þá Brian Mar-
wood og þrátt fyrir mótmæli
Norwich var dæmd vítaspyrna.
Marwood skoraði úr spyrnunni
og leikmenn Arsenal fögnuðu, en
dómarinn lét endurtaka spyrnuna
þar sem Michael Thomas hafði
staðið innan teigs og nú brást
Marwood skotfimin, þrumaði
hátt yfir markið. Robert Rosario
fékk tvö góð færi fyrir Norwich í
síðari hálfleik, í síðara skiptið
datt hann er hann átti aðeins eftir
að leika á John Lukic í marki
Arsenal. En leikmenn Arsenal
fengu þó betri færi, Alan Smith
skaut yfir úr opnu færi, Gunn
varði vel frá Paul Merson og und-
Staðan
1 . deild
Norwich 15 8- 6-2 17:18 30
Arsenal 15 8- 4-3 32:17 28
Coventry 16 7- 5-4 19:13 26
Livcrpool 16 6- 7-3 21:12 25
Millwall 15 6- 6-3 27:21 24
Southampton 16 6- 64 26:23 24
Derby 15 6- 5-4 18:12 23
Everton 15 6- 5-4 19:15 23
Nott.Forest. 16 4-10-2 20:20 22
Man.Utd. 16 4- 9-3 19:14 21
Sheff.Wed. 15 5- 6-4 15:16 21
Middlesbro 16 6- 2-8 22:29 20
Aston Villa 16 4- 7-5 25:25 19
QPR 16 5- 4-717:16 19
Luton 16 4- 6-6 16:1718
Tottenham 16 4- 6-6 26:28 18
Charlton 16 3- 6-7 18:28 15
Wimbledon 15 3- 4-8 15:26 13
West Ham 16 3- 4-9 13:29 13
Newcastle 16 3- 4-9 11:28 13
2. deild
Man.City 20 10- 6- 4 28:17 36
Blackburn 20 11- 3- 6 34:25 36
Watford 20 10- 5- 5 32:20 35
Chelsea 20 9- 7- 4 36:23 34
W.B.A. 20 9- 7- 4 31:21 34
Portsmouth 20 8- 8- 4 32:24 32
Barnsley 20 8- 6- 6 26:26 30
Leicester 20 7- 8- 5 26:27 29
Plymouth 19 8- 5- 6 29:26 29
Stoke 20 7- 7- 6 22:26 28
Bourncmouth 20 8- 4- 823:2328
C.Palace 19 7- 7- 5 29:25 28
Ipswich 20 8- 3- 9 27:25 27
Leeds Utd. 20 6- 8- 6 24:22 26
Swindon 20 6- 8- 6 26:29 26
Sunderland 20 5-10- 5 25:25 25
Hull 21 6- 6- 9 25:33 24
Oxford 21 6- 6- 9 31:3124
Bradford 20 5- 8- 7 20:25 23
Oldham 20 5- 8- 7 32:32 23
Shrewsbury 20 4- 8- 8 16:26 20
Brighton 20 5- 3-12 25:46 18
Walsall 20 2- 8-10 19:28 14
Birmingham 20 3- 5-12 15:38 14
ir lokin varði Mark Bowen á línu
fyrir Norwich.
Tottenham sem hefur fengið til
sín Guðna Bergsson frá Val og
norska landsliðsmarkvörðinn
Erik Thorstvedt frá Gautaborg
lék á alls oddi gegn Millwall.
Leikmenn Millwall léku ágætlega
í leiknum, en heimamenn voru
einfaldlega of sterkir fyrir þá í
leiknum. Chris Waddle og Paul
Gascoigne léku mjög vel og skor-
uðu mörk Tottenham í leiknum,
hvort í sínum hálfleik með skot-
um af 20 metra færi. Waddle með
lúmsku bogaskoti, en Gascoigne
beint úr aukaspyrnu. Millwall
fékk tvö færi á fyrstu 10 mín. og
síðan önnur tvö rétt fyrir hlé, en
sigurTottenham mjög sanngjarn.
Sjónvarpsáhorfendur fengu að
sjá leik Coventry og Man. Utd. í
beinni útsendingu. Slakur leikur
og mikið um ónákvæmar send-
ingar, Utd. átti meira í leiknum,
en 10 mín. fyrir leikslok skoraði
Cyrille Regis eina mark leiksins
fyrir Coventry með skalla eftir
sendingu David Speedie. Brian
McClair var líflegur hjá Utd. og
Bryan Robson barðist vel, en
Mark Hughes olli vonbrigðum
með sínum leik.
Jim Smith stjórnaði Newcastle
í fyrsta sinn á laugardag eftir
komu sína frá Q.P.R. og liðið
vann sinn fyrsta sigur í 7 vikur
heima gegn Wimbledon. John
Hendrie átti sinn besta leik fyrir
Newcastle síðan hann var keypt-
ur frá Bradford í sumar og skor-
aði bæði mörk liðsins. Það fyrra
rétt fyrir hlé eftir undirbúning
Kevin Brock sem fylgdi Smith frá
Q.P.R. og síðan undir lokin
skoraði hann mjög gott úrslita-
mark eftir einleik. Terry Gibson
hafði jafnað fyrir Wimbledon
með hjólhestaspyrnu, en sigur
Newcastle var sanngjarn.
Derby tapaði óvænt á heima-
velli gegn Luton, sótti án afláts í
upphafi og skothríðin dundi á
Les Sealey markverði Luton. Pað
kom því eins og köld vatnsgusa í
andlit Derby er Mick Harford
skoraði fyrir Luton með föstu
skoti eftir snögga sókn. En
leikurinn breyttist við markið og
Luton lék mjög vel upp frá því.
Varnarmenn Derby höfðu í nógu
Neville Southall markvörður Ever-
ton kom í veg fyrir sigur Liverpool á
Anfield.
að snúast og gátu lítið aðstoðað
framherja sína, Paul Goddard
var skipt út af í stað Phil Gee, en
það breytti engu því hann fékk
ekki úr neinu að moða frekar en
aðrir framherjar Derby.
Southampton virtist ætla að
sigra Nottingham For., Neil
Maddison skoraði fyrir liðið í
fyrri hálfleik, en undir lokin tókst
Nigel Clough að jafna fyrir
Forest.
Trevor Francis skoraði fyrir
Q.P.R. eftir aðeins 5 mín. gegn
Charlton, en Steve Gritt jafnaði
seint í síðari hálfleik fyrir
Charlton.
Aston Villa fékk fljúgandi start
á útivelli gegn Middlesbrough,
Andy Gray og Alan Mclnally
skoruðu fyrir liðið í upphafi.
Mark Brennan og Gary Hamil-
ton jöfnuðu fyrir Boro. Pá var
Martin Keown rekinn út af hjá
Villa og Tony Mowbray kom
Boro yfir. Mclnally hafði ekki
sagt sitt síðasta orð og jafnaði 3:3
með sínu 17. marki á tímabilinu.
Pá gerðu West Ham og Shef-
field Wed. markalaust jafntefli í
viðburðalitlum leik í London.
2. deild
• Blackburn og Man. City eru
efst og jöfn með 36 stig, sigruðu
Liverpool liðin áttust við á
Anfield á sunnudaginn og lauk
viðureign þessara gömlu
keppinauta með jafntefli,
hvort lið skoraði eitt mark.
Eins og venjulega er þessi lið
mætast var ekkert gefið eftir, en
þó var hasarinn ekki eins mikill
nú og oft áður, enda hvorugt lið-
ið verið í toppformi að undan-
förnu. Liverpool hafði yfirburði í
fyrri hálfleik og hefði átt að
tryggja sér sigurinn fyrir hlé, en
varð að láta sér nægja mark Ray
Houghton á 30. mín. eftir send-
ingu John Barnes. Aöeins stór-
kostleg markvarsla Neville
Southall í marki Everton hélt lið-
bæði í leikjum sínum, Howard
Gayle skoraði sigurmark Black-
burn gegn Ipswich úr vítaspyrnu.
• Manchester City burstaði
Bradford 4:0, Paul Molden skor-
aði tvö af mörkum City.
• Chelsea og Portsmouth gerðu
3:3 jafntefli í fjörugum leik þar
sem Kerry Dixon og Gordon
Durie komu Chelsea í 2:0. Mike
Quinn, Martin Kuhl og Kevin
Báll skoruðu síðan þrjú mörk í
röð fyrir Portsmouth, en Kevin
Wilson náði síðan að jafna fyrir
Chelsea.
• Julian Broddle skoraði sigur-
mark Barnsley gegn Walsall.
• Leicester vann góðan sigur
gegn Sunderland, Mike Newell,
Nicky Cross og Paul Reid skor-
uðu mörk liðsins, en Colin Pas-
coe gerði eina mark Sunderland.
• Luther Blissett er óstöðvandi
hjá Bournemouth, en mark hans
dugði þó ekki til sigurs gegn
Plymouth því Kevin Summer-
field jafnaði fyrir Plymouth.
• David Bardsley kom Oxford
yfir gegn Watford, en Paul Wilk-
inson tókst að jafna fyrir
Watford.
• Don Goodman skoraði bæði
mörk W.B.A. gegn Hull City.
• Leeds Utd. tapaði sínum
fyrsta leik í 2. deild síðan How-
ard Wilkinson tók við stjórn
inu á floti í fyrri hálfleik. En
Everton sem ckki hefur tapaö í 9
síðustu leikjum sínum lék betur í
síðari hálfleik og jafnaði á 50.
mín. meö marki Wayne Clarke
úr vítaspyrnu sem var dæmd er
David Burrows fclldi Trevor
Steven. Bæði lið fengu tækifæri
til að gera út um leikinn eftir það,
mark var dæmt af Clarke fyrir
Everton, Tony Cottee mistókst í
góðu færi, en hinum megin skaut
Ian Rush yfir markið eftir góðan
undirbúning Ronnie Whelan, en
Rush kom inn á sem varamaður.
Bæði liðin standa sæmilega að
vígi í deildinni og cf þau ná að
bæta leik sinn gætu þau hæglega
sigrað deildina. Þ.L.A.
liðsins, hafði leikið 10 deildaleiki
án taps og enginn bjóst við tapi
heima gegn Shrewsbury. Doug
Rougvie skoraði eina mark fyrri
hálfleiksins fyrir Shrewsbury.
Leeds Utd. náði síðan að jafna
og komast yfir, en tvö mörk gest-
anna í lokin tryggðu þeim óvænt-
an sigur og leikmönnum Leeds
Utd. erfiðar æfingar eftir helgina.
DREGIÐ í FA-BIKARNUM
Ekki var leikið í 3. og 4. deild
um helgina þar sem þau lið
voru flest að leika í 2. umferð
FA-bikarsins. Á laugardags-
kvöldið var síðan dregið til 3.
umferðar, en þá koma 1. og 2.
deildarliðin inn í keppnina.
Nafn Newcastle kom fyrst upp
úr hattinum, en bikarmeistar-
ar Wimbledon voru síðasta
liöiö sem upp var dregið. En
leikirnir 32 sem verða leiknir
7. janúar eru þessir:
Newcastle-Watford
Carlislc-Liverpool
Stoke City-Crystal Palace
Sutton Utd.-Coventry
Hartlcpool-Aldershot/Bristol City
Plymouth-Cambridge
West Ham-Arsenal
Crewe-Aston Villa
Middlesbrough-Grimsby
Brighton-Leeds Utd.
Millwall-Luton
Walsall-Peterborough/Brentford
Cardiff City-Hull City
Derby-Southainpton
W.B.A.-Everton
Barnsley-Chelsea
Tranmcre-Reading/Maidstone
Sunderland-Oxford
Charlton-Oldham
Manchcstcr Utd.-Q.P.R.
Nottingham For.-Ipswich
Shrewsbury-Colchester/Swansea
Bath/Welling-Blackburn
Huddersfleld-ShefTield Utd.
Sheffleld Wed.-Yeovil/Torquay
Manchester City-Leicester
Bradford-Tottenham
Blackpool-Bournemouth
Kettering-Halifax
Port Vale-Norwich
Portsmouth-Swindon
Birmingham-Wimbledon
Þ.L.A.
Úrslit
1. deild
Charlton-Q.P.R. 1:1
Coventry-Manchester Utd. 1:0
Derby-Luton 0:1
Liverpool-Everton 1:1
Middiesbrough-Aston Villa 3:3
Newcastle-Wimbledon 2:1
Norwich-Arsenal 0:0
Southampton-Nott. For. 1:1
Tottenham-Millwall 2:0
West Ham-Sheffield Wed. 0:0
2. deild
Barnsley-Walsall 1:0
Birmingham-Crystal Palace 0:1
Blackburn-Ipswich 1:0
Brighton-Stokc City 1:1
Chclsea-Portsmouth 3:3
Leeds Utd.-Shrewsbury 2:3
Lciccstcr-Sundcrland 3:1
Manchester Citv-Bradford 4:0
Plymouth-Bournemouth 1:1
Swindon-Oldham 2:2
Watford-Oxford 1:1
W.B.A.-Hull City 2:0
í vikunni: 2. deild
Plymouth-Brighton 3:0
Jaí'nt á Anfield
- í uppgjöri Liverpool-risanna