Dagur - 17.12.1988, Page 2
2 - DAGUR - 17. desember 1988
Hér er allt að fyllast af jóla-
sveinum, æði skringilegum og
misjafnlega trúverðugum. Eins
og í gamla daga bera þeir poka
á bakinu en í stað þess að setja
óþekk börn í pokann ausa þeir
úr honum sælgæti og ávöxtum
eins og þeim væri borgað fyrir
það. A kvöldin gefa þeir góðu
börnunum gott í skóinn, en þau
trítilóðu fá kartöflu, grjót, nagla
eða bréf. Þvílíkir uppalendur,
en óhætt er að segja að aðferðir
þeirra bera árangur. I stað þess
að orga og ólátast á kvöldin er
dóttir mín farin að þurrka
ieirtauið fyrir mömmu sína,
laga til og ryksuga, fara í nátt-
fötin klukkan hálf níu og . . .
Já, þá fer málið að vandast.
Hún er svo spennt, yfirþyrm-
andi stressuð vegna komu vænt-
anlegs jólasveins, að hún getur
ekki sofnað.
- Pabbi, getur jólasveinninn
nokkuð sett í skóinn þegar
glugginn er lokaður? Eg hafði
átt von á þessari spurningu,
enda er hún bæði rökrétt og
skynsamleg.
- Jú. jú, sagði ég með mikilli
sannfærjngu. - Jólasveinarnir
eiga sérstakt tæki til að opna
lokaða glugga. Þetta er nokkurs
konar leysigeislabyssa með
flóknum, tölvustýrðum rafeinda-
búnaði. Þráðlaus fjarstýring og
hágæðaárangur. Sjálfvirk endur-
færsla, 13 daga minni og dígital
klukka.
Sjálfur man ég mæta vel eftir
þeim tímum er ég var að velta
hliðstæðum spurningum fyrir
mér. Eitt sinn svaf ég heima hjá
HroIIlaugi frænda mínum og var
við trúaðri en nokkru sinni fyrr
á tilvist jólasveina.
Þessi bernskuminning er
sjálfsagt ekki frábrugðin upplif-
un margra barna nú á dögum. Á
vissum aldri verður trúin blend-
in og þau heimta sannanir. Ég
þekki einn gutta sem fluttist til
Danmerkur. Hann segir að jóla-
sveinarnir þar séu bara plat, en
þeir séu ekta á íslandi. Hann
hefur greinilega ekki séð
íslensku sj ónvarpsauglýsingarn-
ar þar sem jólasveinar eru
afskræmdir á allan hugsanlegan
máta. Efst á óskalistanum hjá
þeim eru hljómflutningstæki
upp á hálfa milljón, sjónvarp á
150 þúsund, móttökudiskur fyr-
ir gervihnattasjónvarp á svip-
uðu verði og síðast en ekki síst,
allsberar kerlingar!
- Ha, ha, allsberar kerlingar,
hló dóttir mín þegar hún sá
þessa auglýsingu. Konan
umturnaðist hins vegar og hellti
sér yfir jólasveininn á skjánum.
Ég varð að benda henni á til-
gangsíeysi þess að tala við
sjónvarp, rétt eins og hún hafði
hæðst að mér fyrir að hjala við
stelpurnar í dæet kók auglýsing-
unum. - Huh! Ætli maður viti
ekki hvað er efst á óskalistanum
hjá þér, hreytti hún út úr sér.
Ég vil að lokum færa inn-
heimtumönnum ríkissjóðs
kærar kveðjur af sóttarsæng
minni. Ég hefi legið í flensuskít
og ekki komist til að útrétta.
Eigendur verslana verða líka að
sýna biðlund svo og tóbaks-
framleiðandinn R.J. Reynolds.
Hallfreður mun senn klæðast og
komast á ról. Góðar stundir.
herbergið uppi á annarri hæð í
húsinu. Glugginn var lokaður
og skórinn beið eftir jólasvein-
inum. Við biðum líka. Það var
nefnilega meiningin að standa
jólasveininn að verki. Við ætluð-
um að sjá þessi undur og stór-
merki.
Lengi, lengi biðum við vak-
andi í myrkrinu. Ekkert bólaði
á manninum með hvíta skeggið.
Loks vorum við alveg að gefast
upp, orðnir vankaðir af þreytu
og spennu, er dularfullt hljóð
barst að utan. Þetta var eins og
glamur í málmi. Auðvitað! Jóla-
sveinninn notaði álstiga.
Skyndilega skall eitthvað á
veggnum rétt fyrir neðan
gluggann. Hamingjan hjálpi
mér, hann hafði reist stigann
upp við vegginn. Ég stökk í
fangið á frænda mínum og
örvita af hræðslu ríghéldum við
hvor í annan meðan jólasveinn-
inn klifraði upp stigann. Klomp,
klomp, klank. Við heyrðum
þetta greinilega, það er engin
lygi. Hljóðið færðist nær og nær
uns við féllum báðir í öngvit af
skelfingu. Þegar við vöknuðum
til lífsins næsta morgun var
fallegt epli í skónum okkar og
Hallfreður lítur jólasvcina enn hornauga eftir ógnvekjandi kynni af þeim í æsku.
4
heilsupósturinn
l
Umsjón: Siguröur Gestsson og Einar Guömann
Borðaðu á réttum tíma
Breyttur blóðþrýstingur
Ertu sáttur við það að hafa blóð-
þrýstinginn 140/92? Fram að
þessu hefur það verið talið í góðu
lagi hjá Bandaríkjamönnum að
vera undir þeim mörkum, en svo
er ekki lengur. Nýlega var hættu-
markið lækkað úr 160/95 niður í
140/90. Ástæðan fyrir þessari
breytingu er sú að það hefur sýnt
sig að markið 140/90 og þar fyrir
ofan hefur verið samfara aukinni
hættu á sjúkdómum og ótíma-
bærum dauða af völdum of hás
blóðþrýstings.
Samkvæmt þessari nýju við-
miðun eru það margir sem bætast
í hóp þeirra sem eru yfir hættu-
mörkum. Margir þeirra vita ekki
að þeir hafa of háan blóðþrýsting
vegna þess að oft sýna þeir þess
engin merki fyrr en þeir fá hjarta-
slag. Þess vegna er viturlegt að
láta athuga blóðþrýstinginn. Ef
hann er of hár þá þarf að reyna
að ná honum niður með því að
koma líkamsþyngdinni í jafn-
vægi, minnkun á saltáti, æfing-
um, og jafnvel lyfjanotkun ef
þess þarf.
Hvenær á að borða?
Hitaeiningar eru ekki alltaf jafn
fitandi þegar tekið er tillit til þess
hvenær þeirra er neytt. Hitaein-
ingar eru orka, og rannsóknir
sýna fram á það að sé megnið af
þeim borðað fyrri hluta dagsins
frekar en seinni hluta verður
minni hluti þeirra að fitu. Það er
vegna þess að við brennum fleiri
hitaeiningum á meðan við erum
vakandi og að gera eitthvað held-
ur en þegar við erum sofandi eða
í afslöppun. Ein rannsókn sýndi
að fólk sem innbyrti 2000 hitaein-
inga morgunverð léttist á meðan
tveir þriðju af þeim sem borðuðu
Kunur sem reyna að takmarka lík-
amsþyngd sína á meðgöngutíman-
um skapa sér og barni sínu hættu.
sama hitaeiningamagn í kvöld-
mat þyngdust. Því miður er öll-
um óþarfa hitaeiningum sem
neytt er að kvöldi breytt í fitu. Til
þess að hafa stjórn á líkams-
þyngdinni er best að dreifa mál-
tíðunum yfir daginn þannig að úr
verði 3-5 máltíðir og borða
megnið af hitaeiningunum fyrri
hluta dagsins. Gott er því að
venja sig við léttan kvöldverð.
Einnig er ágætt að hafa í huga að
það er ekki heldur sama úr hvaða
orkugjafa hitaeiningarnar koma
þar sem fituríkar matartegundir
leitast meira við að breytast í fitu
hldur en kolvetnaríkar fæðuteg-
undir.
Þyngdaraukning
á meðgöngutíma
Það að vera vel á sig komin og
grönn fær nútímakonuna til þess
að líða betur, en það er eitt
tímabil þar sem það er hreinlega
heimskulegt að ætla að halda sér
grannri. Rannsókn gerð á vegum
alþjóðamiðstöðvar í heilbrigðis-
tölfræði (National Center for
Health Statistics) leiddi í ljós að
konur sem reyna að takmarka
líkamsþyngd sína á meðgöngu-
tímanum skapa barni sínu hættu.
Samkvæmt rannsókninni sem
náði til 16.000 fæðinga var greini-
legt hjá konum sem þyngdust
mjög lítið á meðan á meðgöngu
stóð að meira var um alls kyns
kvilla auk þess sem þær fæddu
minni börn, oft með heilsuvanda-
mál og hærri tíðni ungbarna-
dauða. Þess vegna virðist það
vera skynsamlegra fyrir konur að
halda sér í formi þar til að með-
göngu kemur og leyfa sér að
þyngjast á eðlilegan máta og líta
á það sem eðlilegan hlut að
þyngjast en hversu mikið er mjög
persónubundið.