Dagur - 17.12.1988, Side 5
17. desember 1988 - DAGUR - 5
þessu tímabili. Rösklega 2000
munu vera á lífi hérlendis en um
60 búa erlendis.
24. júní 1989 verður haldið
upp á aldarafmælið á Hvanneyri
með veglegri hátíð á skólastaðn-
um. Skipaður var í júní sl. 6
manna undirbúningshópur fyrir
hátíðahaldið og 20. ágúst sl. hitt-
ust rúmlega 60 fyrrverandi
nemendur úr flestum árgöngum
skólans. Ákveðið var að efna til
fjársöfnunar meðal nemenda og
velunnara skólans til að færa
Hvanneyrarskóla sundlaug að
gjöf á 100 ára afmælinu.
Undirbúningshópurinn leitar
hér með eftir stuðningi við að
hafa uppi á gömlum Hvanneyr-
ingum til að gefa þeim kost á að
vera með í fjársöfnun og koma til
afmælishaldsins. Send hafa verið
bréf eins víða og unnt er sam-
kvæmt nemendaskrám. Hins veg-
ar er ljóst að ýmsir verða útund-
Tímaritið
Útvörður
komið út
Út er komið 2. tölublað tíma-
ritsins „Útvörður“, sem gefið
er út af Samtökum um jafnrétti
milli landshluta.
I blaðinu er fjöldi greina um
landsbyggðarmál í víðustu merk-
ingu, enda berjast samtökin fyrir
jafnvægi í byggð landsins. Meðal
greinarhöfunda má nefna Jó-
hönnu Sigurðardóttur, félags-
málaráðherra, 'sem skrifar um
eflingu sveitarfélaga og verka-
skiptingu ríkisins og þeirra,
Bjarni Einarsson, aðstoðarfor-
stjóri Byggðastofnunar, ritar
grein um orsakir byggðavandans
og afleiðingarnar af áframhald-
andi byggðaröskun, Málmfríður
Sigurðardóttir, alþingismaður,
ræðir atvinnumöguleika kvenna í
dreifbýli, Einar Oddur Kristjáns-
son, útgerðarmaður, skrifar um
stöðu atvinnuveganna og pólit-
íska stjórnun þeirra á síðustu
árum og Áskell Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Fjórðungssam-
bands Norðlendinga, skrifar um
þjóðfélagslegt hlutskipti byggða-
stefnu á íslandi.
Pá er í Útverði viðtal við
Steingrím J. Sigfússon, landbún-
aðar- og samgönguráðherra, þar
sem hann lýsir skoðunum sínum
á þeim málaflokkum báðum og
setur fram hugmyndir að vinnu-
brögðum og stefnum í ýmsum
málum, sem undir hann heyra.
Loks má nefna athyglisverðar
greinar eftir fólk, sem hefur látið
landsbyggðarmál til sín taka við
ýmis tækifæri, s.s. Halldór Her-
mannsson, ísafirði, Jónu Val-
gerði Kristjónsdóttur, Hnífsdal,
Sigurð Helgason, Seyðisfirði og
Ágústu Þorkelsdóttur, Vopna-
firði, svo nokkrir séu nefndir.
Bókaflokkur bandaríska metsöluhöfundarlns Jean M. Auel um Börn
Jarðar hefur fyrir löngu öðlast frægð og fádæma vinsældir um allan
heim. Mammútaþjóðin er þriðja bókin sem kemur út á íslandi.
Sögusviðið er sem fyrr Jörðin eins og hún var byggð fyrir 35.000
árum síðan. Söguhetjan Ayla tekst á við lífið sem fuliþroska kona í
hörðu samfélagi Mammútaveiðimanna og enn tekst höfundinum
einstakiega vel að skapa andrúm fortíðar og glæða forfeður okkar lífl
og tilfinningum.
Mammútaþjóðin er sjáifstætt framhald bókanna Dalur hestanna og
Þjóð bjarnarins mikla. Þar var rakin uppvaxtar- og reynsiusaga Aylu,
m.a. hjá Neanderdaismönnum og lesendum veitt óvenju næm og skýr
innsýn í þennan horfna heim, sem nánast ekkert hefur verið skrifað
um til þessa. Mammútaþjóðin er spennandi framhald þessara
stórkostlegu skáldsagna um
100 ára afmæli Hvanneyrarskóla 1989:
Leitað að fýrri nemendum
og starfsfólki Bændaskólans
Um þessar mundir er reynt að
hafa uppi á öllum fyrrverandi
nemendum, kennurum og öðru
starfsfólki Bændaskólans á
Hvanneyri í tilefni af 100 ára
afmæli skólans á næsta ári.
Fyrir tæpri öld, eða árið 1889,
hófst skólastarf við Bændaskól-
ann á Hvanneyri í Borgarfirði.
Starfsemi skólans hefur haft
mikla þýðingu fyrir íslenskt sam-
félag, því auk bænda hefur fjöldi
fólks á öðrum starfsvettvangi
hlotið þar skólanám sitt að hluta
eða öllu leyti. Um 3000 nemend-
ur hafa útskrifast frá skólanum á
an með þeim hætti. Sérstaklega
eru það þrír hópar sem leitað er
að:
1. Fyrrverandi starfsmenn og
kennarar, því ekki eru til
skrár yfir þá.
2. Aldraðir nemendur sem hafa
haft búferlaskipti nýlega.
3. Nemendur sem búa erlendis.
Undirbúningshópurinn biður
þá að bregðast skjótt við sem
geta bent á fyrrverandi Hvann-
eyringa í þessum hópum, eða
aðra þá sem af einhverjum orsök-
um hafa ekki fengið bréf um
undirbúning hátíðahaldsins.
Söfnun fjár til aldarafmælis-
gjafar til Hvanneyrarskóla hefur
stofnað bankareikning nr. 960 í
Melaútibúi Búnaðarbanka
íslands, Reykjavík. Allar nánari
upplýsingar veita Gunnar Guð-
bjartsson og Gísli Karlsson hjá
Framleiðsluráði landbúnaðarins,
sími 91-28288.
III
Opið hús
í Hafnarstræti 90, laugard. 17. desemberfrá kl. 15-18.
Akureyringar og nágrannar!
Lítið inn og fáið ykkur hressingu.
FRAMSÓKNARFÉLAG AKUREYRAR.